Þjóðviljinn - 20.11.1987, Side 1

Þjóðviljinn - 20.11.1987, Side 1
VMSÍ Viðræður tilgangslausar Búist við hörðum átökum um áramótin, nái samnignsaðilar ekki saman fyrirþann tíma Verkamannasambandið gekk í gær útúr húsi Vinnuveitenda í Garðastrætinu með þeim skila- boðum að áframhaldandi við- ræður væru tilgangslausar að óbreyttri afstöðu vinnuveitenda, sem notuðu viðræðurnar til lítils annars en að tefja tímann. Þá hefði framlag þeirra til samkomulags eingöngu verið hugmyndir til skerðingar og tak- mörkunar á gildandi samningum. Framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins hefur hvatt aðildarfélög sín til þess að vera reiðubúin til aðgerða um leið og samningar losna, en búist er við hörðum átökum um áramótin, breyti atvinnurekendur ekki af- stöðu sinni. Á blaðamannafundi með fullt- rúum Verkamannasambandsins í gær sagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verka- mannasambandsins að vinnu- veitendur viðurkenndu þá stað- reynd að ákveðinna leiðréttinga væri þörf á launum félaga í Verkamannasambandinu, en þeir sýndu hins vegar engan lit til þess að koma til móts við kröfur um leiðréttingu á launum þeirra sem eftir hafa setið í launask- riðinu. Þá hefðu vinnuveitendur með „heimatilbúinni þjóðhagss- pá“ sinni sett málin í illleysan- legan hnút og spáin væri í raun enn einn fyrirslátturinn til þess að tefja viðræður. Guðríður Elíasdóttir annar varaforseti ASÍ sagði dæmi þess fjölmörg að atvinnurekendur væru orðnir óþreyjufullir eftir samningum og væru farnir að óska eftir því að semja sér, enda þætti þeim sjálfum nóg um hvað launin væru lág. Þröstur Ólafsson í framkvæmdastjórn VMSÍ tók undir orð Guðríðar og sagði þetta vera vísbendingu um það að samningamál væru að finna sér nýjan farveg. Karvel Pálmason varaformað- ur VMSÍ taldi að gangur samn- ingsviðræðnanna á Vestfjörðum gæfi gott fordæmi fyrir því að fé- lögin ættu sjálf að fara að hugsa sinn gang og benti hann á að Al- þýðusamband Austfjarða væri að hefja viðræður við vinnuveitend- ur í dag. -K.ÓI. Sjá fréttatilkynningu VMSÍ á bls. 5 “Hunskist þið þá bara,“ gæti Þór- arinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSl verið að segja við fulltrúa Verkamannasam- bandsins þegar þeir yfirgáfu vinnuveitendur eftir að hafa til- kynnt þeim að frekari viðræður væru tilgangslausar að óbreyttri afstöðu vinnuveitenda. Mynd: E.ÓI. Útsvarið Óánægja hjá sveítarstjómum GuðmundurArni Stefánsson: Höfum áhyggjur afframkvæmd staðgreiðslunnar. verkefnum til sveitarfélaga í að tryggja þeim nægilegt fé, en sveitarfélaga," sagði Guðmund- auknum mæli, en þá verður líka útsvarið er helmingur tekna ur Árni. HS/-Sáf Sjónvarpið Pólitísk misbeiting Hrafn Gunnlaugsson rekurSonju B. Jónsdótturúr starfi. Sonja neitaði að maður vikunnaryrði arkitektinn að ráðhúsinu. Sonja: Pólitísk misnotkun á Sjónvarpinu Eyðni Smituðum fjölgar Kona bœtist í hóp eyðnismitaðra Ein kona hefur nýlega bæst í hóp þeirra sem mælst hafa smitaðir af eyðniveirunni og eru smitaðir nú alls orðnir 33. Konan smitaðist við samfarir, en alls hafa 3 gagnkynhneigðir einstak- lingar smitast við samfarir. Af öðrum sem nú eru smitaðir af eyðni er fjöldi homma 22,7 eru fíkniefnaneytendur og einn hefur smitast við blóðgjöf. Fjórir smitaðir einstaklingar hafa feng- ið alnæmi og þrír þeirra eru látn- ir. Þá eru 15 þeirra sem smitast hafa með forstigseinkenni. Þrjá- tíu karlar hafa nú smitast af eyðni og þrjár konur. Nemendur í Fjölbrautarskól- anum á Selfossi hyggjast, á laugardaginn, vekja athygli á smithættunni af eyðni með því að ganga frá Reykjavík til Selfoss með tvo barnavagna fulla af smokkum. Samtímis munu þeir standa fyrir fjársöfnun til barátt- unnar gegn eyðni, en ágóðinn mun að mestu renna til Land- læknisembættisins. -K.ÓI. Félagsmálaráðherra ákvað í gær að innheimtuhlutfall út- svars í staðgreiðslukerfi opin- berra gjalda skuli verða 6,7% árið 1988. Samband íslenskra sveitarfélaga hafði farið fram á að innheimtuhlutfall yrði 7,5%. „Það er eðlilegt að ríkið setji einhverjar almennar leikreglur, en ekki að það leggi línurnar með jafn afdráttarlausum hætti og nú er gert,“ sagði Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, um að félagsmálaráðherra ákveði svona útsvarsprósentuna. „Aðalatriðið er að sveitar- stjórnarmenn hafa áhyggjur af framkvæmd staðgreiðslunnar, hvar í flokki sem þeir eru, og okk- ar hluta sem markast af útsvars- prósentunni,“ sagði Guðmundur Árni. „Óvissuþættirnir eru marg- ir enda að vonum engin reynsla komin á staðgreiðslukerfið." Guðmundur Árni sagði að ákvörðun um útsvar yrði að liggja fyrir í ársbyrjun og að henni yrði ekki breytt með einhverjum til- færingum á miðju ári. Þessvegna þykir sveitarstjórnarmönnum tryggara að hafa hlutfallið rými- íegt „Eg er meðmæltur því að vísa Hrafn Gunnlaugsson forstöðu- maður innlendrar dagskrár- deildar Sjónvarpsins hefur enn einu sinni látið til sín taka á Sjón- varpinu, að þessu sinni með því að reka Sonju B. Jónsdóttur fréttamann sem ráðin hafði verið til þess að hafa umsjón með gerð fjögurra þátta um mann vikunn- ar. Astæðan var sú að Sonja neitaði að fara að beiðni Hrafns um að maður vikunnar yrði Mar- grét Harðardóttir, annar arkit- ektinn að ráðhúsi því sem fyrir- hugað er að reisa við og í Tjörn- inni. „Mér fannst það pólitísk mis- notkun á Sjónvarpinu að fara að nota þáttinn undir pólitískt mál þar sem eingöngu eitt sjónarmið kæmi fram,“ sagði Sonja. „Auk þess er þátturinn þess eðlis að hörð pólitísk mál eiga þar ekki heima. Þessum þætti var ætlað að vera með jákvæðum former- kjum, þáttur þar sem fram kæmu hvunndagshetjur og annað skemmtilegt fólk. Ráðhúsmálið er orðið að pólitísku harki, um slík mál er fjallað í Kastljósi og þar var rætt við Margréti þegar fjallað var um ráðhúsið fyrir viku.“ Sonja sagði auk þess að það væri mjög óeðlilegt að um- sjónarmenn þátta hefðu ekkert að segja um þætti sem þeir bæru ábyrgð á. Sonja hafði lokið við gerð tveggja þátta af fjórum um- sömdum, þegar Hrafn pirraðist yfir „óþægðinni“ og gaf Sonju sparkið. í stað hennar var ráðinn til starfans Baldur Hermannsson, en hann vinnur nú að upptöku þáttarins með Margréti Harðar- dóttur. Á fréttastofu Sjónvarps hefur Hrafn verið mikið gagnrýndur fyrir valið á manni vikunnar sem og brottrekstri Sonju. Ekki náð- ist í Hrafn vegna þessa máls í gær. -K.Ól.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.