Þjóðviljinn - 11.10.1987, Qupperneq 15
„Þetta var allt meint
í góðu, GUNNAR!"
Á fslandi stendur hár klettur,
og liggur grænn dalur allt í
kringum hann, forðum vaxinn
skuggsælum kjarrskógi, þar
sem maður gat legið í makind-
um og hlustað á og séð mann-
inn sem talaði ofan af klettin-
um. Á dögum Þjóðólfs var
þessi staður nefndur Lög-
berg, og þangað komu menn
til samkomu í byrjun vors ell-
egar á öðrum tímum til að
ráða ráðum sínum um lands-
ins gagn og nauðsynjar. Því
að eyja þessi var á þessum
tíma fríríki, og almenningur
hlýddi í einu og öllu ráðum
kosinna löggjafa, sem nefnd-
ustlögmenn.
Einnig á þessu ári sátu og stóðu
hinir glæsilegu íslendingar á þingi
þessu, allir saman vel vopnum
búnir, svo sem hinum göfugu og
hugrökku mönnum sýndist best
sóma, svo að blikaði á spjótsodda
milli trjánna, og margur fínpúss-
aður skjöldurinn glitraði í græn-
gresinu við fætur herra sinna.
Nokkrir höfðu líka meðferðis
veiðihunda sína. Þarna var marg-
ur stór og litskrúðugur hundur,
sem hljóp í kringum kappana,
slóttugir fálkar sátu á herðum
þeirra eða flugu kringum höfuð
þeirra í hnitmiðuðum og velút-
færðum sveig.
Þannig stóð líka Þjóðólfur í
flokknum og hafði tryggan fálka
sinn á öxlinni og úlf sinn í bandi, í
koparkeðju sem hann gæti leyst
hvenær sem honum þóknaðist.
Hann hafði ekki kært sig um ann-
að fylgdarlið, því að hann hugði
frænda sinn of gamlan og varfær-
an til margra þeirra atvika sem
hér kynni að bera uppá; ef Pietro
hefði orðið samferða, hefði
Malgherita litla grátið úr sér
augun; og hvað snerti stríðs-
kappa af lægri stéttinni var hann
betur stæður einsamall en með
þeirra hjálp. Hann leit sannar-
íega svo á, að hann kynni betur
að hjálpa öðrum en þeir honum,
og þrátt fyrir hinn glæsta flokk
skyldmenna, vina og skuldu-
nauta, sem Gunnar hinn auðgi
hafði umkringt sig með, var það
hreint ekki svo, að deiluaðilar
stæðu ójafnt að vígi. En íslend-
ingar allir horfðu í þetta sinn á
unglinginn, bæði flóttalegir og
niðurlútir, kjarklausir með öllu
vegna þess óréttar sem hann þótti
beittur.
Þá gekk Gunnar á Lögberg og
mælti mörg skynsamleg orð um
þann auma óskunda sem Þjóðólf-
ur hafði unnið honum, og verri
óskunda hefði hann gert þessari
kæru eyju, sem forfeðurnir hefðu
leitað athvarfs á, svo þeir gætu í
ærusemd og ró losnað við geð-
þótta hrokafulls konungs á Norð-
urlöndum. Gætu menn þá kallað
það ærusemd og góða siði, að
hver afvegaleiddur unglingur
mætti brjóta lögin rænandi og
ruplandi af hjartans lyst? Ætti
ekki að refsa þeim fyrir slíkt
ódæði; ætti Þjóðólfur ekki þegar í
stað að bjóða bætur fyrir verknað
sinn? Ætlaði hann að bæta með
silfri, vopnum eða hestum ellegar
jörðum, eða láta dæma sig í út-
legð í mörg ár?
Að-lokinni ræðu Gunnars (en
hún var alllöng), ætlaði hann að
ganga niður af berginu svo Þjóð-
ólfur kæmist að, en Þjóðólfur
kallaði þangað upp: „Stattu
þarna uppi sem lengst. Við kom-
umst báðir fyrir þarna uppi, og
söguna skal segja til enda.“
- Gunnar virtist eiga von á
blóðugum úrslitum, því að hann
festi brynju sína með lás og lag-
færði stríðshjálminn á höfði sér,
og mælti síðan, en var augsýni-
lega brugðið: „Komdu bara hing-
að upp, villti óvinur, ég bíð eftir
þér.“
Þjóðólfur vafði úlfsbandið. fast
um eikarbol, skipaði villidýrinu
að hafa sig hægt, og vatt sér um-
svifalaust upp að hlið Gunnars á
klettinum. Fálkinn hnitaði hringa
um þá báða.
„Hefur þú lokið máli þínu?“
spurði unglingurinn eins og gal-
gopi, og þegar andstæðingur hans
játaði með semingi, hló hann hátt
og glaðlega, og sagði: „Það er
aldeilis ágætt, því að nú hefur þú
mælt þau ónytjuorð, sem aldrei
verða þér að gagni í lífinu. -
„Heyrið þér þetta, íslendingar?
Heyrið þér, hversu hann hæddi
mig og lög yðar?“ Þetta hrópaði
Gunnar grimmilegri röddu ofan
af Lögbergi, og þá heyrðist reiði-
muldur frá þingheimi, sem brátt
mundi verða að öskri. En Þjóð-
ólfur stappaði niður fæti svo að
dvergmálaði í berginu, og kallaði
með hvassri stríðsmannsröddu
né skræmta, og úlfurinn þagnaði
líka, sem hafði ýlfrað hátt og
reiðilega, en hann var seinn fyrir,
svo að herra hans kallaði til hans:
„Haltu kjafti líka. Þetta mál kem-
ur þér ekkert við, fremur en öðr-
um. - Þá lagðist hann skömm-
Þjóðólfur sér hina fögru Isold í Karþagó.
sinni ofan til almúgans: „Þögn“.
Og enginn maður heyrðist æmta
te-Fouque og Þjóðólfi
Eftir Koibein Þorieifsson
Höfundur þessa sögukafla,
Friedrich Baron de la Motte-
Fouque (1777-1843) var
brautryðjandi alls íslands-
áhuga í Þýskalandi á 19. öld.
Hann er lítt kunnur hér á landi,
en Bjarni Thorarensen var
látinn yrkja drápu honum til
heiðurs á vegum hins ís-
lenska bókmenntafélags. Þar
var hann kallaður „íslands
riddari". Motte-Fouque þýddi
og endursagði Gunnlaugs
sögu ormstungu á þýsku, og
er það eina bókin eftir hann
sem til er á íslenskum söfn-
um, erfjallarum íslenskefni.
Hann var höfundur ævintýrs-
ins um hafmeyna Úndínu,
sem SteingrímurThorsteins-
son þýddi. Ýmsar bækur hans
urðu efni í frægar óperur, svo
sem sagan af Sigurði Fáfnis-
bana, hinni norrænu hetju, hjá
Wagner, og Úndína hjá
Lortzing. Áseinastaskírdegi
flutti Ríkisútvarpið dagskrá
um Motte-Fouque í umsjá Art-
húrs Björgvins Bollasonar,
þarsem meðal annars var
lesið úr Úndínu og gerð grein
fyrir bókum hans um Sigurð
Fáfnisbana.
Hér er aftur á móti um sjálf-
stætt skáidverk að ræða, og er
söguhetjan Þjóðólfur Ásmundar-
son (Þjóðólfur íslendingur).
Hann er granni hins mikla höfð-
ingja Gunnars hins auðga á Hlíð-
arenda, lendir í málaferlum við
hann sem honum tekst að vinna,
eins og frá er sagt í þessum kafla.
Síðan fer Þjóðólfur í víking og
lendir í mestu ævintýrum, sem
einkum snúast um systur frá
Marselju-borg og greifans Pietro
frá Castelfranco í Toscana. Ber
hann m.a. til Karþagó og Kon-
stantínópel. í riti þessu eru
kveðnir ýmsir söngvar, sem um
sumt minna á „Fjallið Skjald-
breiður“ eftir Jónas, Völuspá og
Hávamál, auk pflagrímssöngsins
„Fögur er foldin“: „Kynslóðir
koma, kynslóðir fara, allar sömu
ævigöng.“
Þessi saga (útg. 1815) eftir
Motte-Fouque hefur fengið held-
ur óblíðar móttökur hjá bók-
menntafræðingum, sennilega
vegna þess að hann fer heldur
frjálslega með sannfræðina í
þessari hreinræktuðu skáldsögu.
Hann þræðir heldur ekki eins og
þræll íslenskar heimildir, heldur
skáldar af hjartans lyst. Sumir
kaflar bókarinnar eru hinir
skemmtilegustu aflestrar, t.d.
hjálagður kafli, þótt sumum þyki
kappinn Gunnar á Hlíðarenda fá
heldur slæma meðferð í þetta
skipti.
ustulegur niður í grasið og hnipr-
aði sig saman eins og hlýðinn
rakki.
„Landsmenn," sagði Þjóðólf-
ur. „Þið megið ekki fara strax að
skamma mig, þótt ég taki upp á
því að hlæja í annað sinn. Því sjá-
ið til, hláturslaust get ég ekki rifj-
að upp hina löngu ræðu hins
auðuga og spakvitra manns.
Hann hefur lagt í hana mikla
vinnu og fyrirhöfn; en mér var
sem ég sæi hann heima á bæ sín-
um, er hann bangaði hana sam-
an, og æfði síðan yfir hjúum sín-
um og jafnvel gestum svo allir
dáðust að henni og lærðu hana
utanbókar, og gætu því hlaupið
honum til hjálpar er hann ræki í
vörðurnar. Og nú klifrar hann
virðulegur upp á Lögberg og
flytur speki sina, og öll fyrirhöfn-
in og umstangið er til einskis. -
Börnin góð! Þetta er sannarlega
aðhlátursefni, og sýnið mér ofur-
litla biðlund, þá skal ég sanna
yður, hversu mjög hann hefur of-
reynt sig.“
Enn skellti hann upp úr, og
eins og eldur í sinu breiddist æsk-
ugleðin um alla samkomuna, svo
að smám saman gat enginn varist
hlátri, ekki einu sinni þeir sem
fylgt höfðu Gunnari að málum.
Þá espaðist sækjandi málsins
enn meir, og otaði atgeir sínum
að Þjóðólfi. En unglingurinn
hafði þegar náð traustataki um
handlegg andstæðings síns, og
hrópaði: „Gættu þín, maður, að
æsa mig ekki til reiði. Ég gæti
auðveidlega brotið í þér hvert
bein, og það þætti mér verst á
þessari virðulegu samkomu, en
sökin lægi samt á þér. Hvernig fór
fyrir bjarndýrinu sem uxinn hafði
á hornum sér? - En hugsa þig nú
vel um, opnaðu augun, og mæl þá
sjálfur, hvort atgeir þessi banni
ekki þér sem hverjum öðrum að
bera á mig sakir?“ í þeim töluð-
um orðum sýndi hann andstæð-
ingnum bjartan og mölbrotinn at-
geirsoddinn, bretti upp ermar
sínar svo um munaði, og sýndi ör
sín, sem sönnuðu ljósiega, að það
var hann sjálfur, sem Gunnar
hafði forðum sæst við með hátíð-
legu nautsblóti í augsýn margra
vitna.
Sækjandinn leit undrandi og
skömmustulegur til jarðar. Loks
lýsti hann því yfir um leið og hann
roðnaði af reiði og blygðun, að
leikið hefði verið á hann, og alit
málið væri þar með úr sögunni.
Varla hafði hann sleppt orð-
inu, þegar Þjóðólfur faðmaði
hann og kjassaði af hjartans lyst,
og sagði: „Vertu nú ekki að erfa
þetta við mig, elskulegi herra. Ég
hefi alls ekki verið með neina
undirhyggju í þessu máli, heldur
gerðist þetta allt af sjálfu sér. Ný-
lega hitti ég Mörð gamla víking í
fjöru, þegar ég ætlaði að fiska, og
sló ég hann til bana með stríðsöxi
minni.“
Nú kvað við fagnaðaróp frá al-
menningi, því að það var einmitt
Mörður víkingur sem var
ógnvaldur eyjarskeggja, og eng-
inn hafði treyst sér að standast
honum snúning. Einstaka rödd
heyrðíst spyrja, hvers vegna ung-
lingurinn hefði þagað svo lengi
yfir fagnaðarboðskapnum. En þá
stappaði Þóðólfur enn fæti sínum
í Lögberg, svo að þrumugnýr
heyrðist, og hrópaði: „Þögn!“ -
„Hvað er eiginlega um að tala,“
hélt hann áfram, „þótt einn
stríðsmaður drepi annan, svo
hann standi ekki upp aftur? Það
gerist oft, og mun æ oftar gerast í
heimi hér. Þegar ég hafði reist
ísagrím gamla hauginn og lagt
hann til hvflu, datt mér í hug, að
bæri ég langa og gráa skeggið
hans, þekkti mig enginn aftur; ég
skar því af honum brúskinn og
bjó mér til skegg á staðnum, dró
bjarnarfeldinn yfir höfuðið, og
ætlaði fyrst að skemmta mér við
að erta góðu konuna frá Próvinsu
sem nú dvelur heima hjá okkur.
En af því að ég hafði þá þegar
næstum hrætt úr henni líftóruna
með bellibrögðum mínum - því
að hún er ekki sterk að eðlisfari -
hugsaði ég með mér: Reyndu
þetta einu sinni heima hjá Gunn-
ari. Kannski getur þú gert honum
einhvern greiða, sem hann launar
þér seinna. Gangi það ekki -
jæja, þá sætti ég mig við það, þeg-
ar ég verð einhvern tímann út-
lægur ger í nokkur ár að Lög-
bergi. Ég þrái ævintýri. - Síðan
hefur allt gengið að óskum, eins
og Gunnar sjálfur getur best vott-
að. Og elskulegi Gunnar, verið
bara ángæðir. Þetta var allt sam-
an meint í góðu.“
Bamsleg einlægni unglingsins
gerði það að verkum, að fórnar-
lamb gamanleiksins fyrirgaf hon-
um greiðlega, og vegna sigurs
hans á Merði víking fylgdu allir
göfugustu bændur á Islandi Þjóð-
ólfi með hornablæstri og fagnað-
arópum heim á leið.
Sunnudagur 11. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15