Þjóðviljinn - 06.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.10.1987, Blaðsíða 5
Æskan A tiunda tugnum og aldrei yngri Þriðja elsta barnablaðið á Norðurlöndum Það mun fátítt ef ekki einsdæmi að blöð á íslandi nái 90 ára aldri. Slfkt langlífí byggist einkum á tvennu: Blaðið gegnir þýðingar- miklu og viðvarandi hlutverki og því hefur tekist að laga sig að breyttum kröfum og nýjum við- horfum. Þetta merkilega og sér- stæða fyrirbæri i íslenskum blaðaheimi er barnablaðið Æsk- an, sem gefið er út af Stórstúku Islands. Þaö er einnig ánægjulegt til þess að vita, að Æskan er þriðja elsta barnablaðið á Norður- löndum. Aðeins Norsk Barne- blad og Kamratposten í Svíþjóð eru eldri. Letrið á fánanum Fyrsta tbl. Æskunnar kom út 5. okt. 1897. Fyrsti ritstjórinn var Sigurður Júlíus Jóhannesson, síð- ar læknir og skáld í Kanada. Út- gáfa blaðsins átti sér eðlilega nokkurn aðdraganda. Er upphaf- ið til þess að rekja, að stjórnir unglingastúkna sendu stórgæslu- manni ungtemplara, Þorvarði Þorvarðarsyni, áskorun eða orð- sendingu þess efnis, að æskilegt væri að koma á fót unglingablaði helst myndskreyttu, „til eflingar bindindi, góðu siðferði, framför- um og menntun unglinga yfir höfuð“, eins og það var orðað. Þorvarður ásamt meðnefndar- mönnum sínum flutti svo málið í unglingareglunefnd á Stórstúku- þingi í júní 1897. Þingið tók mál- inu vel og samþykkti að veita 100- 150 kr. styrk til útgáfunnar. Þann 5. okt. sama ár leit svo fyrsta tbl. Æskunnar dagsins ljós. Síðan hefur Stórstúkan verið útgefandi blaðsins að því undanskildu, að Aðalbjörn Stefánsson og Sigur- jón Jónsson gáfu það út fym eigin reikning og ritstýrðu því á árunum 1919-1922 og Sigurjón síðan einn til ársloka 1927. Rétt er að geta þess, að árið 1909 lá útgáfa blaðsins niðri af Sigurður Júlfus Jóhannesson, fyrsti ritstjóri Æskunnar Útlit blaðsins og efni hefur breyst í takt við tímann. Frá v. Æskan 1915, frá 1968 og nú þegar fetað er inn á tíunda tuginn. Mynd: E. Ól. fjárhagsástæðum og árið 1920 kom aðeins út eitt tbl. Að öðru leyti hefur gangan verið óslitin. „Fullt af sólskini og söng Lengi býr að fyrstu gerð. Það var Æskunni mikið lán að maður eins og Sigurður Júl. Jóhannes- son leiddi hana fyrstu árin, svo sýnt sem honum var um að skrifa fyrir börn og unglinga. Svo má raunar segja um aðra þá, sem rit- stýrt hafa blaðinu. Af þeim má m.a. nefna æskulýðsleiðtogann alkunna sr. Friðrik Friðriksson (1904-1908), Margréti Jónsdótt- ur rithöfund (1928-1941), Guð- jón Guðjónsson skólastjóra (1942-1945) og Grím Engilberts (1956-1984). í ávarpi sínu í 1. tbl. Æskunnar segir Sigurður Júlíus m.a. „... sendum vér svo fyrsta blað Æskunnar með bestu kveðju til allra barna og innilegri ósk um að þetta geti orðið þeim til góðs og gamans". Og sr. Friðrik Friðriks- son segir svo í fyrsta tbi. sem hann ritstýrði: „Ég óska þess innilega að Æskan geti stuðlað að því að æska ykkar verði hrein og ástundunarsöm og gleðirík, full af sólskini og söng“. Óskir rætast ekki alltaf en þarna hafa þær sannarlega gert það. Hug Margrétar Jónsdóttur til blaðsins má m.a. marka á því, að ( hún lét því eftir útgáfurétt allra sinna ritverka. Og Sigurður Júl- íus gaf Stórstúkunni öll lj óðin sín. Til að byrja með annaðist Þor- varður Þorvarðarson afgreiðslu blaðsins. Lengstan feril átti þó Jóhann Ögmundur Oddsson í því starfi. Hann sá um afgreiðslu blaðsins, innheimtu og útbreiðslu allt frá árinu 1928 til 1962. Þegar Jóhann lét af þessum störfum tók við þeim tengdasonur hans, Kristján Guðmundsson og síðan Sigurður Kári sonur Jóhanns. Slík kjölfesta, sem þarna hefur verið fyrir hendi, er nauðsynleg hverju blaði. Hin síðari árin hef- ur svo Finnbogi Júlíusson komið þarna til starfa. Til útgáfu blaðsins hefur ávallt verið vandað eftir föngum og frá- gangur og prentun haldist í hend- ur við ýtrustu möguleika og tækni prentiðnaðarins á hverjum tíma. Meira að segja var jólablaðið prentað í tveimur litum þegar árið 1898. Nú um sinn hefur blað- ið komið út níu sinnum á ári. í tilefni afmælisins verður blöðum fjölgað í 10 á næsta ári. Kvíarnar fœrðar út Árið 1930 urðu viss tímamót hjá Æskunni. Þá var bókaútgáfa hafin á hennar vegum. Og enn voru umsvifin aukin árið 1939. Þá beitti sá mikli eldhugi Jóhann Ögmundur Oddsson sér fyrir því, að komið yrði á fót Bóka- og rit- fangaverslun Æskunnar. Til- gangurinn var sá, að styrkja með þessu útgáfu blaðsins og veitti Jó- hann Ögmundur hvorutveggja forstöðu. Kristján Guðmundsson varð eftirmaður Jóhanns við þessi störf og gegndi hann þeim til ársins 1984. Sjálfsagt verða menn seint á eitt sáttir um hvað telja beri góð- ar bækur og hverjar miður góðar. Flestir a.m.k. munu þó viður- kenna að Æskan hafi gefið út margar úrvalsbækur og þá ekki hvað síst fyrir börn og unglinga. Fyrsta bókin var Sögur Æskunnar, eftir Sigurð Júlíus Jó- hannesson. Var það mjög við hæfi og vel af stað farið. Nefna má einnig Ritsafn H. C. Ander- sens, Ævintýri æskunnar og Ævintýri barnanna að ógleymdri unglingabókinni Sextánára í sambúð eftir Eðvarð Ingólfsson, sem var söluhæsta bók á mark- aðnum fyrir jólin 1985 og er ein- stakt um unglingabók. Skáldsagna- samkeppni Á þessum tímamótum blaðsins efnir Stórstúka íslands til skáld- sagnakeppni og heitir 100 þús. kr. verðlaunum, auk venjulegra ritlauna. Ritstjórar Æskunnar eru nú Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason, en blaðstjórn skipa Hilmar Jónsson stórtemplar, Arnfinnur Arnfinnsson stór- gjaldkeri, og Guðlaugur Fr. Sig- mundsson framkvæmdastjóri Stórstúkunnar. Æskan leggur nú á níunda tug- inn og hefur þó aldrei verið yngri. Afmælisóskin er sú, að hún megi áfram yngjast með ári hverju. - mhg Þriðjudagur 6. október 1987 jþJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 SAGA AFS0GU Við íslendingar erum stoltir af sögu okkar, tölum gjarnan um menningararf og erum ósparir á að rifja þetta allt upp hverjir fyrir öðrum, hvenær sem tækifæri gefst. Við erum stoltir af alþingi sem á sér langa sögu og Islend- ingasögunum sem eiga stóran þátt í að málið okkar, íslenskan, hefur ekki breyst meira en raun er á. Við köllum okkur oft bókaþjóð og státum af betri lestrarkunnáttu en margar aðrar þjóðir. En lestrarkunnáttan er ekki lengur íslendingasögunum að þakka. Þær hafa fyrir löngu verið leystar af hólmi og eiga þar í hlut ýmisskonar bókmenntir sem að sjálfsögðu eru misjafnlega metn- ar af þeim sem telja sig geta dæmt þar um. Það var ekki ætlun mín að fjalla hér um bókmenntir eða dæma lestrarefni, heldur ætla ég að fylgja hefð íslendingsins, fara aft- ur í tímann og rifja upp sögu. Ég er þess fullviss að þegar ég nefni barnablaðið Æskuna vita allir við hvað ég á. Æskan er elsta bamablað á íslandi og nú 5. októ- ber voru liðin 90 ár frá því að fyrsta blaðið kom út. Stórstúka íslands, I.O.G.T. hefur ef frá eru talin árin 1919-27 kostað útgáfu biaðsins. Nú spyr sjálfsagt einhver: Hvers vegna voru templarar að gefa út barnablað? Þar lágu ef- Mjöll Matthíasdóttir skrifar laust margar ástæður að baki. Á þessum tíma var lítið útgefið af lestrarefni sem ætlað var börn- um. Þau vantaði því tilfinnanlega eitthvað af þeim toga. Templarar hófu starf sitt með börnum nokkrum árum fyrr eða 1886 þeg- ar Unglingareglan var stofnuð. Þeir sem unnu með börnunum hafa því fljótt fundið hvar skór- inn kreppti. Það þarf því engan að undra þótt tillaga um blaðaút- gáfu hafi komið frá stjórnum unglingastúkna. Á Stórstúku- þingi í júní 1897 var samþykkt fjárveiting til útgáfu barnablaðs- ins og þá um haustið varð Æskan að veruleika. í fyrsta tölublaðinu fylgir rit- stjórinn, Sigurður Júlíus Jóhann- esson (síðar læknir og skáld í Kanada) blaðinu úr garði með eftirfarandi orðum: „Sendum vér svo fyrsta blað „Æskunnar" með bestu kveðju til allra barna og innilegri ósk um að það geti orðið þeim til góðs og gamans." Síðan þetta var ritað eru 90 ár, en Æskan lætur engan bilbug á sér finna. Með breyttum tímum hefur hún vaxið og þroskast en aldrei brugðist því hlutverki sínu að vera börnum og unglingum til gagns og gleði. Það eru margir sem hafa lagt Æskunni lið á þessum árum. Aldur hefur ekki skipt máli held- ur hafa bæði ungir og gamlir stungið þar niður penna. Hér er því miður ekki rúm til að minnast allra sem þar hafa lagt hönd á plóginn en þeir eiga allir þakkir skildar. Þegar talað er um barnablaðið Æskuna er ekki nema sanngjarnt að minnst á bókaútgáfu Æskunn- ar. Það var árið 1930 sem hún hófst. Aðallega eru gefnar út bækur fyrir yngri hópa lesenda þó ýmislegt annað hafi flotið með. Ætla má að íslensk börn hefðu haft úr minna lesefni að moða ef bókaútgáfa Æskunnar hefði ekki komið til. 90 ár verða að teljast langur tími í útgáfu blaðs. En Æskan hefur staðist tfmans tönn og er nú glæsilegt og aðlaðandi blað. Æsk- an hefur verið lesin af kynslóð eftir kynslóð og á marga dygga stuðningsmenn og áskrifendur. Án þeirra allra væri blaðið ekki til. Þá er nú þessum sögubrotum mínum lokið en sjálf Sagan held- ur áfram og enginn veit hvenær eða hvort hún endar. Á liðnum áratugum hefur Æskan verið aufúsugestur á fjöl- mörgum íslenskum heimilum. Það er ósk mín að svo megi verða um ókomna framtíð og sem flest- ir njóti þess sem þar er boðið uppá. Mjöll Matthfasdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.