Þjóðviljinn - 07.10.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Side 10
ERLENDAR FRETTIR Uruguay Herböðlar svari til saka! s Iársbyrjun voru samþykkt lög sem sýkna böðlafyrrum her- foringjastjórnar afákœrum um mannréttindabrot. 550þús- und kjósendur krefjast þjóðaratkvœðagreiðslu um málið Mannshvörf, pyntingar og fangelsanir án dóms og laga á tólf ára valdaferli herforingja í Uruguay, ábyrgð böðlanna á gerðum sínum og friðhelgi þeirra, eru mál málanna í Urugu- ay um þessar mundir. Herforingjar ríktu í landinu sleitulaust frá 1973-1984 og á þeim tíma voru almenn mannréttindi vegin og léttvæg fundin. Árið 1985 hófst núver- andi forseti, Julio Sanguinetti, til valda í kosningum og fyrir níu mánuðum síðan ákvað hann að enginn fyrrum kvalara þegna sinna skyldi sóttur til saka fyrir böðulsverk. Mannréttindasamtök fullyrða að um 5 þúsund manns hafi dúsað í herfangelsum um lengri eða skemmri tíma á valdaferli dát- anna og hafi langflestir sætt pynt- ingum. Að minnsta kosti 150 ein- staklingar hurfu sporlaust og blandast fáum hugur um að þeir hafi verið myrtir af h*ndbendum ráðamanna. Stjórnarandstæðingar vilja ekki sætta sig við þá ákvörðun og hafa krafist þess að ákvörðuninni um uppgjöf saka borðalagðra hryðjuverkamanna verði skotið í dóm þjóðarinnar. Á þeim tíma sem liðinn er frá því forsetinn tók þessa umdeildu ákvörðun með fulltingi meirihluta þingmanna hafa andstæðingar hans safnað um 550 þúsund undirskriftum landsmanna er krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um sýknulögin. Fyrirsvarsmenn undirskrifta- söfnunarinnar hyggjast afhenda sérstökum kjörrétti nafnalistana eftir mánuð. Þeir halda því fram að þeir muni þá hafa í höndum nöfn 25 af hundraði atkvæðis- bærra manna og staðfesti réttur- inn að það er ekkert undanfæri fyrir ráðamenn, þá verða þeir að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um friðhelgi herböðlanna. St. Jósefsspítali Landakoti Lausar stöður: Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaldar deildir: Handlækningadeildir l-B, ll-B og III B Lyflækningadeild l-A Gjörgæslu Barnadeild Móttökudeild Svæfingarhjúkrunarfræðing vantar til afleysinga. Sjúkraliða vantar á eftirtaldar deildir: Handlækningadeildir l-B, ll-B og lll-B Lyflækningadeild l-A Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 19600/300 frá kl. 09.00 - 16.00 alla virka daga. Læknaritari óskast Upplýsingar gefur yfirritari í síma 19600/261. Fólk óskast til ræstinga Möguleiki á aö tveir aöilar skipti meö sér vakt þannig: Vinni 2 daga aöra vikuna og 3 hina. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 19600/ 259 frá kl. 10.00- 14.00 alla virka daga. Fóstra óskast á barnaheimilið Litlakot Það er staðsett á spítalalóðinni og er því miö- svæðis í borginni. Við erum fjórar sem gætum 18 barna á aldrinum 1 -31/2. Okkur vantar eina fóstru til viðbótar. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 19600/297 frá kl. 9.00- 15.00 alla virka daga. Reykjavik 2. október 1987 Þegar herforingjarnir viku úr valdasessi í ársbyrjun 1985 þótti mönnum sem stund réttlætisins væri runnin upp og væntu þess að þegar í stað yrði hafist handa um að rétta í málum þeirra. Það dróst á langinn og dátarnir lýstu því síð- an yfir að þeir myndu ekki mæta þótt þeir yrðu boðaðir til yfir- heyrslna af almennum dómstól- um! Alþýða manna bjóst við því að forsetinn tæki á sig rögg og léti herforingja sæta ábyrgð gjörða sinna hvort sem þeim líkaði betur eða verr. En því var ekki að heilsa. í desember í fyrra hófust heitar umræður á þingi um frum- varp forsetans til laga um uppgjöf saka dátanna. Eftir nokkurt þvarg var frumvarpið samþykkt af fulltrúum Kólóradóflokks forsetans og forns erkifjanda hans, Blankóflokksins. Tals- menn beggja báru því við að tími væri kominn til þess að menn jörðuðu fortíðina og reyndu að forðast frekari blóðsúthellingar. Samkvæmt ákvæðum laganna er algerlega óheimilt að draga nokkurn liðsforingja fyrir lög og rétt ef hann gerði sig sekan um hryðjuverk á almennum borgur- um á árunum 1973-1984. Frá þessu er aðeins ein undantekn- ing. Hafi dáti hagnast á því fjár- hagslega að koma fanganum fyrir kattarnef skal hann sæta ábyrgð! Sem fyrr segir finnst býsna mörgum þessi málsafgreiðsla orka tvímælis, svo ekki sé kveðið sterkar að orði. Andstæðingar sýknu segja út í hött að tala um nokkurt lýðræði eða réttlæti í landinu nema allir þegnar sitji við Forseti Uruguay, Julio Sanguinetti. Landsmenn eru ekki ánægðir með þá ákvörðun hans að hlffa herböðlum við refsingu. sama borð. Að sleppa morðingj- um við málssókn af því einu að þeir skarta gylltum hnöppum sé ekki annað en yfirlýsing um það að herforingjarnir ráði enn þann dag í dag því sem þeir vilja ráða. Stjórnmálamenn í Uruguay gera sér orðið grein fyrir því að andstæðingar sýknulaganna munu að öllum líkindum upp- skera árangur erfiðis síns. Margir eru þegar farnir að búa sig undir harða baráttu um lögin en at- kvæðagreiðsla um þau myndi að öllum líkindum fara fram í júní- mánuði á næsta ári. Bardo nokkur Ortiz er þingliði Blankóflokksins. „Þessar um- ræður allar og ástandið í landinu eru ekki í þágu þjóðarinnar. Við höfum endurreist lýðræði en því eru hættur búnar.“ Hann bætti því við að allar umræðurnar í kringum þjóðaratkvæðagreiðsl- una myndu dreifa athygli manna frá brýnni verkefnum. Uruguay hafði búið lengi við lýðræði þegar herforingjarnir hrifsuðu völdin í sínar hendur árið 1973. Þeir voru ófúsir að láta þau af hendi og margir halda því fram að þeir hafi sett arftökum sínu afarkosti. Dæmi: Leiðtoga Blankó- flokksins var óheimilt að bjóða sig fram í kosningunum árið 1984. Hann hafði lengi verið í út- legð og um leið og hann steig nið- ur fæti í Uruguay var hann tekinn höndum og honum varpað í dý- flissu. Því er ennfremur haldið fram að lykilmenn stærstu flokka hafi strax fyrir kosningar heitið her- foringjunum því að enginn þeirra þyrfti að óttast um eigið skinn eftir valdaskiptin. -ks. El Salvador Agreiningsmál í nefndir Skœruliðar og ráðamenn munu halda viðrœðum áfram og freista þess að ná samkomulagi um vopnahlé Viðræðum ráðamanna 'og full- trúa vinstri sinnaðra skæru- liða lauk í San Salvador, höfuð- borg EI Salvador, í gær án þess að samkomulag tækist milli fylkinga um framtíðarskipan í landinu. Enda bjóst enginn við því. Hins- vegar ákváðu aðilar að haldaq áfram að kanna í sameiningu leiðir til að binda endi á vopna- viðskipti. Eftir að viðræðufundurinn hafði staðið yfir í tvo daga var honum slitið skömmu eftir miðn- ætti í fyrradag og sameiginleg yf- irlýsing gefin út. f henni kemur fram að fundarmenn ákváðu að skipa tvær nefndir til framhalds- viðræðna og eiga þær að hefja störf eftir fimm daga. Önnur á að freista þess að finna leiðir til að binda enda á átök stríðandi fylkinga og sætta ólík viðhorf áður en samið verður um vopnahlé. Samkvæmt friðaráætl- un forseta fimm Mið- Ameríkuríkja verða vopn að hafa verið slíðruð þann sjöunda nóv- ember næstkomandi. Hin nefndin á að fara ofaní saumana á öðrum ákvæðum friðaráætlunarinnar, svo sem vil- yrðum um náðun pólitískra fanga og endurreisn lýðræðis. í yfirlýsingu viðræðufulltrúa kemur fram að Napóleon Duarte forseti ítrekaði þá kröfu sína að öll stjórnmálastarfssemi yrði að „vera innan vébanda stjórnar- skrárinnar". Með öðrum orðum þá hafnar hann þeirri kröfu skæruliða að ríkisstjórnin deili með þeim völdum. Það hefur lengi verið aðalkrafa uppreisnarmanna að þeir fái að- ild að bráðabirgðastjórn sem sett væri á laggirnar gagngert í því augnamiði að ganga frá nýskipan mála í landinu og undirbúa frjáls- ar kosningar. Áður en þær færu fram héldu skæruliðar vopnum sínum ef ske kynni að foringjar í stjórnarhernum sættu sig ekki við raunverulegt lýðræði. Stjórnmálaskýrendur í San Salvador telja nokkurn ávinning í því að aðilar hafa fallist á að skipa nefndirnar tvær og halda við- ræðum áfram. Hvor þeirra um sig mun verða skipuð átta fulltrúum, fjórum frá stjórn og fjórum frá skæruliðum. Þær eiga að hafa skilað áliti þann fjórða nóvember næstkomandi, þrem dögum áður en friðaráætlun fimmmenning- anna á að hafa náð fram að ganga. -ks. 10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.