Þjóðviljinn - 20.11.1987, Page 10
HEIMURINN
Rómanska Ameríka
Leíötogafundur í trássi
við Bandaríkjastjóm
ínæstu viku hefst í Mexíkó fundur forseta fjölmargra ríkja Rómönsku
Ameríku. Erlendar skuldir ríkjanna og hugmyndir um stofnun
efnahagsbandalags verða efst á baugi
Miguel de la Madrid, forseti Mexíkó, og Jose Sarney, forseti Brasilíu. Báöir eru
þeir mjög áfram um aö ríki Rómönsku Ameríku hefjist til virðingar og auki
viðskipti sín á milli.
Leiðtogar um 320 miljóna íbúa
Rómönsku Ameríku búa sig
nú af kappi undir söguiegan fund
síðar í þessum mánuði sem ætlað
er að marka þáttaskil í sam-
skiptum þeirra. Þá munu þeir
freista þess að móta sameiginlega
stefnu gagnvart erlendum lánar-
drottnum ríkja sinna og stórauka
samvinnu á sviði verslunar og
viðskipta.
Fundurinn mun fara fram dag-
ana 27. og 28. nóvember í mexík-
anska sjávarbænum Acapulco og
hann munu sækja forsetar Arg-'
entínu, Brasilíu, Kólombíu,
Mexíkó, Panama, Perú, Uruguay
og Venezuelu.
„Á þessum fundi munum við
taka ákvarðanir um aðgerðir sem
skipa munu löndum álfunnar í
fremstu röð meðal ríkja heims og
ennfremur stórauka samstarf
þeirra á meðal,“ sagði Miguel de
ía Madrid, forseti Mexíkó, fyrir
skemmstu.
Jose Sarney, forseti Brasilíu
sem er stærsta ríki Rómönsku
Ameríku og þriðja skuldugasta
ríki heims, hefur látið þau orð
falla að hann hyggist nota Acap-
ulcofundinn til að flytja á ný til-
lögu sína um að ríki álfunnar
stofni með sér efnahagsbandalag.
Sarney bendir á fordæmi
stjórnar sinnar og ráðamanna í
Argentínu er náðu samkomulagi
í júlí árið 1986 um samvinnu á
sviði verslunar og viðskipta.
Samkvæmt því hafa ríkin afnum-
ið innflutningstolla af fjárfest-
ingavörum hvors annars og af-
leiðingarnar urðu þær að við-
skipti þeirra tvöfölduðust á einu
ári. Embættismenn í löndunum
tveim benda á að svipaður samn-
ingur milli Frakka og Vestur-
Þjóðverja varð undanfari stofn-
unar Efnahagsbandalags Evrópu
á sínum tíma.
Það hefur löngum verið
draumur málsmetandi manna í
Rómönsku Ameríku að þjóðar-
leiðtogar álfunnar legðu fyrir
róða ríg og þjóðrembu og tækju
höndum saman um að skapa vel-
megun þegna sinna enda eigi
löndin mikið sameiginlegt í
menningarlegum efnum, íbúarn-
ir tali sama tungumálið og eigi
svipaða sögu að baki. Upp-
reisnarmennirnir sem börðust
gegn yfirráðum Spánverja og
Portúgala ólu margir þá von í
brjósti að sameina mætti íbúa ál-
funnar.
Fram á okkar daga hafa þessar
hugsjónir ekki verið annað en
orðin tóm og í besta falli vakið
athygli valdsherra þegar þeir hafa
þurft að flytja skrumræður á tylli-
dögum.
En þótt Acapulcofundurinn
rísi ekki undir þeim vonum sem
við hann eru bundnar þá telja
margir syðra það eitt góðan
ávinning að slíkur fundur skuli
haldinn. Þeir leggja sérstaka
áherslu á að þetta er í fyrsta sinni
að leiðtogafundur ríkja Róm-
önsku Ameríku er haldinn án
þess að ráðamenn í höfuðborg
Bandaríkjanna eigi þar fulltrúa
en þeir hafa löngum setið yfir hlut
manna og ríkja sunnan landa-
mæra sinna.
„Loksins, loksins höldum við
íbúar Rómönsku Ameríku
leiðtogafund að frumkvæði okk-
ar sjálfra,“ sagði Alan Wagner,
utanríkisráðherra Perú, þegar
ákvörðun var tekin um fundar-
haldið í ágústmánuði síð-
astliðnum. Ráðamenn í álfunni
hafa í tvígang áður mælt sér mót,
árin 1962 og 1967, en til beggja
samkomanna var boðað af
Bandaríkjastjórn.
Efnahagslíf landa í Mið- og
Suður-Ameríku hefur í gegnum
tíðina verið sniðið með það fyrir
augum að fullnægja kröfum og
eftirspurn frá Bandaríkjunum
og, í minna mæli, Evrópu fremur
en að gert hafi verið út á markaði
í nágrannalöndum. Viðskipti
milli ríkja álfunnar hafa löngum
verið lítil.
Svo dæmi sé tekið þá flytja
Argentína og Brasilía ekki út
nema um sjö af hundraði fram-
leiðslu sinnar til hvors annars
þótt viðskiptin hafi stóraukist
eftir samþykkt tollasamningsins.
Mexíkóbúar flytja meir en tvo
þriðju hluta framleiðslu sinnar til
Bandaríkjanna.
Þegar þessar staðreyndir eru
hafðar í huga liggur í augum uppi
að það er löng leið að því marki
að stofnað verði efnahagsbanda-
lag Rómönsku Ameríku að vest-
urevrópskri fyrirmynd enda er
enginn maður það bjartsýnn að
búast við skjótum árangri.
Engu að síður benda stjórn-
málaskýrendur þar syðra á þá
staðreynd að pólitískt andrúms-
loft í álfunni hafi aldrei fyrr verið
jafnhagstætt þeim öflum er beita
vilja sér fyrir aukinni samvinnu,
jafnt í stjórnmálum sem efna-
hagsmálum.
Gefum einum þeirra orðið:
„Um langt árabil var ekki fyrir
hendi neinn pólitískur vilji fyrir
efnahagssamvinnu en án hans
verður vitaskuld ekki hafist
handa um neitt. Þetta hefur
breyst. Nú hefur rás atburða orð-
ið með þeim hætti að kringum-
stæður hafa aldrei verið hagstæð-
ari þeim sem eru áfram um efna-
hagssamstarf.“
Það munar mest um þá þróun
frá einræði til lýðræðis er átt hef-
ur sér stað í mörgum ríkjanna.
Skuldakreppan mikla sem riðið
hefur röftum í flestum ríkjanna
frá því Mexíkanar voru nánast
gjaldþrota árið 1982 hefur einnig
aukið samstöðu þeirra því í því
máli eiga þau sameiginlegra
hagsmuna að gæta.
Ríki Rómönsku Ameríku
skulda nú erlendum lánardrottn-
um samtals um 380 miljarða
bandaríkjadala og greiðsla af-
borgana hefur dregið mjög úr
hagvexti landanna og skapað að
auki geigvænleg félagsleg og pól-
itísk vandamál á heimaslóð.
Svo dæmi sé tekið af Brasilíu
þá hefur þróun mála þarlendis
fært mönnum heim sanninn um
að svikin loforð stjórnvalda um
bættan hag alþýðu manna leiða
gjarna til mikils umróts í þjóðfé-
laginu.
Þegar Jose Sarney sór embætt-
iseið sem forseti í marsmánuði
árið 1985 hafði hann um það
mörg orð og fögur að hann myndi
leggja sig í framkróka um að bæta
verulega hag þeirra verst settu í
þjóðfélaginu. Menn lögðu trúnað
á orð hans og hann varð þjóð-
hetja á augabragði.
En fagnaðarerindi verður ekki
í askana látið. Áætlun hans er
byggði á verðstöðvun og litlum
lanahækkunum fór út um þúfur
og nú er svo komið að verðgildi
lágmarkslauna, 1628 króna á
mánuði, er meira en þrisvar sinn-
um minna nú en það var fyrir 21
ári.
Skjótt skipast veður í lofti.
Þegar Sarney kom með fríðu
föruneyti í heimsókn til Rio de
Janeiro fyrir fáeinum mánuðum
safnaðist saman múgur og marg-
menni, ekki til að fagna forseta
sínum heldur til að grýta bflalest-
ina. Ástandið er víða hörmulegt í
Brasilíu um þessar mundir. í iðn-
aðarborginni Sao Paulo er al-
gengt orðið að banhungraður al-
menningur ráðist á stórmarkaði
að næturþeli til að verða sér úti
um matarbita.
Sarney hefur brugðist við þess-
um vanda með því að gerast ötull
talsmaður aukinnar efnahags-
samvinnu ríkja Rómönsku Am-
eríku og auk þess lagt mikla
áherslu á að þjóðarleiðtogar álf-
unnar komi sér saman um nýja og
harðari afstöðu til vestrænna
skuldareigenda. -
„Við verðum að vinna ötullega
að því að auka efnahagssamstarf
ríkja álfunnar og byrja á því að
stofna efnahags- og markaðs-
bandalag því það hefur verið gert
víðast hvar annars staðar og gefið
mjög góða raun,“ sagði Sarney
fyrir skemmstu í Mexíkó.
-ks.
Bókmenntakvöld í Þinghóli
Alþýðubandalagið í Kópavogi efnirtil bókmenntakynningar í Þinghóli, Hamraborg
11, laugardaginn 21. nóvemberog hefst dagskráin kl. 20.30.
-leimir
Svava
Einar
Heimir Pálsson les úr bókinni eftir Gorbatsjéf sovét-
eiðtoga.
Bvava Jakobsdóttir les úr bók sinni Gunnlaðar
>ögu.
Einar Kárason les valda kafla úr smásagnasafni
sem er að koma út eftir hann.
Léttar veitingar.
Allir Kópavogsbúar
velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Berðu ekki við
tímaleysi
w í umferðinni.
Þaö ert ýtí sem situr undir stýri.
uÉ UMFERÐAR
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNl Föstudagur 20. nóvember 1987
Úr fátækrahverfum Sao Paulo í Brasilíu. Erlendir lánardrottnar krefjast fjár síns og má þá einu gilda þótt almenningur
svelti.