Þjóðviljinn - 09.10.1987, Blaðsíða 9
HEIMURINN
HEIMURINN
Dounreay og geislamengunin
Síðbúið svar til Páls Theódórssonar eðlisfrœðings
Páli Theódórssyni eðlisfræð-
ingi virðist af einhverjum ors-
ökum uppsigað við það sem við
Þjóðviljamenn höfum að segja
um umhverfismál, einsog lesend-
ur hafa ekki farið varhluta af.
Hann hefur áður birt grein til að
lýsa óánægju sinni með stefnu
blaðsins í hvalveiðimálinu, og nú
fyrir skömmu birti hann athuga-
semdir við grein sem ég hafði
áður skrifað um kjarnorkuverið í
Dounreay á Skotlandi. Honum
fannst ekki allt í greininni byggt á
traustum rökum og sendi mér því
smákveðju.
Nú er það í sjálfu sér ánægju-
efni, þegar gott fólk getur leiðrétt
það sem í asa blaðamannsins
kann að vera ekki nógu ná-
kvæmt. Grein Páls var mér þó
ekki mikið ánægjuefni að því
leytinu.
Hún var nefnilega sjálf fráleitt
byggð á nægilega traustum rök-
um, og á köflum beinlínis vill-
andi. Ef ég vissi ekki betur, þá
hefði ég jafnvel freistast til að
halda að Páll hefði skrifað hana í
einhverju ólundarkasti.
Dæmi um vægast sagt vafa-
saman málflutning eðlisfræðing-
sins er til að mynda þegar hann
fjallar um þau orð mín að geisla-
virki úrgangurinn frá Dounreay
verinu eyðist ekki nema á þús-
undum ára. Þetta verður honum
tilefni til að koma með ásökun,
sem mér finnst illt að sitja undir.
Hún felst í eftirfarandi staðhæ-
fingu Páls: “Fullyrðingin um að
geislavirkni úrgangsins eyðist
ekki nema á þúsundum ára er
mjög villandi.“
24 þúsund ára
helmingunartími
Þennan málflutning á ég bágt
með að sætta mig við frá hendi
vísindamanns einsog Páll er. Mér
nægir að vísa í rannsóknir dr.
R.F. Wheaton (Edinburgh Radi-
ation Consultants - Specialists in
Environmental Radioactivity
Surveys) á úrganginum frá Do-
unreay verinu. Samkvæmt þeim
er í honum að finna þrjár geisla-
virkar samsætur af Úraníum. Ein
þeirra er Úraníum-239. Það er
staðreynd, sem vísindamenn
deila ekki um, að helmingunar-
tími Úraníum-239 eru 24 þúsund
ár.
Hvað í ósköpunum getur þá
réttlætt þá fullyrðingu Páls Theó-
dórssonar, að það sé “mjög vill-
andi“ að halda því fram að það
taki þúsundir ára fyrir úrganginn
að eyðast í náttúrunni?
Fullyrðingu vísindamannsins
um þetta hlýtur því að mega snúa
upp á hann sjálfan og kalla “mjög
villandi".
í annan stað kveður Páll al-
rangt, að geislavirki úrgangurinn
fari “rakleiðis norður um Skot-
land upp að fslandi...“ Ég skal
Það getur vel verið að eðlis-
fræðingurinn Páll Theódórsson
uni glaður við sitt og veigri sér
ekki við að halda því fram að
hætta af mengun frá Dounreay sé
lítil. Hann er kjarkmaður. Ég er
það ekki. Ég tel að hættan sé ekki
viðunandi, - ekki heldur fyrir
okkur íslendinga eina.
Páll Theódórsson telur, að ís-
lensku hafsvæði stafi “margfalt
meiri ógn“ af kjarnorkuknúnum
kafbátum með kjarnorku-
sprengjur, sem séu á stöðugu
sveimi kringum landið, heldur en
losun geislavirkra efna frá kjarn-
orkuverum til hafs. Þetta er í
sjálfu sér rétt. En þarmeð er á
engan hátt hægt að fallast á, að
íslendingar leyfi erlendum þjóð-
um átölulaust að menga íslensk
hafsvæði. Við hljótum að andæfa
hvorutveggja.
Þessi orð Páls gefa hins vegar
tilefni til að ætláV að honum sé
ekki fylliíega kunnugt hvers kon-
ar 'framleiðsla muni fara fram í
Dounréay verinu. Þar mun plút-
óníum, hráefni í kjarnorku-
sprengjur, verða framleitt úr not-
uðu kjarnorkueldsneyti frá
kjarnorkuverum annars staðar í
Evrópu. Það er engin trygging
fyrir því, að þessar þjóðir muni
ekki nýta sinn skerf af plútóníum-
inu til framleiðslu kjarnavopna.
Þvert á móti, yfirlýsingar Jean
Thiry, fransks hershöfðingja sem
er sérstakur ráðgjafi franskra
stjórnvalda í málefnum kjarn-
orkunýtingar, auk yfirlýsinga úr
franska þinginu, gefa sérstakt ti-
lefni til að ætla að Frakkar að
minnsta kosti hyggist nýta plút-
óníum úr verksmiðjunni þann
veg.
fúslega gangast við því, að hér
hefði vitaskuld mátt orða hlutina
miklu ítarlegar. Ég hefði ef til vill
fremur átt að að segja, að hluti af
úrganginum frá Dounreay færi
með straumum norður um Shet-
land og nálægar eyjar, sem liggja
austur af Dounreay verinu. Hluti
bærist jafnframt með straumum
austurmeð norðurodda Skot-
lands, og út í Norðursjó. Þaðan
norður í átt að Noregsströndum,
síðan í átt að Grænlandi og áfram
austureftir fyrir norðan ísland og
loks áleiðis til Færeyja.
Án efa hefði það verið ná-
kvæmar. En ég var ekki að skrifa
vísindaritgerð um hátterni norð-
lægra hafstrauma. Ég var einfald-
lega að koma á framfæri til al-
mennra lesenda Þjóðviljans
þeirri vitneskju, að hluti úrgangs-
ins frá Dounreay verinu lendir
um síðir inn á íslenskum hafsvæð-
um.
Um þá staðreynd verður ekki
deilt. Páll staðfestir það sjálfur í
grein sinni.
Hvort straumarnir fari áður
um Norðursjó, Noregsstrendur
eða eitthvað annað finnst mér
ekki skipta meginmáli enda er ég
að skrifa fyrir lesendur á íslandi.
Sjálfum finnst mér hér furðu
langt seilst til ásteytings hjá Páli.
En hann hefur vafalaust sínar
ástæður.
Dounreay kjarnorkuverið á norðurodda Skotlands.
Mengunarhættan
Síðar í grein sinni segir Páll: “í
hreinsistöðinni í Dounreay verð-
ur unnið með vatnslausnir við til-
tölulega lágt hitastig og á næsta
hefðbundinn hátt. Hætta af
mengun frá slíkri stöð er því lítil.“
í framhaldinu bætir Páll við, að
rétt sé að “fylgjast með þeirri
mengun sem þaðan kemur og
vinna af alefli að því að henni sé
vel haldið innan skaðleysis-
rnarka."
Nú er ég viss um að eðlis-
fræðingurinn Páll veit miklu
meira en ritstjórinn Össur um
hvernig nýting kjarnorku fer
fram með “hefðbundnum hætti“.
En svo vill til, að ég er líka líf-
eðlisfræðingur. Og sem lífeðlis-
fræðingur get ég ekki fallist á
beitingu hugtaka á borð við
“skaðleysismörk“ þegar rætt er
um kjarnorku og geislamengun.
Notkun hugtaka á borð við
“skaðleysismörk“ felur sjálfkrafa
í sér að til sé eitthvert stig
geislamengunar, sem hægt er að
skilgreina sem skaðlaust. Hvers
konar geislun er skaðlaus? - Mér
þætti fróðleikur í því ef Páll eða
aðrir góðir menn gætu fært mér
órækar sannanir fyrir einhverju
sem má kalla “skaðleysismörk"
geislamengunar.
Mér er nefnilega ekki kunnugt
úm að óhrekjanlegar sannanir
fyrir tilvist þessa skaðleysisstigs
séu nokkurs stáðar til. Á meðan
má deila um vísindalega réttlæt-
ingu þess að beita hugtakinu
“skaðleysismörk". Enda eru þau
fyrst og fremst hugsmíð kjarn-
orkuiðnaðarins, sem þarf á slík-
um hugtökum að halda til að rétt-
læta tilveru sfna.
Til skýringar má geta þess, að á
síðustu árum hefur æ meiri at-
hygli beinst að svokallaðri lág-
geislun (background radiation),
- geislun af mjög lágu stigi. Dr.
Alice Stewart, vísindamaður sem
starfar að rannsóknum á krabba-
meini við Birmingham Univers-
ity Cancer Epidemiology Rese-
arch Unit hefur látið svo um
mælt, að “lággeislun sé mjög
mikilvæg orsök krabbameina í
börnum, ef til vill eina orsökin...
og sé svo, þá mun allt sem eykur á
lággeislunina óhjákvæmilega
auka tíðni barnakrabbameina,
sem og erfðagalla.41
Það er auðvitað alveg ljóst, að
losun geislavirks úrgangs eykur
þessa lággeislun, hversu mikið
eða lítið sem menn vilja gera úr
svokölluðum “skaðleysismörk-
um“. Einnig hér norðurfrá, ekki
síst með tilliti til langlífis sumra
hinna geislavirku efna. Frá siðf-
ræðilegu sjónarmiði ætti það eitt
að nægja til að menn berjist af
móð gegn stækkun Dounreay
versins. Eða, svo vitnað sé í orð
dr. Robin Russels-Jones, sem er
sérfræðingur í krabbameinssjúk-
dómum barna við þrjá spítala í
Lundúnum:
“...allar tillögur sem geta leitt
til aukinnar losunar geislavirkra
efna frá Dounreay kjarnorkuver-
inu ber að skoða sem læknis-
fræðilega vanrækslu (medically
negligent).“
Meðal annars af þessu hafna ég
hugtakinu „skaðleysismörk"
þegar menn fjalla um geisla-
mengun og kjarnorku.
Að því leytinu er djúpur
ágreiningur með mér og Páli.
Sömuleiðis finnst mér fráleitt
að tala um að hætta á mengun sé
lítil frá stöðvum á borð við Do-
unreay. Gleymir ekki Páll þeim
möguleika sem felst í slysi? Hvað
gerist verði slys í kjarnorkuveri á
borð við Dounreay? Hafa menn
gleymt Tsjernóbyl? Three Mile
Island?
„Næstum-slys“
Tii upplýsingar má geta þess,
að árið 1984 urðu 194 óhöpp í
Dounreay verinu, þar af átta sem
talin voru alvarlegs eðlis. Á árun-
um 1976 - 1984 urðu samtals 1262
slys, þar af 41 sem teljast alvar-
leg.
Þjóöviljann vantar dugmikið
sölufólk til starfa. Vinnutími
erákvöldinogum helgar.
Góö laun fyrir duglegt fólk.
Hafiö samband viö Hörð
í síma 681333.
þlÓÐVILJIHN
Næststærsta sjónvarpssam-
steypa í Bretlandi, ITV, upplýsti
á síðasta ári, að í apríl 1985 hefði
legið við að í Dounreay hefði orð-
ið “mesta slys í sögu bresks kjarn-
orkuiðnaðar“. Samkvæmt stöð-
inni söfnuðust saman 25 kíló af
plútóníumi í vinnslurás, og við
borð lá að kjarnorkusprenging
yrði.
Það er í sjálfu sér eigingjarnt
sjónarmið að ætla að velta vöng-
um yfir áhrifum slíks slyss fyrir
Össur Skarphéðinsson
skrifar.
íslendinga, þegar ljóst er að aðr-
ar þjóðir færu mun ver út úr slík-
um atburði. En það er ljóst, að þó
engin skjót hætta myndi skapast
hér við land vegna flutnings efna
með hafstraumum, þá gætu loft-
straumar borið hingað á stuttum
tíma skaðlegt magn geislavirkra
efna.
„Sömuleiðis
finnstmér
fráleittað tala
um að hœtta á
mengun sé lítil
frá stöðvum á
borð við
Dounreay.
Gleymir ekki
Páll þeim
möguleika sem
felst í slysi? Hafa
menn gleymt
Tsjérnóbyl?
Three Mile
Island?u
Dounreay verið getur því vel
orðið uppspretta hráefnisins í
kjarnorkusprengjurnar sem Páll
Theódórsson vill að menn berjist
fremur gegn. Með hliðsjón af
hans eigin rökum ættu því að vera
margfaldar ástæður til að berjast
gegn stækkun. versins.
Vísindaleg
nákvæmni?
Það er ævinlega jákvætt þegar
góðir menn koma með grundaðar
ábendingar. Að þessu leyti varð
ég fyrir verulegum vonbrigðum
með grein flokksbróður míns. Ég
fæ ekki betur séð, en það sé hann
en ekki ég, sem á köflum fari með
“mjög villandi" staðhæfingar og
skorti „traustari" rök.
Það má raunar tína til fleiri
smærri dæmi úr grein Páls, sem
bera merki um leiðinlega efnis-
lega ónákvæmni. Þanríig ræðir
hann óhikað um kjarnorkuverið í
Windscale „á vesturströnd Skot-
lands“. Þetta er helst merkilegt
fyrir þá sök, að áður en Páll flutti
Windscale verið til Skotlands var
það staðsett í Englandi!
Útaf fyrir sig skiptir svona óná-
kvæmni í grein eðlisfræðingsins
litlu máli. En óneitanlega er það
nokkuð skondið, að maður sem
sest niður til að skrifa heila grein
um ónákvæmni annarr^ skuli
ekki kanna sannleiksgildi
staðhæfinga sinna betur en svo,
að með einu pennastriki tekst
honum að flytja heilt kjarnorku-
ver á milli landa.
Hvað segja landfræðingar um
það?
Össur Skarphéðinsson
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. október 1987
ástudagur 9. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Háir vextir
Grunnvextir á Kjörbók
eru nú 24% á ár/ og leggjast þeir við
höfuðstól tvisvar á ár/.
Ef innstæða, eða hluti hennar,
hefur legið óhreyfð í 16 mánuði
hækka vextir í 25,4%
og í 26% eftir 24 mánuði.
Þrepahækkun þessi er afturvirk,
hámarks ársávöxtun er því allt að
27,7% án verðtryggingar.
Verðtrygging
Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun
Kjörbókarinnar borin saman við
ávöxtun 6 mánaða bundinna
verðtryggðra reikninga.
Reynist ávöxtun verðtryggðu
reikninganna hærri ergreidd uppbót
á Kjörbókina sem því nemur.
Örugg
og óbundin
Þráttfyrirháa vexti og verðtryggingu
er innstæða Kjörbókar alltaf laus.
Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,8%,
en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja
síðustu vaxtatímabila.
Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt
sparnaðarform.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna