Þjóðviljinn - 14.10.1987, Síða 6
ALÞÝÐUBANDALAGHD
Alþýðubandalagið Reykjavík
Félagsfundur
ABR boðar til félagsfundar fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 að Hverf-
isgötu 105.
Fundarefni: 1) Kosning 100 fulltrúa og 100 varafulltrúa á Landsfund
Alþýðubandalagsins. 2) Almenn stjórnmálaumræða.
ATH: Tillaga uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu ABR,
Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt.
Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögu-
mönnum skulu berast skrifstofu ABR fyrir kl. 20.30 miðvikudaginn 14. okt.
Ef til kosningar kemur verða aðalmenn og varamenn kjörnir í einu lagi
með einföldu vægi allra atkvæða.
Munið að greiða félagsgjöldln Stjórn ABR
Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi
Aðalfundur
Alþýðubandalagið á Seltjamarnesi boðar til aðal-
fundar í Félagsheimilinu (niðri) fimmtudaginn 15.
október kl. 20.30.
Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar. 2) Kosning nýrrar
stjómar. 3) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 4) Kosn-
ing fulltrúa á Landsfund. 5) Ólafur Ragnar Grímsson
raeðir um stöðu stjórnmálanna í upphafi þings.
Stjórnin
Ólafur Ragnar
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Kjördæmisráðstefna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldin laugar-
daginn 17. október kl. 10.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 Akureyri.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Skýrsla kosningastjórnar og reikningar.
3. Útgáfumál og flokksstarf.
4. Efnahags- og atvinnumál. Framsaga.
5. Stjórnmálaályktun. Framsaga.
6. Kosningar - almennar umræður - önnur mál.
Áætluð þingslit kl. 18.00.
Kvöldvaka Stjórn kjördæmisráðs
AB Akranesi
Aðalfundur
Aðalfundur AB Akranesi verður í Rein laugardaginn 17.10. klukkan 14.00.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Aherslupunktar landsfundar 3.
Kosning fulltrúa á landsfund 4. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs.
S.Önnurmál. Stjórnin
AB/Keflavík og Njarðvík
Aðalfundur
verður haldinn miðvikudaginn 14. október klukkan 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á landsfund,
önnur mál.
Fundurinn verður í Verslunarmannafélagshúsinu Hafnargötu 28.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Reykjanesi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn laugardaginn 24. október kl.
14.00 í Þinghóli, Kópavogi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Skagafirði
Félagsfundur á Sauðárkróki
Alþýðubandalagsfélag Sauðárkróks heldur félags-
fund í Villa Nova n.k. föstudagskvöld 16. október kl.
20.30.
Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa á landsfund. 2) Önnur
mál.
Ragnar Arnalds alþm. mætir á fundinn.
Ragnar
Alþýðubandalagið Blönduósi og nágrenni
Aðalfundur
Alþýðubandalagsfélag Blönduóss og nágrennis
boðar til aðalfundar í hótelinu á Blönduósi, sunnu-
daginn 18. október kl. 16.00.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Kosning fulltrúa á Landsfund.
3) Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir og ræðir
stjórnmálaviðhorfin.
Stjórnin
Steingrímur
Landsfundur Alþýðubandalagsins
Skrifstofa flokksins minnir á 2. mgr. 14. gr. laga Alþýðubandalagsins:
„Þegar boðað er til reglulegs landsfundar skulu grunneiningar hafa lokið
kjöri fulltrúa á landsfund þremur vikum áður en hann er haldinn."
Þar sem landsfundurinn verður settur 5. nóvember skal kjöri fulltrúa vera
lokið eigi síðar en 15. október.
Þess er vænst að fulltrúatal hafi borist skrifstofunni eigi síðar en 22.
Flokksmfdstöð Alþýöubandalagsins
október.
ABR
Greiðið félagsgjöldin
Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur félagsmenn til að greiða heimsenda
gíróseðla sem allra fyrst.
Stjórnin
Kirkjunnar þjónar hafa látið friðarmálin sífellt meira til sín taka og ítarleg tillaga um friðarmál liggur nú fyrir Kirkjuþingi.
(Mynd: Sig.)
Kirkjuþing
Eyðingu kjamavopna
fagnað
Tillaga á Kirkjuþingi um að hvetja íslenska stjórnmálamenn
til að vinna að útrýmingu allra kjarnorkuvopna. Varað við
uppbyggingu hefðbundins vígbúnaðar
Naumast þarf það að þykja
undrunarefni þótt friðarmáJ beri
á góma á Kirkjuþingi, enda ekki
ný bóla. Fyrir Kirkjuþingi því
sem nú stendur yfir liggur álykt-
unartillaga um friðarmál sem
þeir flytja sr. Lárus Þ. Guð-
mundsson og dr. Gunnar Krist-
jánsson. Er hún á þessa leið:
„Kirkjuþing 1987 fagnar þeim
árangri sem náðst hefur í afvopn-
unarviðræðum stórveldanna um
að allar meðaldrægar og
skammdrægar eldflaugar í Evr-
ópu verði fjarlægðar. Kirkjuþing
lýsir yfir sérstakri ánægju vegna
þess að ísland var vettvangur
þess fundar sem hafði þessa
mikilvægu þróun í för með sér.
Þingið hvetur íslenska
stjórnmálamenn til að tengja
nafn íslands enn frekar við af-
vopnun með áframhaldandi út-
rýmingu allra kjarnorkuvopna að
markmiði.
Jafnframt varar þingið við hug-
myndumum aukna uppbyggingu
hefðbundins vígbúnaðar.
Þingið fagnar yfirlýsingu nú-
verandi utanríkisráðherra um að
hann muni styðja tillögu Svíþjóð-
ar og Mexíkó á þingi S.Þ. um
stöðvun allra kjarnorkuvopnatil-
rauna og áskorun til stórveldanna
um að hætta þegar öllum tilraun-
um sínum.”
Trúlega hefðu einhverjir talið
fyrirfram að ekki yrði eining um
slíka ályktun á Kirkjuþingi. Þeg-
ar þetta er ritað á hún að vísu eftir
að fá umfjöllun í nefnd og kann
þvi að taka einhverjum breyting-
um. Varla þó veigamiklum ef
dæma má af þeim röddum, sem
fram komu við fyrstu umræðu.
Sr. Lárus P. Guðmundsson
fylgdi tillögunni úr hlaði með fá-
einum orðum. Sr. Þorbergur
Kristjánsson taldi hæpið af þing-
inu að iýsa fylgi við tillögu Sví-
þjóðar og Mexíkó þar sem um
hana væri pólitískur ágreiningur.
Sr. Árni Sigurðsson sagði þetta
hina þörfustu tillögu. Andrúms-
loftið í heiminum og viðhorf til
þessara mála hefði mjög breyst til
hins betra við leiðtogafundinn í
Reykjavík fyrir ári. Það væri mis-
skilningu að Svíþjóðar-Mexíkó
tillagan bæri meiri keim af pólitík
en annað það sem minnst væri á í
tillögunni. Minnti og á þá hættu
sem okkur stafaði af kjarnorku-
vígbúnaðinum umhverfis landið.
Halldór Finnsson benti á að
minnast hefði mátt á stækkun
endurvinnslustöðvarinnar í Do-
unreay.
Dr. Gunnar Kristjánsson sagði
þjóðina gera sér æ ljósari grein
fyrir því að hún væri í fremstu
víglínu ef til kjarnorkuátaka
kæmi. Með sífelldu tali um póli-
tík í þessu „sambandi værum við
bara að slá ryki í eigin augu. „Við
sr. Lárus Guðmundsson eru ekki
flokksmenn utanríkisráðherra.
En ef við erum sannfærðir um að
málstaður sé góður, þá á það ekki
að skipta máli hver berst fyrir
honum. Kirkjan á ekki að óttast
afleiðingar þess að leitast við að
hafa áhrif á pólitíska stefnu-
mótun í þjóðfélaginu."
Sr. Lárus Þ. Guðmundsson
vitnaði í orð utanríkisráðherra,
Steingríms Hermannssonar, og
tók undir þau orð sr. Árna Sig-
urðssonar að allt annað viðhorf
ríkti nú í heiminum til þessara
mála en fyrir tveimur til þremur
árum. Menn væru farnir að sjá
gegnum blekkingar hergagna-
framleiðenda og stríðsæsinga-
manna.
-mhg
ALÞÝÐUBANDAiAGK)
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Aðalfundur Bæjarmálaráðs
Aðalfundur Bæjarmálaráðs ABH verður haldinn í Skálanum, Strandgötu
41, laugardaginn 17. október kl. 10.00
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Drög að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1988 - Magnús Jón
Árnason hefur framsögu.
3) Starfsáætlun vetrarins.
4) Önnur mál.
Alþýðubandalag Borgarness og nágrennis
Félagsfundur
Félagsfundur í Röðli laugardaginn 17. október kl. 14.00.
Dagskrá: 1) Kosning fulltrúa á landsfund. 2) Onnur mál.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Blönduósi og nágrenni
Aðalfundur
Alþýðubandalagsfélag Blönduóss og nágrennis boðar til aðalfundar í hótel-
inu á Blönduósi, sunnudaginn 18. október kl. 16.00.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Kosning fulltrúa á Landsfund.
3) Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir á fundinn og ræðir
stjórnmálaviðhorfin. Stiórnín
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráðstefna
Bæjarmálaráðstefna Alþýðubandalagsins á Akureyri 19. október
klukkan 20.30 í Lárusarhúsi.
Dagskrá fundarins: 1. Kjaramál. 2. Dagskrá bæjarstjórnar.
Stjórnin
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miövlkudagur 14. október 1987