Þjóðviljinn - 14.10.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 14.10.1987, Síða 4
_____LEIÐARI____________ tekur inn eitur Maður í leiðara í Þjóðviljanum í gær var svolítið for- vitnast um afstöðu Alþýðuflokksmanna til nýja matarskattarins og annarra þeirra aðgerða ríkisstjómarinnar sem dynja á almenningi þessa dagana. Það var spurt með orðum Ai- þýðuflokksmannsins Þráins Hallgrímssonar hvort þessi spor marki braut sem tengist hug- sjónum jafnaðarstefnunnar. Þessum spurningum Þjóðviljans hefur nú verið svarað. Átta prósent hækkun á tóbaki og áfengi, fimm til fimmtán prósent hækkun á bíl- um og síðast en ekki síst tíu prósent skattur á ávexti, grænmeti, kjöt, fisk og mjólk, - þessi hrina fær þann dóm hjá þeim sem skrifar rit- stjórnargreinar fyrir Alþýðublaðið að nú sé „róið á mið skynseminnar". Og í sama blaði segir framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins, fyrrverandi baráttumaður í Bandalagi jafnaðarmanna gegn spillingu og samtryggingu, að nú verði Þorsteinn Pálsson, „hinn ungi forsætisráðherra", að sýna rögg- semi við að gera fjárlög og efnahagsaðgerðir að veruleika. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusam- bands íslands hefur hinsvegar í bréfi til þessa sama forsætisráðherra bent á að þessar hækk- anir ríkisstjórnarinnar eru ekki einungis afar hæpin efnahagspólitík heldur beinlínis svik á loforðum sem hérumbil sama ríkisstjórn gaf við kjarasamningana í árslok í fyrra. Þá lofaði stjórnin að hækkanir á hennar vegum færu ekki frammúr almennri verðlagsþróun. Verðlags- uppbætur á kaup nú í mánaðarbyrjun voru hins- vegar að miklu leyti vegna hækkana ríkisstjórn- arinnar. Og hinir nýju skattar eru ákveðnir á þeim tíma að aðeins tæpir þrír mánuðir eru eftir af samningstímanum, og engin rauð strik lengur í gildi. Mjólkurskattur Jóns Baldvins Hannibals- sonar og félaga hans verður ekki bættur í samn- ingsbundnu kaupi. Skattaálögurnar nú næstu mánaðamót þýða því að fræmfærslukostnaður meðalheimilis hækkar um tvö til þrjú prósent bótalaust. Nýju skattarnir þýða auðvitað að verðbólgan eykst, og auk þess bendir allt til að fjármála- pólitík stjórnarinnar hafi í för með sér enn eina vaxtahækkunina. Til er tímarit sem heitir Viðhorf, gefið út af samtökum Natóvina á íslandi. í nýjasta tölu- blaði þess eru prentuð fjögur erindi sem flutt voru á fundi Natóvina í mars í fyrra um svokallað innra öryggi, en einsog menn muna fóru um- ræður um það efni á fundinum einmitt fram að viðstöddum opinberum fulltrúum erlends stór- veldis. Og formála að erindaflokknum um innra ör- yggi í „Viðhorfum" ritar einmitt fulltrúi upplýsing- adeildar Atlantshafsbandalagsins á íslandi. Framhald þessa máls var að sérstakri nefnd Nýju skattarnir eru að auki skilaboð til sam- taka launafólks um að tilraun til samráðs undir . flaggi þjóðarsáttar séu liðnir. Enda er það verkalýðshreyfingin ein sem staðið hefur við sitt eftir að gengið var undir það jarðarmen. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og Alþýðu- flokksins er svikul verðbólgustjórn. Verst er kannski að með hjali sínu og mali um efnahags- stjórnina er ríkisstjórnin líka að Ijúga því að sjálfri sér að hún sé að búa til grunn til að byggja á í framtíðinni. Eða einsog bissnessmaðurinn Albert Guðmundsson segir um nýjustu tíðindi úr stjórnarherbúðunum: Ríkisstjórnin er einsog maður sem hefur tekið inn eitur og sér eftir því um seinan. var falið að skila skýrslu um stofnun íslenskrar leyniþjónustu til forsætisráðherra, sem um svip- að leyti lýsti því yfir í blaðaviðtali að þessi leyni- þjónusta hefði í rauninni alltaf verið til. Þegar fjölmiðlar hafa síðan spurt um stöðu þessa máls hefur verið fátt um svör. En greinaflokkurinn í Natóritinu nú í þingbyrj- un verður forsætisráðherra væntanlega ágæt áminning um að upplýsa þing og þjóð um ís- lensku leyniþjónustuna, takmark hennar og til- gang, að ekki sé minnst á sjálfa tilvist hennar sem ennþá er leynilegt launungarefni. - m Leyndardómsfull leyniþjónusta KLIPPT OG SKORHD Af nærbuxnasölu Hér áður fyrr vorum við alltaf öðru hvoru að stíga merkileg menningarspör. Nú stígum við hinsvegar stórkostleg og létt- geggjuð söluspor í anda tímans. Tíminn greindi til dæmis frá því í gær á forsíðu, að íþróttafélag hér í bæ hefði haldið karlakvöld, gestum til yndisauka og sér til fjáröflunar. Hámark hvoru- tveggja var að fatafella kom á svið og tíndi af sér flíkur og hélt uppboð á þeim um leið. Tíminn, sem alltaf hefur fylgst vel með fatafellumálum á Islandi, segir, að síðasta flíkin á kroppnum hafi farið á tuttugu og sex þúsund krónur. Dýr mundi Hafliði allur, sagði einn þjóðlegur sundlaugarkunn- ingi í gærmorgun þegar hann heyrði um nærbuxnasölu þessa. Aðra setti hljóða. Og þeirra á meðal Klippara. Nema hvað þankar hans fóru eins og fyrri daginn í hraðan snúning um þá makalausu markaðshyggju sem við nú lifum á öllum sviðum og breytir öllu mannlífi í sölufiff af feiknalegri útsjónarsemi og hug- kvæmni. Hneyksli er fundið fé Bandaríkjamenn eru náttúr- lega komnir miklu lengra í sölu- mennsku en við. Þar er það ekki annað en kauðaleg sveita- mennska að halda uppboð á nær- buxum. Nema - vel á minnst - fræg manneskja hafi farið í nær- buxurnar fyrst. Og það er, eins og nýleg dæmi sanna, alveg sama fyrir hvað menn verða frægir. Vikublaðið Times var að skrifa um þrjár ung- ar konur sem fóru með hlutverk í hneykslismálum. Ein þeirra, Fawn Hall, hjálpaði OliverNorth að hakka í spað skjöl úr vondum íransmálum. Önnur, Donna Rice, svaf hjá Gary Hart öld- ungadeildarmanni og eyðilagði þar með vonir hans um að komast í forsetaframboð. Hin þriðja, Jessica Hahn, svaf hjá frægum sjónvarpsprédikara, tók 200 þús- und dollara úr guðs eigin sjóðum fyrir að þegja og sagði svo frá öllu saman. Allar þessar konur eru önnum kafnar við að græða á þessari sér- stæðu frægð. Fawn Hall og Donna Rice fá viðtöl hjá frægri sjónvarpskonu, Barböru Walt- ers, og þær hafa ráðið sér um- boðsmenn til að græða sem mest á umtalinu með seldum við- tölum, þátttöku í auglýsingum og kannski verður Fawn Hall innan tíðar sjálf sjónvarpsstjarna. Jess- ica Hahn seldi Playboy viðtal við sig á sem svarar þrjátíu miljónum króna og telur sig enn eiga margt óselt. Þetta er vitanlega ekki nema rökrétt. Ef það sem mestu skiptir er að selja vel, þá gufar allt annað upp smám saman. Marktækir verðleikar skipta ekki máli. Enn síður spurningar um rétt og rangt, göfugmennsku eða fólsku. Um þetta segir einhver gáfað- asi sagnfræðingur Bandaríkj- anna, Barbara Tuchman, á þessa leið í grein sem Tíminn þýddi fyrir skömmu: „Það er engu líkara en vitn- eskjan um muninn á réttu og röngu sé horfin úr þjóðfélaginu... Svo fjarlægt er þetta hugtak orðið að ef manni verður á að minnast á „rétt“ og „rangt“ er sá hinn sami í augum yngri kynslóðarinnar stimplaður sem gamaldags, aftur- haldssamur og ekki lengur í sam- bandi við samtímann“. Á hvaða leið erum við? Það versta er náttúrlega að sölumennskan alráða er orðin ís- lensk hugsjón, og hver sá „gam- aldags“ og fúll sem ekki eltir hana eins og hundur bein. Meira að segja Víkverji Morgunblaðsins hefur af þessu nokkar áhyggjur. Hann hefur líka lesið greinina í Times og spyr hvort samskonar fyrirbæri séu ekki að breiðast út hér. Víkverji segir: „Sú var tíðin að fjölmiðlar settu sér ákveðin mörk: það þótti ekki við hæfi að birta viðtöl, hvorki við sakamenn né sjúkt fólk. í þeirri afstöðu fólst hvorki fordæming né fordómar, heldur hitt að sumt fólk á rétt á að vera í friði. Og ef þeir einstaklingar hafa ekki sjálfir dómgreind til að meta á þann veg, hljóta fjölmiðl- ar að taka tillit til fjölskyldu og annarra aðstandenda. Þetta hefur breyst. Fjölmiðlar draga fram í dagsljósið fólk sem lent hefur í margvíslegri ógæfu. Auglýsingatækni nútímans er notuð til að selja ógæfu þessa fólks eins og hverja aðra vöru.“ Þetta er allt rétt. Nema hvað fjölmiðlar eru ekki allir undir sömu sök seldir. Ekki enn, sem betur fer. Taki þeir til sín sem eiga. Mestu skiptir þó að menn átti sig á því á hvaða leið þeir eru: hún endar hvergi nema í því að nærbuxur stúlkunnar sem felldi ráðherrann á hvílubragði seljast á tvær miljónir á uppboði og síðan verður frásögn um það mál allt metsölubók í landi Egils og Snorra og Halldórs. áb þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéöinsson. Frétta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: GaröarGuöjónsson, Guömundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir,. Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SiguröurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlttsteiknarar: SævarGuöbjörnsson, GarðarSigvaldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdaatjórl: Guörún Guömundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingaatjóri: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guömunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiöalu-og afgreiðalustjórl: HörðurOddfríðarson. Afgrelösla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgrelösla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar:Siöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð I lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskrtftarverö á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 14. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.