Þjóðviljinn - 06.10.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 06.10.1987, Side 4
Gengisfelling er fjarstæða Aftur og aftur heyrist nú talaö um það hátt og í hljóöi aö gengisfelling sé yfirvofandi. Veröi hún ekki fljótlega þá skelli hún á upp úr áramótum. Einkum og sérílagi eru það ýmsir bölsýnismenn í hópi atvinnurekenda sem tíörætt verður um nauösyn þess aö fella gengi íslensku krónunn- ar. Þær samningsbundnu veröbætur, sem reiknaöar voru ofan á laun nú um mánaðamótin til að bæta launþegum verðhækkanir í sumar, eiga að veröa sú þúfa sem veltir hlassi fastgengisstefnunnar. Þannig hefur oddviti ís- lenskra iðnrekenda, Víglundur Þorsteinsson, látiö hafa þaö eftir sér að þær muni valda því að efnahagsmálin fari endanlega úr böndum og fylgja muni gengislækkanir og óðaverðbólga. Gengislækkun getur á svipstundu hækkaö allt verðlag og þurrkaö út launahækkanir meö því aö minnka verðgildi krónunnar. Allur innflutt- ur varningur hækkar í verði. Fleiri en aö sama skapi léttari krónur fást fyrir útflutningsvörurnar. Veröbólgan tekur kipp. Um gengislækkun gildir hið sama og um margar aörar uppákomur í hagkerfinu; jafnframt því aö hún er orsakavaldur, sem hefur í för meö sér stórkostlegar tilfærslur á fjármunum, þá er hún afleiðing af því jafnvægisleysi sem oftar en ekki má rekja til slælegrar hagstjórnar. Um- ræöur um yfirvofandi gengisfellingu eru því til marks um litla trú á röggsemi ríkisstjórnarinnar við stjórnun efnahagslífsins. Á íslandi hafa gengisfellingar verið réttlættar meö tilvísun til vanda sjávarútvegs og fisk- vinnslu. íslendingar geta ekki nema að sára litlu leyti haft áhrif á hvaöa verð fæst fyrir fisk og fiskafurðir á erlendum mörkuðum. Sá gjald- eyrir, sem fæst fyrir fiskinn, er þaö efnahags- lega vald, sem íslenskt hagkerfi lýtur, þótt vissu- lega komi þar fleira til. Gengisfelling fjölgar þeim krónum sem fást fyrir fiskafuröir. En nú er staðan síður en svo þannig aö for- takslaust þurfi aö fjölga þeim krónum sem renna til útgerðar og fiskvinnslu. Auðvitaö er þar eins og annars staðar alltaf unnt aö koma pen- ingum í lóg og ugglaust má benda á ýmsar fjárfestingar í þessum atvinnugreinum sem skynsamlegt sé að leggja fé í. En sem betur fer eru veiðar og vinnsla ekki svo slæm til heilsunn- ar aö ekkert dugi til bjargar nema aö þjóöin taki á sig þá efnahagslegu brimsjói sem fylgja geng- isfellingu. Þvert á móti telja hagfræöingar aö staöa fisk- vinnslunnar sé mjög góö. Samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar er afkoman í frystingu og söltun nú eftir launahækkun og veröbætur 1. október betri en var aö meðaltali á síöasta ári og þaö var gott ár. Engu að síður er þaö stööugt látið leka út aö fella þurfi gengið ekki síöar en um næstu áramót. Um næstu áramót eru gildandi kjarasamn- ingar stórs hluta launþega útrunnir. Ef allt er meö felldu munu viðræöur um kaup og kjör hefjast innan skamms. Þótt margir launþegar en alls ekki allir hafi nú þokkaleg laun vegna yfirborgana og launaskriös er Ijóst aö samn- ingsbundin laun eru í mjög mörgum tilfellum langt neðan viö mannsæmandi mörk. Þaö má því búast viö að verkalýðshreyfingin geri kröfur um aö samningsbundin laun hækki verulega þannig aö taxtalaun séu í meira sam- ræmi viö þau laun sem nú þegar eru víða greidd. Næöust slíkar kröfur fram hækkuöu mjög laun hjá þeim sem tekjulægstir eru og njóta ekki yfirborgana eöa launaskriðs. Talsmenn atvinnurekenda hafa þegar brugö- iö á loft gamalkunnu tóli sem lækna á verkafólk af kröfuhörkunni. Þetta er hótunin um aö allt fari úr böndum í efnahagslífinu, aö veröbólgan rjúki upp, aö fella veröi gengið ef ekki sé gætt tilhýði- legrar hófsemi í launakröfum. KUPPT OG SKORIÐ STEINGRÍMUR HERMANNSSl 'assið vkkur á stórveldunui lómarsáttmála rikis- i — Steingrí hnar segir: „Sam- I hjá S.Þ. tyrir f ) þróunariönd verdur þú m.a. að isl þnda samþykkta Sam- „leggjast gej |þjóóanna um þróunar- virða ekki tui “ Má búast vió stór- ríkja og hetja hernaó og r framlögum. þar sem I styrjaldir.“ )NNUR SJONARMIÐ ■yndar.s.^ \ i iármÁ\Ut\. aö vió erum r þvi að hætta bíS.ÍD fcð muntu gera, ef ' 3 nú undlr þossa Þa og bera fram til- [ haetta aðstoö- 1/m vlð aó auka Ijóðs tlí aó geta J'kkar skultíbínd- Bi ekki auka ertend- Megna þossa, en ég |rn í fyrra að ef tií JpM aö spyrja þjóö- I þjóðaratkveeöa- gWt þetta mál. Er úí: oð feggja á sig eins fjðrðungs Isöiuskaiissiigs til löa þössi iftnd? Það M vertð aö ég hreyfi Mog\tsiiur. Ég vii taka M aó ég er þesfl ““ Ji nieómættur." 9(> heíur sagf aö { JF stefnubreytingu I'"Pð nýjum utönrí 'hef óurséum BubreytJnger áft m gur íbs þina l£inu sem þ hl þj- Passiu . Þau eru ai>. vittausum stbu að það sé mikiö Stórvetdunum hí lita á sig sem sjj regluvald. Ég tel skípti Bandaríkjí um sem eru að £ Ameríku ákafteg.- Það er mín perstf skoðun, að meó. sJnum séu Bandí að ýta þjóðum til ísma eins og f Ní Þarna eru að.víst st)órn landanna f htöðaltíg mannré og tika ) Panama. Breytt Alþýðublað Klippari var að skoða fyrsta helgarblað stækkaðs Alþýðu- blaðs sem ýtti úr vör á laugardag- inn var. Og maður er si sona að velta því fyrir sér hver verði nú þessi fræga sérstaða í blaða- heiminum sem allir vilja eignast - um leið og þeir gæta þess að vera ekki svo ólíkir öllum hinum að Meðaljóninn og Meðalgunnan skelfist og hlaupi á dyr Niðurstaðan af þeirri skoðun er ekki nógu skýr, enda óheiðar- legt í sjálfu sér að draga stórar ályktanirafeinu tölublaði. Þó má greina það af efnishlutföllum, að Alþýðublaðið ætlar ekki að láta eins og pólitík sé eitthvað Ijótt sem helst megi ekki minnast á nema í afmörkuðum skammar- króki leiðarans. Og er það vel. Maður er orðinn nógu hund- leiður á sjálfumglaðri fjölmiðla- hræsni.sem afneitar pólitík í orði en boðar ósköp venjulega hægri- mennsku í verki. Aukafjár- veitingar Jóns Baldvins Hitt er svo annað mál, að pólit- ískar áherslur í fyrsta helgarblaði Alþýðublaðsins urðu óvart dá- iítið hlálegar. Ein síða var skrifuð til að bera blak af Jóni Baldvin fjármálaráðherra. Hún fjallar um aukafjárveitingar úr ríkissjóði (þar er m.a. að finna þessa skelfi- legu setningu hér: „aukafjár- veitingar geta haft veruleg skekkjuáhrif á fyrirframáætlaðar tekjur ríkissjóðs" - Varið ykkur á hagfræðingaíslenskunni drengir góðir). Og greinarhöfundur fell- ur í það leiðindafar að stilla sam- an fjárveitingu vegna ferðar Sin- fónfuhljómsveitar íslands til Grænlands og svo fjárveitingu vegna auglýsingar á hlutabréfa- sölu í Utvegsbankanum. Leiðindafar segjum við vegna þess, að menningarpeningarnir eru taldir umdeilanlegir („kann- ski má hafa misjafnar skoðanir á því hvort sinfóníuhljómsveitin hafi átt eitthvert erindi á þessa menningarhátíð“) en sjálfsagt að borga 500 þúsund vegna hluta- fjártilboðs („ef á annað borð stóð til að selja hlutabréfin, varð væntanlega ekki komist hjá því að auglýsa þau til sölu“). Málgögnum Steingríms fjölgar Nú jæja. En hitt er svo enn hlá- legra, að pólitísk umfjöllun blaðsins miðar að öðru leyti öll að því að gera sem mestan veg Stein- gríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Viðtal helgarinnar er við Steingrím, og það er augljóst að það tiltæki er ekkert smámál. Á fjórðu síðu Al- þýðuhelgarinnar er frétt um við- talið þar sem það er haft eftir Steingrími, að „misskilningur“ milli Alþýðuflokks og Framsókn- ar sé sem óðast að gufa upp og lesendur beðnir um að lesa við- talið í heild, það sé á bls 20. Á tíundu síðu (leiðarasíðu) er svo aftur vitnað í viðtalið við Steingrím og hans styrku raust í alþjóðamálum - og enn eru menn bveðnir að fletta upp á viðtalinu í heild á bls. 20. Og þar, á bls 20, er Steingrímur m.a. spurður að því, hvort hann haldi ekki að 90% Al- þýðuflokksmanna séu honum „almennt sammála" og hann fer létt með að játa því. Það er semsagt ekki lengi verið að gifta hana Möngu og mikill lukkunnar pamfíll er Steingrímur að hafa eignast enn eitt málgagn til viðbótar við Dag og Tímann. Við skulum bara vona að Jón Baldvin fyllist ekki afbrýðissemi. Hundar og kettir Á leiðarasíðunni er líka lagt út af stjórnarsamstarfinu með frum- legum og stórskemmtilegum táknfræðum. Þar segir, að skrif Tímans um dýraspítalann Katt- holt séu mikil og „góð mórölsk vísbending til ríkisstjórnarinn- ar“. Fyrst hafi verið gert ráð fyrir því að Kattholt hýsti einungis ketti: „En líkt og í ríkisstjórn- armyndunninni þegar Alþýðufl- okkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn hlutu ekki atkvæðastyrk til að mynda einir ríkisstjórn varð að hleypa hundunum einnig inn, því hundar þurfa einnig geymslu og aðstöðu til meðhöndlunar.“ Þessi pólitísku dýrafræði eru hin merkustu. Samkvæmt þeim eru Sjálfstæðismenn og Kratar eiginlega sömu tegundar (kettir), en Framsóknarmenn eru „hund- ar“ sem „gelta og eru þurftafrekir á mat“. Samt geta sérfræðingar um dýraríkið mælt með sambúð þessara kvikinda allra, þótt sögu- legar hefðir hafi einatt magnað með þeim fjandskap. Við biðjum nú djúpsálarfræð- inga að taka við þessum „mór- ölsku vísbendingum" Alþýðu- blaðsins nýja. Ekki síst ættu þeir að velta fyrir sér þeirri líkingu, að í Kattholti ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar séu menn einkum til „geymslu og meðhöndlunar". þlÓÐVILilNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar:Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson ” (íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarfcalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlttateiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Margrót Magnúsdóttir Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. SkrifBtofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýalngaatjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýaingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarala: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöalu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrei&ala: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Maanúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson. Útkeyrala, afgrolðsla, rltatjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýalngar: Síðumúla 6, aímar 681331 og 681310. Umbrotog aetnlng: Prentamiðja Þjó&viljanahf. Prentun: Ðla&aprent hf. Verö í lauaasölu: 55 kr. Heigarblöð: 65 kr. Áakrlftarverö á mánu&i: 600 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 6. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.