Þjóðviljinn - 27.10.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 27.10.1987, Side 4
LEIDARI Dounreaytillagan íslendingar hafa loksins vaknaö til vitundar um þá hættu, sem að þeim kann aö steöja í formi stækkunaráendurvinnsluverinu og kjarn- orkustöðinni í Dounreay á norðurodda Skot- lands. Þetta er ekki síst aö þakka heimsókn Chris Bunyan hingað til lands fyrr í þessum mánuöi, en hann er formaöur samtaka Hjaltlendinga sem berjast gegn stækkun versins af miklu kappi. Chris Bunyan kom hingað til lands í boði Al- þýöubandalagsins og mætti hvarvetna miklum skilningi. Fyrir komu hans hafði Þjóðviljinn, og raunar fleiri íslenskir miðlar, skýrt vel og rækilega þá hættu sem kjarnorkuverið í Dounreay býr eyþjóð norður í hafi. En heimsókn Bunyans og þær undirtektir sem málflutningur hans hlaut á meðal íslendinga varð þó til að beina kastljósi fjölmiðlanna að Dounreay-verinu í ríkari mæli en áður. í tengslum við komu hins hjaltlenska gests hélt Alþýðubandalagið opna ráðstefnu um um- hverfismál, þar sem erindi Bunyans um Dounreay- verið var hápunkturinn á glæsi- legum degi. Erindið vakti verðskuldaða athygli, einsog kom glöggt fram í miklum áhuga fjöl- miðla á málflutningi hans. Lokaorð Chris Bunyans til ráðstefnugesta var hvatning og ósk um að hin opna ráðstefna Al- þýðubandalagsins mætti verða upphafið að samstarfi allra íslensku stjórnmálaflokkanna um andóf gegn Dounreay. Þessi afstaða Hjaltlendings er í hæsta máta réttmæt. Sú vá sem getur steðjað að vegna slyss í Dounreay skiptir alla máli og enginn einn stjórnmálaflokkur getur eignað sér mál af þess- um toga. Þar verða allir að leggjast á eitt, stjórnmálaflokkar og aðrar fjöldahreyfingar. Þessvegna er það fagnaðarefni, að á Alþingi hefur nú myndast samstaða fimm stjórnmála- flokka um andóf gegn kjarnorkuverinu í Dounre- ay. Tillagan er flutt af sex þingmönnum úr fimm flokkum, en fyrsti flutningsmaður hennar er Hjörleifur Guttormsson. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að bera fram formleg mótmæli vegna stækkunar endur- vinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúrgang í Dounre- ay í Skotlandi." Það er athyglisvert, að einungis einn flokkur hefur ekki treyst sér til að standa að þessum mótmælum við Dounreay, - Sjálfstæðisflokkur- inn. Því er spurt: Hvers vegna skorast Sjálf- stæðisflokkurinn undan því að styðja þetta þjóðþrifamál? Hvaða rök hefur hann qegn stuðningi? Það er augljóst, að andstaðan gegn Dounre- ay nýtur víðtæks stuðnings á íslandi. Sú stað- reynd speglast ekki einungis í því mikla fylgi sem tillaga sexmenninganna virðist njóta á þingi, heldur einnig því, að þing Náttúruvern- darráðs samþykkti um helgina yfirgnæfandi stuðning við efni þingsályktunartillögunnar. Það þarf ekki að sækja út fyrir landssteinana til að finna rök gegn Dounreay-verinu. Það nægir að leita til greinargerðar um fyrirhugaða stækkun versins, sem kom út í desember 1986 á vegum Geislavarna ríkisins, Hafrannsókna- stofnunar, Siglingamálastofnunar ríkisins og Magnúsar Magnússonar, prófessors. Þar er frá því greint, að vegna ríkjandi haf- strauma muni geislavirk efni berast á 4-6 árum frá stöðinni inná hafsvæðið umhverfis ísland, meðal annars fiskislóðina milli Jan Mayen og íslands. Á þessari ferð þynnist hinn geislavirki úrgangur þúsundfalt. Þessi áhrif eru óæskileg, segir í greinargerðinni, og „íslendingum í hag að tekið yrði fyrir þessa losun í hafið“. Þar segir jafnframt: „Bygging endurvinnslu- stöðvar í Dounreay mun auka mengunarhættu fyrir Norður-Atlantshaf, ekki hvað síst af völdum slysa, sem orðið geta bæði við flutning á geisla- virkum efnum með skipum á erfiðum siglinga- leiðum og vegna óhappa, sem ekki er hægt að útiloka að geti orðið í endurvinnslustöðinni.11 í lokin er klykkt út með eftirfarandi staðhæf- ingu: „Staðsetning stöðvarinnar í Dounreay orkar mjög tvímælis.“ Undir þetta tekur Þjóðviljinn heils hugar. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ UMRÆÐA Hvar eru ungir jafnaöarmenn? Það gelst ekki alltaf vei að skamma Iðlk i pólillk. Al þvl hafa menn reynslu baeði lyrr og slðar. Mig helur lengi langað til að skamma ungliðahreyf- Ingu Alþýðullokksins — el við getum l|4ð svo vesælu starli |aln virðulega nafngilt. Elginlega rennur mér blóðið til skyldunnar að gera þetta, ef það mætti verða til að vekja unga jalnað- armenn al þyrnirósarsvelni og hvetja þá til að sinna hlutverkl slnu sem stjórnmálahreyling. El skammlr gaetu 1 komið þvl til leiðar I þetta slnn að ungir jalnaðarmenn sneru sér að póli- tlk. en létu lerðagleði og hrepparlg lönd og lelö, þá er tilganginum náð. , Suflnkknum. a En ekki hér Eiglnlega er gremjulegt til þess að hugsa. hve ungir jalnaðarmenn hala litt eða ekki sinnt verkefnum. sem falla vel að hugsjónum jalnaðarstefn- unnar og eru talin sjállsögð meðal samherja þelrra I öðrum löndum. Spyrja má al þessu tilefni hvar ungir jalnaöarmenn hali verlð staddir I lit- rólinu, þegar tékist hefur verið á um réttindi svarta meirihlutans I S-Afrlku. Ungt lólk á Norðurlöndum helur á margvlslegan hátt sýnt hug slnn I verki I þessu máll. Þá hafa vlða mynd- ast stuðningshópar ungra jalnaðar- manna við kúgaðar þjóðir Suður og Mið-Amerlku. En ekki hérl Éa minnlst UMRÆÐA Atþýðuflokkurinn láti af taumlausu stuðningi við Bandaríkjastjórn Horfnir ungkratar í Alþýðublaðinu sjást stundum greinar sem innihalda sjálfsgagn- rýni. Á dögunum var því lýst yfir í einni slíkri að matarskattur Jóns Baldvins samrýmdist ekki hug- sjónum og stjórnlist jafnaðar- manna. í síðustu viku birti sami höfundur, Þráinn Hallgrímsson, grein undir yfirskriftinni „Hvar eru ungir jafnaðarmenn?". Nokkuð grimm grein reyndar: svarið er á þá leið að ungliðar Kratanna séu einskonar fljúgandi furðuhlutir, sem hafi mest hug- ann við sendinefndastúss á Norð- urlöndum en láti sig engu varða innlend stórmál og kúgun heimsins. Þráinn segir m.a.: „Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál í Alþýðuflokknum að ungir jafnaðarmenn fást lítt eða ekki við stjórnmálastarf í venju- legum skilningi þess orðs. Megin- verkefni samtaka ungs fólks í flokknum - SUJ - hefur fram að þessu verið að skipuleggja heim- sóknir sínar og annarra til út- landa, sérstaklega til frænda okk- ar á Norðurlöndunum. Eru sagð- ar margar sögur af því hve vel sumum ungum jafnaðarmönnum hefur tekist að lenda í ferða- lögum og verma ráðstefnu- og fundarsali erlendis milli áfanga- staða... Ég vil halda því fram að sumt í stjórnmálastarfsemi ungra jafnaðarmanna flokkist undir hreina pólitíska spillingu og ekk- ' ert annað.“ Það er nefnilega það. Kryddað er þá Kratinn finnur, segir mál- tækið. Miklir menn Gremja Þráins Hallgrímssonar er stundum dálítið spaugileg, ekki síst þegar hann fer að saka ungkrata um vanrækslu við minnningu og orðstír hinna sönnu foringja: Hér og þar út um heiminn, segir Þráinn, láta þessir ungliðar það afskiptalaust að fólk kannast hvorki við Kjartan Jó- hannsson né sjálfan Jón Baldvin, en láta gestgjafa halda að þeir sjálfir séu stórmenni í pólitíkinni. Ojæja. Við skulum vona að sú SöIva-Helgasonar-hegðun hafi að minnsta kosti ekki eins af- drifaríkar afleiðingar og hliðstæð ævintýri ungra bisnessmanna í út- löndum. Eða munið þið ekki eftir heildsalanum unga sem sló nokk- uð um sig á erlendri vörusýningu og af því hann gat ekki verið þekktur fyrir að vera smákalli í kaupskap, pantaði hann heilan skipsfarm af handklæðum, sem enst hefðu íslendingum í næstu tvö hundruð árin. Sá sem ekki er kommi... En það er athyglisvert að hinir flugsinnuðu ungkratar fá helst orð í eyra fyrir það að láta sig litlu varða réttindi svartra manna í Suður-Afríku og kúgun í Mið- og Suður-Ameríku: hefði þó mátt ætla að eitthvað kynni að síast til þeirra á ferðalögunum af ágætu framlagi ungra sósíaldemókrata norrrænna eða þýskra til þeirra mála. En því virðist semsagt ekki vera að heilsa. Og þá verður að segja alveg eins og er: ekki er þá von á góðu í framtíðinni. Willy Brandt, hinn aldni höfðingi vest- urþýskra sósíaldemókrata var sjálfur á mjög róttækum og óró- legum væng sinnar hreyfingar ungur maður. Og þegar vinstri- vindar blésu um álfuna um 1970 létu synir hans tveir nokkuð á sér bera í þeirri róttæku og óform- legu hreyfingu sem gekk undir skammstöfuninni APO (Andóf utan við þingræði). Var Willy Brandt, ábyrgðarmanni miklum í ríkinu, legið á hálsi fyrir að koma ekki í veg fyrir að synir hans legð- ust í byltingarrómantík. Willy lét ekki standa á eftirminnilegu svari: Sá sem ekki er kommi innan við tvítugt verður aldrei al- mennilegur sósíaldemókrat. Það er satt að segja nokkuð til í þessari pólitísku líffræði. En hvað á þá að segja um hina ís- lensku ungkrata, sem eru, að því er í Alþýðublaðinu stendur, svo uppteknir frá upphafi sinnar pól- itísku göngu af ljúfum þægindum hinna góðu sambanda, að þeir leggja kollhúfur yfir jafnvel svo augljósum mannréttindamálum °g kynþáttakúgun í Suður- Afríku? Ef formúla Willy Brandts er rétt, þá ættu þeir á pólitískum fullorðinsárum að lenda einhversstaðar til hægri við miðjuna í Sjálfstæðisflokknum. Fylgispekt við Kana Jæja. Þegar nú Þráinn Hall- grímsson hefur ausið úr skálum reiði sinnar, þá tekur til máls her- stöðvaandstæðingur úr Alþýðufl- okknum, Guðjón V. Guðmunds- son. Grein hans ber mjög rögg- samlega fyrirsögn: „Alþýðu- flokkurinn láti af taumlausum stuðningi við Bandaríkjastjórn“. Hann segir að það sé sannar- lega tími til þess kominn að þeir sem hugsi líkt og hann í flokknum fari að láta til sín taka og reyni að „sveigja flokkinn af braut taum- lausrar fylgispektar við Banda- ríkjamenn“. Ekki nema von að Guðjón segi sem svo - svo sann- arlega hefur mönnum einatt fundist að herstöðvaandstæðing- ar í Alþýðuflokki hafi allir safnast til feðra sinna fyrir löngu. Guðj- ón hnykkir svo á með mörgum dæmum um ójöfnuð og yfirgang Bandaríkjanna hér og þar í heiminum og skorar á sína menn að „fylgja eftir í verki hugsjónum okkar um frelsi, jafnrétti og bræðralag meðal manna.“ Greinar þessar eru reyndar af einni og sömu rót sprottnar: af tilvistarkreppu Alþýðuflokksins, sem hefur átt undarlega erfitt með að fóta sig í hinu pólitíska litrófi og hefur þar með oftast nær oltið undan brekku inn á miðju stjórnmála og þaðan af lengra. Vafalaust þykir mörgum flokks- mönnum þetta miður, en oftast nær bera þeir harm sinn í hljóði. En nú, þegar flokkurinn hefur safnað fleiri atkvæðum en honum oftast tekst og er kominn með sterk ráðuneyti í vasann, þá er ekki nema von að menn vilji skoða það aðeins, til hvers var fylgi safnað? Er eitthvað sem greinir okkur frá sessunautum í stjórn? Má kannski segja að nokkuð seint sé í rassinn gripið - en allt um það: spurningar á borð við þær sem koma fram í fyrr- nefndum greinum eru vitanlega þarfar, hvort sem þær nú duga Alþýðuflokknum til „sársauka- fulls endurmats" eða ekki. áb. þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, GuðmundurRúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, . Kristín ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson ■ (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglý8lnga8tjórl:SigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglý8ingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgrelðsla: BáraSigurðardóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausöBÖIu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.