Þjóðviljinn - 17.11.1987, Side 10
ERLENDAR FRÉTTIR
Afganistan
Rússamir
fara
Líkur taldar á að Gorbasjoffflýti
brottför Sovéthers frá Afganistan til
að liðkafyrir toppfundinum með
Reagan í nœsta mánuði
Samkvæmt frétt vesturþýsks
blaðs frá í gær hefur Gorbasj-
off Sovétleiðtogi tiikynnt
stjórnvöldum í Afganistan að her-
inn verði kallaður heim á næst-
unni.
Gorbasjoff hitti leiðtoga Af-
gana, Najibullah, að máli í Mos-
kvu hinn 2. nóvember síð-
astliðinn, og leitaði samþykkis
hans á því að herdeildir Sovét-
manna yrðu kallaðar heim „eins
fljótt og mögulegt er“, segir blað-
ið Siiddeutsche Zeitung, og vitn-
ar í heimildarmenn frá Austur-
Evrópu sem dveljast í Kabúl,
höfuðborg Afganistan, máli sínu
til stuðnings.
Samkvæmt frásögn blaðsins á
Gorbasjoff að hafa sagt Najibull-
ah að nú verði byltingarmenn að
fara að standa á eigin fótum.
Blaðið telur að Gorbasjoff
muni nota tækifærið meðan á
toppfundi hans og Reagans
stendur í næsta mánuði til að
kynna áætlanir um heimkvaðn-
ingu hersins frá Afganistan.
Vestrænir hernaðarsérfræðingar
áætla að um 115 þúsund sovéskir
hermenn séu nú í landinu.
„Þegar hefur verið tekin pólit-
ísk ákvörðun í þessa veru. Það
eina sem er eftir er að ganga frá
framkvæmdinni,“ segir blaðið,
og hefur þessa fullyrðingu eftir
sovéskum heimildum í Kabúl.
Blaðið telur líklegt að rætt verði
um slík framkvæmdaatriði á af-
vopnunarráðstefnunni í Genf
þegar fjallað verður um málefni
Pakistan og Afganistan.
„ Við verðum á brott frá Afgan-
istan fyrr en marga Vesturlanda-
búa grunar, og fyrr en stjórnvöld
í Kabúl telja æskilegt,“ hefur
Suddeutsche Zeitung eftir so-
véskum diplómat í Afganistan.
Aftan í þessa fullyrðingu er síðan
hnýtt þeirri athugasemd að ekki
lægi ljóst fyrir hvernig og hvenær
af heimkvaðningunni yrði.
Blaðið segir að Gorbasjoff hafi
fundið að því við Najibullah að
sovéskri hernaðaraðstoð í Afgan-
istan hefði verið sóað fyrir lítið.
Ennfremur að flokkadrættir
innan stjórnarinnar í Kabúl
gerðu sitt til að veikja vígstöð-
una. Þá á Gorbasjoff að hafa sett
ofan í við bandamenn sína fyrir
að hafa ekki tekist að ganga milli
bols og höfuðs á uppreisnar-
mönnum. Þá er talið að Sovét-
leiðtoginn hafi bent á að þeirri
kröfu aukist sífellt fylgi innan
lands síns að hernaðaraðstoð við
Afganistan verði hætt.
„Við höfum staðið með ykk-
ur,“ hefur blaðið eftir Gorbasj-
off. „Nú verðið þið að sýna lit til
að við getum hvatt herinn heim.“
HS
1 Stórblaðið Sud-
deutsche Zeitung
segirað
heimkvaðning So-
IvéthersfráAfgan-
istan sé á næstu
grösum. Með því
vilji Sovétmenn
liðkafyrirþvíað ár-
angurnáistáfyrir-
huguðumtopp-
fundiReagansog
Gorbasjoffs í
næsta mánuði.
Gorbasjoff Sovét-
leiðtogi: Eftirer
yðvarr hlutur.
Útboð
%'y/m Sm Eyjafjarðarbraut eystri um m Kaupang ' Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3 km, fyllingar 35.000 m3, burðarlag 8.000 m3. Verki skal lokið eigi síðar en 15. ágúst 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Ak- ureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 8. desember 1987 á sömu stöðum.
Vegamálastjóri
ISs Frá menntamálaráðuneytinu:
Laus staða
Staða Ijósmyndara, sem hafa skal umsjón með
myndastofu Landsbókasafns, er laus til umsókn-
ar og verður ráðið í hana frá næstu áramótum.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðu-
neytinu fyrir 10. desember næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið,
11. nóvember 1987
Mengun
Klórský hrellir Búlgara
íbúar í búlgörsku þorpi við Dóná forða sér undan klórskýi frá verk-
smiðju í Rúmeníu
r
Ibúar búlgarska landamæra-
þorpsins Ruse flúðu bæ sinn í
hrönnum er kæfandi klórský frá
Rúmeníu lagðist yfír fyrir
skemmstu. Nokkrir íbúanna létu
þó við sitja að halda sig innan-
dyra til að verjast ófögnuðinum,
að sögn fréttastofa í Austur-
Evrópu.
Hin opinbera fréttastofa Búlg-
ara, BTA, getur þó ekki um
neinn fólksflótta, en segir: „Hið
illþefjandi klórský olli fólki
öndunarerfiðleikum og margir'
héldu vasaklútum fyrir vitum sér
er þeir reyndu að leita skjóls."
Forsending þessi barst frá verk-
smiðju í bænum Giurgiu í Rúm-
eníu, en bær þessi er við Dóná
eins og Ruse og steinsnar á milli.
„Klórgasið þrengdi sér inn um
allar glufur og gættir. Klórmagn-
ið var langt yfir leyfilegum mörk-
um,“ segir BTA. Ekki nefndi
fréttastofan Rúmeníu á nafn í
umfjöllun sinni, en sagði að skýið
hefði borist úr norðri, og þykir
ekki fara á milli mála hver á þessa
áttfræðilegu sneið.
„Mengunarslys af þessu tagi
hafa gerst æ ofan í æ, ogeru íbúar-
Ruse nú búnir að fá sig
fullsadda,“ segir búlgarska
fréttastofan enn fremur.
Nicolae Ceausescu, forseti
Rúmeníu, sótti höfuðborg
grannríkisins heim í fyrra mán-
uði. Meðan á þeirri heimsókn
stóð var ákveðið að löndin tvö
settu á stofn nefnd til að fara ofan
í saumana á þessu mengunar-
máli.
HS
Giovanni Goria, fráfarandi forsætis-
ráðherra: Aftur og nýbúinn.
Italía
Aftur í stjóm
Fráfarandi stjórnarflokkar reyna að ná saman
á ný
Leiðtogar flokkanna flmm sem
stóðu að hinni föllnu ríkisstjórn
landsins sögðu í gær að þeir væru
þess fýsandi að lappa upp á
stjórnarsamstarfið á nýjan leik og
það í fljótheitum, og binda þar
með enda á stjórnarkreppuna í
landinu.
Forseti landsins, Francesco
Cossiga, gerði styttri stans í Bret-
landi en ráð var fyrir gert vegna
stjórnarkreppunnar, en þar var
hann í opinberri heimsókn er
stjórnin féll. Hann hefur nú rætt
við flokksleiðtogana fimm, og
segjast þeir allir reiðubúnir til
áframhaldandi samstarfs. Ekki er
þó ljóst hvernig leysa á ágrein-
ingsmál þau sem urðu fimmtán
vikna gamalli stjórninni að falli,
en þar réð úrslitum andstaða
Frjálslynda flokksins við fyrirlig-
gjandi drög að fjárlagafrum-
varpi. Frjálslyndi flokkurinn er
stjórnarflokkanna minnstur.
Búist er við að Cossiga forseti
ljúki sáttaumleitunum í dag, og
þá að öllum líkindum tilnefna
forsætisráðherraefni nýrrar fimm
flokka stjórnar. HS
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. nóvember 1987