Þjóðviljinn - 06.10.1987, Page 11
ERLENDAR FRÉTT1R
Danmörk
Nýr
krataforingi
SvendAuken tók við formennsku í
Jafnaðarmannaflokknum um helgina
Félagar danska Jafnaðar-
mannaflokksins kusu sér nýj-
an formann á laugardag í stað
gömlu kempunnar Ankers Jörg-
ensens sem ákvað að láta af emb-
ætti eftir ósigur flokksins í þingk-
jöri í öndverðum síðasta mánuði.
Ekki komu þeir neinum á óvart
því fyrir valinu varð formaður
þingflokksins og varaformaður-
inn Svend Auken. Auken er 44
ára gamall fyrrum háskólakenn-
ari í stjórnmálafræðum og var at-
vinnumálaráðherra í minnihluta-
stjórn forvera síns á árunum
1977-1983. Auken þykir vera
vinstra megin við miðju í flokkn-
um og heyrir til hópi miðstéttar-
uppa sem mikið hafa látið að sér
kveða meðal jafnaðarmanna á
undanförnum árum.
Danska þingið kemur saman til
Svend Auken, nýkjörinn formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, hlýðir á mál forvera sfns, Ankers Jörgensens.
fyrsta fundar í dag eftir þingkjör-
ið. Stjórn Pauls Schluters virðist
hanga á horriminni og óvíst hvort
hún á langa lífdaga fyrir höndum.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að stjórnarflokkarnir fjórir
töpuðu samtals allverulegu fylgi í
kosningunum og hafa nú aðeins
umráð yfir 70 af 179 sætum á lög-
gjafarsamkundunni. Schlúter
þarf því að reiða sig á fulltingi
tveggja tlokka utan stjórnar,
Framfaraflokks Glistrupsliða og
„Róttæka vinstriflokksins."
Þessir tveir flokkar sitja ekki á
sárs höfði og hefur leiðtogi þess
síðarnefnda neitað að segja af
eða á um það hve mikils stuðn-
ings stjórn er reiðir sig á Fram-
faraflokkinn geti vænst af hans
hálfu á vetri komanda.
Það getur því vel farið svo að
Danir verði að ganga að kjör-
borðinu á ný í vetur. Auken sagði
í fyrradag að þjóðin myndi ekki
taka slíku fagnandi. En tvær
skoðanakannanir sem birtar voru
á sunnudag gáfu það til kynna að
yrði kosið þegar í stað gæti svo
farið að Jafnaðarmannaflokkur-
inn og Sósíalski þjóðarflokkurinn
hrepptu meirihluta á þingi.
-ks.
y Tíbet
Asakanir
ganga á víxl
Kínverskir ráðamennfullyrða að Dalai Lama
beri ábyrgð á ofbeldisöldunni í Tíbeten
fulltrúi hans vísaðiþvíábug ígær
Fulltrúi andlegs og „veraldlegs“
leiðtoga Tíbetbúa, Dalai
Lama, sem nú býr í útlegð í Nýju-
Delhi á Indlandi, þvertók fyrir
það í gær að hans hátign bæri
ábyrgð á ofbeldisverkum í höfuð-
borg Tíbet, Lhasa, sem orðið
hafa að minnsta kosti 19 manns
að bana á undanförnum dögum.
„Tíbetbúar bera enga ábyrgð á
ofbeldisverkunum í Lhasa og síst
af öllum hans heilagleiki,“ sagði
talsmaður Lamas í gær. „Dalai
Lama hafði ekki hugmynd um
hvað fram fór þegar átökin áttu
sér stað,“ bætti hann við og sagð-
ist harma hvað orðið hafði.
í gær stóð skrifað í leiðara Dag-
blaðs alþýðunnar í Peking að það
væri „engin tilviljun" að upp-
hlaup hefði orðið í Tíbet þann
fyrsta október síðastliðinn. Það
hefði átt sér stað aðeins viku eftir
að Dalai Lama hefði átt fund með
bandarískri þingnefnd og látið
svo ummælt að ekki kæmi annað
til greina en að Tíbet endurheimti
sjálfstæði sitt.
Um þessar fullyrðingar fórust
talsmanni Lamas svofelld orð:
„Þetta er alrangt. Hugmyndir
Dalais Lamas eru í anda friðar og
sátta. Kínverska stjórnin ber alla
ábyrgð á því sem átt hefur sér
stað í Tíbet.“
Hann gat þess ennfremur að
mun fleiri hefðu fallið á átökun-
um en kínverska stjórnin vildi
vera láta en hún segir sex manns
hafa látið lífið. En hann bætti því
við að nú væri erfitt um vik að afla
sér upplýsinga frá Lhasa þar eð
kínverskir hermenn hefðu lokað
öllum leiðum út úr borginni og
slegið hring um klaustur.
Talsmaðurinn sagði átökin á
fimmtudaginn hafa hafist með
þeim hætti að munkar og al-
mennir borgarar hafi farið í
friðsamlega mótmælagöngu en
lögreglumenn hafið skothríð á þá
og handtekið fjölda manns.
„Skiljanlega svaraði fólkið of-
beldi með ofbeldi en ég vil ítreka
að við hörmum að ofbeldisverk
voru framin.“ -ks.
Dalai Lama. Kveðst ekki hafa
hvatt einn né neinn til ofbeldis-
verka í Tíbet.
Bandarísk tvíundarvopn
Ógna samningshorfum
Sovétmennsýndu um helginafulltrúum 41
ríkis svœði sem notað hefur verið við tilraunir
með efnavopn
Ál
Mikil
verðhækkun
r
Alverð hækkaði mjög mikið á
Málmmarkaði Lundúna
(LME) í gær eftir að menn upp-
götvuðu skyndilega að framboðið
var fremur lítið og fengu
kaupæði.
Á1 sem ekki fæst afgreitt fyrr en
þremur mánuðum eftir að kaup
fara fram seldist á 1,150 sterlings-
pund (um 73 þúsund íslenskar
krónur) hver smálest. Það kvað
aðeins vera hænufeti frá hæsta
verði sem nokkru sinni hefur
fengist fyrir ál en það var í janúar
árið 1984 að 1,160 pund (um
74,660 krónur) fengust fyrir
tonnið.
Að sögn málmbraskara í Lund-
únum benda öll sólarmerki til
þess að framundan sé gósentíð
fyrir álframleiðendur. Verð á
kopar, sinki og nikkel kvað enn-
fremur hafa hækkað á LME í
gær. -ks.
Sovéskur hershöfðingi, Anatolí
Kuntsevich, lét svo ummælt í
gær að áform Bandaríkjastjórnar
um að heíja framleiðslu á svo-
nefndum tvíundarvopnum í lok
þessa árs gætu orðið til þess að
samningaviðræður um að hætta
framleiðslu efnavopna og eyðingu
birgða færu út um þúfur.
Tvíundarvopn kváðu vera
efnavopn í tveim hlutum sem
ekki verða virk nema þeim sé
skeytt saman.
„Framleiðsla tvíundarvopn-
anna mun flækja mjög allar við-
ræður risaveldanna í Genf um
eyðingu efnavopna. Hún gæti
jafnvel haft það í för með sér að
þær færu út um þúfur, nú þegar
svo stutt virðist í það að samning-
ar takist.“
Hershöfðinginn lét svo um-
mælt á blaðamannafundi sem
haldinn var degi eftir að Sovét-
menn heimiluðu fulltrúum 41
þjóðar að skoða svæði sem notað
hefur verið við tilraunir með
efnavopn. Fram að þessu hefur
engum óviðkomandi verið heim-
ilt að stinga upp kollinum í nánd
Shikhany við Volgubakka.
Yfirmaður þeirrar deildar sov-
éska hersins er hefur efnavopn á
sinni könnu, Vladimir Pikalof
hershöfðingi, ávarpaði einnig
fundinn og fullyrti að einsog mál-
um væri komið ættu Bandaríkja-
menn og Sovétmenn álíka mikið
af efnavopnum í búrum sínum og
vísaði á bug fullyrðingum Banda-
ríkjamannsins Max Friedersdorf
þess efnis að hinir síðarnefndu
hefðu verulega „yfirburði" á því
sviði. -ks.
y Grœnland
Anægjulegt
Yfirlýsingar Gorbatsjofs ísamrœmi við stefnu
heimskautsþjóða
Yflrlýsingar Gorbatsjofs í
Múrmansk bera vitni um
ánægjulega þróun sem er í sam-
ræmi við óskir þeirra þjóða sem
byggja heimskautssvæðið, sagði
Jonathan Motzfeldt formaður
landstjórnarinnar í Nuuk nú um
helgina við grænlenska útvarpið.
Grænlenski forsætisráðherr-
ann benti sérstaklega á að tillögur
Gorbatsjofs um afvopnun á
norðurslóðum væru samkvæðar
ályktunum ICC, Sambands
heimskautsþjóða, um hernað-
armál á svæðinu. Motzfeldt sagði
að hann teldi víst að fjallað yrði
um ræðu Gorbatsjofs í öryggis-
og varnarmálanefnd grænlenska
þingsins. Sú nefnd verður kjörin í
fyrsta sinn þegar þingið kemur
saman í Nuuk í þessari viku.
-m
RÍKISÚTVARPIÐ
Samkeppni um
minningaþætti
Ríkisútvarpiö efnir til samkeppni um
minningaþætti um efni sem tengist hlutdeild
útvarps í íslensku þjóölífi áfyrri tíö. Um erað
ræöaminningarfrá árdögum útvarpsins, um
einstaka útvarpsmenn, eftirminnilega atburði
sem útvarpi tengist og almenn not fólks af
útvarpinu meöan það vareinstæðurfjölmiðill í
sinniröð. .
Heimilt er að fá til skrásetjara sem riti niður eftir
frásögn sögumanns. Tvenn verðlaun verða veitt,
40 og 20 þúsund krónur, auk óskertra
höfundarlauna, en Ríkisútvarpið áskilursér
flutningsrétt á þeim þáttum sem það kýs.
Þættirnir skulu ekki vera lengri en 10-12 síður
vélritaðar.
Handritum sé skilað til Ríkisútvarpsins,
Efstaleiti 1,150 Reykjavík í síðasta lagi 1.
febrúar á næsta ári, merkt Útvarpsminningar.
núiu
RÍKISÚTVARPIÐ
Bakkaborg
við Blöndubakka
Fóstrur og fólk með aðra uppeldismenntun eða
reynslu af uppeldisstörfum óskast til starfa sem
fyrst. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
71240.
Þrlðjudagur 6. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15