Þjóðviljinn - 17.11.1987, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 17.11.1987, Qupperneq 11
—ÖRFRÉTTIR Ástralskur kokkur fékk tveggja ára dóm á dögunum fyrir að bregða sér í líki rómversk- kaþólsks presls. Matreiðslu- maðurinn brotlegi auðgaðist um sem svarar fimmtíu þúsundum íslenskra króna á framtaki sínu. Hann falsaði skjöl til að sýna fram á að hann hefði þegið vígslu og tók síðan til við prestsverkin: skírnir, greftranir, skriftamál og messugjarðir. Dómurinn þykir í strangara lagi, en yfirvöld segja að hann eigi að verða öðrum svikahröppum víti til varnaðar. Flughræðsla í Bandaríkjunum fær byr undir báða vængi í kjölfar hins hryggi- lega slyss í Denver um helgina, eða svo segja þartilgerð yfirvöld. Það skeður nú æ oftar að ekki er nema hársbreidd milli flugvéla þegar þær mætast. Slík tilvik voru 311 árið 1982, 475 árið 1983 og 589 árið 1984. í hittifyrra voru þau komin upp í 777, og 812 í fyrra. Margir eru hugsandi yfir stjórn flugmála; árið 1980 fór sú umdeilda starfsstétt flugum- ferðarstjórar í verkfall, en Reag- an Bandaríkjaforseti rak allt liðið. Starfsreynslan þykir ekki þvæl- ast að marki fyrir þeim sem tóku við. Indverjar eru næstfjölmennasta þjóð í heimi eins og kunnugt er, en ef marka má mannfjöldafræðinga er þess ekki langt að bíða að þeir velti Kínverjum úr umdeilan- legum heiðurssessi í þessum efnum. Indverjum fjölgar nú um fimmtán milljónir á ári, og með sama áframhaldi ná þeir þúsund milljóna markinu um aldamót. Kínverjar eru að sönnu fjölmenn- ari, en fólksfjölgunin á Indlandi er orðin örari. Þar munar mest um strengilega einbirnapólitík kín- verja í fjölskyldumálum. Forsetakosningar fara að líkindum fram í Brasilíu á næsta ári, en það yrði þá í fyrsta skipti í 28 ár. Lykilnefnd í stjórnar- skrármálefnum ákvað á fundi síðastliðinn sunnudag að klípa tvö ár aftan af kjörtímabili Sarney forseta, og samkvæmt því verður það fjögur ár en ekki sex. Að sönnu á þjóðþingið eftir að leggja blessun sína yfir ákvörðun stjórn- arskrámefndarinnar, en líklegt er talið að hún standi. Atvinnuleysi er nú mikið í Brasilíu og verðbólg- an á þrjúhundruð prósenta ról- inu. Telja stjórnmálarýnar ein- sýnt að þjóðkjörinn forseta þurfi til að kljást við þessi mál. Mengunarótti hefur gripið um sig við Persaflóa vegna olíuborpalls nokkurs í eigu írana. Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á pallinn í fyrra mánuði og hafa eldar logað þar síðan. Óttast menn nú að pallurinn springi í loft upp þá og þegar.með þeim afleiðingum að olía flæði í ómældu magni í sjóinn, sem er nógu mengaður fyrir á þessum slóðum. Fellibylur lék Texasbúa grátt um helgina. Talið er að hann hafi orðið að minnsta kosti ellefu manns að fjörtjóni, byggingar ruku um koll, vegir fóru í sundur og rafmagns- og símastaurar liggja láréttir eftir. Sex hreppar í Texas urðu verst úti í veðurhamnum. Á einum stað rústaði fellibylurinn tveggja hæða múrsteinshús. „Þetta var alveg nýtt hús, fólkið var nýflutt inn,“ sagði lögreglustjórinn á staðnum. Silkiormaskeytin skæðu verða ekki lengur til sölu á alþjóðamarkaði, segir sendi- herra Kínverja í Bandaríkjunum, Han Xu. íranir hafa fjárfest nokk- uð í flugskeytunum sem bera hið óherskáa nafn, og notað til árása á bandarísk skip á Persaflóa. Fyrir vikið hafa Kínverjar sætt ámæli Bandaríkjamanna, og hef- ur verið vík milli vina um skeið. ______________ERLENDAR FRÉTTIR____________ Sri Lanka Indverjar herða sóknina Mannfall er indverskar hersveitir reyna að brjóta andspyrnu tamíla á bak aftur. Miklir bardagar um helgina Indverskar hersveitir reyna nú hvað þær mega til að brjóta andspyrnu Tamfla í norðaustur- hluta Sri Lanka á bak aftur. Um helgina létust fimmtán menn í bardögum að sögn hernaðaryfir- valda, og hálfur þriðji tugur manna til viðbótar særðist í átök- unum. Bardagar geisuðu á sunnudag- inn í hafnarborginni Batticaloa, en þar hefur útgöngubann verið í gildi síðustu fjóra sólarhringa. Yfirmenn hermála á Indlandi segja að um fimm þúsund indver- skir hermenn taki nú þátt í sókn- inni gegn Tamílum um austan- og norðanvert landið. Þeim til fulltingis eru þyrlur sem fljúga lágflug yfir skóglendinu, og her- skip úti fyrir ströndinni gæta þess að engin hjálp berist tamflum sjó- leiðina. Ef marka má ríkisútvarpið á Sri Lanka er ástandið í Jaffna, höfuðvígi Tamfla, nú að færast í eðlilegt horf. Á hinn bóginn er það ljóst að hermönnum Ind- verja hefur ekki tekist að komast inn á Jaffnaskaga sem neinu nem- ur. Alls eru nú um tuttugu þúsund indverskir hermenn á eynni, og eiga þeir að passa upp á að friðar- samningar stjórnvalda á Sri Lanka og indverska forsætis- ráðherrans, Gandhis, séu haldnir í heiðri. Samkvæmt samkomulaginu eiga Indverjar að afvopna Ta- mfla, sem hljóti takmarkað frelsi til sjálfstjórnar að því ætlunar- verki loknu. Frelsistígrar Tamfla hafa það að markmiði að koma á fót sjálfstæðu ríki í norðaustur- hlutanum. HS Indverjar herða sóknina gegn Frelsistígrum Tamíla um landið norðan- og austanvert. Fórnarlömbum stríðsátakanna fjölgar sífellt. Afvopnun Skriður á viðræðum í Genf Velgengurað jafna ágreining risaveldanna umframkvœmd banns við meðaldrœgum kjarnavopnum. Mikilvœgt veganestifyrir toppfundinn í næsta mánuði Háttsettir embættismenn risa- veldanna ræða nú afvopnun- armál af kappi í Genf og leitast við að jafna ágreining um sátt- mála um bann við meðaldrægum kjarnorkuvopnum, en vonir standa til að hann verði undirrit- aður á toppfundinum í Washing- ton í næsta mánuði. Viðræðunum miðar vel. Talsmenn segja að höfuðsamn- ingamönnunum, Max Kampel- man frá Bandaríkjunum og sov- éska varautanríkisráðherranum Yuli Vorontsov, hafi orðið vel ágegnt við að setja undir leka hugsanlegra svindilbragða í fyrir- liggjandi drögum að samningi um meðaldræg kjarnorkuvopn. Ekki er þó reiknað með að heiðursmönnum þessum tveimur takist að jafna ágreiningsmálin í öllum greinum. „Samningamenn beggja aðila í Genf munu halda áfram viðræðum eftir að samn- ingaumleitunum Kampelmans og Vorontsovs lýkur,“ sagði tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, Charles Redman, í gær. Ef af samningnum verður mun öllum meðaldrægum flugskeyt- um verða eytt, en með þeim er átt við flugskeyti sem draga frá 500 upp í 5000 kílómetra. Að lang- mestum hluta eru þau í Evrópu. HS Egyptar Teknir í sátt Saudi-Arabar lýstu því yfir í gær að þeir hefðu tekið upp fullt stjórnmálasamband við Egypta. Þar með eru þeir sjöunda araba- þjóðin sem verður til að friðmæl- ast við Egypta síðan leiðtogafundi arabaleiðtoga lauk í Amman í Jórdaníu í fyrir viku. Á fundi leiðtoga Arababanda- lagsins í Amman á dögunum var ákveðið að einstökum Arabaríkj- um skyldi í sjálfsvald sett hvort þau tækju upp stjórnmálasam- band við Egypta á nýjan leik, en Egyptar hafa verið mjög úti í kuldanum meðal araba síðan á árinu 1979 er þeir undirrituðu friðarsamninga við fsraelsmenn. HS SKÁK Umsjón: Helgi Ólafsson Einvígi Kasparovs og Karpovs í Sevilla Tíðindalítið jafntefli í 14. skákinni Garrí Kasparov og Anatoly Karpov gerðu stutt jafntefli í 14. einvígisskák sinni í Sevilla í gær. Eftir að hafa leikið sínum 21. leik bauð heimsmeistarinn jafntefli sem Karpov þáði. Kasparov held- ur því enn vinnings forskoti sínu. Eitthvert millibilsástand virðist ríkjandi í einvíginu nú. Kasparov er óþekkjanlegur að því leytinu til að hann gerir enga tilraun til að auka forskot sitt og telur hag sín- um sýnilega best borgið með Anatoll Karpov á lygnum sjó í 14. skákinni og á morgun hefur hann hvítt... stuttum jafnteflisskákum. Það þyrfti því ekki að koma á óvart að nokkrar næstu skákir færu á sömu leið en enginn vafl er á að Karpov reynir að herða róðurinn þegar líða tekur á einvígið. Kasparov lék kóngspeðinu í fyrsta leik og aftur tóku þeir til við Caro-Kann vörnina sem tefld var í 10. skákinni. Nú sem þá náði hvítur biskupaparinu af svörtum en að öðru eyti var staðan í algeru jafnvægi og eftir 21. leik hvíts slíðruðu þeir sverðin. Tíu skákir eru eftir af einvíginu og mun Karpov áreiðanlega þiggja jafn hagstæðan byr og gafst í 17., 18. og 19. skák síðasta einvígis en þær skákir vann hann allar. Svo notað sé skákmál hinsvegar, þá virðist hann orðinn gjörsamlega vatnslaus með hvítu svo enn bendir flest til þess að Kasparov verji titilinn. 14. einvígisskák: Garrí Kasparov - Anatoly Karp- ov Caro-Kann 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rgf3 Rgf6 6. Rxf6 Rxf6 7. c3 (Þó Karpov hafi jafnað taflið án erfiðleika í 10. einvígisskákinni eftir þennan meinleysislega leik heldur Kasparov fast við hann. Á því er ekki minnsti vafi að hann hefur ýmsar endurbætur á tafl- mennsku sinni á takteinum svo Karpov verður fyrri til að breyta út af. Karpov hefur setið í þessari stöðu beggja megin borðs og sjálfur kosið að leika 7. Re5 t.d. í fallegri vinningsskák gegn Vla- stimil Hort. Annkr leikur, sem lætur lítið yfir sér, er 7. h3 en hann er runninn undan rifjum Boris Spasskís). 7. ... Bg4 8. h3 Bxf3 9. Dxf3 Dd5 (Karpov lék 9. ... Rd5 og 10. ... Be7 í 10. skákinni. Hann vill forðast endurbætur Kasparovs.) 10. Be2 e6 11. 0-0 Bd6 12. Dd3 Bc7 13. Bf3 Dd7 (Einhver hefði nú reynt 13. ... Dd6 með hótuninni 14. ... Dh2 mát en Karpov trúir ekki á kraftaverk.) 14. Hdl 0-0 15. c4 Had8 16. Db3 De7 (Valdar b-peðið óbeint, 17. Dxb7?? Bh2+! og drottningin fellur. Hvítur hefur komið út úr byrjuninni með biskupaparið og heldur rýmri stöðu en svarta stað- an er afskaplega traust.) 17. g3 Bb8 18. Be3 Hd7 19. Hd2 Hfd8 20. Hadl h6 21. a3 Kasparov bauð jafntefli eftir að hafa leikið þessum leik og Karpov sættist á þau málalok. Staðan: Kasparov l'/i - Karp- ov 6Vi Þriðjudagur 17. nóvember 1987 WÓÐVILJINN SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.