Þjóðviljinn - 07.10.1987, Page 9

Þjóðviljinn - 07.10.1987, Page 9
MENNING Myndlist Breytingar í aósigi — en svo margt sem er abstrakt, segir Hafsteinn Austmann á sýningu í Gallerí íslensk List „Ég er að breytast núna og veit ekki alveg hvað tekur við. Þess vegna er ég að sýna. Ég er að losa mig við þessa „óværu“. Með því að sýna, öðlast ég ákveðna fjarlægð frá verkum mínum og á betur með að átta mig á því hvarég stend. Myndirnar lagast líka mikið, við að ramma þær inn og hengjaþæruppávegg. Maðurfer jafnvel að verða ánægður með sumt. En ég er orðinn þreyttur á því sem ég hef verið að gera. Og ein- hverjarbreytingar eru íaðsigi. Ég segi samt ekki eins og Pic- asso sem sagði alltaf öðru hverju að nú væri hann hættur að mála. Ég vil engu spá um framtíðina, ég er að vísu að fækka litunum núna og nota meira svart og hvítt. En ég lofa engu. Kannski á ég eftir að koma sjálfum mér á óvart. Það er líka svo margt sem er abstrakt“, segir Hafsteinn Austmann, en hann hefur opnað sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí íslensk List á Vesturgötu, eftir að hafa mjög nýlega sýnt á Kjarvalsstöðum ásamt nokkrum kollegum sínum úr Septem- hópnum. - Þú hefur alltaf málað ab- strakt? „Já. Og mig langar ekkert til að mála öðru vísi. Það er mér eðli- legt. Ég vinn aldrei eftir fyrirfram gefinni hugmynd. Oft er það þannig þegar ég er eð byrja að ég hef ekki hugmynd um hvar Kvikmyndir Norræn kvikmynda- hátíð í Rúðuborg í mars á næsta ári stendur mikið til í Rúðuborg í Norm- andí. Þá verður haldin þar Norræn kvikmyndahátíð í viku, dagana 2.-8. mars. Sýndar verða um 30 kvik- myndir í fullri lengd frá Norðurlöndunum, Svíþjóð, (s- landi, Noregi, Finnlandi, og Danmörku. Veitt verðaverð- laun, haldin samkeppni og boðið upp á ýmsar dagskrár og umræður kvikmyndagerð- armanna sem hlut eiga að máli. Hingaðtillands komu þær Franqoise Buquet og Isa- belle Dault, starfsmenn hatíð- arinnar, til að kynna sér ís- lenska kvikmyndagerð og velja myndir. I lokoktóber verður að öllum líkindum Ijóst hvaða sex eða átta íslenskar kvikmyndir munu taka þátt í hátíðinni. Frakkar eru duglegir við að halda kvikmyndahátíðir og á liðnum árum hafa ýmsar borgir haldið hátíðir, sem tileinkaðar hafa verið, t.a.m. amerískri kvik- myndagerð, ítalskri eða myndum frá íberíuskaga. Nú vilja þeir að- ilar sem standa að norrænu kvik- myndahátíðinni í Rouen, treysta hin aldagömlu bönd, sem löngum myndin endar. Ég stilli mig inn á litabrettið og formið, en hug- myndrn eða tilfinningin er ein- hversstaðar á bak við allt saman. Og ég á ægilega erfitt með að tjá mig nokkuð um það. Ég skýri myndirnar svo eftir á, til að- greiningar, svona einsog bóndi sem gefur kindunum sínum nöfn. En þetta var harðlínuskipting, þegar ég var í skóla. Annað hvort voru menn að mála abstrakt eða fígúratíft. Nú er allt leyfilegt og hver stefna staldrar svo stutt við. Ég held að það geti verið slæmt fyrir unga málara, sem eru að reyna að finna sinn farveg. Á 17. öld, á tímum Rembrandts hafði hann engin tök á þvf að fylgjast með því sem var að gerast á Ítalíu nema að fara þangað sjálfur. Svo var Rembrandt á Italíu í tvo mán- uði og ef hann komst heim án þess að vera rændur eða myrtur, gat það tekið sex mánuði að vinna úr áhrifunum. Nú eru það markaðslögmál og galleríin sem ráða ferðinni í myndlistinni. Það er hvorki gott fyrir listina né lista- mennina. En hvað sem því líður, þá gengur þetta allt í hring. Ef maður heldur sig á sama stað í hringnum er trúr því sem hann er að fást við, þá kemur að manni fyrr eða síðar.“ Missi jarðsamband - Olía eða vatnslitir? Hvort á betur við þig? „Það fer eiginlega eftir því, í hvaða skapi ég er. Annars er ágætt að byrja á vatnslitunum og hita sig þannig upp fyrir olíuna. Vatnslitamyndir eru mikil hafa verið við lýði milli Norm- andíhéraðs og Norðurlanda. Reynt verður að koma á hefð á Norræna kvikmyndahátíð þar í sveit, ef þessi tekst vel til. Það eru kvikmyndir í fullri lengd sem skipa sess á hátíðinni en í framtíð- inni yrði reynt að gera styttri myndum, heimildamyndum og barnamyndum, meiri skil. Markmið hátíðarinnar er þó ekki að gera allri framleiðslunni skil, en að velja hæfilegan fjölda mynda, þannig að hver um sig fái það næði sem bíómynd þarf. Þá verða ræddir möguleikar meðal kvikmyndagerðarmanna í sam- band við framleiðslu og dreifingu mynda. Reynt verður að hvetja hugsanlega kaupendur, víða að úr heiminum, til að sækja hátíð- ina. Þannig að hátíðin geti gegnt því hlutverki að vera hvort tveggja í senn: Vettvangur nor- rænna kvikmynda og umræðu sem snerta þær. Veitt verða fem verðlaun á hátíðinni. Dómnefnd skipuð að- ilum sem ekki eru frá Norður- löndum, mun veita tvenn þeirra, dómnefnd gagnrýnenda veitir verðlaun og þá eiga áhorfendur kost á að velja bestu myndina. - ekj. áhætta. Ég mála alltaf beint með þeim, án þess að teikna nokkuð. Það er ekkert hægt að mála yfir. ég hef líka mikið notað „aqvar- ella“ - vatnsliti, þe. gegnsæa, sem eru mjög erfiðir viðfangs. Það er svona 1/10 af myndunum sem heppnast með því móti. Hinu má henda. En ég reyni að vinna eitthvað á hverjum degi, þó ekki sé nema einn eða tveir tímar. Svo koma tfmabil þar sem ég vinn í löngum tömum og þá á maður það til að missa svolítið jarðsam- band. Fyrir sýningar er spennan oft svo mikil að maður er tómur á eftir. Ég er iðulea með tíu myndir í takinu þegar ég vinn. En inspír- asjónin kemur ekki öðruvísi en með vinnunni. Líka þegar ég er erlendis, þá skoða ég söfn og reyni að vinna líka. Listin er eins- og ankeri í lifínu. Þannig er hægt að ferðast." -ekj. Háskóli íslands VELKOMNIR í HÁSKÓLA ÍSLANDS NÝNEMAHÁTÍÐ í HÁSKÓLABÍÓI FÖSTUDAGINN 9. OKTÓBER 1987 DAGSKRÁ Kl. 14:00 Hátíöin sett Háskólakórinn syngur stúdentasöngva. Stj. Árni Harðarson Ávarp - háskólarektor Sigmundur Guöbjarnason Ávarp - formaður Stúdentaráðs Ómar Geirsson Námsráðgjöf og námstækni - Ásta Kr. Ragnarsdóttir Námslán - Theodór Grímur Guðmundsson Bókasafnsþjónusta - Halldóra Þorsteinsdóttir Heilsugæsla/læknisþjónusta - Jóhann Ág. Sigurðsson Mataræði, matseld - Margrét Þorvaldsdóttir íþróttir - Valdimar Örnólfsson Úr sögu Háskólans, kvikmynd Háskólakór og stúdentar taka lagið Hátíðinni slitið Veitingar Kvikmyndasýning: „Radiodays" - Woody Allen Mfðvikudagur 7. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.