Þjóðviljinn - 29.11.1987, Blaðsíða 19
í dag verður ekkert fjallaö um hljóm-
sveitina WASP
einhvern góðlátlegan ævintýra-
blæ. Þeir eru á engan hátt feg-
raðir, en einhvern veginn tekst
Megasi að lauma inn svo mikilli
samúð og skilningi á högum þessa
fólks að maður hrífst með. Mað-
ur er bókstaflega dreginn inní líf
þeirra og list; listina að lifa af á
götum Reykjavíkur. Reyndar fær
maður ekki mikla samúð með
plastpokamanninum, enda ekki
til þess stofnað. Það lag hefur
reyndar nokkra sérstöðu, því það
er orðið nokkuð gamalt í hett-
unni, var fyrst spilað á „come-
back“ tónleikum Megasat í Aust-
urbæjarbíói hér um árið, og þá í
töluvert hægari og lengri útgáfu
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
því að Bubbi Morthens sé eitt
almerkilegasta fyrirbæri íslenskr-
ar rokksögu. Og það er engin
lygi. Hins vegar hef ég löngum
verið á því að þessi sami al-
mannarómur hafi gert sig sekan
um stórfelldar lygar varðandi
textasmíðar Bubba. Þær hafa að
mínu mati aldrei átt skilið húrra-
hrópin sem glumið hafa í fjöl-
miðlum og annars staðar í hvert
skipti sem Bubbi hefur lagt orð í
belg. Ekki fyrr en núna. Og þá
komum við að kjarna málsins -
ég hlýt að vera niðurbrotinn mað-
ur að fá ekki tækifæri til að tæta
Bubba Mortimus í mig eins og
hverja aðra pylsu i Austurstræt-
inu. Ástandið er þó á nokkuð
annan veg, ég er reyndar fjar-
skalega glaður fyrir Bubba hönd
og annarra vandamanna, að hon-
um skuli takast jafn vel upp og
raun ber vitni. Þetta er hiklaust
besta plata Bubba frá því að
Geislavirkir komu út, sællar
minningar. Það vantar reyndar
kraftinn sem þá einkenndi Bubba
en fagmennskan bætir hann fylli-
lega upp í þetta skiptið. Bubbi
hefur lýst því yfir við hina ýmsu
fjölmiðla að hann hafi viljað gera
þjóðlega plötu. Það virðist hafa
tekist ágætlega í hvívetna, og
einu beinu erlendu áhrifin sem
greina má á gripnum eru af hinu
góða. Þá er ég að tala um þá tísku
meðal ýmissa stórpoppara út-
lenskra, að leggja nafn sitt við hin
ýmsu málefni, sem almennt geta
talist af hinu góða. Bubbi ti-
leinkar plötu þessa Amnesty Int-
ernational og geta líklega flestir
verið sammála um ágæti þess fé-
lagsskapar. Og svo við snúum
okkur að tónlistinni, sem á að
vera aðalefni þessa pistils sem
annarra hér á síðunni, þá er hún
bara alveg ágæt, þakka ykkur
fyrir. Það er eitthvað nýtt á þess-
ari plötu, eitthvað annað - ég get
ekki sett puttann á eitthvað eitt
atriði öðru fremur senr greinir
þessa plötu frá undanförnum
meðalmennskuverkum Bubba,
en eitthvað er það samt. Kannski
þessi þjóðlegi blær, hver veit.
Líklega er einfaldast að segja
bara mér finnst hún betri, og láta
þar við sitja. Það er enginn æsing-
ur í þessari tónlist, en heldur eng-
in leti eða kæruleysi, og hljóð-
færaleikur og útsetningar allar á
einn veg; mjög gott. En þó tón-
listin hafi eitthvað batnað er það
ekki nóg. Það hefði dugað
skammt til að koma þessari plötu
í náðina hjá þessum alvitra og
almáttuga gagnrýnanda er hér
styður á ritvél. Það sem gerir út-
slagið er ótrúleg framför í texta-
gerð. Ambögurnar og hortittirn-
ir, sem mér fannst einkenna
Bubba sem textaskáld alveg þar
til núna, hafa vikiö fyrir öguöum
og vönduðum vinnubrögðum
manns sem virðist vita hvað hann
ætlar að segja og - kannski í
fyrsta sinn - líka hvernig hann
ætlar að segja það. Auðvitað er
enginn fullkominn, og það á líka
við urn Bubba. Borgin mín er t.d.
afleitur texti en það er líka sá eini
sem hægt er að fjargviðrast út af.
Að telja eitthvað fleira til er sjálf-
sagt hægt ef viljinn er fyrir hendi,
en slíkt væri tóm smásmygli. Það
er því ekki annað að gera en að
óska Bubba og aðdáendum hans
nær og fjær til hamingju með hina
dægilegustu afurð.
Umsjón:
>ívar Örn Jósepsson
Það birtir til hjá Bubba.
en hér heyrist. En þessi útsetning
fer textanum ekkert síður, magn-
ar reyndar töluvert kulda hans og
hörku. Megas fer ekki troðnar
slóðir í lagasmíðum og hljóðfæra-
leik fremur en endranær og setur
það sinn svip á verkið.
Skemmtilegasta fifferíið eru þó
systurnar Björk og Inga Guð-
mundsdætur. Röddun þeirra í
hinum ýmsu lögum er firna-
skemmtileg, varla heyrt jafn vel
útfærðar bakraddir á íslenskri
plötu nokkru sinni (og býsna
fáum erlendum ef útí það er far-
ið).
Það er í rauninni fáu eða engu
við að bæta. Nema kannski að
ítreka þetta með textana. Það
geta flestir ef ekki allir lært mikið
af Megasi á því sviðinu. Og gera
það vonandi. Og já, meðan ég
man, platan snýst að vísu fyrst og
fremst um Reykjavík og börn
hennar, en eitt lag á sér þó rætur í
erlendri moldu; Fílahirðirinn frá
Súrín. Þetta er laglegt lag með
ljúfum texta sem á sér sína sögu,
okkur óviðkomandi. Og þetta
fellur bara vel inní heildar-
munstrið, eykur aðeins víddina
og gerir rýmra um okkur.
Ef hægt er að tala um plötu
ársins hérlendis, þá er þetta hún -
að mínu mati. En það eiga
reyndar eftir að koma út fleiri
áður en áriðerúti. Kaupið, hlust-
ið og njótið vel ...
Bubbi Morthens:
Dögun
Því hefur verið haldið fram í
hinum íslenska poppheimi að ég
sé illgjarn maður sem geri ekki
annað skemmtilegra en að rakka
niður verk íslenskra tónlistar-
manna. Sjálfsagt er eitthvað til í
því, því ekki lýgur almannaróm-
ur, segir hið fornkveðna. Al-
mannarómur hefur jafnan verið á
uDDhati
í gráskini mána og fjarlægra
stjarna stirndi á svellið og blóðið
var áberandi rautt í hársverði
stúlkunnar þar sem hun lá hál-
fnakin við bakkann án þess að
menn eða endur skiptur sér af
henni frekar en unga manninum
sem hraðaði sér burt sem mest
hann gat hræddur við blind augu
almennings og lögreglunnar sern
var að huga að vetrardekkjum
borgarbúa uppá Miklubraut á
meðan stúlkan lá þarna í blóði
sínu og drengurinn hraðaði sér
burt sem mest hann mátti af ótta
við blind augu almenninga.
Eyvindur skáld renndi sér á
svörtum skaútunum hringinn í
kringum tjörnina þrisvar sinnum.
Hjartað sló enn í brjósti stúlk-
unnar sem lá hálfnakin við bakk-
ann og tunglið sló enn meiri föiva
á hvítt holdið svo geirvörtur
hennar voru eins og tvö starandi
augu sem horfðu útí nóttina og
biðu eftir að einhver liti í þau og
sæi kvölina, kuldann og ásökun-
ina sem í þeim fólst því augu
stúlkunnar voru lokuð og gátu
ekki veitt þær upplýsingar sem
með þurfti og drengurinn var
hlaupinn frá henni .eftir allt það
sem hann hafði gert var hann
hlaupinn frá henni og kom ekki
aftur af ótta við fólkið en hún var
ekki dáin ekki ennþá hugsaði hún
deyjandi hún var ekki dáin enn-
þá
I þridja skiptið sá Eyvindur
skáldi að við norðurenda Tjarn-
arinnar lá ung stúlka hreyfingar-
laus og hálfnakin með starandi
geirvörtur og líklega dáin.
Hún sá mannfjöldann stumra
yfir sér gaggandi galandi á hjálp
guð jessús hjálp voðaverk hver
gerir svona lagað hjálp en hún
fann ekki neitt var ekki fegin var
ekki glöð leið ekki betur var að
deyja lífið laumaðist burt frá
henni upp upp í stjörnurnar og
aldrei aldrei aftur fengi hún að
líða áhyggjulaus eftir svellinu á
norðurendanum endanum henn-
ar og hún var jörðuð þar sem hún
lá.