Þjóðviljinn - 14.10.1987, Qupperneq 9
MENNING
Ragna sýnir
í Gamla Lundi
á Akureyri
Ragna Hermannsdóttir mynd-
listarmaður, opnar sína fyrstu
sýningu á Akureyri í Gamla
Lundi við Eiðsvöll, laugardaginn
10. október kl. 16.
Ragna hélt nýlega sýningu í
Reykjavík sem hlaut mikið lof
gagnrýnenda. Einnig tók Stöð 2
upp viðtal við hana og sjónvarpið
notaði myndir hennar sem bak-
grunn í dagskrárkynningu.
Sýningin á Akureyri saman-
stendur að hluta tii af verkum frá
Reykjavíkursýningunni, en einn-
ig myndum sem sýndar verða í
fyrsta skipti. Um er að ræða
teikningar, graffk, málverk og
bækur sem Ragna hefur gert.
Ragna hóf myndlistarnám á
fullorðinsárum og stundaði nám
við Myndlistar- og handíðaskóla
íslands ’79-’83. Framhaldsnám í
USA, og síðar við ríkisakademí-
una í Amsterdam.
Sýning Rögnu er opin alla
virka daga frá kl. 17-20 og kl. 15-
20 um helgar.
(F réttat ilky nning)
Óskað eftir
tónlistarveikum
Stjórn U.N.M. á íslandi óskar
eftir verkum til flutnings á næstu
U.N.M.-hátíð í Osló dagana 14-
21. ágúst 1988. Valin verða sex
íslensk verk til flutnings á hátíð-
inni og verða greiddar ferðir og
gisting fyrir þau tónskáld sem
verða fyrir valinu. Það skal tekið
fram að aðeins verða valin verk
eftir þau tónskáld sem eru fædd
árið 1958 eða síðar og geta verið
virkir þátttakendur í hátíðinni.
Tekið er við hvers konar verk-
um; hljómsveitar-, kammer-, raf-
eða einleiksverkum og er sérstök
ástæða til að benda á það að
Dómkórinn í Osló verður meðal
þátttakenda og eru kórverk því
vel þegin. Skilafrestur er til 1.
janúar 1988 og skulu tónverkin
send til U.N.M., c/o, Tón-
skáldafélag íslands, Laufásvegi
40, Reykjavík. Nánari upplýsing-
ar gefa þau Mist Þorkelsdóttir (s.
656586) og Ríkharður Friðriks-
son (s. 688943), bæði í Reykja-
yík- (Fréttatilkynning)
Bókmenntir
Að vera
eða ekki
Ekki hægt að selja mömmu sína
- notar ösku dauðra manna og dýra í myndverk sín
„Ég býð einungis ritual, sem
fólk verður að taka afstöðu til;
annaðhvort að meðtaka þau
eða hafna. Það eru ekki allir
sem vilja enda ævi sína ofaní
öskukrukku eða rotna inni í
líkkistu," segir hin föla, Ijós-
hærða og 23 ára gamla
myndlistarkona, Catherinede
Lucas, og er þess fullkomlega
meðvituð að myndlistarverk
hennar, þarsem hún notar
ösku dauðra, falli ekki að allra
smekk. „Fyrir mitt leyti vil ég
f rekar festast inni í málverki,
eftirað ég eröll," heldurde
Lucas áfram. Hún hefurýmist
verið gagnrýnd fyrir óhugnað
og sjúkleika eða einfaldlega
þráhyggju, afsumumgesta
sem hafa sótt vinnustofu
hennar í heillandi 17. aldar
borgarhverfi í París. En hún
segist trúa því að hin við-
kvæmu verk hennar, sem ým-
ist eru unnin á pergament eða
striga, séu ákveðin aðferð til
aðheiðradauðann.
Verk hennar eru á stærð við
meðalportrett og líta út fyrir að
vera abstrakt. Ösku er dreift um
myndflötinn og þau smurð með
daufum litaklessum, hvítum og
svörtum eða gráum. Sumar eru
spreyjaðar gylltum línum. „Mér
finnst mjög stórar myndir óvið-
eigandi í þessu tilviki,“ segir de
Lucas, „verkin verða að vera
einskonar gjafir og ef þau eru of
stór verða þau bara yfirþyrm-
andi. Bjartir litir og fígúratív
form eru vitni um vondan smekk.
Verkin eiga að lýsa fólkinu eins-
og það var, vera eins konar full-
trúi þeirra, svipað og uppáhalds-
tónlist viðkomandi eða fata-
smekkur. Pað má ef til vill líta á
þau sem einhverskonar líkhús-
leifar, sem teknar eru úr trúar-
legu samhengi. Og án mín hafa
gamalmenni engan valkost annan
en að láta stoppa upp gæludýr
sín.
Franskur þjóðháttafræðingur
Louis-Vincent Thomas, sem
skrifað hefur fjölmargar bækur
um hinar ýmsu venjur í sambandi
við hvernig dauðinn og jarðarfar-
ir eru meðhöndlaðar í hinum að-
skiljanlegustu samfélögum, lofar
verk hennar upp í hástert. „Þó
strangt eftirlit sé haft með því
hvað gert er við lík, af augljósum
ástæðum, vegna smithættu, eru
engin ákvæði í lögum, sem segja
til um hvað gera má við ösku
dauðra manna,“ segir þjóðhátta-
fræðingurinn. Hann sagðist síst
vera á móti því að hverfa inn í
verk myndlistarmannsins á þenn-
an hátt „nema ég vildi gjarna hafa
impressíónskan stfl á minni
mynd, með pastellitum og vatns-
táknum, svipuð og Monet not-
aði.“
Catherine de Lucas ætlar sér
að halda sýningu í París í lok
þessa mánaðar, fyrir sérstaka
boðsgesti en engin myndanna
mun verða til sölu. „Þú getur ekki
selt móður þína,“ segir listamað-
urinn. Hún hefur notað ösku um
það bil 10 manna og gæludýra og
hafði ekki gert ráð fyrir pening-
um í byrjun, þar sem verk hennar
hófst eftir dauða nokkurra ná-
inna ættingja. Þegar hún var
spurð að því hvaða verð hún
myndi setja upp ef þessi aðferð
yrði fullt starf í framtíðinni, sagði
hún: „Ég hef ekki hugleitt neitt
ákveðið verð. En myndirnar mín-
ar yrðu auðvitað leið fyrir ríka
fólkið, þær myndu kosta meira en
það sem fólic eyðir í blóm og
kransa og venjulegar jarðarfarir,
sem eru átta þúsund frankar. Það
getur tekið mánuð að fullgera
eina mynd. Þetta er mjög við-
kvæm vinna, því öskuna má ekki
eyðileggja með einföídum mis-
tökum. Fyrst tala ég opinskátt við
ættingja viðkomandi eða tilvon-
andi „rnódel", og reyni að átta
mig á persónuieika viðkomanda.
Stundum verðurðu að bíða í mán-
uð á meðan hugmyndin er að
gerjast í kollinum. Eða einsog ég
segi... þangað tii askan er orðin
köld.“
Miðvlkudagur 14. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Pétur Behrens
Kristinn Reyr
Auðnuspil
Reykjavík 1987.
Kristinn Reyr er fyrst og fremst
þekktur sem ljóðskáld, en hann
hefur einnig samið leikrit m.a.
fyrir útvarp og sjónvarp. Það
leikrit sem hann nú gefur út fjall-
ar um efni sem er ekki mjög oft á
dagskrá - sé það haft í huga um
hve afdrifaríkan þátt í þjóðar-
sögunni er að ræða. Leikritið fjall-
ar semsagt um hernám og ástand
og hermang.
Það hefst á einskonar eftir-
mála. Frímann hefur setið af sér
dóm (við vitum ekki fyrir hvað),
hann hefur fundið athvarf hjá
einni hinna heilögu gömlu
kvenna kvistherbergjanna - þá
ryðst þar inn rík frú að westan,
Emma, bersýnilega örlagavaldur
í lífi hans. Síðan hefst leikritið
sjálft og gerist í plássi suður með
sjó um það leyti sem hernám
hefst. Frímann er þar allsherjar-
reddari hjá Önundi staðarhöfð-
ingja sem græðir meira og meira á
viðskiptum við herinn - uns allt
rýkur upp í eldi og reyk. Frímann
hefur haldið við Emmu, konu
Önundar, en hans sanna ást er
Dóralísa vinnukona þar í Húsinu.
Og rétt sem hann er eins og
teygður milli sinnar ríku frillu og
meyjunnar hreinu þá er hann í
einhverjum sígildum vanda um
að vera eða vera ekki í afstöðunni
til hersins. Hann er andsnúinn
hermangi Önundar og því sem á
eftir rennur, en sjálfur slítur hann
sig ekki lausan frá húsbónda sín-
um og braski hans, dansar á sinn
hátt með í leiknum. Og hefnist
fyrir það hörmulega.
Það er margt laglega gert í
þessu leikriti, skilningur höfund-
ar á tíðindum, þekking hans á að-
stæðum styrkja hann til verka.
Tilsvör eru oft lipur og skondin -
mætti taka dæmi af samtali þeirra
Önundar og Nikka í sjötta atriði.
Hinu er svo ekki að neita að mis-
smíð ýmisleg er á þessu verki. í
fyrsta lagi eru kynningaratriðin
tvö í upphafi leiks óþarflega fyrir-
ferðarmikil og eins og drepa því á
dreif sem mestu skiptir. En það
er vafalaust Frímann og hans
staða milli kvenna, milli andófs
og aðlögunar. Og Frímann fær
ekki þá áleitnu meðferð sem
skyldi, hann rís ekki í þá stærð
sem til er ætlast. Hann er stund-
um dálítið mélkisulegur í ástum
sínum, og hernaámsandstaðan er
frekar nöldurkennd en ydduð.
Og af þessum sökum öllum verð-
ur fall hans ekki sá harmleikur
sem skyldi. Smærri persónur eru
svo betri hver fyrir sinn hatt, en -
sem fyrr segir - þær ráða ekki
ferðinni í þessu leikverki.
áb
Kristinn Reyr.
sýnir í
Gallerí Gangskör
Pétur Behrens listmálari opn-
aði laugardaginn 3. okt. sýn-
ingu á vatnslitamyndum og
teikningum í Gallerí Gangskör
við Amtmannsstíg 1.
Pétur Behrens er fæddur 1937 í
Þýskalandi stundaði nám í Lista-
akademíunni í Berlín og starfaði
síðan við grafíska hönnun, bæði í
Þýskalandi og hér á landi. Hann
hefur verið búsettur á íslandi allt
frá árinu 1962 og er íslenskur
ríkisborgari. Pétur hefur kennt í
nokkur ár við Myndlista- og
handíðaskólann í Reykjavík.
Hann hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum, m.a. í París s.l. vor.
Hann hefur haldið sýningar á
Kjarvalsstöðum, Gallerí Borg, á
Selfossi og Blönduósi, svo
eitthvað sé nefnt. Pétur sýnir nú
30 vatnslita- og tússmyndir.
Efnið sækir hann aðallega til
sveitar sinnar í Breiðdal, en hann
er búsettur að Höskuldsstöðum.
Pétur er landskunnur hesta-
maður og þekktur fyrir hesta-
teikningar sínar. Hann hefur
myndskreytt fjöldann allan af
bókum, m.a. hestabókum.
Sýningin í Gallerí Gangskör er
opin alla virka daga frá kl. 12-18
og um helgar frá kl. 14-18. Henni
lýkur 18. október.
ÁRNI
BERGMANN