Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 10
EINKAREIKNINGUR
Einkareikningur
er nýr og betri tékkareikningur
fyrir einstaklinga.
16% vextir
Ársvextir eru nú 16%
jafnt á háa sem lága innstæðu.
Og það sem meira er; þeir eru
reiknaðir daglega af innstæðunni
en ekki aflægstu innstæðu á 10 daga
tímabili eins og á venjulegum
tékkareikningum.
Þessi ástæða ein ernægileg tilþess
að skipta yfir í Einkareikning.
30.000 kr.
yfirdráttur
Einkareikningshafar geta sótt um
allt að 30 þúsund króna yfirdrátt
til þess að mæta tímabundinni þörf
fyrir aukið reiðufé.
150.000 kr. lán
Einkareikningshafar geta fengið lán
með einföldum hætti.
Lánið er í formi skuldabréfs til allt
að 24 mánaða að upphæð allt að
150 þúsund krónur. Slík lánveiting
er þó að sjálfsögðu háð öðrum
lánveitingum bankans til
viðkomandi.
Hraðbanki
Einkareikningnum fylgir
bankakort sem veitir ókeypis
aðgang að hraðbönkunum allan
sólarhringinn.
Einkareikningurinn þinn
í Landsbankanum.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
ERLENDAR FRÉTTIR
Goðsögn í lifanda
lífi. í dag eru
nákvæmlega
tuttugu ár frá því
Ernesto „Che"
Guevara
var tekinn af lífi
í Bólivíu.
Byltingin
20 ár frá láti Ches
r
Ídag eru liðin nákvæmlega tutt-
ugu ár frá því argentíski bylt-
ingarforinginn og læknirinn Ern-
esto „Che“ Guevara var myrtur í
Bólivíu. Daginn áður hafði hann
verið tekinn höndum af stjórnar-
hermönnum. Það er til marks um
það hve þarlendum ráðamönnum
stóð mikill stuggur af honum að
um leið og þeim barst til eyrna að
dátar sínir hefðu náð honum á sitt
vald gáfu þeir út fyrirskipun:
drepið hann!
Guevara varð goðsögn í lif-
anda lífi og þeir voru fáir í Róm-
önsku Ameríku sem ekki höfðu
heyrt „El Che“ getið. Hann var
vopnabróðir Kastrós á Kúbu og
saman leiddu þeir alþýðuher til
sigurs á einræðisherranum Fulg-
encio Battista árið 1959.
Um nokkurra ára skeið gegndi
„Che“ ráðherraembætti á Kúbu
en honum var ljóst að hann bjó
yfir mikilli reynslu sem bylting-
arforingi og hvarvetna í álfunni
var alþýða manna að reyna að
brjóta af sér kúgunarhlekki. Því
hélt hann frá Kúbu til megin-
landsins í mars árið 1965.
í nóvember ári síðar kom
„Che“ til Bólivíu í fylgd 16 kúb-
anskra félaga. Þeir gengu til liðs
við þarlenda byltingarhreyfingu.
Ekki voru uppreisnarmenn
jafn sigursælir þar einsog á Kúbu.
Eftir mikla bardaga var svo kom-
ið í byrjun október árið 1967 að
setið var um „Che“ og leifar her-
flokks hans í fjallaskarði,
steinsnar frá þorpinu „La Higu-
era.“ Þann 8. október særðist
byltingarforinginn illa á fæti eftir
snörp átök og gafst upp. Daginn
eftir var hann tekinn af lífi.
-ks.
Cyril Ramaphosa hlaut í gær fyrstur manna verðlaun úr minningarsjóði um Olof
Palme.
Friðarverðlaun Palmes
Veitt Ramaphosa
Leiðtogi blakkra námamanna í
Suður-Afríku, Cyril Ramap-
hosa, hreppti í gær fyrstur manna
friðarverðlaun sem veitt eru í
minningu Olofs Palme.
Verðlaunin eru fjárupphæð,
100 þúsund sænskar krónur. Það
voru fjölskylda Palmes og leið-
togar sænska Jafnaðarmanna-
flokksins sem áttu frumkvæði að
stofnun sjóðsins og er áætlað að
verðalauna á hverju ári einstak-
ling eða félagasamtök sem skarað
hafa fram úr í baráttu fyrir friði
og afnámi kynþáttamisréttis.
Stjóm verðlaunasjóðsins
kvaðst hafa valið Ramaphosa að
10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur
þessu sinm vegna „viturlegrar
leiðsagnar hans í baráttu þel-
dökkra námamanna fyrir al-
mennum mannréttindum og
reisn.“ Áætlað er að Ramaphosa
veiti verðlaununum viðtöku við
hátíðlega athöfn í Stokkhólmi
þann 24. þessa mánaðar.
Ramaphosa hefur verið til-
kynnt um veitinguna og hyggst
hann sækja um fararleyfi hjá
suðurafrískum ráðamönnum. Al-
kunna er að þarlendis fá menn
ekki að hleypa heimdraganum
nema hvítu minnihlutastjórninni
þóknist að láta þá fá vegarbréfs-
áritun.
-ks.
9. október 1987
/