Þjóðviljinn - 06.10.1987, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.10.1987, Qupperneq 6
FLÓAMARKAÐURINN Óska eftir a kaupa litsjónvarp, einig „fifties" Ijósast- æði. Uppl. i síma 681936. Karlmannsreiðhjól Óska eftir að kaupa ódýrt en sæmi- lega gott karlmannsreiðhjól. Ef þú átt eitt slíkt sem þú vilt selja þá vins- amlegast hringdu í síma 15785. Herbergi til leigu Herbergi til leigu fyrir geymslu á húsgögnum eða hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart og upþhitað. Upp- lýsingar I síma 681455. Rúta til sölu 15 manna nýleg rúta til sölu. Sími 91-27180. Góður bíll til sölu Til sölu Fiat 127 árg. '85. Einstak- lega sparneytinn og þægilegur bíll I toppstandi. Vetrardekk fylgja. Til greina koma skipti á ódýrari. Upp- lýsingar I síma 681310 kl. 9-17 og I síma 13462 e. kl. 19. Síamskettlingur óskast á gott kattavinaheimili. Upplýsingar í síma 622998. Kaupi alls kyns gömul húsgögn Mega vera biluð og eða með ónýtu áklæði. Einnig óska ég eftir því að kaupa ritsöfn, gamalt leirtau og glös. Upplýsingar í síma 622998 e. kl. 19. Til sölu Cortina '74 1600 í góðu ástandi. Selst ódýrt. Sími 46623. Til sölu barnakojur. Sími 46623. ísskápur Viltu gefa eða selja ísskáp? Vins- amlegast hringdu í síma 10060. Svalavagn óskast fyrir lítið. Sími 83191 e. kl. 17. Vantar þig dagmönnu? Get bætt við mig barni frá kl. 7.30- 14. Nánari upplýsingar veittar I síma 31884. Til sölu Datsun 120Y '78 skoðaður '87, vetrardekk og útvarp, góður bíll á góðu verði. Einnig Austin Allegro '78 I varahluti. Á sama stað óskast PC tölva og húsgögn af ýmsu tagi m.a. í barnaherbergi. Sími 18475. Til sölu Acorn Electron+3 tölva með disk- ettudrifi, minnisstækkun, innbyggð- ri ritvinnslu og leikjum. Verð kr. 8.000.- Einnig skáktölva, Chess Challenger SC9, verð kr. 3.500.- Á sama stað óskast keypt He-man dót. Uppl. í síma 641613 e. kl. 19. Góð Mazda til sölu eftir árekstur, lítið keyrð. Uppl. í síma 685144 og 681993. Litli páfagaukurlnn okkar flaug út um gluggann á Holtsgötu fimmtudaginn 1. okt. Ef svo heppi- lega vill til að einhver hafi náð hon- um eða viti um hann þá vinsamlega hafið samband í síma 25104. Svefnbekkir - hjól - rafmagnsritvél Til sölu lítill, vel meðfarinn svefn- bekkur 150 cm og notað Winther barnahjól 16". Einnig fæst gefins aamall svefnsófi, áklæði sæmilegt. Á sama stað óskast keypt raf- magnsritvél. Uppl. í síma 43614 e. kl. 19. Óska eftir svalavagni helst gefins. Sími 42346. Svalavagn óskast Símar 13681 og 622790 2ja sæta sófi óskast sími 13681 og 622790. Rauð Electrolux uppþvottavél til sölu. Uppl. í síma 77392. Óska eftir góðri LÖDU 1500 eða 1600, ekki station, '86 eða '87 módel. Uppl. I síma 681993. Barnapössun Barngóð stúlka óskast til að gæta Sigurborgar (4ra ára) nokkur kvöld í mánuði. Við búum á Kambsvegi. Vinsamlegast hringið I síma 32711. 3ja gíra kvenmannsreiðhjól fæst gefins. Uppl. ísíma 681310frá kl. 9-17. Vil kaupa lítinn sófa, sófaborð og stóla. Uppl. í síma 31519. Gömul eldhúsinnrétting fæst gefins I dag. Sí,mi 39672. Stór, lítið notaður djúpsteikingarpottur til sölu á kr. 3.000.- Sími 46942 á kvöldin. Naggrisunga vantar heimili. Hann kostar aðeins 600 kr. og er mjög fallegur. Uppl. I síma 22424 e. kl. 13. Ódýr frystikista 310 lítra Electrolux frystikista selst ódýrt. Sími 19513. Óska eftir að kaupa ódýra og góða ryksugu. Uppl. í síma 37537. Vefstóll til sölu danskur. Sími 17385. Tvíburar á götunni Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir 3-4 herbergja íbúð, helst í vest- urbæ. Góðri umgengni, reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 622154 eða á Þjóðviljanum í síma 681333 (Elísabet). Ódýr byrjun Gott tækifæri fyrir þá sem eru að byrja búskap til að fá ódýra muni í innbúið. Búslóðtilsölu. Sími 13894. Handunnar, rússneskar tehettur og matrúskur í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Ath. Get komið með vörurnar á t.d. vinnustaði og í saumaklúbba ef óskað er. Uppl. I síma 19239. Rúm gefins Hjónarúm með áföstum náttborð- um en án dýna fæst gefins ef ein- hver vill hirða það. Sími 622542. Halló! Bráðvantar íbúð, litla eða stóra. Erum 2 í heimili, fullorðin og barn. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 50751. Til sölu eru eftirtalin húsgögn og munir fyrir 300 kr. hver: 13" felgur, strauborð, sófaborð og forn skíði á kr. 200.-. Ennfremur gardínubrautir af ýmsum lengdum sem fást fyrir það sem viðkomandi vill greiða. Loks alveg stórkostlegir leir- þostulínsmunir svo sem salerni sem er ókeypis þó það sé I fullkomnu lagi og matardiskar sem fást fyrir lítið. Þá mætti einnig tala um tæki til þess að ná matnum af diskunum svo sem gaffla. Allar nánari upplýsingar er að fá í síma 30672. Þjóðviljann vantar dugmikið sölufólktil starfa. Vinnutími erákvöldinogum helgar. Góð laun fyrir duglegt fólk. Hafið samband við Hörð í síma 681333. þJÓÐVIUINN Opið bréf til ritstjórnar Þjóðviljans Það hlýtur að hvfla allnokkur pólitísk ábyrgð á ritstjórn Þjóð- viljans, þegar hún kallar lið sitt upp f lofthýsið og leggur á ráðin hvernig blaðið fái bezt beitt hjörvum sínum í baráttunni fyrir þjóðfrelsi og sósíalisma í þessu landi. Valið hlýtur að vera erfitt, því úr öllum áttum er að vinnandi fólki og þjóðfrelsinu sótt: stofn- anir samfélagsins eru á útsölu handa auðvaldinu, kór hátekju- manna rekur upp öskuróp við minnstu leiðréttingu verkalauna, erlend hermaskína setur orða- laust upp hverja vígstöðina af annarri um vestur- og austurland. Því er það ekki að ástæðulausu að ritstjórnin kalli regin sín á rök- stóla: Hvað má nú til varnar verða...? Og svarið kom. Yfir þverar forsíður Þjóðviljans síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag var á vandanum stungið: Listasafn þjóðarinnar er að verða of fínt og of dýrt. Það er verkurinn mikli. „Kostnaður úr böndunum“ segir í fimm dálka fyrirsögn á forsíðu 30. sept. „Áætlanir hvellsprungn- ar“ segir á sama stað 1. október. Með fimbulhneykslun er það haft eftir ónafngreindum mönnum að „aðeins það alfínasta er nógu fínt í þetta hús og hvergi hefur verið sparað í krónum og aurum“. Og til þess að gera fólki enn betur grein fyrir þessari þjóð- arvá, er næsta dag ítrekað að listasafnið nýja verði við opnun orðið álíka dýrt og hinn gamli skrifstofuhjallur Sambandsins við Sölvhólsgötu, sem ríkið ætli nú að kaupa. Með þau kaup (og væntanlega dýrar breytingar) er auðvitað allt í lagi, því þau koma íslenzkri þjóðmenningu ekkert við, en þjóðsafn íslenzkrar listar, það er alvarlegra mál. Nú þurfa menn ekki einu sinni að vera ritstjórar til þess að sjá í hendi, að listasafn hlýtur að vera margfalt dýrara en skrifstofuhús. Birta, hiti, raki, sýningarveggir, gólf sem hundruð þúsunda troða, listaverkageymslur, fegurð um- hverfis... allt eru það miklu dýr- ari hlutir en nokkurt kontórhús þarf til sinna nota. Og enn er það undan dregið, sem jafnvel rit- stjórar ættu að vita, að listasafnið eignaðist Glaumbæ fyrir eigið fé, gjafafé og arf, og til nýbyggingar- innar fóru að nokkru leyti sjóðir þess sjálfs, svo sem hin höfðing- lega gjöf Kjarvals, er hann lagði ■ eigið húsbyggingarfé sitt til List- asafns íslands. f eina tíð voru þeir menn við Þjóðviljann, svo sem Kristinn E. Andrésson og Magnús Kjartans- son, sem töldu íslenzka þjóð- menningu meira en nokkurra. króna virði. Með yddum penna sínum réðust þeir gegn óvinum alþýðunnar og hverskonar púka- hætti þegar menningarlíf okkar átti undir högg að sækja. Þá flykktust lista- og menntamenn að hreyfingunni og litu til Þjóð- viljans sem fremsta málsvara lýð- menningar í landinu. En nú, þeg- ar allt er í uppnámi í kringum okkur, lífskjör manna, hernaðar- umsvif, friðarmálin og atóm- mengun hafsins, þá er niðurstað- an í lofthýsinu sú, að bygging yfir listasafn þjóðarinnar, nú loks, á 103. afmælisári þess, sé sjálft hið stóra hneyksli! Sem lesandi Þjóðviljans vil ég mótmæla slíkri fölsun alls mats. Blaðið kennir sig við jafnrétti. Jafnrétti er meðal annars það, að öllum almúga sé gert kleift að njóta listmenningar. Það kennir sig við sósíalisma. Sósíalismi er með öðru það, að hefja vinnu- , stéttirnar til vitundar um þann arf sem þær eiga, en öll íslenzk list er úr þeim akri sprottin. Og blaðið kallar sig málgagn verkalýðs- hreyfingar. Það ætti að fela í sér sókn og vörn í kjara- og menning- armálum hennar, en ekki að hrópa: Sjáið fuglinn! þar sem enginn fugl er, meðan úlfarnir eru að hremma hana. Björn Th. Björnsson Attiugasemd btaðamanns Það er misskilningur að Þjóð- viljinn sé að agnúast yfir því að Listasafn íslands eignist hús yfir starfsemi sína, slíkt er meira en sjálfsagt og menningu þjóðarinn- ar bráðnauðsynlegt. Fréttir Þjóð- viljans af byggingu Listasafnsins hafa enda fjallað um allt annað. Þær hafa fjallað um hlut embætt- ismanna og stjórnmálamanna sem hafa haft yfirumsjón með byggingunni. Listasafn íslands er dýr fram- kvæmd og undrar það engan. Einsog Björn Th. bendir réttilega á þá þarf listasafn að vera þannig útbúið að hægt sé að varðveita þar listaverk án þess að hætta sé á að þau skemmist, auk þess sem fagurfræðileg sjónarmið skipta einnig máli. Þá hefur Listasafn íslands verið mjög lengi í bygg- ingu og hefur það aukið kostnað við bygginguna. Þrátt fyrir þetta hlýtur að verða að gera þær kröfur til hönnuða og annarra sem hafa umsjón með byggingunni að þeir geri kostnað- aráætlanir sem standast. Einsog fram hefur komið þá stenst ekki lengur áætlun sem gerð var í vor. Vantar þar upp á tug milljóna. Þá höfðu eldri áætlanir einnig sprungið áður. Þetta eru kannski smápeningar í samanburði við margt annað bruðl í þjóðfé- laginu. Engu að síður er þetta frétt sem ritstjórn Þjóðsviljans fannst ástæða til að flytja. Það ættu allir að vera sammála um að Listasafn íslands eignist veglegt hús yfir listaverkasafn þjóðarinnar. Einmitt þessvegna er mikilvægt að þannig sé staðið að verkinu að enginn blettur falli á. Því miður hefur nú komið í ljós að vinnubrögð við undirbúning verksins hafa ekki verið nógu vönduð og nákvæm. Það hörm- um við en fögnum því að loksins rennur upp sú langþráða stund að Listasafn íslands opnar í eigin húsnæði. -Sáf 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 6. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.