Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundur ABR boðar tll félagsfundar fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 að Hverf- isgötu 105. Fundarefni: 1) Kosning 100 fulltrúa og 100 varafulltrúa á Landsfund Alþýðubandalagsins. 2) Almenn stjórnmálaumræða. ATH: Tillaga uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögumönnum skulu berast skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögu- mönnum skulu berast skrifstofu ABR fyrir kl. 20.30 miðvikudaginn 14. okt. Ef til kosningar kemur verða aðalmenn og varamenn kjörnir í einu lagi með einföldu vægi allra atkvæða. Munið að greiða félagsgjöldin Stjórn ABR Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi Aðalfundur Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi boðar til aðal- fundar í Félagsheimilinu (niðri) fimmtudaginn 15. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar. 2) Kosning nýrrar stjórnar. 3) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 4) Kosn- ing fulltrúa á Landsfund. 5) Ólafur Ragnar Grímsson ræðir um stöðu stjórnmálanna í upphafi þings. Stjórnin Alþýðubandalag Héraðsmanna Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Héraðsmanna verður haldinn í Sam- kvæmispáfanum, þriðjudaginn 13. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Önnur mál. Á boðstólum verður kaffi á hóflegu verði. Flokksmenn fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin Alþýðubandalagið í Garðabæ Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagsins í Bessastaðahreppi og Garðabæ verður hald- inn sunnudaginn 11. október kl. 9.30 árdegis í Safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 3) Kosning fulltrúa á landsfund. 4) Skýrslur starfsnefnda. 5) Önnurmál. Framkvæmdastjórn Alþýöubandalagið Blönduósi og nágrenni Aðalfundur Alþýðubandalagsfélag Blönduóss og nágrennis boðartil aðalfundar í hótel- inu á Blönduósi, sunnudaginn 18. október kl. 16.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir á fundinn og ræðir stjórnmálaviðhorfin. Stiórnin Alþýðubandalagið Akureyri Félagsfundur Alþýðubandalagið á Akureyri heldur félagsfund laugardaginn 10. októ- ber kl. 14.00 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1) Reikningar félagsins. 2) Kosning á Landsfund og kjördæmisþing. 3) Efnahags- og atvinnumálaskýrsla Alþýðubandalagsins. 4) Önnur mál. Stjórnin Landsfundur Alþýðubandalagsins Skrifstofa flokksins minnir á 2. mgr. 14. gr. laga Alþýðubandalagsins: „Þegar boðað er til reglulegs landsfundar skulu grunneiningar hafa lokið kjöri fulltrúa á landsfund þremur vikum áður en hann er haldinn." Þar sem landsfundurinn verður settur 5. nóvember skal kjöri fulltrúa vera lokið eigi síðar en 15. október. Þess er vænst að fulltrúatal hafi borist skrifstofunni eigi síðar en 22. október. Flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisráðstefna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldin laugar- daginn 17. október kl. 10.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 Akureyri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Skýrsla kosningastjórnar og reikningar. 3. Útgáfumál og flokksstarf. 4. Efnahags- og atvinnumál. Framsaga. 5. Stjórnmálaályktun. Framsaga. 6. Kosningar - almennar umræður - önnur mál. Áætluð þingslit kl. 18.00. Kvöldvaka Stjórn kjördæmisráðs AB Akranesi Aðalfundur Aðalfundur AB Akranesi verður í Rein laugardaginn 17.10. klukkan 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Áherslupunktar landsfundar 3. Kosning fulltrúa á landsfund 4. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs. 5. Önnur mál. St]órn|n Ár frá leiðtogáfundi Ár frá leiðtogafundi Ar frá Vakti nýja von Sr. Gunnar Kristjánsson: Hernaðarhyggjan enn mjög sterk. Hugarfarsbreyting verðurað koma til ,JÞví er ekki að leyna að þó nokkur árangur varð á leiðtoga- fundinum sem haldinn var hér á landi fyrir ári, þó svo að menn hafi orðið fyrir vonbrigðum á sín- um tíma yfir því að ekki var skrif- að undir neitt samkomulag í Reykjavík. En árangurinn er að koma fram í dagsljósið, einmitt um þessar mundir, þegar risa- veldin eru í þann veginn að skrifa undir samkomulag um útrým- ingu meðal- og skammdrægra kjarnaflauga,“ segir sr. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reyni- völlum í Kjós, sem mikið hefur unnið að friðarmálum innan og utan kirkjunnar. Að sögn Gunnars er þessi ár- angur að miklum hluta tilkominn vegna þrýstings frá almennings- álitinu í heiminum og þá ekki síst vegna mikils starfs sem friðar- hreyfingar víðs vegar um heiminn hafa unnið í þágu heimsfriðar á undanförnum árum og misser- um. „Ég er heldur ekki frá því að leiðtogafundurinn í Reykjavík hafi einnig vakið nýja von meðal almennings um að nú væri farið að rofa til í samskiptum stórveld- anna tveggja. í staðinn fyrir ríkj- andi ótta hefur komið meiri bjartsýni og leiðtogarnir hafa líka fengið nýtt yfirbragð og sýnast ekki öllu lengur vera alveg glat- aðir. „En þrátt fyrir þetta allt er mikið starf enn óunnið. Má í því sambandi benda á að kjarnorku- vopnalausum svæðum hefur ekki fækkað, vígbúnaðarkapphlaupið heldur enn stöðugt áfram og hætt er við því að nýr fjörkippur komi í smíði hefðbundinna vopna. En mm það sem kannski er alvarlegast er að hernaðarhyggjan er enn mjög sterk í heiminum. Til þess að ein- hver varanleg lausn verði í víg- búnaðarmálunum verður hugarf- arið að breytast í þá átt að hægt sé að leysa vandamálið á annan hátt,“ segir sr. Gunnar Kristjáns- son, prestur á Reynivöllum í Kjós. -grh Gunnar Gunnarsson: Stefnubreyting í viðræðum stórveldanna - Ég held það megi fyllyrða að Reykjavíkurfundirinn hafi reynst vcra einskonar vendipunktur í af- vopnunarviðræðum stórveld- anna. Viðræðurnar tóku nýja og óvænta stefnu á þessum fundi, sagði Gunnar Gunnarsson, kenn- ari í alþjóðastjórnmálum við fél- agsvísindadeild Háskóla íslands og fyrrverandi framkvæmda- stjóri Öryggismálanefndar, er hann var inntur eftir þýðingu fundar Gorbastjofs sovétleiðtoga og Reagans Bandaríkjaforseta í Reykjavík fyrir ári. - Á Reykjavíkurfundinum voru viðræðurnar settar inní al- gjörlega nýjan farveg og það má segja að afrakstur fundarins sé nú að koma í ljós í formi samninga um fækkun kjarnorkuvopna í Evrópu. Ég held hins vegar ekki að það þýði endilega að samningar um langdræg kjarnorkuvopn og geimvarnir náist í bráð. Ég held að þar sé um að ræða mun flókn- ara mál. Það er þó ekkert hægt að fullyrða um málalyktir í þeim efn- um. Verði samningur um meðal- dræg kjarnorkuvopn undirritað- ar verður að meta gildi hans fyrst og fremst út frá pólitískum sjón- armiðjm. Það kann vei að vera að það takist í framhaldi af þeim samningi að þoka viðræðum og samningsumleitunum um lang- dræg kjarnorkuvopn og geim- varnaáætlun fram á við. í þeim efnum liggur þó ekkert ljóst fyrir, sagði Gunnar. -rk Komnir á landakortið Þráinn Þorvaldsson: Jákvœður andi erlendis en þurfum aðfylgja málum eftir - Við finnum greinilega að það er mjög jákvæður andi gagnvart Islendingum og ísienskum fyrir- tækjum erlendis og útlendingar hafa sýnt landi og þjóð meiri áhuga en nokkurn tímann áður. Um beinan efnahagslegan árang- ur er erfitt að segja á þessari stundu, það er okkar að fylgja þessari athygli eftir á erlendum mörkuðum og það er einmitt að- alverkefni okkar þessa stundina, sagði Þráinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs ís- lands. Útflutningsráðið var formlega stofnað á sama tíma og leiðtoga- fundurinn var haldinn hér fyrir ári og því varla hægt að hugsa sér heppilegri byrjun á starfseminni. - Fundurinn hefur tvímæla- laust lyft okkur upp og hjálpað mikið til hjá þeim sem fást við útflutning og erlend samskipti. Við verðum hins vegar að nýta tímann vel því jafnvel leiðtoga- fundir eru fljótir að gleymast. - Það sem eftir situr er að út- lendingar vita af landinu og hafa áhuga á því. Reykjavík er komin inná landakortið sem alþjóðleg borg og menn eiga auðveldara með að ná athygli almennings er- lendis og vekja athygli á þeim vörum og þjónustu sem lands- menn bjóða uppá, sagði Þráinn Þorvaldsson. -Ig- Ólafur Framhald af síðu 5 eyðileggja þau í stað frétta um sífellt stórkostlegri vígbúnað. - í þriðja lagi komu fyrst fram í Reykjavík alvarlegar tillögur um nýtt öryggiskerfi í heiminum, sem leitt gætu til þess að kjarna- vopnum yrði algerlega útrýmt í næstu framtíð. Þarmeð var hafn- að þeirri grundvallarstefnu Nató og Varsjárbandalagsins að það þurfi álitlegan forða kjarnavopna til að „tryggja friðinn". í Reykja- vík var brotið í blað og í staðinn farið að ræða um hvernig hægt væri að bægja frá heiminum þeirri hættu sem í kjarnavopnun- um felst. Þessi umræða á eftir að setja meginsvip á þróun alþjóða- stjórnmála á næstu árum, - og upphaf hennar verður ætíð tengt nafni Reykjavíkur. - Þau tímamót sem leiðtoga- fundurinn markaði eru nú þegar orðin hornsteinn í allri alþjóð- legri umræðu um afvopnun og friðarmál. Á hverjum degi heyrist nafn Reykjavíkur og ís- lands í umræðum hjá Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóða- stofnunum, á fundum utanríkis- ráðherra og annarra ráðamanna, í greinum sérfræðinga og skrifum virtra blaða og tímarita. - Það er í senn mikil ánægja og gæfa fyrir okkur íslendinga að nafn landsins og höfuðborgarinn- ar skuli vera orðið tákn raun- hæfra vona um afvopnun og heim án kjarnorkuvopna, sagði Olafur Ragnar. - Það er þessvegna mikilvægt að við sýnum í verki að við viljum rísa undir þessari frægð með því að hætta að leyfa aukna hervæðingu í okkar eigin landi og gerast í staðinn frum- kvöðlar að afvopnun hjá okkur sjálfum og í hafinu umhverfis okkur. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.