Þjóðviljinn - 20.11.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 20.11.1987, Qupperneq 8
_______HEIMURINN_ Kosningabarátta aöhefjast í Frakklandi ótt enn séu einir sex mánuðir þangað til forsetakosningar eiga að fara fram í Frakklandi og alger óvissa ríki um það hvort Mitterrand muni reyna að ná kjöri í annað sinn, er allt líf i landinu smám saman að verða undirlagt af kosningabaráttu. Að svo stöddu berjast stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar á frem- ur sérstæðan hátt: þeir reyna að klekkja hvor á öðrum með því að draga fram í dagsljósið eða setja á oddinn „hneykslismál“ andstæð- ingsins og veifa þeim framan í hann. I þeim heldur óskemmti- lega hildarleik hafa stjórnarsinn- ar ótvírætt vinninginn, þegar þessi orð eru rituð: með því að Ijóstra upp um leynilega og alveg ólöglega vopnasölu til erkiklerk- anna í íran á stjórnartímum só- síalista hafa þeir gert mikinn usla í herbúðum hinna síðarnefndu. Hver sem niðurstaðan af þessum „afhjúpunum“ kann að lokum að verða, sýnir þetta að kosninga- baráttan verður óhemju hörð og öllum ráðum og brögðum verður beitt. Eitt sætið er autt Ekki er samt víst að þessar deilur í kringum alls kyns hneykslismál séu aðalatriðið, þótt þær séu mest áberandi: svo virðist sem kosningabaráttan mótist í grundvallaratriðum af því að einn aðalþátttakandinn - Mitterrand forseti sálfur- er fjar- verandi, af því að eitt sætið við þetta „spilaborð“ er ennþá autt. Það er eins og allt annað - jafnvel uppljóstranirnar um hneykslis- málin - skipist í kringum þessa „eyðu“ og fái form sitt af henni. Flest bendir til þess að Mitter- rand stefni að því að bjóða sig fram og hann vinni markvisst að því að búa í haginn fyrir slíkt framboð, þótt hann hafi ef til vill ekki tekið lokaákvörðun um það sjálfur hvort hann gefur kost á sér aftur eða hvort hann kýs heldur að víkja af hólmi eftir að hafa notið dæmafárra vinsælda í for- setastól í lok kjörtímabilsins. En ef hann fer í framboð er það nauðsynlegt vegna þeirrar barátt- uaðferðar, sem hann virðist hafa valið sér, að hann geri það upp- skátt eins seint og auðið er. Á þann hátt getur hann nýtt til fullnustu fjögur tromp sem hann hefur í hendi: að hafa sem lengst fullt svigrúm og geta notið þeirrar virðingar sem forsetaembættinu fylgir, að láta líta svo út að með því að bjóða sig fram sé hann ein- ungis að ganga til móts við óskir meirihluta kjósenda, að leyfa klofningi og sundurþykki að grafa um sig meðal stjórnarsinna og reyndar hægri manna yfirleitt, þangað til hinir ýmsu armar þeirra eru orðnir illsættanlegir og almenningur leiður á úlflúðinni, og koma því loks til leiðar að kosningabaráttan snúist ekki fyrst og fremst um efnahagsmál heldur félagsmál, t.d. hlutskipti innfluttra manna, kynþáttahatur o.þ.h., en á slíkum sviðum er Mitterrand ósigrandi og hægri menn þar að auki flæktir í sínum eigin mótsögnum. Stjórnarsinnar reyna hins vegar að koma í veg fyrir að Mitterrand geti nýtt sér þessi tromp, - og kannski þó fyrst og fremst að fá hann með ýmsum brögðum ofan af þeirri hugmynd að bjóða sig fram aftur. Þar sem ekkert af þessu er sagt berum orðum í stjórnmálabarátt- unni, er ástandið ótryggt og undarlegt, og við allt annað bætast ýmsir atburðir, t.d. verðb- réfahrunið, sem enginn gat séð fyrir, en geta haft mikil áhrif á gang mála. Mótsagnakenndar vinsældir í allri óvissunni er það þó fastur punktur, að vinsældir Mitterr- ands eru nú óvenju miklar. Hann hefur að sjálfsögðu óskipt fylgi sósíalista, vinstri radíkala og slíkra, en kommúnistar eru hins vegar svo að segja úr leik, þannig að það hefur naumast mikil áhrif þótt þeir velji þann kost að styðja hann ekki í seinni umferðinni. Leiðtogi „endurnýjunarsinna", Pierre Juquin, sem nú er búið að Einar Már Jónsson skrifar reka, hefur ákveðið að leggjast út í sérstakt framboð, en stjórn kommúnistaflokksins fæst nú fyrst og fremst við „hreinsanir“ sem hafa að markmiði að bola á einn eða annan hátt burt úr flokknum þeim „endurnýjunar- sinnum“ sem enn eru eftir innan- vébanda hans. Ýmsir þekktir menn hafa annað hvort verið reknir eða neyddir til að fara, m.a. Marcel Rigout, fyrrverandi ráðherra, og hefur það veikt flokkinn verulega. Skoðana- kannanir benda því til þess að í fyrri umferð forsetakosninga - ef þær færu fram nú - myndi Mitter- rand fá um 35% atkvæða og sigra auðveldlega í seinni umferðinni, þegar kosið er milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hafa hlotið, með um eða yfir 52% atkvæða, hver sem andstæðingurinn yrði, - hvort sem það yrði Chirac eða Barre. í þessu er samt nokkuð undar- leg mótsögn: þótt meirihluti kjós- enda lýsi því þannig yfir í skoð- anakönnunum, að hann muni styðja Mitterrand í forsetakosn- ingum, leiða þessar sömu skoð- anakannanir í ljós, að meirihlut- inn telur samt sem áður að hann ætti ekki að bjóða sig fram á ný. Engin skýring hefur komið fram á þessari flækju, en forsprakkar sósíalistaflokksins benda á, að tala þeirra sem vilja að Mitter- rand gefi kost á sér sé svipuð og fylgi sósíalistaflokksins og ann- arra vinstri afla tengdra honum og sé hún góður grundvöliur til að byggja kosningabaráttuna á. Þótt Mitterrand njóti þannig mikilla vinsælda og þeirrar virðingar sem forsetaembættinu fylgir, getur hann því ekki enn sem komið er boðið sig fram á þeim forsendum að hann hefði að vísu kosið að draga sig í hlé en sjái sér ekki annað fært en að láta undan al- mennum áskorunum... Eitt kann að gera honum erfið- ara en ella hefði verið að komast í þá stöðu: verðbréfahrunið mikla gæti haft þær afleiðingar, að kosningabaráttan fari að snúast fyrst og fremst um efnahagsmál, sem hafa ekki svo mjög verið á dagskrá fram að þessu. Þar stend- ur Mitterrand ekki eins vel að vígi og annars staðar, og eru allar horfur á að þau mál yrðu fyrst og fremst hagstæð fyrir Raymond Barre. „Dómsmálaráðherr- ann er ónanisti“ Annað er hins vegar harla hag- stætt fyrir Mitterrand og það er hinn sífelldi klofningur hægri manna, sem virðist reyndar stöðugt vera að aukast og gerast illkynjaðri. Til þess að geta náð kosningum þarf frambjóðandi hægri manna í seinni umferð ekki aðeins að sameina allt fylgi nú- verandi stjórnarflokka heldur einnig að ná til sín megninu af því fylgi, sem hefur leitað til hægri öfgamannsins Le Pen og „þjóð- fylkingar" hans, en horfurnar á að slíkt sé kleift hafa hingað til farið minnkandi. Lengi voru stjórnarsinnar heldur tvíbentir í afstöðu sinni til Le Pen: þeir töldu að fylgismenn hans væru í eðli sínu hægri sinn- aðir og myndu því sjálfkrafa styðja frambjóðanda stjórnarf- lokkanna í seinni umferð forset- akosninga („Þeir skila sér til föðurhúsanna," sagði Chirac), en þessi grundvallarhugmynd leiddi til tvenns konar andstæðra við- bragða. Ýmist reyndu stjórnar- sinnar að hlífa fylgismönnum Le Pen með því að forðast að gagnrýna öfgahugmyndir þeirra eða jaflvel gefa í skyn að ýmislegt væri athugandi í þeim, þessir menn „gæfu aðeins röng svör við réttum spurningum", eða þá fyrir að þeir fældu burt með þessu daðri við „þjóðarfylkinguna" þá kjósendur stjórnarflokkanna, sem voru andsnúnastir öfgahug- myndunum. En í september og október fóru Le Pen og fylgismenn hans inn á þær brautir, að ógerningur virtist að þeir gætu síðan í náinni framtíð gengið til stuðnings við stjórnarflokkana og frambjóð- anda þeirra. Sumir álíta jafnvel að það hafi verið með ráðum gert: telji Le Pen það vænlegast fyrir „þjóðarfylkingu“ sína að uppgang hennar að Mitterrand nái kjöri á ný... Byrjaði þetta á því að Le Pen lýsti því yfir í beinni sjónvarpsút- sendingu, að gasklefar nasista hefðu verið „smáatriði“ sem sagnfræðinga greindi á um. Það Charles Hernu, „svartu sauðurinn" I sósíalistaflokknum. varð samstundis ægilegur hvellur um allt land, og jafnframt and- stæðingar Le Pen og nota hvert tækifæri til að ráðast á hann og kenningar hans, og hinna sem hafa kannski þörf fyrir atkvæði flokks hans á heimavígstöðvum, vilja því ekki styggja hann og tóku því þann kostinn að þegja ámátlega. Nokkru síðar fóru þingmenn „þjóðarfylkingarinnar" aftur á stúfana: á þingfundi sem haldinn var að næturlagi rétt fyrir miðjan október notuðu þeir tækifærið þegar mjög fáir voru viðstaddir og hleyptu samkomunni upp með rosalegum látum. Undir því yfir- skini að þeir væru að gagnrýna illar mætingar þingmanna gengu þeir berserksgang um „hálfhring- inn“ eins og salur franska þings- ins er kallaður, og sneru þeim „lyklum“ á púltum þingmann- anna sem notaðir eru í atkvæða- greiðslum. Öllum þeim sem reyndu að skakka leikinn var rutt íburtu, þannig að „minnstu mun- aði að þingfundurinn endaði með almennum handalögmálum“, eins og „Libération“ orðaði það skömmu síðar, og jafnframt helltu þeir svívirðingum, fúkyrð- um og klámi yfir andstæðinga sína. Á eftir virðulegri þingkonu Gaullistaflokksins æptu þeir: „Þú lést Cohn-Bendit r... þér 1968,“ og þeir sögðu að dómsmála- ráðherrann leggði stund á ónaní. Þess ber að geta, að samkvæmt frönskum málvenjum getur þessi munnsöfnuður haft pólitískar skírskotanir, en það er svo sem ekkert betra. Sífellt dundi við í gegnum klúryrðin sama leiðslu- stefið: „Chirac verður aldrei fors- eti.“ Eftir þessi ferlegu uppákomu 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.