Þjóðviljinn - 06.10.1987, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 06.10.1987, Qupperneq 15
Árni Benediktsson skrifar Sönn ánægja að svara „En þvímiburer greinin í Pjóðviljanum skrifuð í títuprjónastíl, þar sem hver hugsun er umvafin broddborgaralegri þoku, þannig að hvergi sér handa skil“ Þannig er aö síðasta laugar- dag var heilsíðugrein í Þjóðviljan- um undir fyrirsögninni Fiskimiðin í sameign. Hluti greinarinnar er helgaður nýlegri ákvörðun Verð- lagsráðs sjávarútvegsins um að verðleggja ekki fisk fram til 15. nóvember. í þessari grein er því haldið fram að samvinnu- hreyfingunni beri að gera grein fyrir afstöðu sinni. Nú vill svo til að ég er sá fulltrúi í Verðlagsráði sjávarútvegsins, sem sennilegt er að standi næst samvinnu- hreyfingunni og er því ekki óeðli- legt að það komi í minn hlut að svara þessu. Og reyndar er mér sönnn ánægja að svara þessu, ef ég gæti. Ef ég vissi hverju ætti að gera grein fyrir, hvaða afstöðu ætti að skýra. En því miður er greinin í Þjóðviljanum skrifuð í títuprjón- astíl, þar sem hver hugsun er um- vafin broddborgaralegri þoku, þannig að hvergi sér handa skil. Áður en ég svara verð ég því að biðja um frekari skýringar, þann- ig fram settar að hönd á festi. Þær spurningar, sem ég neyðist til að bera fram eru þessar: 1. í greininni er fjallað um „frjálst" fiskverð og frjálst fiskverð. Hver er munurinn á þessu tvennu? Á samvinnu- hreyfingin að gera grein fyrir afstöðu sinni til „frjálsa" fisk- verðsins eða frjálsa fiskverðs- ins? 2. í greininni stendur: „Sú spurn- ing hlýtur því að vakna hvort andstaðan í verðlagsráði við frjálst fiskverð ráðist fyrst og fremst af þröngum hagsmun- umSÍS". Geturverið að grein- arhöfundur ruglist á andstöðu við „frjálst" fiskverð og and- stöðu við frjálst fiskverð? Hvaða andstaða var við frjálst fiskverð? 3. Hveriir eru þröngir hagsmun- ur SÍS í sambandi við fisk- verðsákvörðun? Að fengnum greinilegum svörum við þessu er mér sönn ánægja að gera grein fyrir afstöðu minni í Verðlagsráði. Hún er að vísu öll kunn, þeim sem eitthvað fylgjast með á þessum vettvangi og kunna að nýta sér það sem þeir heyra og sjá. Árni Benediktsson Gunnar Hjaltason sýnir í Listakrubbu Gunnar Ásgeir Hjaltason er fæddur að Ytri-Bakka við Eyja- Hitt og þetta eftir ýmsa listamenn í Gallerí Borg Austurstræti hafa nú verið hengd upp allmörg olíumálverk. Flestareru myndirn- ar af minni gerðinni og hanga þar undir samheitinu Hitt og þetta Hér er um að ræða verk eftir Hring Jóhannsson, Tryggva Ól- afsson, Baltasar, Kjartan Guð- jónsson, Daða Guðbjartsson, Jón Þór Gíslason, Temmu Bell og Karólínu Lárusdóttur. Einnig eru nokkrir skúlptúrar eftir Þór- dísi Á. Sigurðardóttur. Þessi verk eru öll til sölu og munu hanga uppi þessa viku. Til- valið fyrir þá sem vilja eignast listaverk á viðráðanlegu verði. Gallerí Borg Austurstræti er opið frá kl. 10 á morgnana og eftir það á almennum tíma verslana. (F réttatilky nning) fjörð 1920. Hann nam teikningu, módelteikningu og olíumálun hjá Bimi Björnssyni og Marteini Guðmundssyni og sótti ýmis námskeið í Handíðaskólanum m.a. tréristu hjá Hans Alexander Miiller. Gullsmíði nam hann hjá Guðmundi Guðnasyni og Leifi Kaldal 1943-47. Gunnar hefur sýnt oft og víða, (fyrst í Hafnarfirði 1964) m.a. í Norræna húsinu, Bogasal, á Ak- ureyri, í Vestmannaeyjum og í Kópavogi 1971, á Mokkakaffi, í Eden í Hveragerði, Borgarnesi, Hvammstanga og víðar. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýn- ingum m.a. hafnfirskra málara í Uppsölum Svíþjóð og á íslands- sýningu í Vínarborg, Austurríki 1984. Þá hefur Gunnar myndskreytt bækur og tímarit, m.a. Árbók Ferðafélags íslands frá 1975 (teikningar), Úti og inni, Friðrik Friðriksson 1952, (tréristur) Draumrúnir Sigurður H. Guð- mundsson 1984 (teikningar), og 400 teikningar í íslands Ferða- leiðir, Kristján Arngrímsson 1987. Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafnið mánud. til föstud. kl. 9 - 21 og laugardaga kl. 11 - 14. Hún er öllum opin gjaldfrítt og eru allar myndirnar til sölu. þlÓÐVIUINN 0 68 13 33 Tíminn 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sigl bLAÐBERAR ÓSKAST í þJóoyiuiNN Hlíðar Nýja miðbæ Fellsmúla Bakkahverfi (Breiðholti) Seljahverfi Ártúnsholt Kópavog (vestur) Kópavog (austur) Smáíbúðahverfi Fossvog Vesturbæ Seltjarnarnes Hafðu samband við okkur IMÓÐVILIINN Síðumúla 6 0 68 13 33 ORÐSENDING FRA IÐNLÁNASJÓÐI (JM BREYTT UTLANAKJOR Hinn 15. september kom til framkvæmda breyting á útlánakjörum Iðnlánasjóðs. Þau eru nú sem hér segir: Vélalán háð lánskjaravísitölu 7,65% vextir Byggingarlán háð lánskjaravísitölu 8,65% vextir Útlán bundin gengi SDR 8,65% vextir Lán vöruþróunar- og markaðsdeildar háð lánskjaravísitölu 5,00% vextir Byggingarlán undir 5.000.000,00 kr. eru háð lánskjaravísitölu en byggingarlán yfir 5.000.000,00 kr. eru bundin gengi SDR. Vélalán undir 250.000,00 kr. eru háð lánskjaravísitölu en vélalán yfir 1.000.000,00 kr. eru bundin gengi SDR. En þegar tekin eru vélalán hærri en 250.000,00 kr. en lægri en 1.000.000,00 kr. ræður lántaki hvor kjörin hann þiggur. Samsvarandi breyting verður á útistandandi lánum þar sem ákvæði skuldabréfa heimila slíkt. IÐN LÁIMASJÓÐUR IÐNAÐAHBANKÍMN LÆKJAR6ÖTU 12. 101 REYKJAVlK, S(MI 691800

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.