Þjóðviljinn - 11.10.1987, Blaðsíða 16
Alþýðubcmdalagsins
Það er kannski verið að bera í
bakkafullan lækinn að ætla
sér að fjalla um kreppu Al-
þýðubandalagsins, sem nú
stefnir niður úr öllu valdi skoð-
anakannana, en þó get ég
ekki stillt mig um að leggja
nokkur orð í þann ólátabelg
sem Þjóðviljinn hefurverið
næstfráfarandi forystu flokks-
ins og einkum varðandi and-
lega hlið þessarar stöðnunar.
TilefiM þessarar greinar er
önnur sem birtist okkur hér í
Þjóðviljiwim fyrir sokkrum
sunnudúpHN eftir Ólaf Sveinsson
um verslunarferð hans í Kringl-
una, þá miklu kauphöll sem
öllum að óvörum er nú risin í nýja
miðbænum. En sú grein hans Iýs-
ir líka nokkuð vel, að mér finnst,
hinu staðlaða hugarástandi
margra vwstrimanna sem er að
ganga frá hreyfingum þeirra. Nú
ætla ég eiki að skipa mér í vörn
fyrir Kriaghtna, þó glæsileg sé.
Hún er mönnum bæði tákn fyrir
fjárfestingarmátt verslunargróð-
ans og verðmætasöfnunarinnar
sem á sér stað á suð-vestur horn-
inu, eins og skólastjóri Verk-
menntaskóla Austurlands orðaði
það svo vel í útvarpsþætti á dög-
unum. Það er því fátt sjálfsagðara
en að leigja sér loftpressu á
kvöldin og um helgar og hefjast
handa við að mala niður þennan
kastala kaupstemmningarinnar.
En það er fleira af hinu illa en
Kringlan sjálf. T.d. bílar. Ólafur
kveðst sjálfur ekki eiga bíl og
kemst því ekki eins oft í Kringl-
una og hann þyrfti sem manni
þykir leit að heyra, en þar með er
hann líka að vissu leyti betri mað-
ur en allir hinir bölvaðir bíl-
eigendurnir, þessi kaupsjúku
Kringludýr. En inn treður hann
marmarann undir gosbrunna og
upp rúllustiga, allt saman gott og
bölvað og upp í áfengisverslunina
þar sem hann er líklega vegna
síns stórhættulega vinstrisinnaða
augnaráðs, umkringdur af örygg-
isvörðum sem taka af honum
töskuna og passa upp á að viskí-
pelinn hans fari ekki afmeyjaður
út. Þvílík frelsisskerðing og órétt-
læti. En ólafur lætur ekki drop-
ann síga og hefur stút að vörum í
salnum miðjum í skjóli annarra
sakleysingja, barna og gamal-
menna. Ög þarna er gamli
vinstrimaðurinn lifandi kominn,
alltaf órétti beittur. Og vei, hann
er kaldur í kaldranalegu um-
hverfi kaupvæðingarinnar og
bleiku barbíbúðanna og skálar
framan í heila klabbið í von um
að löggan komi og taki hann.
Vonda löggan. Mótmæli hans hér
í himnaríki smáborgaranna eru
því miður ekki á sama plani,
heldur knúð af hugarfari mennt-
skælingsins.
Og rallandi hálfur um Pálma-
lundinn uppgötvar hann af íron-
ísku innsæi að í raun sé hann
staddur í kirkju, svona nútíma-
kirkju, fólkið fer í messu á föstu-
dagseftirmiðdögum og dýrkar
þar sinn Mammon. Það er líkt og
hellist yfir mann öll íslensk sjón-
varpsleikrit frá stofnun sjón-
varpsins og öll þeirra andagift.
Hámark andleysisins er þó sú von
Ólafs að einhvern tíma verði ein-
hver krossfestur yfir inngangin-
um í Hagkaup. Og auðvitað Ies
maður á milli línanna að það
verði honum sjálfum, vinstri-
manninum heilaga, félaga Jesú,
sem hlotnist það súrsæta hnoss að
fá að dingla yfir dyrum lágkúr-
unnar sem fórnarlamb fjárm-
agnsins. Yfir þeim dyrum sem all-
ir meðlimir Alþýðusambandsins
hafa gengið um í hverri viku und-
anfarin tuttugu ár í leit að læri í
helgarmatinn. Um leið og alþýð-
an stígur sfn lokaskref í lífsbar-
áttu vinnuvikunnar lítur hún upp
fyrir sig og sér hinn sanna fulltrúa
sinn emja þar um það fylgi sem
hefur yfirgefið hann. Nei, það er
einmitt þessi helgislepja sem er
að sliga vinstrimennskuna og
veldur hinni stigvaxandi kryppu
Alþýðubandalagsins.
Þannig er því miður einnig
hugarfaríð stundum hér á Þjóð-
viljanum sem má vara sig á því að
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
verða ekki brátt að kengboginni
nöldurkellingu sem aldrei sér
annað en svart og kvartar yfir öllu
í einhverskonar óprófessjónal
andhverfum átrúnaði án talna og
útskýringa í málefnalegum dúr.
Allir eru vondir nema við. Og all-
ir erum við sammála um það.
Þegar maður í fjarlægu landi fær
Þjóðviljann einan blaða fer mað-
ur hægt að trúa því að Davíð
Oddsson sé í raun brjálaður barn-
amorðingi sem aki um á ný-
keyptum skriðdreka og braskar-
arnir í bænum gangi um göturnar
og sletti steinsteypu yfir viðkvæm
og gömul bárujárnshús. Allt er
svo skýrt og þægilega einfalt. All-
ir þeir sem ekki eru innritaðir í
heimspekideild háskólans eða
hafa farið illa út úr nýja húsnæð-
islánakerfinu eru bara hreinrækt-
aðir glæponar, svo ekki sé nú tal-
að um þá sem eiga líka bíl og
horfa á júróvisjón af innri
spennu. Það er einmitt þetta ólí-
bó hugarfar, þessi húmorslausi
hneykslunartónn og þetta and-
leysi umræðunnar sem fælir alla
andans menn frá vinstra starfi.
Áður fylktu þeir sér um alþýðuna
en nú keppast þeir un að sverja
allt slíkt af sér og segjast aldrei
hafa merkt við G-ið.
Og því miður getur Kringlan
ekki þjappað okkur saman, því
annars stíiðar í bænum erum við
allir samankomnir að skála fyrir
annarri og minni fjárfestingar-
kringlu sem er vinstrisinnuð í
laginu. Hún er því af hinu góða,
byggð fyrir gróðann af góðum
bókmenntum og menningarsinn-
aðri fjármálastjórn. Þar er það
lesandi alþýða sem byggir sínar
eigin kringlulaga innréttingar og
bóklausar hillur um leið og allir
hrósa happi yfir léttu vínglasi að
Mál og menning hafi ekki fengið
bás í stóru Kringlunni.
Nei, því miður, þá verður það
að segjast eins og er að „vinstri-
sinnaður lúsera“-gangur gengur
bara ekki lengur. Svo nöturlega
ómerkilegt sem það nú annars
hljómar. Að sitja á róttæknislega
rifnum gallabuxum við gosbrunn
í Kringlunni og steyta byltinga-
hnefa um stút að jogging-
menningunni er bara halló, fúlt
eins og krakkarnir segja. Eða
eins og kaninn segir þá kaupir
fólk bara ekki lengur þessa klisju.
Og ég held satt að segja að það sé
sennilegasta skýringin á fylgistapi
flokksins. Tíðarandinn er sterkur
og almenningur veikburða van-
metingur sem hlýðir honum. Og
þó mörgum sé sæla í því að vera
gamaldags þá er það kimaleg
nautn að híma í horni í pólitík,
sem hlýtur að snúast um fylgi og
von um völd til breytinga. Tím-
arnir eru breyttir og rúllustiginn
rúllar, hann verður ekki stöðvað-
ur. Menn geta bara valið hvort
þeir vilja upp eða niður.
N.Y.C. 29. sept. '87
Hallgrímur Helgason
f HAFNARFJÖRÐUR
séis Víðivellir
Fóstrur eöa starfsfólk óskast á dagheimilið Víði-
velli. Upplýsingar gefur Þórelfur Jónsdóttir, for-
stöðukona í síma 52004.
Félagsmálastjórinn
í Hafnarfirði
Framkvæmdastjóri
Framkvæmdastjóra vantar að sjúkrahúsi og
heilsugæslustöð á Hvammstanga frá 1. jan.
1988.
Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur
stofnananna og annast fjármál, skýrslu- og áætl-
anagerð, framkvæmd ákvarðana stjórnar o.fl.
Allar nánari upplýsingargefa framkvæmdastjóri í
síma 95-1348 og heimasíma 95-1629 og formað-
ur stjórnar í síma 95-1353 og heimasíma 95-
1382.
Umsóknir sendist til stjórnar Sjúkrahúss
Hvammstanga 530, Hvammstanga.
Umsóknarfrestur um stöðuna ertil 20. okt. 1987.
Stjórn Sjúkrahúss Hvammstanga