Þjóðviljinn - 11.10.1987, Blaðsíða 2
SPURNING
VIKUNNAR
Er jafnrétti í Sjálf-
stœðisflokknum?
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
fjórði þingmaður Vestfjarða-
kjördæmis:
Já, alltaf fyrir hverjar einustu
kosningar! Hefurðu ekki lesið
stefnuskrána okkar? Hún er sko
skemmtileg...
Dóndimaður vikunnan
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
fyrrverandi forseti Sameinaðs
alþingis:
Auðvitað! Mér finnst t.d. að bæði
Ragnhildur og Salóme séu gasa-
lega sætar stelpur.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
nýkjörinn forseti Sameinaðs
alþingis:
Puh! Eg segi nú bara eins og Jón
Baldvin: Ég hefi fáar kvensur en
þær eru margra manna makar.
Þannig að samanlagt og deilt
með tveimur er fullkomið jafnrétti
í Sjálfstæðisflokknum.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
annar maður á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Vestfjarðakjör-
dæmi:
Við höfum nú vit á því fyrir vestan
að vera ekki með einhverjar kon-
ur á listanum. Enda losuðum við
okkur við Sigurlaugu.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
forseti:
Já, vitaskuld er jafnrétti í Sjálf-
stæðisflokknum. En við förum
mjög leynt með það. Ekki segja
neinum. Plís.
Eg held með Denna
Ég, Skaði, á í vandræðum. Eins og þið vitið hefi ég alltaf veriö
góður Sjálfstæðismaður og hollur mínum foringjum. En nú er
Albert farinn og Steini svo skelfing leiðinlegur og hvar á ég þá
höfði að halla?
Satt að segja er þetta svo mikið mál fyrir mér, að ég hef leiðst
út í þólitískt framhjáhald sem ég tel öllu framhjáhaldi verra. Ég
stend mig að því eins og Haraldur Blöndal flokksbróðir minn og
meira að segja Kratablaðið, að hallast að Steingrími Fram-
sóknarhöfðingja.
Við erum reyndar skólabræður við Denni, en það nægir ekki
til að hreyfa við prinsípmanni eins og mér. Ég er blátt áfram svo
hrifinn af því hve sóþar að manninum, jafnvel svo mjög að ekki
sér handa skil um allan heim fyrir því ryki stöðnunarinnar sem
upp þyrlast hvar sem hann fer.
Ég hitti Denna af tilviljun í sundi þegar hann var að koma frá
Ítalíu og spurði hann tíðinda.
Þú hefur ekki hitt páfann? spurði ég.
Nei, sagði Steingrímur. En ég fékk hjá honum skilaboð um
það, hvort SÍS vildi ekki kaupa Banka Heilags Anda í staðinn
fyrir Útvegsbankann. Þeir eru í einhverjum vandræðum með
bankann, karlagreyin. Hinsvegar hitti ég utanríkisráðherrann,
Andreotti heitir hann víst
Hvað sagði hann gott?
Það voru tveir hlutir sem ég þurfti að útskýra fyrir honum.
Annað er það, að við megum ekki láta Rússa komast upp með
það að vera svona andskoti duglegir í afvopnunarmálum. Hitt
var það að salfiskur er alltaf hauslaus, hvað sem innflutnings-
tollum líður. Hann var alveg sammála mér um Gorbatsjov og
sprengjuna og það, en saltfiskurinn stóð eitthvað í honum,
enda hagsmunamál. Svo ég gerði hann heimaskítsmát og
baunaði þessu með saltfiskinn á hann á latínu.
Piscis salsus semper sine capite est, sagði ég.
Fiskur saltur ávallt án höfuðs er.
Og hvernig tók hann þessu?
Þetta hreif náttúrlega. ítalir hafa nefnilega samviskubit út af
því að vera búnir að gleyma latínu forfeðranna. Ætli það endi
ekki á því, að við þurfum að taka það að okkur að geyma hana
og varðveita fyrir heiminn eins og íslenska tungu og heimsf-
riðinn.
Vel á minnst heimsfriðinn. Þú varst líka í Ameríku Denni
Víst kom ég þangað.
Hittirðu Reagan?
Já, ég þurfti að segja eitt orð við hann um hvalveiðar, en það
þýddi ekkert. Hvalveiðahvað? sagði hann. Jájá, Moby Dick.
Gregory Peck fékk það hlutverk, en ég hefði leikið það miklu
betur. Þeir ná aldrei Moby Dick með svoleiðis gaur í aðalhlut
verki.
Svona þusaði hann lengi. Ég sá að þetta þýddi ekkert svo ég
sagði við karlinn:
Heyrðu Ronnie, nú skal ég gera þér greiða.
Hver er hann? spurði foretinn.
Ég skal lofa að láta Tímann hætta að skrifa um að þú sért af
íslenskum ættum.
Það er skelfilega sætt af þér, sagði Reagan.
En í staðinn tökum við Sameinuðu þjóðirnar og flytjum til
íslands, sagði ég. Hótel Örk stendur auð yfir veturinn.
Denni, sagði Reagan og viknaði við, ég hefi alltaf vitað að þú
værir næs gæi. Ég er orðinn hundleiður á þessu Sameinuðu-
þjóðapakki sem alltaf er með kjaftinn uppi.
Mér þykir þú segja fréttirnar, sagði ég.
Heldurðu að maður sé að skemmta sér í útlöndum? sagði
Steingrímur og horfði á mig brosandi og umburðarlyndur.
En segðu mér eitt Denni. Hefurðu ekki heyrt neitt í Gorba
nýlega?
Jújú. Hann hringdi um daginn. Hann var eitthvað í vand-
ræðum með þessa perestrojku sína og vildi vita hvað mér
fyndist.
Og hverju svaraðir þú?
Ég sagði við Gorba: Heyrðu Misha, þú skalt bara hætta öllum
öfgum. Kapítalisminn er náttúrlega ekki hægt fyrir ykkur og
kommúnisminn ykkar er í klessu. Hafðu mín ráð og fáðu þér
stóra og mikla samvinnuhreyfingu eins og SÍS.
Og hvað sagði hann?
Hann sagðist skyldi athuga það. SKAÐI
GULLKORN VIKUNNAR
„Ungum var mér kennt hvernig börnin verða til. Það er þegar
karlmaður og kona koma saman. Ekki karlmaður og karlmaður
eða kona og kona.“
- Halldór Gröndal, sóknarprestur í Grensássókn. Mbl. 4. okt.
„Hér áður fyrr var talað um að hesturinn væri dyggasti þjónn
mannsins. En hvað um fæturna?"
- Jórunn Karlsdóttir, Mbl. 4. okt.
„Hvernig getur það verið hagur „almenningsins" að dagheimili
séu til fyrir öll börn? Allur almenningur á ekki börn á forskó-
laaldri. Til dæmis eiqa þessi börn, sem um er rætt, ekki börn
sjálf!“
- Jóhannes í lesendabréfi til DV í vikunni þar sem hann kvartar yfir
leiðara Þjóðviljans um dagvistarpláss fyrir öll börn.
„Ég náði nú aldrei nafninu hans... en hann hreinsaði svo £g te| upp að þremur _ og þá byrja allir að kitla!"
sannarlega til í þessum bæ .
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. október 1987