Þjóðviljinn - 07.10.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Qupperneq 2
FRETTIR Hlíf F—SPURNINGIN Viltu að Vigdís Finn- bogadóttir gefi áfram kost á sér í embætti Forseta íslands. n Björn Sveinsson, sölumaður: Já, hún hefur staðið sig vel og er góð landkynning. Það er enginn vafi á því að hún ræður við starf- ið. Ágúst Karlsson, tæknifræðingur: Já, mér finnst það allt í lagi. Hún er vön embættinu og veldur því fyllilega. Sigríður Þorvaldsdóttir, skrifstofumaður: Já, alveg endilega. Hún hefur staðið sig afar vel og er mjög frambærileg. Herborg Karlsdóttir, húsmóðir: Já, svo sannarlega, enda eigum við engan frambærilegri. Kyn- ferðið finnst mér ekki skipta máli í þessu sambandi. Sigríður Jónasdóttir, skrifstofumaður: Endilega. Mér finnst hún hafa staðið sig mjög vel. Það skiptir ekki máli hvort karl eða kona gegnir embættinu, bara ef við- komandi stendur sig vel. Vinnubrögð VMSÍ átalin Félagsfundur Hlífar: Óeiningin innan VMSÍskrifastá kostnað framkvœmdastjórnar. Villfresta viðrœðum við VSÍ. Niðurröðun starfsheitafyrst. Sigurður T. Sigurðsson: Viljum heiðarleg vinnubrögð Okkar skilyrði eru heiðarleg vinnubrögð og opnar um- raeður. En að við ætlum að segja skilið við Vcrkamannasamband- ið í næstu samningum, það gerum við ekki fyrr en í lengstu lög, sagði Sigurður T. Sigurðsson, hjá Verkamannafélaginu Hlíf í Hafn- arfirði, en nýlega átaldi félags- fundur Hlífar harðlega þau vinn- ubrögð sem framkvæmdastjórn sambandsins og launanefndin hefði viðhaft við tillögugerð að launaflokkakerfi fyrir næstu samninga. - Það jafngildir tímasprengju og ýtir undir óeiningu að setja fram kröfu um fjögurra launa- flokka kerfi án þess að nefna til sögunnar annað starfsheiti en sérhæft fiskvinnslufólk. Það er okkar meining að röðun starfs- heita í launaflokka hefði átt að ákveðast áður en byrjað var á viðræðum við atvinnurekendur. Menn mega ekki gleyma því að starfsheitin eru hátt á annað hundrað og okkur í Hlíf er spurn hvar á að raða þeim niður, sem ekki bera heitið sérhæft fisk- vinnslufólk, sagði Sigurður T. Sigurðsson. I ályktun félagsfundar Hlífar segir að óskynsamlegt sé að við- ræðum við vinnuaflskaupendur sé haldið áfram meðan niður- röðun starfsheita á launaflokka sé óútkljáð innan Verkamanna- sambandsins. - Þá sundrungu sem nú gerir vart við sig innan Verkamanna- sambandsins má fyrst og fremst rekja til óvandaðra vinnubragða framkvæmdastjórnar og 19 manna nefndarinnar, segir í á- lyktun Hlífar. - Verði ekki breytingar á vinnubrögðum VMSÍ forystunnar er hætt á að Verkamannasambandið leysist upp. - rk Ráðhús Hver ákvað staðinn? Borgarráð bendir á borgarstjóra. Finnst hvergi í bókun þess. Ákvörðunin tekin framhjá borgar- fulltrúum „Hver tók ákvörðun um stað- setningu ráðhúss að byggja það í einu horni Tjarnarinnar?“ spyr Kristín Á. Olafsdóttir, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins á síðasta borgarstjórnarfundi þeg- ar samþykkt var bygging ráðhúss í og við Tjörnina. I svari borgarstjóra kom fram að borgarráð hefði tekið ákvörð- un um það, en ekki bar borgar- ráðsfulltrúum saman um það. Borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, sem sæti átti í dóm- nefndinni um tillögur að ráðhúsi sagðist ekki geta séð það í fundar- gerðum ráðsins að það hafi tekið ákvörðun um staðsetninguna og ekki hafi það verið í valdi dóm- nefndar að taka ákvörðun um það, heidur einungis að meta framkomnar tillögur um bygg- ingu hússins. Undir sjónarmið fulltrúa Framsóknarflokksins, Sigrúnar Magnúsdóttur tók fulltrúi Kvennalistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Það bendir því allt til þess að ákvörðunin um staðsetningu ráð- hússins í Tjörninni hafi verið tekin framhjá kjörnum fulltrúum borgarbúa og verið ákveðin upp á eindæmi borgarstjóra og hjálpar- sveinum hans í borgarkerfa, án þess að kjörnir borgarfulltrúar hafi nokkru um það ráðið. -grh Forráðamenn Starfsþjálfunar fatlaðra í nýja kennsluhúsnæðinu að Hátúni 10. Frá v. Guðrún Hannesdóttir forstöðumað- ur, Margrót Margeirsdóttir, Ingimundur Magnússon og Arnþór Helgason sem eiga sæti í stjórn Starfsþjálfunarinnar Mynd-Sig. Fatlaðir Fjölbreytt starfsþjálfun 14 hófu nám ígær hjá Starfsþjálfun fatlaðra. Endurhœfing til frekari náms eða starfa Starfsþjálfun fatlaðra tók f gær til starfa í nýrri kennsluað- stöðu að Hátúni 10 í Reykjavík. 14 fatlaðir einstaklingar á aldrin- um 17 ára til fimmtugs hófu nám í starfsþjálfun í gær og annar hóp- ur mun hefja nám um næstu ára- mót. - Þetta er fólk sem þarf stuðn- ing áður en það fer út í störf eða frekara nám. Það eru fleiri um- sóknir sem liggja fyrir en við höf- um getað annað að sinni og þörf- in því brýn, sagði Margrét Marg- eirsdóttir deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu sem á sæti í stjórn Starfsþjálfunarinnar. Auk hennar sitja í stjórninni sem full- trúar Öryrkjabandalagsins þeir Arnþór Helgason og Ingimundur Magnússon. Starfsþjálfun fatlaðra er nú kostuð af ríkissjóði en áður rak Rauði krossinn Skóla fatlaðra í Iðnskólanum með stuðningi ann- arra félagasamtaka. Samkvæmt nýjum starfsreglum fyrir þessa kennslu fatlaðra sér Félagsmála- ráðuneytið um fjárhagslega ábyrgð en Öryrkjabandalagið um rekstur skólans. Að sögn Guðrúnar Hannes- dóttur námsráðgjafa sem hefur verið ráðin forstöðumaður Starfsþjálfunarinnar, verður megináherslan lögð á kennslu í íslensku, ensku, verslunarr- eikningi, bókfærslu, samfélags- fræði og tölvufræðslu. - g* 2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Mi&vikudagur 7. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.