Þjóðviljinn - 07.10.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Page 4
Áfengisvandinn og SÁÁ Er áfengisvandinn pólitískt mál? Vitanlega er hann það: hvert þjóðfélag þarf að setja einhverj- ar reglur um vímugjafa, sölu þeirra og neyslu og bregðast við afleiðingum þess að þjóðarlíkam- inn tekur til sín alkóhól. Er þessi vandi í ein- hverju sambandi við skiptingu manna í vinstri- og hægrifylkingar? Svo virðist ekki vera. Þó er ekki úr vegi að minna á það, að verklýðshreyf- ingar víða um lönd voru framan af mjög fjand- samlegar áfengisneyslu, gott ef ekki bindindis- félög. Þetta stafaði blátt áfram af því, að það var bersýnilega pólitík ráðandi stétta, hvort sem væri á Englandi, í Rússlandi eða á Norður- löndum, að hafa brennivín mjög ódýrt og að- gengilegt, svo verkalýðurinn væri fullur þá sjaldan hann var ekki stritandi. Og til að menn gætu rétt úr kútnum og staðið sig í samtökum þurftu þeir fyrst að verða algáðir. Nú er öld önnur, skoðanir manna á áfengis- málum fyrst og síðast einstaklingsbundnar - þegar sterkur bjór er á dagskrá á þingi klofna allir flokkar. Samt er tölvert stór samnefnari til í almenningsálitinu um það annarsvegar, að áfengi verði ekki útrýmt úr samfélaginu, hins- vegar um það, að það sama samfélag þurfi að kunna að hjálpa þeim sem áfengið leggur að velli. Og um leið eru þeir fordómar mjög á und- anhaldi sem afgreiða drykkjusýki sem vesæl- dóm, þótt vissulega verði þeir seint upp rættir. En það hefur komið sterklegar í Ijós en oft áður undanfarnar vikur, að menn eru ekki sam- mála um það, hvernig að þessari hjálp skuli staðið. Skeyti hafaflogið að áhugamannasamt- ökunum SAA, sem eru nú að halda upp á tíu ára afmæli sitt. Það er kvartað yfir því; að meðferð sú sem stunduð er á vegum SÁA sé ekki við allra hæfi, hún byggi á hæpnum forsendum og skilgreiningum, hún sé dýr, skili ekki árangri og þar fram eftir götum. Það er rétt og skylt að andmæla málflutningi af þessu tagi. Vitanlega er það Ijóst, að sú með- ferð alkóhólisma er ekki til sem er hafin upp yfir gagnrýni, hæfi öllum, hvað þá að hún skili fullkomnum árangri. Enda hefur enginn mælt gegn því að hver og einn sé frjáls að leita hverr- ar aðferðar til að glíma við áfengisvanda sem hann getur trúað á. í annan stað verður seint úr því skorið endanlega, með hvaða hlutföllum líkamlegir þættir, arfgengir jafnvel, blandast saman við félagslega og geðræna áhrifavalda í örlögum alkóhólistans. En að því er varðar á- sakanir um kostnað, þá má sjálfsagt finna við þeim sterk svör á okkar öld talnaleikja: eða vill einhver taka að sér að reikna það út hvað ríki og bæjarfélög spara í öðrum útgjöldum til heilsu- gæslu og félagslegra þarfa í hvert skipti sem alkóhólisti snýr aftur til manna, rís undir ábyrgð á sér og börnum sínum? Og greiðir sína skatta öðruvísi en í gegnum ÁTVR? Sú gagnrýni sem að ofan var á minnst er öll léttvæg miðað við það sem mestu skiptir: samtök eins og SÁÁ hafa gert meiri og róttækari usla í liði Bakkusar en nokkrum öðrum hefur tekist. Starf þeirra hefur blátt áfram stækkað áhrifasvæði vonarinnar að miklum mun. Á þeirra vettvangi hafa þúsundir manna endur- heimt það frelsi sem þarf til að þeir geti notið lífsins og sýnt hvers þeir eru megnugir. Og með því sú fjölskylda er ekki til í landinu sem ekki hefur staðið augliti til auglitis við böl áfengis, þá ætti mönnum að vera Ijós nauðsyn þeirra sam- taka sem nú halda upp á tíu ára afmæli sitt og svo það, að sjálfsagt er að sýna í orði og verki að þjóðin stendur í þakkarskuld við þau. áb KUPPT OG SKORHE) Tveir herrar Jón Sigurðsson kirkjumálaráð- herra var í gær að flytja ávarp við setningu Kirkjuþings og mun hafa mælst vel að vanda, þótt ekki verði hér borið saman við þær upphæðir sem hugur Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra fló í um daginn þegar hann vígði verslunarhúsið Kringluna með dásömun einkaframtaksins og smurningu höfuðdýrlingsins Pálma í Hagkaupum. En sú ræða var líka haldin við sjálft skilnings- tré góðs og ills, pálmann fræga í miðju aldingarðsins í nýja mið- bænum. Það er gott fyrir ráðamenn að geta hallað sér að ávörpum, vígsl- um og borðaklippi inná milli anndrjúgra verka í þágu landsins barna. Og mikið lán fyrir Jón við- skiptaráðherra að geta brugðið sér í gervi kirkjumálaráðherrans og leitað með þeim hætti annarra tengsla við almættið en kostur gefst á í viðskiptaráðuneytinu. Uppí fjall! Hinn þjóðhagi Jón hefur nefni- lega fulla þörf fyrir stuðning að ofan í þeirri sálarkreppu sem hef- ur þjáð hann síðustu mánuði í erf- iðu starfi, og minnir helst á Ólaf Ljósvíking þegar hann var í vinnumennsku hjá bræðrunum tveimur og annar skipaði honum uppí fjall og hinn niðrí fjöru. I fréttatilkynningu sem Jón viðskiptaráðherra gaf út 2. sept- ember er skýrt frá því að ráðherr- ann hafi þann dag skrifað for- svarsmönnum SÍS og klúbbsins KR-33 og beðið þá að ná samkomulagi um það hvernig verði farið með Útvegsbankann. Jón var þá orðinn alveg ráðalaus um hvernig hann ætti að beita ráðherravaldi sínu á þann hnút og taldi því eðlilegast að framselja ráðherravaldið til þessara manna. Fyrsti fundur um hversu með ráðherravaldið skyldi fara var haldinn 3. september klukkan 16.00 í viðskiptaráðuneytinu, og hefur síðan farið litlum sögum af gangi viðræðnanna, nema hvað hann er ekki talinn hafa verið mjög rífandi nema þá sundurríf- andi. í tilkynningu ráðherrans var „gert ráð fyrir“ að viðræðunum lyki fyrir lok september, og eins- og áður helst spádómsgáfa Jóns Sigurðssonar söm og jöfn. Við- ræðunum virðist nefnilega hafa lokið um það leyti sem Jón brá sér til Vesturheims, að vísu ekki með niðurstöðu heldur með sæt- um dásvefni beggja viðræðu- nefndanna. Ráðagerðir um sölu Útvegsbankans eru í nákvæm- lega sama farvegi og þegar klúbb- arnir tveir tilkynntu um áhuga sinn á bankarekstri. Ungliðar rumska Satt að segja er Jón Sigurðsson orðinn að athlægi útum landið fyrir afskipti sín af Útvegsbanka- málunum, ekki síst eftir að í ljós kom að félagi hans Jón Baldvin hafði frá stjórnarskiptum reitt fram hálfa milljón króna með aukafjárveitingu til að eyða í auglýsingar um að bankinn væri til sölu. Jón getur ekki ákveðið sig, fer hvorki uppí fjall né niðrí fjöru, kemst hvorki afturábak né áfram meðan köll bræðranna dynja á honum, stendur í sama stað og horfir útí loftið. Meira að segja í Alþýðu- flokknum eru menn farnir að hafa orð á þessum vandræða- gangi opinberlega; á nýafstöðnu þingi ungkrata var tekist hart á um það hvort þingið ætti með ál- yktun að víta viðskiptaráðher- rann fyrir málsmeðferðina. Afskipti Jóns Sigurðssonar, - sé hægt að nota svo gerðarlegt orð - af sölumálum Útvegsbank- ans eru auðvitað lýsandi dæmi um þá vígstöðu ömurleikans sem kratar hafa kosið að skapa sér sem sáttasemjarar í helminga- skiptafélagi íhalds og frammara. En klandrið hittir Jón Sigurðs- son fyrir á viðkvæmasta stað. Jón er nefnilega fyrst og fremst kunn- ur fyrir embættisstörf í Þjóð- hagsstofnun við að reikna út fyrir ríkisstjórnir að fólk ætti að hafa lægri laun, og vissi enginn að hann hefði skoðun á öðru en hagtölum fyrren nafni bauð hon- um öruggt þingsæti. Þá var jafn- framt um það spurt hversu emb- ættismaðurinn Jón Sigurðsson mundi reynast sem gerandi á stjórnmálasviðinu. Þeirri spurningu hefur Jón Sig- urðsson nú svarað í verki. En það getur verið gott að geta skipt um ráðuneyti. Kirkjuþingið stendur í heila ellefu daga og kirkjumálaráðherra hefur setu- rétt. Lúkas segir að á leiðinni til Jerúsalem hafi meistarinn hitt tíu menn líkþráa sem báðust hjálpar. „Og er hann leit þá sagði hann við þá: Farið og sýnið yður prestun- um. Og svo bar við er þeir fóru að þeir urðu hreinir." - >n þlÓÐVILHNN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgafandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Bfaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einarólason, SigurðurMarHalldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelð8lu- og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Maanúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 681333. Augiýsingar: Sfðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverö á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 7. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.