Þjóðviljinn - 14.10.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 14.10.1987, Qupperneq 2
—SPURNINGIN- Hefur þú trú á því að fjár- lög verði rekin hallalaus á næsta ári? Sigurður Dementz, söngkennari: Ég skal ekki segja. Maður vonar það besta. Eiríkur Sigurðsson, bílamálari: Því hef ég ekki minnstu trú á - ekki frekar en á undangengnum árum. Það vaeri hreint kraftaverk ef það tækist á næsta ári. Agnar Geirfinnsson, bílaleigu Flugleiða: Þau verða rekin með halla að venju. Ég held að það sé lítil ástæða til að ætla annað. Kjartan Kjartansson, verslunarmaður: Ég er satt að segja vantrúaður á að það takist frekar á næsta ári en undanfarin ár. Fríður Hannesdóttir, sjúkraliði: Nei ég hef ekki minnstu trú á því að það takist. Það er svo fjar- lægur möguleiki að maður lætur sig ekki dreyma um það. ■BÉBHEBBBBBBI FRÉTTIR Fjárlög Forsendumar á floti Ragnar Arnalds: Framlagningin einkennist af miklu írafári Framlagning fjárlagafrum- varpsins einkennist af miklu írafári. Ríkisstjórnin fór að hræra í frumvarpinu á síðustu stundu og breytti ýmsum atriðum verulega og kom því ekki fram með frumvarpið fyrr en á þriðja degi Alþingis, sem er mjög óvenjulegt. Stjórnarandstöðunni hefur því ekki gefist neitt tækifæri til þess að kanna efni frumvarps- ins, sagði Ragnar Arnalds við Þjóðviljann þegar leitað var álits hans á fjárlagafrumvarpinu. „Þessi málsmeðferð er ekki traustvekjandi og manni virðist að allar efnahagsforsendur sem frumvarpið byggir á séu mjög á floti. Það er mikil óvissa ríkjandi um gengi, kjaramál, stefnuna í vaxtamálum o.s.frv. Ég get því ekki séð að fjárlagafrumvarpið sé sá burðarás efnahagsstefnunnar, sem gefið er í skyn.“ Ragnar sagði afar óljóst hvort vextir muni ekki hækka um hálft til eitt prósent vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar með sölu spar- iskírteina. „Áætlanir þeirra um sölu spariskírteina eru byggðar á mjög mikilli bjartsýni. Sennilega eru það ekki raunhæfar áætlan- ir.“ Þá sagði Ragnar að vaxtaút- gjöldin í frumvarpinu væru 9,4 milljarðar, sem stafar af gríðar- legum hallarekstri ríkissjóðs á undanförnum árum og að vaxta- hækkanir muni því koma í bakið á ríkisstjórninni. „Að öðru leyti sýnist manni að megineinkenni fjárlagafrum- varpsins sé stórhækkun á neyslu- sköttum. Söluskattsbreytingarn- ar gefa ríkissjóði um tvo milljarða í viðbótatekjur og þar vega matarskattarnir langsam- lega þyngst. Satt best að segja er það ömurleg byrjun á stjórnar- samstarfi að aftur og aftur er grip- ið til þess að hækka brýnustu nauðsynjar í verði.“ Annað sem Ragnar sagði að vekti athygli sína væri meðferðin á sveitarfélögum. Jöfnunarsjóð- ur sveitarfélaga hefur verið stór- lega skertur undanfarin ár og ekki virðist eiga að breyta þeirri stefnu. „Nú er velt yfir á sveitarfélögin stórfelldum kostnaðarliðum, t.d. öll framlög til tónlistarkennslu, Ragnar Arnalds segist eiga erfitt með að sjá að fjárlagafrumvarp Jóns Baldvins sé eitthvert tímamótafrumvarp einsog fjármálaráðherra hefur gefið í skyn. til dagvistarheimila, til iðnráð- gjafar, til landshafna, vatns- veitna o. fl. eru skorin niður í ekki neitt. Sveitarfélögin eiga að taka við þessu og fá í staðinn vilyrði um minni skerðingu á jöfnunar- sjóði en verið hefur. Fyrst er stol- ið af sveitarfélögunum lögboðn- um tekjustofni í stórum stíl og svo er lofað að skila einhverjum hluta af þeim stuldi til baka en í staðinn skorin niður önnur lögbundin framlög." Þá sagði Ragnar að framlög til grunnskóla lækkuðu í krónutölu og það kæmi illa niður á lands- byggðinni við uppbyggingu skóla, en auk þess væri óveruleg hækkun til hafnarmála. Framlög til félagsheimilasjóðs eru alveg skorin út og einnig til íþróttasjóðs og byggðasöfn skorin út úr frum- varpinu. „Þegar litið er á framlög til menningarmála þá eru þau við- unandi á mörgum sviðum, það skal fúslega viðurkennt. Eftir- tektarvert er þó að kvikmynda- sjóður, sem fékk í fyrsta skipti í fyrra það sem honum ber sam- kvæmt lögum, hann er nú skorinn niður. Framlagið til Þjóðarbók- hlöðunnar er líka skorið stórlega niður. Það var lagður á sérstakur eignarskattur til að ljúka við Þjóðarbókhlöðuna á nokkrum árum en nú ætlar ríkissjóður að næla sér í tvo þriðju hluta af því fé.“ Ragnar sagði að ýmis gæluvið- fangsefni ríkisstjórnarinnar sem bæru stóra útgjaldaliði í fjár- lögum einsog t.d. aðalskrifstofur ráðherranna, en þær fá stóraukin framlög og algengt er að þau hækki um 57-72% að sögn Ragn- ars. Þá er flugstöðin mjög þung á fóðrum og tekur til sín um 820 milljónir króna. Að lokum sagði Ragnar að erf- itt væri að sjá að þetta væru tíma- mótafjárlög. „Reynist það rétt að ríkissjóður verði rekinn án halla næsta ár þá er það mikil framför frá því sem verið hefur í tíð seinustu stjórnar, en þá var ríkis- búskapurinn með endemum. En það á alveg eftir að koma í ljós að hve miklu leyti frumvarpið er raunhæft því óvissan í efna- hagsmálum er svo mikil. í frum- varpinu er miðað við 18% hækk- un framfærsluvísitölu og 14,5% hækkun byggingarvísitölu en allir landsmenn vita að verðbólgan æðir áfram þessa mánuði og því með öllu óljóst hversu raunhæfar þessar tölur eru.“ -Sáf Könnun Fallegasta Að mati 5000 frímerkjasafnara víða um heim sem eru í föstum viðskiptum við Frímerkjasölu Pósts- og símamálastofnunar var fallegasta frímerkið sem gefið var út hérlendis á sl. ári, smáörk með mynd eftir August Meyer af ferj- ustað á Hvítá við Iðu árið 1836. Alls voru sendir út um 30 þús. atkvæðaseðlar og komu nær 1000 frímeikið svör frá Danmörku, um 700 frá íslenskum söfnurum og önnur 700 frá Svíþjóð, 618 frá V- Þýskalandi og 510 frá Noregi. Næstfallegasta merkið var val- ið Evrópumerki með mynd af Jökulárgljúfrum og í þriðja sæti var merki úr sömu útgáfu af Skaftafelli í Öræfum bæði teiknuð af Þresti Magnússyni. -Ig- eððotttescotið ÍSLAND * 2000 o AUGUSTE MAYER: FERJUSTAÐUR Á HVÍTÁ HJÁ IÐU 1836 DAGUR FRÍMHRKISINS 9 OKTÓBER 1986-VERÐ KR 30.00 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 14. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.