Þjóðviljinn - 27.10.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.10.1987, Qupperneq 8
ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ Átta almannasamtök efndu til fjölmennrar ráð- stefnu á Hótel Sögu sl. föstudag, þar sem rætt var um húsnæðismál og félagslega húsnæðisstefnu. Samtökin sem efndu til ráðstefnunnar voru Ör- yrkjabandalag íslands, Sjálfsbjörg-Landssamband fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp, Samtök aldr- aðra, Stúdentaráð Háskóla Islands, Bandalag ís- lenskra sórskólanema, Leigjendasamtökin og Bú- seti. Innan vébanda þessara samtaka eru 30-40 þús- und manns. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, ávarpaði ráðstefnuna og kom fram í ávarpi hennar að hún myndi skoða fraumvarpsdrög þessara samtaka að félagsíbúðasjóði auk þess sem hún taldi eðlilegt að fulltrúar þessara samtaka yröu í nefnd þeirri sem á að setja á stofn, til úttektar á félagslega hluta hús- næðismálanna. Þá fluttu fulltrúar þessara samtaka erindi en eftir hádegi voru pallborðsumræður sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna og Alþýðusambandsins tóku þátt í. Ráðstefna um félagslegar íbúðir Frá pallborðsumræðum ráðstefnunnar. Ásmundur Hilmarsson, ASÍ, bergsson, Leigjendasamtökin, Júlíus Sólnes, Borgaraflokki, Geir H. Arnþór Helgason, ÖryrkjabandalagL,, Steingrímur J. Sigfússo'n Al- Haarde, Sjálfstæðisflokki, Guðmundur G. Þórarinsson, Framsóknar- þýðubandalagi, Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista, Magnús Magnús- fl°kki og Ómar Geirsson, Stúdentaráði. Mynd Sig. son, Alþýðuflokki, Önundur Björnsson, umræðustjóri, Sigurjón Þor- Frumvarp um félagsíbúðasjóð Á ráðstefnunni Þak yfir höfuð- ið, sem átta almannasamtök héldu í lok síðustu viku um hús- næðismál og félagslega húsnæðisstefnu, voru kynnt drög að frumvarpi um félagsíbúðasjóð sem á að taka við af Byggingar- sjóði verkamanna. Markmið þessara laga er að stuðla að jafnrétti í húsnæðismál- um, einkum þeirra þjóðféiags- hópa, sem erfitt eiga uppdráttar á almennum húsnæðismarkaði. Einnig er tilgangurinn sá að auka valfrelsi í húsnæðismálum, þann- ig að leigjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis er gert jafn hátt undir höfði. í þriðja lagi eiga lög- Frumvarpsdrög átta almannasamtaka in að auka jafnræði milli byggðar- laga og landshluta í húsnæðismál- um, þannig að unnt verði að draga sem mest úr neikvæðum áhrifum markaðssveiflna fyrir búsetujafnvægi í landinu. Lögin gera ráð fyrir því að Byggingarsjóður verkamanna breytist í félagsíbúðasjóð, sem starfar í tengslum við Húsnæðis- málastofnun ríkisins, sem félags- íbúðadeild stofnunarinnar, en málefni sjóðsins heyra undir fél- agsmálaráðuneytið. Sjóðnum er ætlað að starfa við hlið hins al- menna íbúðalánakerfis, að fram- gangi félagslegra jafnréttismark- miða í húsnæðismálum. Á vegum sjóðsins á að fara fram áætlanagerð um virka upp- byggingu félagslegs húsnæðis í öllum landshlutum, sem byggir á fyrirliggjandi rannsóknamiður- stöðum um þörf einstakra sveitarfélaga og almannasamtaka fyrir leiguíbúðir og aðrar félags- legar íbúðir. Fjármögnun félagsíbúðasjóðs er ætlað að vera mun öflugri en nú er, þar sem lögfest verði að þriðjungi af andvirði skulda- bréfasölu lífeyrissjóðanna til hús- byggingarsjóðanna renni til fél- agsíbúðasjóðsins. Þetta þýddi að innstreymi frá lífeyrissjóðunum í félagsíbúðasjóð á næsta ári yrði rúmlega 2 milljarðar króna og að útlánageta sjóðsins yrði þá um 3 milljarðar í stað 1,2 milljarða í ár. Á vegum félagsíbúðasjóðs verða sex sérstakir lánaflokkar: 1: Lán til verkamannabústaða og/eða kaupleiguíbúða. 2: Lán til leiguíbúða sveitarfé- laga. 3: Lán til leigu- eða hlutar- eignaríbúða í eigu húsnæðissam- vinnufélaga. 4: Lán til námsmannahúsnæð- is. 5: Lán til leigu- eða hlutar- eignaríbúða fatlaðra. 6: Lán til leigu- eða hlutar- eignaríbúða aldraðra. Til leiguíbúða sveitarfélaga og til íbúða fyrir námsmenn, fatl- aðra og aldraðra er gert ráð fyrir 60 ára lánstíma á 2% vöxtum, sem hefur í för með sér svipaða greiðslubyrði og nú er af lánum til kaupa á verkamannabústöðum. Lánakjör verkamannabústaða, kaupleiguíbúða og íbúða í eigu húsnæðissamvinnufélaga yrðu 50 ára ián með 2,5% vöxtum. Lánshlutfall til leiguíbúða yrði ætíð 100%, til hlutareignaríbúða fatlaðra 95% og allt að 90% til hlutareignaríbúða húsnæðissam- vinnufélaga og samtaka aldraðra. Sjóðsstjórn skipa sjö menn kjörnir af alþingi auk jafnmargra varamanna. Alþingi kýs einnig tvo endurskoðendur og tvo til vara. Félagsmálaráðherra skipar formann og varaformann sjóð- stjórnar. Þá skipar ráðherra einn- ig sérstakt samstarfsráð, er vera skal stjórn félagsíbúðasjóðs til ráðuneytis um starfsemi og rekst- ur sjóðsins. í samstarfsráðinu eiga sæti fulltrúar hagsmunaaðila á sviði félagslegra íbúðabygg- inga. -Sáf -V ^ EG A MER DRAUM Við fæðumst öll á aðeins einn veg ogerekki alltafsagt aðtækifærin séu þau sömu og svo útílífiðerlagt. En það er ekki rétt því ekki allir eru með sömu kjör þar er eitthvað sem af lagast eitthvað sem brestur eitthvað sem tefurför. f því svokallaða velferðar- þjóðfélagi sem við lifum í þurfa allir að eiga jafnan rétt á því að búa við þau kjör sem þeir kjósa. Það er réttur hvers manns að eiga sér heimili og geta skapað sér þau tækifæri að þeir geti haft þau þannig að vel megi við una. En tækifæri fólks eru ekki þau sömu til að skapa sér þessar aðstæður. Það gefur sér enginn heilsuna sjálfur og það metur sjálfsagt enginn sem vert er hve dýrmætt það er að hafa góð heilsu og geta að mestu leyti skapað sér sjálfur það líf sem hann helst kýs að lifa. Þú getur líka haft góða heilsu, hafa aflað þér góðrar menntunar og lífið blasir við, en á einni ör- skottstundu getur allt breyst og þú stendur frammi fýrir bláköld- um veruleika um að slys hafi gert það að verkum að öllum framtíð- arvonum er kollvarpað og leggja verður lífsmynstrið upp að nýju við svo breyttar aðstæður að fýrri áform virðast aðeins vera gleymd og gömul ævintýri. Og svo geta sjúkdómar herjað á alla - sjúk- dómar sem hægt og hægt breyta lífsvenjum og öllu því sem áður þótti sjálfsagt og eðlilegt að gera. Og þá verður að byrja á „að rísla sér við að raða brotunum saman” og verður það mörgum ofviða. Og svo má ekki gleyma því að við fæðumst ekki öll með sömu tækifærin í lífínu. Við erum ekki öll eins þegar við fæðumst þó við fæðumst öll á einn og sama veg. Þeir eru svo margir sem frá upp- hafi þurfa að bera byrðar ein- hvers konar fötlunar. En allt þetta sem ég hef talið upp breytir ekki þeirri staðreynd að lífíð heldur áfram og þessir einstaklingar þurfa að koma sér fyrir í þjóðlífinu á sem bestan hátt og eins og þeir, sem gæfan hefur brosað við alla tíð. Og þar þurfa allir að leggja hönd á plóginn og hjálpast að við að vinna úr málunum hvar í stétt eða stöðu sem þeir standa. Sem betur fer erum við ekki svo fjöl- menn þjóð að við vitum ekki svona nokkurn veginn um líðan meðbræðra okkar, a.m.k. ef við viljum leiða hugann að því. Ég vona að það verði aldrei að þjóð- in í heild láti sig ekki skipta neinu máli hvernig þeim vegnar, sem fengu ekki alveg sömu tækifærin í lífínu. Biðlistar lengjast Fyrir fjórum árum hélt Ör- yrkjabandalag íslands ráðstefnu um húsnæðismál og þá ræddi ég einnig um húsnæðisþörf og hús- næðisvanda fatlaðra. Hann var mikill þá og það sorglega er að í raun og veru hefur það ekki breyst nándar nógu mikið til batnaðar. Og þó hefur svo ótal margt jákvætt gerst á þessum fjórum árum. En samt lengjast biðlistarnir og alltaf eru óleyst mörg vandamál og sums staðar allt að því neyð. Við höfum gengið langan veg frá því að Samband íslenskra berklasjúklinga hóf að kanna að- stöðu sinna skjólstæðinga í hús- næðismálum, frá því að Oryrkja- bandalagið ræddi fyrst um hugs- anlega möguleika á að koma upp gistiheimili fyrir öryrkja, frá því að Blindrafélagið ákvað að leysa mál síns fólks, frá því að Sjálfs- björg leitaði uppi sína félaga víðs vegar á sjúkrahúsum og jafnvel elliheimilinu og frá því styrkt- arfélag vangefinna stofnaði sitt fyrsta sambýli. f eigu þessara samtaka er að mestu leyti það húsnæði sem öryrkjum stendur til boða í dag. Það hefur gerst svo margt á svona síðustu 20 árum sem allt hefur miðað að því að reyna að leysa vanda þeirra sem halloka hafa farið í lífinu og það eru ekki síst samtök öryrkjanna sjálfra sem gengið hafa vasklega fram í því að bæta kjörin. En það verður að segjast eins og er að þó mikið sé byggt af húsnæði þá fjölgar úrræðunum fyrir þennan þjóðfélagshóp lítið sem ekkert. Og það verður að segjast eins og er að það félags- lega húsnæði sem framboð hefur verið á síðustu árin, sem er í raun sorglega lítið, hefur ekki komið þessum hópum til góða að neinu rnarki. Að sjálfsögðu er ég kunnugust því sem er að gerast hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu og það get ég sagt með sanni að sá leigu- markaður sem hér er rekinn er ekki upp á marga fiska. Sjálfsmennsku- puðarar Við íslendingar erum miklir sjálfsmennskupuðarar. Við puð- um frá unga aldri við að eignast okkar eigið húsnæði og um það er auðvitað allt gott að segja. En það byggir vitanlega hver handa sjálfum sér en ekki til þess að leigja öðrum. Þeir sem eiga samt íbúðir í útleigu eru margir hverjir ekki færir um að axla þá ábyrgð sem fylgir því að leigja öðru fólki húsnæði. Þetta þykja kannski stór orð, en þetta er nú samt sannleikur, sem mér finnst blasa við af þeim viðtölum sem ég á við það fólk sem kemur og sest á móti mér og tjáir mér vandræði sín. Það er segin saga að ótal margir öryrkjar sem leigja á ágætum stöðum í bæ og borg og búa jafnvel við þokkalega húsaleigu, verða að víkja um leið og annað hvort eigandinn þarf að nota það sjálfur, eða ég tala nú ekki um, ef eigandi er gamalmenni sem safn- ast til feðra sinna. Þá er húsnæði yfirleitt tafarlaust selt og viðkom- andi verður að víkja. Eg veit að það tíðkast ekki að selja leigjend- ur með húsnæði en samt furða ég mig oft á því að það skuli yfirleitt aldrei gerast að góður, reglu- samur leigjandi fylgi með í kaupunum - ég vona að þið mis- skiljið mig ekki. Ég veit einnig fleiri en eitt dæmi um að þar sem öryrki hefur búið með öldruðu foreldri, sem síðan hefur látist - þá vilja systkini ólm selja hús- næðið og eru þá ekki alltaf tilbúin til að hjálpa þessu systkini sínu að fá þak yfir höfuðið. Því miður er náungakærleikurinn oft víðs fjarri þegar peningar eru annars vegar. Þrautaganga á leigumarkaði Og svo hefst þrautaganga ör- yrkjans að reyna að útvega sér nýtt húsnæði á þeim leigumark- aði, ef leigumarkaður skyldi kall- ast, þar sem frumskógalögmálið gildir. Hvernig á manneskja með 28 þúsund krónur á mánuði að vera samkeppnisfær um húsnæði sem undantekningarlaust er leigt hæstbjóðanda - hvernig á hún að geta keppt við þá sem draga upp veskið sitt og borga umyrðalaust hálft til eitt ár fyrirfram þó leigan sé svo há að hún sé nánast mán- aðartekjur öryrkjans. Það er sjálfsagt ekkert óeðlilegt að húsnæði þurfi að standa undir sér, að það þurfi að vera hægt að greiða afborgair og vexti af lán- um sem tekin voru til þess að koma upp nefndu húsnæði, en í mörgum tilfellum er verið að nota sér neyð annarra vegna þess að eldra húsnæði er leigt alveg jafndýrt og það nýrra. Nú er ég ekki að segja að það séu ekki til sanngjarnir leigusalar en ég held eiginlega að þeim fari fækkandi. Það þarf sterk bein til þess að þola þá pressu sem fylgir því að vera boðið stórfé fyrir húsnæði sem jafnvel er tæplega boðlegt fólki. Og svo er óorðheldni allt of al- geng. Til mín kom maður sem var að fá loforð fyrir húsnæði - það átti bara eftir að ganga frá samn- ingum - kvöldið áður en það átti að gerast hringir leigusali og segir að því miður geti viðmælandi minn ekki fengið húsnæðið - það kom annar og bauð miklu hærri leigu. Eg veit að t.d. félagsmálastofn- anir reyna að aðstoða fólk við að fá húsnæði á frjálsum markaði með því að hjálpa því með við- bótargreiðslur fyrir húsaleigunni en þar fylgir sá böggull skammrifi að viðkomandi þarf vitanlega fyrst að hafa ákveðið húsnæði í sigti og fá síðan peningana til þess að greiða það. Þetta tekur að sjálfsögðu einhvern smátíma og enginn bíður með íbúð eftir okk- ar manni meðan hann nálgast peningana - það er annar á tröpp- unum sem skrifar ávísunina hér og nú. Og svo er, eins og ég hef áður sagt, svo allt of lítið af húsnæði í framboði að jafnvel aðeins 1 her- bergi með aðgangi að baði - eld- unaraðstöðulaust - er yfirleitt ó- fáanlegt. Það fólk sem leitar til Öryrkja- bandalagsins með vandamál sín er á öllum aldri - allt frá korn- ungu fólki sem vill gjarnan spila á eigin spýtur og flytja úr foreldra- húsum eða hefur verið inni á stofnunum, til miðaldra fólks sem aldrei hefur haft bolmagn til að eignast eigið húsnæði eða af einhverjum ástæðum hefur misst það. Það er fólk sem má muna sinn fífíl fegri og það eru líka undirmálsmennirnir svo ekki sé sagt utangarðsmennirnir. Það er eitt sem flest þetta fólk á sam- eiginlegt og þó einkum það eldra. Það er öryggisleysi og kvíði sem fylgir því að hafa þurft og þurfa enn að vera að skipta um húsnæði og vita ekki hvort nú sé aðeins tjaldað til einnar nætur. Það að eiga alltaf yfir höfði sér að þurfa að skipta um búsetu og flytja ■ ■ Leigjenda- samtök og Búseti Húsaleigumarkaðurinn á ís- landi, og þá sérstaklega í Reykja- vík, hefur frá því að þéttbýlis- svæði tóku að myndast, ein- kennst af ónógu framboði hús- næðis, lélegu húsnæði, okri og ör- yggisleysi. Stærstur hluti fram- boðs á leiguhúsnæði hefur verið íbúðir í einstaklingseigu. Leigu- húsnæði í stærri einingum hefur nær eingöngu verið byggt fyrir einstaklinga og fjölskyldur með sérþarfir en hinum almenna leigjanda ávallt verið vísað út á markaðinn. Þegar Leigjendasamtökin voru stofnuð 1978 var það auðvitað m.a. von mann að með því að berjast fyrir löggjöf sem tryggði rétt leigjenda mætti bæta kjör þeirra og öryggi. í húsaleigu- Iögum sem gildi tóku 1980 voru m.a. ákvæði um uppsagnarfrest, takmörkun fyrirframgreiðslu og sérstök eyðublöð fyrir húsa- Ieigusamninga sem tryggja áttu réttarstöðu leigjenda. Það varð hins vegar augljóst þegar lögin höfðu tekið gildi að þau dygðu skammt ef ekki kæmi til aukið framboð leiguhúsnæðis og að það gæti einungis orðið með bygging- um á vegum sveitarfélaga eða al- mannafélaga. Það lá beint við að leita til hinna Norðurlandanna eftir hugmyndum og fyrirmynd- um. Veturinn 1983 voru tekin upp samskipti við sænsku leigjendasamtökin og um vorið sama ár fór nefnd þriggja félaga í Leigjendasamtökunum til Sví- þjóðar til þess að kynna sér þessi mál og kynntust þar m.a. búsetu- réttarfélögum. Akveðið var af hálfu Leigjendasamtakanna að stofna undirbúningsnefnd um stofnun búseturéttarfélags sem starfaði um sumarið. Til þess undirbúningsstarfs kom fjöidi fólks bæði úr Leigjendasamtök- unum og víðar að og Búseti í Reykjavík var stofnaður í nóv- ember 1983. Fleiri félög fylgdu á eftir á Akureyri, í Árnessýslu og í Borgarnesi og í október 1984 var landssamband Búseta stofnað. Landssambandið er nú fullgildur aðili að NBO, Norður- landasambandi félagslegra íbúðabygginga og á fulltrúa í stjórn þess. Félögin fóru strax að leita fyrir sér um lóðir og fjármögnun og í apríl 1985 fékk Búseti í Reykja- vík lóð undir 46 íbúða fjölbýlis- hús í Grafarholti og lán til bygg- ingar 16 íbúða frá Húsnæðis- stofnun í nóvember 1985. Nú hef- ur frekari lánsfjármögnun fengist og framkvæmdir hafnar og áætl- að að þeim ljúki í desember 1988. Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að um Búseta hefur lengst af staðið nokkur pól- itískurstyr. Fjórum sinnum hefur frumvarp um húsnæðissamvinnu- félög og búseturétt verið lagt fram á Alþingi og aldrei fengist afgreitt. Á Búseta hefur lengst af verið litið sem mestu ógnun við hina séríslensku séreignarstefnu. Sérstaklega voru þessi mál við- kvæm á árunum eftir 1983 þegar séreignarkerfið riðaði til falls í kjölfar mikillar kjaraskerðingar og verðbólgu. Augu manna virð- ast nú hafa opnast fyrir því að séreignarkerfið getur ekki þjón- að nema hluta landsmanna og að aðrir valkostir eins og leiguhús- næði og búseturéttaríbúðir eru nauðsynlegir til þess að húsnæð- iskerfið getir svarað hinum fjöl- breytilegu þörfum samfélagsins Erindi Guðna A. Jóhannessonar, formanns Búseta og til þess að koma í veg fyrir að yfirþrýstingur myndist í lánakerf- inu. Markmið okkar eru nógu skýr: Við viljum tryggja öllum þegnum samfélagsins gott húsnæði á kjörum sem taka mið af efnahag þeirra og með skilmálum sem tryggja öryggi þeirra. Við höfum hins vegar úr mismunandi eignar- og rekstrarformum að velja sem öll hafa sína kosti og galla. Sér- eignarkerfíð, séreignarkerfí með félagslegum lánakjörum (verkó), leiguíbúðir í einkaeign, leigu- íbúðir í opinberri eigu (sveitarfé- lög), leiguíbúðir í eigu almanna- félaga (öryrkjabandal.), leigu- íbúðir með hlutareign (Búseti), kaupleiguíbúðir. Ég vona að það geti m.a. orðið hlutverk slíkrar ráðstefnu sem þessarar að ræða þessi mismun- andi húsnæðisform og hvernig þau henta markmiðum okkar. Við sem að Búseta stöndum erum að sjálfsögðu þeirrar skoð- unar að búseturéttarfyrirkomu- lagið feli í sér mikla möguleika til þess að gera íslenskt húsnæðis- kerfí betra og manneskjulegra. Erindi Asgerðar Ingimarsdóttur,framkvœmdastjóra Öryrkjabandalags Islands heimili sitt sí og æ er svo sálar- drepandi að engu tali tekur. Öryggið skiptir svo miklu máli í lífí fólks. Það er gott að öðlast góða menntun og atvinnu en þú getur hvorugs notið, ef þú býrð ekki við öryggi í húsnæðismálum. Og þá komum við að því öryggi, sem fylgir því að öðlast búsetu í félagslegum íbúðum og/eða vemduðum íbúðum. Ég hef svo oft séð hvað fólk breytist gjörs- amlega bara við það að það er komið í öruggt skjól - komið á stað þar sem því er ekki sagt upp - þar sem ekki er tjaldað til einnar nætur. Því miður gerist það ekki nógu oft að einstaklingurinn öð- list þetta öryggi og aldrei er hægt að leysa málið hér og nú. Til þess er ennþá of lítið framboð af íbúð- um á þessum vettvangi og líka mjög lítil hreyfing á þeim. Við hjá Óryrkjabandalaginu bindum miklar vonir við þann fyrsta tekjustofn sem við höfum eignast - þá á ég við þann hlut sem bandalagið fær af ágóða ís- lenskrar getspár. Við vonum að með því fé getum við aukið vem- lega framboð á íbúðum öryrkjum til handa og er þess þegar farið að sjá stað. Þegar fólk utan af landsbyggð- inni spyrst fyrir um húsnæði verð- ur manni stundum fyrst fyrir að spyrja um hvort engin leið sé að leysa mál viðkomandi heima í héraði. Hvort þar finnist ekki þau úrræði, sem að gagni mættu koma. Stundum er það hægt - viðkomandi aðeins ekki leitað til þeirra aðila sem með málið hafa að gera á heimaslóðum. Það er svo margt sem fólk ekki veit um, en það er hlutverk okkar sem vinnum að þessum málum að kynna sem best þær stofnanir, sem leitast við að liðsinna fólki í húsnæðismálum eins og öðrum málum. - En það er líka oft svo að við- komandi vill flytja burt úr heima- héraði og liggja til þess ýmsar ástæður. Miðaldra fólk á kannski orðið öll sín börn hér á suðvestur- horninu og unga fólkið vill kom- ast hér í skóla og svo er því ekki að neita að hér er oft hægt að bjóða upp á bestu þjálfunarað- stöðuna vegna þess að í þéttbýl- inu eru yfirleitt stærstu stofnan- irnar og möguleikarnir oft mestir á að fá fólk til starfa. Það er líka réttur hvers manns að búa þar sem hann langar til. Langi hann endilega til að vera í heimahéraði er um að gera að leggja sig í líma til þess að það sé hægt en vilji hann frekar flytja í annað byggð- arlag á einnig að reyna að koma því svo fyrir að það sé hægt. Mér hefur orðið tíðrætt um leiguhúsnæði og minnst þar á meðal annars á vernduðu íbúð- irnar, sem svo mjög eru eftirsótt- ar. Það er æskilegt að fólk eigi sem flesta valkosti. Það þurfa að vera verndaðar íbúðir fyrir þá sem þess óska en það þurfa einnig að vera íbúðir hingað og þangað í borg og bæ þar sem fólk getur leigt fyrir sanngjarnt verð og blandast innan um heilbrigt fólk. Sumir, sérstaklega yngra fólkið, vill kannski frekar búa úti í bæ eins og sagt er heldur en að búa í vernduðum íbúðum, þar sem ein- göngu búa öryrkjar. Annars er það mín reynsla að flestir vilja búa í vernduðum íbúðum - því fínnst að það muni öryggið vera mest. En orsökin er ef til vill sú að hingað til hefur ekki verið hægt að bjóða upp á íbúðir, sem sam- eina lága leigu, búsetuöryggi og frjálsræði það, sem fólki finnst fylgja því að leigja í venjulegum fjölbýlishúsum. Ég hef hér mest rætt um þá aðila, sem leigja íbúðir og búa einir sér eða með maka eða öðr- um sambúðaraðila. En það er annar hópur, sem á sér líka langan biðlista. Það eru þeir, sem ekki ennþá eru komnir svo langt að geta búið einir í íbúð- um og sumir þeirra verða aldrei færir um það. Þetta er sá hópur, sem býr í sambýlum. Sambýli eru tiltölulega ný af nálinni hér á landi. Sambýli er staður þar sem nokkrir einstaklingar búa saman eins og á venjulegu heimili en með starfsfólki misjafnlega mörgu, eftir því hve mikil er fötl- un þeirra, sem þar búa. Sambýlin Sambýlin eru ómetanlegur hluti af þeim húsnæðisúrræðum, sem héreru til umræðu. Þau leysa svo mikinn vanda margra ein- staklinga að enginn lét sig dreyma um að slíkt gæti gerst. I raun og veru geta allir verið á sambýlum. Það verður bara að sjá til þess að ekki séu of margir fjölfatlaðir á sama sambýlinu. Ég veit að margir foreldrar, sem eiga mikið fötluð börn, sem sýnt er að muni alltaf þurfa að- stoðar við eiga enga ósk heitari en þá að viðkomandi einstakling- ur komist á gott sambýli, þegar þeirra nýtur ekki lengur við. En við skulum ekki gleyma því að það þarf ekki endilega að bíða eftir því að foreldrar falli frá til þess að einstaklingurinn komist á sambýli - það er líka þroskandi að flytja að heiman og hasla sér völl annarsstaðar eins og heilbrigðu systkinin. Að læra að standa á eigin fótum að svo miklu leyti sem unnt er. Sambýlin flytja einstaklingana fram til þroska stig af stigi. Og þar kemur að þeir sem eru mest sjálfbjarga flytja í íbúðir, þar sem samt er veittur stuðningur og síð- an áfram með minni stuðningi. En þessi stuðningur verður alltaf að vera fyrir hendi, ef viðkom- andi óskar þess. Því fylgir visst öryggi fyrir alla aðila. Öryrkjar eru ekki margir eigendur íbúða. Að minnsta kosti þeir sem alltaf hafa verið á leigumarkaði. Það er útilokað fyrir slíkt lágtekjufólk að eignast íbúðir nema til komi gott félags- legt íbúðalánakerfi. Því aðeins að það gerist hafa þessir einstak- lingar möguleika. Þeir geta ekki greitt af venjulegum lánum, en þeir þurfa að eiga einhverja möguleika á að eignast íbúðir, ef þeir óska þess. Það er einn af va- kostunum sem ég minntist á áðan. Sem betur fer eru margir öryrkjar færir um að vinna a.m.k. að einhverju leyti. Þeir eru kann- ski fæstir í hálaunahópum en þurfa að eiga möguleika á, að stefna að því að eignast íbúð eins og aðrir þjóðfélagsþegnar, sé það ósk þeirra. Þessvegna óskum við og vonum að hér í landinu byggist upp gott félagslegt íbúðalána- kerfí, sem sé í takt við tímann og veiti öllum rétt til þess að sitja við sama borð hvað þetta snertir. Það hefur t.d. sýnt sig í seinni tíð að verkamannabústaðakerfið er öryrkjum ofviða. Ég á mér draum og ég býst við að allir sem vinna að þessum mál- um eigi sér þennan sama draum. Hann er að sá dagur komi að við getum leyst mál þessara með- bræðra okkar á sem giftusam- legan hátt, ekki eftir nokkur ár heldur sem allra fyrst. Að við þurfum ekki að slökkva þann vonarneista sem bærist í brjóst- um þeirra, sem leita liðsinnis okkar með því að þurfa að segja að því miður séu úrræðin engin. Ég held að okkur takist að láta þennan draum rætast en því að- eins að við vinnum saman að úr- lausn málanna hvar í félagi, stétt eða stöðu sem við stöndum. Ásgerður Ingimarsdóttir framkv.stj. Ö.B.Í. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriójudagur 27. október 1987 Þrlðjudagur 27. október 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.