Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Þjóðviljinn - 29.11.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.11.1987, Blaðsíða 9
Það er ekki gyðingafjandskapur að gagnrýna ísrael Úr viðtali við Söru Roy. Sara Roy er bandarískur gyðingur starfandi við Harvardháskóla, sem samið hefur ítarlega skýrslu um hernám ísraela á Gazasvœðinu, sem mikla athygli hefur vakið. Þaðerdjúpstæð sannfæring mín að ekki sé hægt að finna þolanlega lausn á deilum ísraela og Pal- estínumanna nema hægt sé a.m.k. að skapa þær aðstæð- ur, að hvers kyns mismunun og kynþáttastefna gegn Pal- estínumönnum sé meðhönd- luð eins alvarlega og antisem- ítismi sem beinist gegn gyð- ingum. Rannsóknirmínará Gazasvæðinu og Vestur- bakkanum sýna alltof vel hví- líkur vítahringur skapast þeg- ar menn þreyta gegn þessari kröfu. í staðinn finn ég, sem er gyðingursem lifði af ofsóknir nasista, háttalag sem er í and- stöðu við þær hefðir sem ég var alin upp við og met mikils. Nauðsyn andófs Ég lít svo á að það sé horn- steinn gyðinglegrar hefðar að stunda miskunnarlausa sjálfs- skoðun sem einatt leiðir til andófs gegn ríkjandi viðhorfum. Samt er það svo, að í bandarísku gyðingasamfélagi - því sem ég þekki best - er andófi í málum sem varða ísrael ávallt jafnað til gyðingafjandskapar, svo fárán- legt sem það nú er. Þá eru orðin „sjálfshatur gyðinga" eða „and- semitískur gyðingur" notuð til að niðurlægja slíkt andóf og kæfa það. Siðferðileg undanbrögð og blinda, sem slær marga banda- ríska og ísraelska gyðinga hvenær sem rætt er um meðferð ísraela á Palestínumönnum, eru ekki að- eins brúkuð til að gera lítið úr palestínsku þjóðerni, þessi hegð- un rýrir og gyðinglegt þjóðerni. ísraelski rithöfundurinn Amos Oz hefur skrifað, að sá sem neitar að viðurkenna sérleika annarra muni að lokum verða ekki ósvip- aður þeim sem neita að viður- kenna hans eigin sérleika. Réttur til minnis Palestínumenn og gyðingar búa í landi sem byggt er „hinum “ líka og báðar þjóðir eiga sér sína eigin sögu og minningar. Sagan hefur gert okkur þann sársauka- fulla grikk að þau tíðindi sem voru mikil og gleðileg mörgum gyðingi voru stórslys flestum Pal- estínumönnum. Það er brýnt að menn séu opnir fyrir þessu ólíka mati á sömu tíðindum og skilji það. Allt annað eru hreppasjón- armið og sýnir mikla vöntun á umburðarlyndi. Við getum ekki varðveitt okkar minni með því að afneita minningum Palestínu- manna. Um leið og við neituðum að vera áfram fórnarlömb sög- unnar gerðum við aðra að fórn- arlömbum. Og þegar við neitum að horfast í augu við þetta, þá gerist ekki annað en við verðum fórnarlömb á nýjan leik. Viðurkennum staðreyndir Þegar ég geri mínar rannsókn- ir, skrifa um þær og held fyrirle- stra um þær, þá er það mín tilraun til að upplýsa fólk sem hefur fengið upplýsingar af skornum skammti. Með því að gera þetta reyni ég að sýna möguleika þess hlutverks sem gyðingur getur leikið og ætti ekki að skorast undan. Og ég reyni einnig að sýna fram á það, hve dýru verði það er keypt að hörfa af hólmi. Hvort sem menn stuðla beinlínis að glæp eða blátt áfram leyfa honum að gerast, þá er niður- staðan venjulega ein og söm og siðferðileg sekt er ekki síður mikil. Mannúð og mannúðarleysi fylgjast einatt að. Gyðingar, rétt eins og allar aðrar þjóðir, geta gert sig seka um smánarlegt at- hæfi líkt og þeir sem eitt sinn kúg- uðu þá, og þeir eru færir um að sýna sömu göfugmennsku og þeir sem gáfu þeim von. í þessum skilningi getur sagan ávallt end- urtekið sig og við erum öll jafn fær um að stuðla að endurtekn- ingunni. Palestínumaður handtekinn í átökum á Gasasvæðunum: Við megum ekki gera okkur sek um tvöfalt siðgæði. KVEIKTU Á KERTINU Smásaga eftir palestínskan rithöfund, Jameel Al-Hosani. Ég hélt þú værir nýr koddi sem höfuð mitt hafði enn ekki hvílt á. Ég hélt þú værirfátæk- legur gluggi minn sem ég berst við á næturnar, í myrkr- inu... Hannþjarmar aðmér með sinni dauðaþögn, skelfi- legri þögn sinni. Samt er þetta góður gluggi, góður hlustandi, sem aldrei svarar, mótmælir aldrei, rífst aldrei. Ég hrópaði á hann þá nótt. Ég barði hann og hann kvartaði ekki né stundi. Á eftir hló ég og grét í senn yfir því sem ég hafði upp- götvað: Þessi þögli gluggi var sú manneskja sem þörf er fyrir á okkar öld, á tíma smákónga og pappahásæta. Ekki ég, því ég neita að vera sjeik ættarinnar, sem hlýtt er í blindni án þess að rökræður fari fram. Ég hafna slitnum helgisiðum og gömlum yfirhöfnum. Þegar hlý rödd þín barst til mín í símanum var hún eins og mild flóðbylgja sem gaf mér aftur ró og stillingu. Þú sagðir, stillt eins og nóttin, hlý eins og sumargol- an, öguð í gleði þinni: Á morgun á ég afmæli. Ég ákvað að heimsækja þig. Ég hélt á vendi með jasmínum og mörgum blómum öðrum. En þeir gláptu á mig við hliðið og á skilríki mín. Einn þeirra gekk fram, og rétti þegjandi fram höndina með köldu brosi á þykkum vörum, sleit blóm úr vendinum og festi það í hnappheldu á einkennis- búningnum. Hann vissi að þetta var verra en högg í andlitið. Sorg mín var einhversstaðar falin til annars tíma. En ekki reiði mín Ég henti blómunum þínum, ástin mín. Ég kastaði þeim frá mér. Því ég vil ekki að hann eigi hlut í gjöf minni til þín, ástin mín. Ekki þessi í einkennisbúningn- um. Ég sneri heim aftur og ákvað að færa þér olívugrein. En þegar ég fór út á akur að ná í hana, komu þeir, ég veit ekki hvaðan, og sögðu: Burt með þig. Þetta land hefur verið gert upp- tækt. Ogeinnsemtalaðiarabísku sagðí: Þetta er bannsvæði. Þeir spörkuðu í mig og stilltu mér upp við vegg. Ég missti nokkrar tennur og braut aðrar. Neðri vörin skarst í sundur. Ég þurrkaði mér um munninn og setti brotnu tennurnar í vas- ann. Ég þvoði mér og eins og móðir mín hafði einu sinni ráðlagt hreinsaði ég munninn í volgu salt- vatni. Vertu ekki döpur ástin mín. Allt og sumt sem ég get núna sagt er: til hamingju með daginn, ástin mín. Eitthvert kvöldið, sem þessi vændisöld mun fæða af sér, verð- um við saman, við munum ganga saman undir götuljósunum og borða kaak og falafel og turmos við Damaskushliðið, við leggjum vanga við vanga á grænni grasflöt eins og gestir og ferðamenn gera. Spæjarar verða ekki á eftir okkur eða landamæraverðir. Vertu ekki döpur, ástin mín. Farðu í fallegasta kjölinn þinn, sláðu um þig sjalinu og kveiktu á kertinu. Syngdu hiklaust, því fegurstu söngvarnir eru þeir sem koma út úr rústum þjáningarinnar. Söng- varnir sem við syngjum hæst, hvað sem sorg okkar líður. Syngdu hátt og skerðu kökuna og í herbergi mínu mun ég syngja og hvísla að þér. Því í þöglum glugga mínum sé ég ávallt spegilmynd þína í hjarta mínu. áb snaraði Sunnudagur 29. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 268. tölublað -Sunnudagsblaðið (29.11.1987)
https://timarit.is/issue/225363

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

268. tölublað -Sunnudagsblaðið (29.11.1987)

Aðgerðir: