Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjóovi Priðjudagur 6. október 1987 221. tölublað 52. órgangur Bi Þjónusta M íþínaþágu ^SAMVINNUBANKI ^ ÍSLANDS HF. Hríseyingar munu ylja sér við hita úr nýju heitavatnsholunni í vetur. Hrísey Heitavatn^eð fundin Siglufjörður Húseiningar á uppboð Fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta í vor Fyrirtækið Húseiningar hf. á Siglufirði var tckið til gjaldþrota- skipta hinn 5. maí síðastliðinn, og mun uppboð fara fram 23. októ- ber að sögn skiptastjóra, Árna Pálssonar, lögfræðings á Akur- eyri, en hann var skipaður af skiptaráðanda. Tvö tilboð hafa komið fram: Bútur hf. á Siglufirði hefur sett fram tilboð eða ósk um að semja um yfirtöku á fyrirtækinu í heild, og er því ekki hægt um vik að nefna ákveðnar tölur í því sam- bandi að sögn Árna. í annan stað hefur Berg hf. og Sigló gert tilboð í fasteignir fyrirtækisins, og hljóðar það upp á rúmlega 21 milljón króna. Allar kröfur eru komnar fram, enda verður að lýsa kröfum innan svokallaðs kröfulýsingarfrests, en hann var í júlí í þessu máli. Samtals hljóða kröfurnar upp á 66 milljónir eða svo, og er þar meðal annars um að ræða kröfur frá kaupendum húsa vegna upp- setningargalla, launakröfur, og kröfur frá viðskiptaaðilum fyrir- tækisins, að sögn Árna. HS Við bindum miklar vonir við þessa holu sem boruð var nið- ur á 400-500 metra dýpi og við komum til með að virkja hana fyrir hitaveituna hér. Það var búið að bora þrjár rannsóknarholur áður en heita- vatnsæðin fannst og er borholan ny'ög lífleg. En með dæluútbún- aði má ætla að úr henni náist 50- 100 sekúndulítrar af heitu vatni. Við stefnum að því að virkja hana fyrir veturinn, cnda ekki vanþörf á því fyrir Hríseyinga,” segir Guðjón Björnsson sveitarstjóri í Hrísey. Allt frá því að eyjarskeggjar fengu hitaveitu í stað olíukynd- ingar hefur saga hitaveitunnar og notenda hennar verið ein sam- felld vonbrigðasaga. Vatnið sem leitt hefur verið inn í hús eyjar- skeggja hefur verið með þeim ósköpum að hafa súrefni í sér sem hefur gert það að verkum að tær- ing í ofnum og lögnum hefur ver- ið með einsæmum mikil. Er talið að frá því að heita vatninu var fyrst hleypt í ofna og lagnir hafi Hríseyingar þurft að skipta um allt að 1000 ofnum í sínum íbúð- arhúsum af völdum tæringar sem orðið hefur í þeim. Að sögn Guðjóns er áætlað að kostnaður við boranirnar, vega- lagningu og byggingu nýs vir- kjunarhúss verði um 5 milljónir króna. Ennfremur verður að I vernda borholuna fyrir ágangi ' sjávar þar sem hún er. Það er fyr- irtækið ísbor hf. sem hefur haft allan veg og vanda af borunar- framkvæmdunum. Ráðstefna um umhverfismál ÍSLAND EREKKI EYLAND Opin ráðstefna um umhverfismál á vegum Alþýðubandalagsins sunnudaginn 11. október kl. 10-17 í Gerðubergi, efra Breiðholti, Reykjavík. Kl. 10:00 fyrirhádegi: □ HVAR STQNDUM VID? □ Hjörieifur Guttormsson, alþingismaöur. □ VARÐVEISLA OG ENDURHEIMT □ LANDGÆÐA Andrés Amalds, beitarþolsfræðingur. □ VISTFRÆÐI FISKIMIÐANNA Jón Ólafsson, haffraíöingur. □ LANDSKIPULAG OG BYGGÐAMÁL Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. □ ÖRSTUTTAR ÁDREPUR L Auöur Sveinsdóttir, landslagsarkitekt. Björk Þorleifsdóttir, grunnskólanemi. Svanhildur Halldórsdóttir, félagsmála- n fulftrúi. Tryggvi Jakobsson, landfræöingur. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, mennta- skólanemi. Léttur hádegisverður frá kl. 12:30-13:30 □ LOFTMENGUN HANDAN UM HÖF Hreinn Hjartarson, veöurfræöingur. ER ÓSONLAGIÐ AÐ HVERFA? Sigurbjörg Gisladóttir, efnafræöingur. HÆTTAN AF GEISLA- MENGUN HAFSINS Chris Bunyan, formaöur CADE á Shetlandseyjum, baráttuhreyfingar gegn stækkun kjamorkuversins og endurvinnslustöövarinnar í Dounray á Skotlandi. Kaffihléfrákl. 15:30-16:00 UMHVERFIOG SAMFÉLAG Þorsteinn Vilhjálmsson, eölisfræöingur. DRAUMSÝN UM ÁRIÐ 2000 Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur. Ráðstefnustjórar: Álfheiður Ingadóttir og össur Skarphéöinsson. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST í SÍMA 91-17500. ALLIR VELKOMNIR. □ GESTUR RÁÐSTEFNUNNAR Chris Bunyan, formaður CADE, baráttuhreyfingar gegn stækkun endurvinnslustöðvarinnar í Dounray. Nú kraumarípottinum, því sem ekki gengu út síðasta laugardag, leggjast við fyrsta vinning á laugardaginn kemur. Spáðu í það! -milljónir, á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111. IJG A—f/

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.