Þjóðviljinn - 07.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Blaðsíða 6
-------ALÞÝÐUBANDALAGK) Borgarmálaráð ABR Fundur í dag kl. 17.00 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Málefni Breiðholts o. fl. Ath. Félagar velkomnir. Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundur ABR boðar til félagsfundar fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 að Hverf- isgötu 105. Fundarefni: 1) Kosning 100 fulltrúa og 100 varafulltrúa á Landsfund Alþýðubandalagsins. 2) Almenn stjórnmálaumræða. ATH: Tillaga uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögumönnum skulu berast skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögu- mönnum skulu berast skrifstofu ABR fyrir kl. 20.30 miðvikudaginn 14. okt. Ef til kosningar kemur verða aðalmenn og varamenn kjörnir í einu lagi með einföldu vægi allra atkvæða. Munið að grelða félagsgjöldln Stjórn ABR Alþýðubandalagið I Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 8. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Breyting- ar á starfsreglum Bæjarmálaráðs 3) Kosning fulltrúa í Kjördæmisráð 4) Kosning fulltrúa á Landsfund AB. 5) ISLENSK FRAMTlÐ - OKKAR FRAMLAG - Ólafur Ragnar Grímsson fjallar um stöðuna í stjórnmálunum og hlutverk AB Félagar fjölmennið Stjórnin Ólafur Ragnar Alþýðubandalag Héraðsmanna Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Héraðsmanna verður haldinn í Sam- kvæmispáfanum, þriðjudaginn 13. október kl. 20.30. Dagskrá: •1) Aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Önnur mál. Á boðstólum verður kaffi á hóflegu verði. Flokksmenn fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin Alþýðubandalagið í Garðabæ Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagsins í Bessastaðahreppi og Garðabæ verður hald- inn sunnudaginn 11. október kl. 9.30 árdegis í Safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 3) Kosning fulltrúa á landsfund. 4) Skýrslur starfsnefnda. 5) Önnur mál. Framkvæmdastjórn Sfl Húsverndunarsjóður l|l Reykjavíkur Á þessu hausti veröa í fyrsta sinn veitt lán úr Húsverndunarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóös- ins er að veita lán til viögerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík, sem sérstakt varðveislu- gildi hefur af sögulegum eða byggingarsögu- legum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinargóðar lýsingar á fyrirhuguðum fram- kvæmdum, verklýsingar og teikningar, eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 27. október og skal um- sóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykja- víkur, komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúla- túni 2, 105 Reykjavík. Umhverfismálaráð Reykjavíkur Styrkur til að skrifa um þjóðfélagsmál Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslu- gagna - auglýsir til umsóknar starfsstyrk til höf- undar eða starfshóps sem hefur í hyggju að senda frá sér rit um þjóðfélagsmál. Styrkurinn verður veittur í því skyni að auðga íslenska þjóðmálaumræðu. Upphæð styrksins er 100.000,- krónur. Umsóknir skal senda stjórn félagsins fyrir 1. nóv- ember nk. Æskilegt er að drög að verkinu eða hluta þess fylgi umsókn og efnisgrind skal fylgja. Dómnefnd, sem stjórn Hagþenkis hefur tilnefnt, meturumsóknir. Nánari upplýsingarveitirHörður Bergmann, formaður félagsins. Reykjavík, 6. október 1987 Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna Pósthólf 8290 128 Reykjavík Það er alltaf gaman í réttunum. Skólafólkið á Hallormsstað lét sig ekki vanta. Frá v. Sif Vígþórsdóttir kennari, Sigfús Grétarsson skólastjóri Barnaskólans, Margrét Sigurbjörnsdóttir skólastýra Húsmæðraskólans og fyrir framan frá v. Vígþór Sjafnar Þórðarson og Snorri Grétar og Friðrik Atli Grétarssynir. Myndir - M. Sk. Fljótsdalur Réttað í Melarétt Jón Björnsson bústjóri á Skriðu og Emma Eyþórsdóttir yfirullarmats- maður Rannsóknastofnunar land- búnaðarins huga að fénu og trúlega ekki minnst að gæðum ullarinnar. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Vœntfé affjalli en sjaldanfœrra en nú Það var fjölmennt í Melarétt í Fljótsdal á dögunum þegar bænd- ur og búalið réttuðu eftir aðrar leitir. Fallegasta veður var og létt yfir bæði mannfólki og skepnum þegar tíðindamaður Þjóðviljans var þar á ferð. Að sögn Jóns bústjóra á Skriðu kom fé vænt af fjalli enda tíð með ágætum í vor og sumar. Hins veg- ar hefur fjárbúskapur dregist nokkuð saman í dalnum og sjald- an komið færra fé af fjalli en nú í haust. Þrátt fyrir að leitir hafi gengið vel verður farið í enn eina eftir- leit, enda á að fínkemba alla af- rétti fyrir austan nú í haust vegna fyrirhugaðs niðurskurðar vegna riðuveiki. Hér er sjálfur forystuhrúturinn mættur og það eru þær Margrét Þórarinsdótt- ir frá Skriðuklaustri t.v. og Helga Jónsdóttir úr Reykjavík sem gæta vinarins. Myndir - M. Skarph.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.