Þjóðviljinn - 14.10.1987, Side 8
Diego Masson stjórnandi.
Roger Woodward, einieikari í Píanókonsert Áskels Mássonar.
Sinfónían
Frumflytur píanókonsert
eftir Áskel Másson
Diego Masson stjórnandi tónleikanna
Píanókonsert eftir Áskel Más-
son veröur frumfluttur á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands, annað kvöld 15. októ-
Páll
Jóhannesson
syngur
á nýrri
hljómplötu
Út er komin hljómplatan „Ég
syng um þig“ með söng Páls Jó-
hannessonartenórs. Olafur
Vignir Albertsson leikur með á pí-
anó. Hljóðritun fórfram í Hlégarði
nú í sumar, og annaðist hana
Halldór Víkingsson með staf-
rænnitækni. Platan erpressuð
hjá hinu virta fyrirtæki Teldec í
V-Þýskalandi.
Á hljómplötunni eru 17 lög,
m.a. eftir Sigvalda Kaldalóns og
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
einnig þekkt lög frá Ítalíu s.s. O
sole mio, Rondine al Nido og
Core ’ngrato. Tvö sfðustu lögin
syngur Páll með Karlakór Akur-
eyrar og Karlakórnum Geysi
undir stjórn Atla Guðlaugssonar.
Frá árinu 1981 hefur Páll verið
við söngnám á Ítalíu, meðal
kennara hans þar var Pier Mir-
anda Ferraro. Þá hefur Páll unnið
til verðlauna í hinni alþjóðlegu
söngkeppni í Siena á Ítalíu sem
kennd er við Ettore Bastianini.
ber. Verkið samdi Áskell sér-
staklega fyrir píanóleikarann
Roger Woodward. Mikill
áhugi er á því að þetta verk
verðifiutt víðarog munu Ro-
ger Woodward og umboðs-
maður hans beita sér fyrir að
svo verði. Sjö ár eru síðan
Áskell kvaddi sérfyrst hljóðs á
tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar með Klarínettu-
konsert sínum og síðar voru
fiutt Konsertþáttur fyrir litla
trommu og hljómsveitog
víólukonsert. Aukþessa
verks Áskels verða á dagskrá
Parísarsinfónían eftir Mozart
og „Myndir á sýningu" eftir
Mussorgsky.
Stjórnandi á tónleikunum
verður franski hljómsveitarstjór-
inn Diego Masson. Har.n var
áður vel þekktur slaghljóðfæra-
leikari en hefur undanfarin ár
stjórnað hljómsveitum. Hann er
stofnandi og stjórnandi Musique
Vivante, sem einbeitir sér að
flutningi nútímatónlistar. Mas-
son var um tíma tónlistarstjóri
óperunnar í Marseilles og stjórn-
andi Sinfóníuhljómsveitarinnar
þar. Að undanförnu hefur hann
þó í ríkari mæli snúið sér að stjórn
hljómsveita víða um Evrópu,
þ.á m. hefur hann stjórnað BBC
Sinfóníuhljómsveitinni og Fíl-
harmoníuhljómsveit Lundúna.
Einleikari á tónleikum hljóm-
sveitarinnar að þessu sinni er ást-
ralski píanóleikarinn Roger Wo-
odward, en þeir Diego Masson
eru góðir félagar. Woodward
hefur búið í Lundúnum í rúm 20
ár og getið sér gott orð sem túlk-
andi sígildra og nýrra píanó-
verka. Hann hefur t.d. verið tal-
inn besti Chopin túlkandinn í dag
og einnig frumflutt tónverk eftir
tónskáld sem síðar urðu vel
þekkt, s.s. japanska tónskáldið
Takemitsu og Frakkann Martin
Feldman. En þrátt fyrir að Roger
Woodward sé í dag einn besti
konsertpíanisti heims, spilar
hann gjarna í minni hljómsveit-
um og slær á léttari strengi. í ti-
lefni af 200 ára afmæli Ástralíu á
næsta ári mun hann halda tón-
leika víða í Ástralíu en einnig
taka þátt í djasstónleikaferð með
djasstóniistarmanninum Cecil
Taylor. Einsog venjulega eru á-
skriftartónleikar Sinfóníuhlj óm-
sveitarinnar haldnir í Háskólabíó
og hefjast kl. 20.30.
Grænland
Vel heppnuð menningarhátíð
Sinfónían þótti jafn arfageggjuð og Kim Larsen
Mikil menningar- og listahátíð
var haldin í Nuuk á Grænlandi
í byrjun september. Á dagskrá
voru málverkasýningar, flutt
leikrit, þjóðlagakonsertar,
umræður um grænlenska
tungu, margvíslegarsýningar
þar sem m.a. var sýnt hvernig
þjóðin bjó árið 1956, Veiði-
mannalif á Grænlandi, sýning
ágrænlenskum þjóðbúning-
um, skinnaverkun, vefnaði og
frá Thule kom Aajaku Meteq
með atriði sem kallað var
„TrommudansfráThule". Þá
sóttu margir gestir frá hinum
Norðurlöndunum hátíðinaen
frá íslandi kom Sinfóníuhljóm-
sveitin og gerði þar stormandi
lukku og þótti slá Kim Larsen
út, en hann hélttónleikasl.
vor.
Sinfóníuhijómsveitin var
klöppuð fram alls sex sinnum og
varð að taka fjögur aukalög áður
en áheyrendur samþykktu að
fara heim. Talað er um tón-
leikana sem einn af hápunktum
hátíðarinnar, en þess má geta að
þetta er í fyrsta sinn sem haldnir
eru sinfóníutónleikar á Græn-
landi. í frásögn af tónleikunum er
vitnað í einn af yngri áheyrendum
sem lét þau orð falla að sinfónían
væri „jafn arfageggjuð og Kim
Larsen.“
Menningarhátíðin þótti takast
vel í hvívetna og var vel sótt. Litið
var einnig á hátíðina sem lið í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar,
að með skýrari menningarvitund
mætti efla sjálfstraust og sjálfsvit-
und þjóðarinnar.
Þá er þess einnig getið í frétt frá
atburðinum, að nú hafi græn-
lensk stúlka fengið í fyrsta skipti
inni í Myndlista- og handíðaskóla
íslands í fullu námi. Það er Lisa
Hessner, 25 ára, sem verður í
höggmyndadeild skólans og fær
námslán frá Heimastjórninni til
að ljúka námi á íslandi.
-ekj.
Garðar Cortes
Slær í gegn
Syngur McDuffí óperunni Macbeth hjá North-óperunni
Garðar Cortes þótti slá í gegn
á frumsýningu á óperunni
Macbeth, North óperunni,
sem hefur höfuðstöðvar í
Leeds í Bretlandi.
Garðar syngur hlutverk
McDuff, sem er stærsta tenór-
hlutverkið í sýningunni, en önnur
aðalhlutverk eru fyrir baritón og
sópran. Garðar hefur verið ráð-
inn til að syngja átta sýningar
með North-óperunni. Síðan hef-
ur hann verið ráðinn til að syngja
í Barbicancenter í London, á
Puccinitónleikum 31. október.
Þar mun Garðar synja aríur úr
Puccinióperum. Fyrir þá sem eru
á ferð í London um mánaðamótin
er því upplagt að skella sér þang-
að. Næsta haust hefur Garðar svo
verið ráðinn til að syngja hlut-
verk Ótelló hjá jósku óperunni.
-ekj.
Garðar Cortes, formaður Islensku
óperunnar og söngvari.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. október 1987