Þjóðviljinn - 07.10.1987, Blaðsíða 5
L^artiOmiOTWimmnllftBKw
„Úr þeli þráð að spinna".
Iðnaður
Starfsnám ífata-
og vefjariðnaði
Betri framleiðsla - aukið öryggi
-bœttkjör
Svo sem áður hefur verið greint
frá hér í blaðinu stendur nú yfir á
Álafossi námskeið fyrir starfs-
þjálfara og starfsfólk í fata- og
vefjariðnaði. Er það í samræmi
við samkomulag, sem gert var í
tengslum við kjarasamningana
frá 6. des. 1986 og að standa ann-
arsvegar Landssamband iðn-
verkafólks og hinsvegar Vinnu-
veitendasamband íslands, Félag
ísl. iðnrekenda og Vinnumála-
samband samvinnufélaganna.
Öllum starfsmönnum í þessum
iðnaði, 1500-2000 manns, stend-
ur þetta starfsnám til boða.
Markmiðið með því er að sjálf-
sögðu að auka menntun fólksins
og starfshæfni, en viðleitni í þá átt
hefur til þessa verið mjög í mol-
um. Starfsnámið á jöfnum hönd-
um að geta mætt þróunarþörf
fyrirtækjanna og þörfum starfs-
fólks á meiri og betri menntun.
Verkefnisstjórn skipa: Hildur
Kjartansdóttir frá Iðju, Ólafur
Kjartansson frá Félagi ísl. iðn-
rekenda og Smári Sigurðsson frá
Vinnumálasambandinu. Verk-
efnisstjóri er Marta Jensdóttir frá
Iðntæknistofnun.
Á starfsmannanámskeiðinu er
fjallað um 9 meginþætti: 1. Sam-
vinnu og samskipti á vinnustað.
2. Líkamsbeitingu og vinnu-
tækni. 3. Efnisfræði. 4. Gæðaeft-
irlit og vöruvöndun. 5. Vinnu-
markaðinn, réttindi og skyldur.
6. Hagræðingu og skipulag. 7.
Aðbúnað, hollustuhætti og ör-
yggi á vinnustað. 8. Launakerfi í
fata- og vefjariðnaði. 9. Tækni og
búnað.
Prír þættir
Þetta fræðsluátak er í þrennu
lagi: í fyrsta lagi bóklegt og verk-
legt nám fyrir starfsþjálfara í
fyrirtækjum, sem annast þjálfun
núverandi starfsfólks og nýliða. í
annan stað nám fyrir núverandi
starfsfólk og loks nám fyrir ný-
liða. Starfsþjálfararsækja8 vikna
námskeið á 8 mánaða tímabili.
Mtttakendur starfa í fvrirtækjum
og tengja saman námið og starfið
þar.
Núverandi starfsfólk sækir 40
stunda námskeið utan vinnutíma
og skiptist það í 9 fjögurra klst.
einingar. í framhaldi af nám-
skeiðinu er ráð fyrir því gert, að
hver starfsmaður fái 2ja daga
verklega þjálfun, sem starfsþjálf-
arar fyrirtækjanna sjá um með
aðstoð sérfræðinga.
Samkvæmt fyrrnefndu des-
embersamkomulagi eiga allir ný-
liðar í fata- og vefjariðnaði að fá 5
vikna þjálfun áður en þeir hefja
reglubundin störf í iðnaðinum.
Hefst sú þjálfun með bóklegu og
verklegu grunnnámi og í fram-
haldi af því kemur 3ja vikna
starfsþjálfun. Gert er ráð fyrir að
nýliðar hafi náð 60% afköstum
þegar þjálfun lýkur.
Leitað verður til Iðnskólans í
Reykjavík og Verkmennta-
skólans á Akureyri um kennslu í
saumaiðnaði og e.t.v. fleiru. Að
öðru leyti fer fræðslan fram í
fyrirtækjunum sjálfum.
Hverjum starfsmanni, sem
lokið hefur námi og þjálfun, ber
kaupauki, sem nemur 1574 kr. á
mánuði. hugsanlegt er og að
námið leiði til óbeinna kjarabóta
vegna betri hráefnisnýtingar og
meiri vörugæða.
Þeir borga
Fyrirtæki í fata- og vefjariðn-
aði munu bera hluta af þeim
kostnaði, sem af námskeiðunum
leiðir, en leitað verður eftir fjár-
stuðningi frá Atvinnuleysistrygg-
ingarsjóði, Iðnlánasjóði, Iðnþró-
unarsjóði ogríkinu. Iðnlánasjóð-
ur hefur raunar þegar greitt
2.100.000 kr. styrk m.a. til
greiðslu á kostnaði við gerð
námsgagna.
Starfsþjálfarar
Námskeið fyrir starfsþjálfara
hófst í maí í vor og stendur yfir
fram í desember, með nokkrum
Vefurinn sleginn.
Frá starfsnámi í Þrúðvangi á Álafossi. Þátttakendur fylgjast með hverju orði leiðbeinandans. Mynd: Sig.
hvíldum. Bóklega námið tekur 8
vikur og verkleg þjálfun í fyrir-
tækjunum 9 vikur. Þátttakendur
eru 16 frá 14 fyrirtækjum, og eru
þau bæði í Reykjavík og úti á
landsbyggðinni. Námsgögnin eru
sumpart innlend en að öðru leyti
fengin erlendis frá og þá löguð að
innlendum aðstæðum.
Að námskeiðinu loknu eiga
þátttakendur að geta leiðbeint
öðrum, þjálfað nýliða og metið
hæfni einstaklinganna. Þeir eiga
að þekkja gæðakröfur, vélar og
tæki, þekkja til vinnurannsókna,
hafa skilning á stjórnun og geta
gert verklýsingar. Og svo það,
sem ekki er hvað þýðingar-
minnst: að skilja undirstöðuþætti
mannlegra samskipta.
Ljóst er að þjálfun starfsfólks-
ins getur haft margvíslegt gildi,
jafnt fyrir fyrirtækið sjálft og
fólkið, sem þar vinnur. Námið á
að auka verkkunnáttu og þekk-
ingu á starfinu, sem aftur leiðir af
sér aukin afköst og betri fram-
leiðslu. Það á að auka áhuga,
stuðla að meira öryggi og bættum
kjörum. Það á auk þess að færa
þátttakendum fróðleik og
reynslu, sem kemur þeim að not-
um í hinu daglega lífi.
Forstöðumenn námskeiðanna
telja að desembersamningurinn
marki að þessu leyti tímamót í
íslenskum iðnaði. Með honum sé
lagður grundvöllur að sérþjálfun
verkafólks í fjölmennri og þýð-
ingarmikilli iðngrein. Það skiptir
megin máli því hvað sem líður
öllum tækniframförum „er mað-
urinn gullið, þrátt fyrir allt“.
-mhg
Miðvikudagur 7. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5