Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 2
P-SPURNINGIN Óttastu kjarnorkumeng- un í höfunum umhverfis landið? n FRETTIR Bragi Þorbergsson kennari: Að sjálfsögðu geri ég það, að minnsta kosti þegar litið er til framtíðarinnar. Þar kemur hvort- tveggja til, kjarnorkukafbátar og losun úrgangsefna í sjó. Guðrún Bjarnadóttir verslunarstjóri: Jú, að vissu leyti, án þess þó að ég hafi hugleitt þessa hluti neitt að ráði. Magnús Jónsson verslunarmaöur Ég hef ekkert hugsað um það, en það má búast við umhverfisslys- um ef svona heldur áfram. Fjóla Jónsdóttir afgreiðslu- kona: Ég hef nú engar sérstakar áhyggjur vegna þessa, en óhöppin geta gerst á þessu sviði eins og öðrum. Hjörleifur Bergsteinsson vélfræðingur: Já, það kemur að því að það verður að skoða þessi mál ræki- lega. Hvaðeina sem viðkemur kjarnorku er ekki bara hægt að leyfa út í bláinn. Sjónvarpsstöðvarnar Slegist um erlent efni Jón Óttar Ragnarsson: Samkeppnin hefurnœr tvöfaldað kostnað á erlendu efni. Hinrik Bjarnason: Ekkert verðstríð í gangi Samkeppni Stöðvar tvö og RÚV á erlendum mörkuðum hefur nær tvöfaldað kostnað á er- lendu efni, segir í dreifibréfí Jóns Óttars Ragnarssonar sjónvarps- stjóra til áskrifenda stöðvarinnar í tilefni af ársafmæli hennar á föstudaginn. I bréfi Jóns Óttars er tilkynnt hækkun áskriftar- gjalda úr 1050 krónum í 1250 krónur. „Mestur hluti þessarar hækk- unar á rætur að rekja til verð- bólguþróunar, en hluti til aukins kostnaðar,” segir í bréfi sjón- varpsstjóra, og tiltekur hann, auk erlenda efnisins, sífellt meiri þjónustu við áskrifendur í þessu sambandi. Ekki náðist í Jón Óttar, en Sig- hvatur Blöndal, markaðsstjóri Stöðvar tvö, sagði að í sjálfu sér væri ekki um verðstríð að ræða milli sjónvarpsstöðvanna, en menn hefðu þó aðeins ýtt hver við öðrum. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans greiðir Sjónvarpið nú um 12 dollara fyrir hverja mínútu leikins efnis, en 8 dollara fyrir annað efni. Sighvatur var spurð- ur um innkaupsverð Stöðvar tvö til samanburðar og sagði hann að þau á Stöð tvö væru undir þessu verði og teldu það of hátt. „Meg- instefnan hjá okkur hefur verið að skipta beint við framleiðendur og losna við milliliðafrum- skóginn,” sagði hann, „enda hef- ur það sýnt sig að það hefur tekist að ýta verðinu niður.” „Það er ekkert verðstríð í gangi milli sjónvarpsstöðvanna, enda kaupum við erlent efni fyrir fast verð. Þetta fyrirkomulag erum við fastheldin á, enda höfum við ekki mannskap til að standa í miklum verðsamningum,” sagði Hinrík Bjarnason dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu. 1. október hækkuðu áskriftar- gjöld Stöðvar tvö í 1250 krónur úr 1050 krónum, en það hafa þau kostað á mánuði síðan í aprfl. Þegar Stöð tvö tók til starfa 9. október í fyrra kostaði áskriftin hins vegar 950 krónur. „Héðan í frá ætlum við okkur að endur- skoða verðið á þriggja mánaða fresti miðað við verðlag,” sagði Sighvatur Blöndal. HS Jóhannes Ragnarsson í Ólafsvíkurhöfn. Kraninn á prammanum í baksýn er notaður við að koma stálþilinu niður. Mynd S'9 Ólafsvík Nýr viðlegukantur Framkvœmdum við nýjan viðlegu- og löndunarkant lýkur ísumar. Hugmyndir uppi umfiskmarkað Unnið er á fullu við nýjan við- legukant í höfninni í Olafsvík og er stefnt að því að Ijúka fram- kvæmdum í haust. Rekin eru nið- ur stálþil við uppfyllingu en þar verður síðan í framtíðinni bæði viðlegu- og löndunargarður. „Höfnin er alltof lítil og þessar framkvæmdir duga ekki til,“ sagði Jóhannes Ragnarsson hafn- arvörður í samtali við Þjóðvilj- ann. Ólafsvíkurhöfn er aðal útflutn- ingshöfnin á Snæfellsnesi þannig að mikil umferð stórra flutninga- skipa er um höfnina. Þá hafa bátar stækkað en heimamenn gera út tvo togara auk þess sem bátaútgerð er öflug. Þar að auki landar mikill fjöldi vertíðarbáta annarsstaðar að í Ólafsvík. Trillu útgerð heimamanna er tölu- verð, eða á bilinu 30-40 en auk þess landa trillur hvaðanæva að í höfninni. í sumar voru einn dag- inn taldar 74 trillur í höfninni. Jóhannes sagði að það sem af væri árinu hefði verið landað í Ólafsvík mestum þorski á landinu, en í endaðan ágúst voru 16.053 tonn komin á land í Ólaf- svíkurhöfn. „Töluvert magn af afla að- komubáta hefur verið keyrt suður og sl. vetur fóru allt upp í 26 bflar frá Ólafsvík suður.“ Að sögn Jóhannesar hafa kom- ið upp hugmyndir um fiskmarkað á Snæfellsnesi og eðlilegast væri að slíkur markaður yrði staðsett- ur í Ólafsvík. „Þessar hugmyndir eru þó enn á byrjunarstigi. Hvort þær verða að veruleika er annað mál.“ -Sáf Nírœður í dag: Erlendur Ólafsson verkamaður Níræður er í dag Erlendur Ólafsson verkamaður, til heimilis f Stigahlíð 12. Erlendur er fæddur á Jörfa í Kolbeinsstaðarhreppi 10. októ- ber 1897. Kona hans, Anna Jóns- dóttir, er frá Kaldárbakka í sömu sveit. Þau hjón fluttu til Reykjavíkur árið 1935 og vann Erlendur lengst af síðan við höfnina - hann var elsti starfandi hafnarverkamaður hjá Eimskip þegar hann lét þar af störfum fyrir níu árum, þá áttatíu og eins árs að aldri. Erlendur Ólafsson var um ára- bil í stjórn Dagsbrúnar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið. Þegar Erlendur lét af störfum komst hann m.a. svo að orði í blaðaviðtali: „Það er eins og nótt og dagur þegar samanburður er gerður á aðbúð og kjörum hafnarverka- manna hér við höfnina haustið 1935 þegar ég kom hingað í atvinnuleit og nú í aprfl þegar ég lauk síðasta vinnudegi mínum... Á því tímabili hefur mikið áunnist þótt enn sé löng leið til þess jafnréttis sem ég tel að allir menn eigi að fá að njóta.“ Ahugamenn Erótík í bakmenntum Félag áhugamanna um bók- menntir hefur boðað fund í Odda á laugardag kl. 14.00 þar sem fjallað verður um „Erótík í bókmenntum“. Fyrirlesarar á fundinum eru þau, Kristján Árnason bók- menntafræðingur sem fjallar um Eros fornan og nýjan, Soffía Auður Birgisdóttir háskólanemi sem ætlar að fjalla um dulda og bælda erótík í íslenskum bók- menntum, Guðbjörg Þórisdóttir skólastjóri sem fjallar um erótík í verkum Thors Vilhjálmssonar og Guðbergur Bergsson rithöfundur sem fjallar um ásthneigð í bók- menntum. Á eftir erindum verða opnar umræður en fundurinn er opinn öllu áhugafólki um bókmenntir. -•g- Sé þig á eftir, þarf á blaðamannafundinn hjá SÍS. 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.