Þjóðviljinn - 17.11.1987, Side 1
Þriðjudagur 17. nóvember 1987 257. tölublað 52. árgangur
Olíulekinn
Leiðslan gleymdist
75þús. lítrar runnu út um hliðarleiðslufyrir tank sem aldrei
var byggður. Enginn mundi eftir leiðslunni. Jóhann
Sveinsson heilbrigðisfulltrúi: Óvíst hve mengunin er víðtœk
Ovissa rfldr um hvernig olían
sem lak út úr tanki hersins
fyrir ofan Njarðvík fyrir rúmri
viku hefur síast um jarðlögin nið-
ur við byggðina. Gatið á olíu-
leiðslunni fannst loksins um sl.
helgi eftir vikuleit, en um 75 þús.
lítrar af gasolíu hafa lekið út um
aukaleiðslu sem átti að liggja í
olíutank sem aldrei var byggður.
„Olían hefur farið úr aðal-
leiðslunni og inn í gamla auka-
leiðslu og lekið þaðan niður í
jarðveginn," sagði Jóhann
Sveinsson heilbrigðismálafulltrúi
Suðurnesja í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær. „Þessi litla leiðsla er
tengd við aðalleiðsluna og átti að
liggja út í tank, en tankurinn hef-
ur bara aldrei verið byggður.
Leiðslan hefur verið eitthvað
skemmd og olían því farið niður í
jarðveginn."
Enn er óljóst hversu dreifð
olían er í jarðveginum, en verið
er að rannsaka það mál. „Ef það
reynast vera sprungur í berginu,
þá gæti olían jafnvel komist í
vatnsból og valdið mengun. Við
tökum vatnssýni reglulega og enn
sem komið er hefur engin meng-
un fundist,“ sagði Jóhann. Þegar
lekans varð vart fyrir röskri viku
gripu heilbrigðisyfirvöld til þess
ráðs að loka vatnsbólinu í Njarð-
vík, en vatnsstreymið í bólið
liggur um mengunarsvæðið.
Akveðið hefur verið að fara
með olíumettaða jarðveginn í
malbikunarstöð og freista þess að
binda olíuna í hann. „Hvað svo
verður vitum við ekki enn,“ sagði
Jóhann Sveinsson.
Út um þessa aukaleiðslu sem enginn
mundi ettir lak olían úr tanki hersins.
Jóhann Sveinsson heilbrigðisfulltrúi
Suðurnesja bendir á olíumengunina.
:.OI.
Mynd: E.(
VMSÍ/VSÍ
Allt
málað
svart
Starf vinnuhóps VSÍ
og VMSl um stöðu
útflutningsgreinanna
senn lokið. Karvel
Pálmason: Heflitla
trú á útkomunni.
/ skýrslu
Þjóðhagsstofnunar er
allt málað svart
Hópurinn skilar senn áliti, en
ég hef litla trú á því að það komi
mikið út úr þessu starfi, sagði
Karvel Pálmason varaformaður
Verkamannasambandsins um
starf vinnuhóps VMSÍ og VSÍ um
stöðu útflutningsatvinnugrein-
anna, en hópurinn var scttur af
stað að ósk Vinnuveitendasam-
bandsins.
Karvel sagði að vinnuveitend-
ur gerðu lítið annað en að kveina
um efnahagshorfur og að á síð-
asta fundi hefði forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar verið fenginn til
þess að vera með yfirlestur um
bágborna stöðu þjóðarbúsins.
„Svona yfirlestrar virðast aldrei
koma upp nema þegar þeir lægst
launuðu eiga í hlut. Þá er allt mál-
að svart. Svo er hins vegar ekki
þegar verið er að byggja yfir
banka og verslun, eða þegar ver-
ið er að semja við iðnaðarmenn,"
sagði Karvel.
Karvel sagði að það hefðu ver-
ið skýr skilaboð frá síðasta þingi
Verkamannasambandsins að
hlutur þeirra sem setið hafa eftir
frá jólaföstusamningunum yrði
réttur og í samningum við vinnu-
veitendur yrði þeirri kröfu fast
fylgt eftir.
f dag verður haldinn sameigin-
legur fundur VSÍ og VMSI og
sagði Karvel að hugsanlega
skýrðust línurnar á þeim fundi.
Þá verður fundur framkvæmda-
nefndar Verkamannasambands-
ins haldinn á morgun. „Á þeim
fundi hljóta menn að segja af eða
á hvert skal halda,“ sagði Karvel.
-K.Ól.
Alþingi
Verður borginni stefnt?
Tjörnin á skrá yfir náttúruminjar ogþvíber að leita álits Náttúruverndarráðs áður
enframkvœmdir við ráðhús hefjast. Guðrún Helgadóttir: Efastekki um að
borginni verður stefnt ef ekki verður farið að lögum
Norðurlandaráð
Grámosi og
Tímaþjófur
íslenska framlagið
ákveðið
Skáldsögurnar Tímaþjófurinn
eftir Steinunni Sigurðardóttur og
Grámosinn glóir eftir Thor Vil-
hjálmsson hafa verið tilnefndar af
íslands hálfu til bókmenntaverð-
launa Norðuriandaráðs árið
1988.
Dómnefnd kemur saman í
Þórshöfn í Færeyjum í janúarlok
og ákveður hver hlýtur verð-
launin, rúmar 700 þúsund ísl.
krónur, sem verða afhent á þingi
ráðsins í Osló næsta vor.
Sveinn Einarsson og Jóhann
Hjálmarsson eru íslensku fulltrú-
arnir í nefndinni og er Jóhann nú
formaður hennar. -lg.
Tjörnin er á náttúruminjaskrá
og samkvæmt 29. grein nátt-
úruverndarlaga er skylt að leita
álits Náttúru verndarráðs ef fyrir-
hugaðar framkvæmdir geta or-
sakað að landið breyti verulega
um svip, að merkum náttúru-
minjum verði spillt eða ef hætta
er talin á mengun lofts og lagar.
Sé það vanrækt getur
Náttúruverndarráð kraflst af lög-
reglustjóra að hann stöðvi fram-
kvæmdirnar.
í umræðu á Alþingi í gær um
þingsályktunartillögu Guðrúnar
Helgadóttur og fleiri, um að
rannsókn verði gerð á lífríki
Tjarnarinnar og áhrifum ráð-
hússins á það, kom fram að borg-
aryfirvöld hafa ekki leitað álits
Náttúruverndarráðs vegna fyrir-
hugaðra framkvæmda.
A Alþingi var m.a. deilt um
það hvort það væri hlutverk
þingsins að hlutast til um að slík
rannsókn færi fram og að Alþingi
tæki þannig að sér dómsvald eða
hvort ekki væri nær að
Náttúruverndarráð stefndi borg-
aryfirvöldum.
Guðrún Helgadóttir sagði að
ákveðið hefði verið að reyna
sáttaleiðina fyrst, en ef fram-
kvæmdir hæfust án þess að leitað
hefði verið álits Náttúruverndar-
ráðs, sagðist hún ekki efast um að
slík kæra kæmi fram.
-Sáf
Sjá bls. 7