Þjóðviljinn - 14.10.1987, Side 1

Þjóðviljinn - 14.10.1987, Side 1
Miðvikudagur 14. október 1987 228. tölublað 52. árgangur Einu svörin sem maður fær hjá ráðamönnum eru þau að maður eigi að fá sér betur launaða vinnu og kaupa á al- mennum markaði, segir Erla Þor- valdsdóttir Sóknarkona á einu sjúkrahúsanna hér í borg, en hún er ein þeirra fjölmörgu sem hafa fengið synjun við umsókn sinni um íbúð hjá Verkamannabústöð- um í Reykjavík. - Égsótti umíbúðíjanúar, ogí sumar fékk ég skriflegt svar þess efnis að það væri ekki nógu marg- ar íbúðir til skiptanna til að ég ætti möguleika, segir Erla. - Ég var ekki ánægð með þess- ar málalyktir og talaði því við fé- lagsmálaráðherra sem fól aðstoð- armanni sínum Láru V. Júlíus- dóttur að kanna þetta mál. Niður- staðan varð sú að þar sem ég væri ekki orðin fimmtug ætti ég engan rétt sem einstaklingur, segir Erla. Erla á fjögur uppkomin börn, leigir dýrt - rúmlega 18 þúsund á mánuði - og vinnur fyrir venju- legt Sóknarkaup. Hún hefur næg- ar tekjur til að leggja í almenna húsnæðiskerfið, en er sýnilega of ung og of heilbrigð til að fá inni hjá Verkó. „Það er blóðugt að láta hafa sig af fífli á þennan hátt,“ segir hún. „Manni er ráðlagt að sækja um uppá seinni tfmann en fær svo ekkert að vita um hluti einsog þessa fimmtíu ára viðmiðun." „Það er mikið til í því að ein- staklingum sem hafa ekki náð fimmtugsaldri hefur að jafnaði ekki verið hægt að veita mikla fyrirgreiðslu," sagði Arngrímur Guðjónsson hjá Verkamannabú- stöðum í Reykjavík, „nema eitthvað sérstakt sé að; um sé að ræða sjúklinga, öryrkja eða eitthvað í þá veru. Fólk sem ekk- ert sérstakt er að og er ekki eldra en þetta á að eiga betri möguleika á að bjarga sér en margur annar, til dæmis einstæðar mæður.“ HS Rjúpur Mikið um rjúpu Rjúpnaveiðimenn eru margir farnir að hugsa sér til hreyfíngs en á morgun hefst rjúpnaveiðit- íminn. Mikið hefur verið vart við rjúpu í kringum höfuðborgar- svæðið og víða í og við byggðir og búast skotveiðimenn við góðri vertíð í vetur. Skotveiðifélagið hefur sent frá sér orðsendingu þar sem veiði- menn eru hvattir til að virða gild- andi lög og reglur um skotvopn, leyfi og landrétt. Þá minnir fé- lagið menn á að búa sig vel til veiða, láta vita um ferðir sínar og bendir veiðimönnum á að öll rjúpnaveiði á vélknúnum farart- ækjum er bönnuð. -ig. Verkamannabústaðir Fáðu þér betri vinnu Erla Porvaldsdóttir Sóknarkona: Einstaklingar innan fimmtugs eiga engan rétt. Sóknarkaupið dugar varla í al- menna kerfið. - Erla of ung og of heilbrigð fyrir Verkó Bílaskatturinn Öryrkjar líka Þrátt fyrir yfirlýsingar Þor- steins Pálssonar í sumar um að kflóskattur á bifreiðar ætti ekki að koma niður á öryrkjum fengu þeir samt í gær sendan reikning frá innheimtumönnum ríkissjóðs um greiðslu á kflóaskattinum fyrir síðari helming þessa árs. - Ég held að þetta hljóti að hafa verið mistök. Ég sendi út bréf í sumar eftir fyrirspurn frá Svavari Gestssyni þar sem skýrt var tekið fram að þessi skattur myndi ekki koma niður á þessu fólki, sagði Þorsteinn Pálsson við Þjóðviljann í gær. Hann vísaði málinu alfarið yfir á fjármála- ráðuneytið. Björn Hermannsson tollstjóri í Reykjavík sagði í gær að emb- ættið hefði ekki fengið nein fyrir- mæli frá fjármálaráðuneytinu um að fella ákveðinn hóp manna út við innheimtu kílóaskattsins. - Það er heimild til ráðherra til að undanþiggja einhverja þessu gjaldi. Ég veit ekki með hvaða hætti það ætti að gerast. Við höf- um ekki fengið nein fyrirmæli um slíkt. -Ig Fjárlagafrumvarpið Forsendan er kauphækkun Frumvarpið gerir ráðfyrir hallalausum ríkissjóði án erlendra lántaka. Tekjur og gjöld tœpir 60 milljarðar. Gert ráðfyrir 7% launahœkkuná árinuí 10% verðbólgu. Matarskatturinn vegurþyngst ítekjuaukningunni Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, lagði fjár- lagafrumvarp fyrir 1988 fram á Alþingi í gær. Frumvarp þetta gerir ráð fyrir því að rlkissjóður verði rekinn hallalaust á næsta ári án þess að til komi erlendar lántökur ríkissjóðs. Á tekjuhlið og gjaldahlið frumvarpsins eru 59,6 milljarðar króna. Áætlað er að lántökur nk- issjóðs verði 4,2 milljarðar, þar af um 3 milljarðar með sölu spari- skírteina, en sú sala mun aðeins skila ríkissjóði um 250 milljón krónum því endurgreiðsla á spariskírteinum á næsta ári er um 2,750 milljarðar. Helstu forsendur þessa frum- varps eru að kjarasamningar sem nú fara í hönd verði á svipuðum nótum' og opinberir starfsmenn sömdu á á síðasta ári, en í samn- ingum þeirra er gert ráð fyrir 7% launahækkun á næsta ári. Frum- varpið gerir ráð fyrir 10% verð- bólgu árið 1988 og er því rýrnandi kaupmáttur einn af hornsteinum frumvarpsins. Áður hafði verið gert ráð fyrir að ríkissjóður yrði rekinn með rúmlega 3ja milljarða króna halla á næsta ári. Þeim halla á að eyða með aukinni tekjuöflun upp á tvo milljarða og niðurskurði upp á milljarð. Stærstu liðimir í tekjuaukning- unni eru 600 milljónir sem fást með fækkun undanþága frá sölu- skatti. Þá verður lagður 1% launaskattur á þær atvinnugrein- ar sem ekki greiða launaskatt nú en verslun og þjónustugreinar munu greiða áfram 3,5% launaskatt. Þetta á að færa ríkis- sjóði 400 milljónir. Innflutnings- gjöld af bflum mun vera um 300 milljónir. Þá á að fækka frádrátt- arheimildum fyrirtækja auk þess sem skattameðferð fjármögnun- arleiguviðskipta verður tekin tii endurskoðunar, en með því eiga að fást um 150 milljónir. Leggja á nýtt vörugjald á inn- fluttar vömr til að koma til móts við tollasamræmingu og þannig á að fá 100 milljónir aukalega. Ríkisfyrirtækjum verður gert að skila að minnsta kosti 100 milljón krónum í arðgreiðslur til ríkis- sjóðs og vertökum í varnarliðs- framkvæmdum gert að greiða 50 milljón króna gjald í ríkissjóð. Framlög til atvinnuveganna verða skorin niður. Helmingi minni upphæð verður varið í endurgreiðslur á uppsöfnuðum söluskatti í sjávarútvegi og fram- lög til ýmisskonar starfsemi á sviði landbúnaðar og iðnaðar skert. Sveitarfélögum verður gert að yfirtaka rekstur á tónlistar- skólum, dagvistarheimilum, byggðasöfnum, málefnum fatl- aðra, vatnsveitum, landshöfnum og heimaþjónustu við aldraða að fullu. -Sáf Sjá bls. 2

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.