Þjóðviljinn - 29.11.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.11.1987, Blaðsíða 12
Lög unga fólksins Sú kenning er mjög vinsæl, aö listgagnrýnendurséu mis- heppnaðir listamenn, æfir inni í sér af gremju og vonbrigö- um, öfund og illkvittni út í allt og alla. Þykir þetta sannar- lega botninn í listaheiminum. Eigi að síður er tónlistargagn- rýnanda Þjóðviljans Ijúftog áreiðanlega skylt að votta að hann er einmitt svonafyrir- brigði. Þegar hann var pínulítill fékk hann þá flugu í höfuðið að verða músikant. Svo fór hann að læra. En þá kom í ljós, að það var ekk- ert hægt að kenna honum og hann var einhver versti nemandi sem í tónlistarskóla hefur komið og eru þar þó margir góðir. Kennari hans hafði skömm á honum og viðurkenndi það eftir tuttugu ár, sem þó kom gagnrýnandanum ekki úr jafnvægi, því hann hafði vitað það í tuttugu ár og olli sú vit- neskja því að í spilatíumum varð hann helmingi fífllegri en hann átti þó að sér að vera. Og þar með var draumurinn á enda. En mikið komu minningarnar hugljúfar í hugann og blessuð nostalgían þegar ég fór á tónleika Tónlistarskólans í Reykjavík í Bústaðakirkju fimmtudags- kvöldið 20. nóvember. Hve þetta var fallegt fólk sem var að spila undir leiðsögn Guðnýjar Guð- mundsdóttur og stjórn Gunnars Kvarans. Fyrst var kanoninn frægi eftir Pachelbel. Hann hefur kannski verið eins konar popplag síns tíma. Og hefur þá poppinu held- ur betur farið aftur eins og öllu öðru. Þá var fluttur fiðlukonsert nr. 5 eftir Mozart. Einleikari var ung stúlka, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, og var þetta lokaprófsverkefni hennar. Eftir hlé var leikinn hinn æsispennandi oktett eftir Mendelssohn og gerði hann ekki aðra músík betri. Þá var hann sextán ára. Allt var þetta yndislega skemmtilegt og vel spilað og gerði mig ungan og' glaðan í annað sinn. Það er mesta lygi að unglingar skeyti bara um popp. En þeirri firru er á loft haldið af vissum aðilum sem græða á því að neyða hávaðarugli ofan í unga og aldna. Jafnvel li- fendur og dauða. Áreiðanlega er tímaspursmál hvenær settir verða upp popplúðrar í kirkjugörðum af einskærri illkvittni sem ekki aldrei getað lært eitt né neitt og er sú staðreynd galopin öllum til viðeigandi túlkunar. Fyrsta vet- urinn minn í M.H. byrjaði ég á því að fá 1.0 ííslensku. Ég átti víst skilið að fá 0.0, en prófdómurun- um var einkennilega hlýtt til mín og gáfu mér 1.0 í uppörvunar- skyni. En þar með var útséð með minn akademíska lærdóms- örlaganna mig til að skrifa um músik í önnur og víðlesnari blöð, hvað ég er nú að géra af dæma- fárri alúð og glöggskyggni og frá- bærri fórnarlund. Þannig vildi það til, að þessi misheppnaði tón- listarmaður og misheppnaði lær- dómsmaður, varð fyrir vald ör- laganna verulega vel heppnaður tónlistardómari. Og þetta æfis- gefur dauðum ró, en vill helst ganga af hinum lifandi dauðum. A sunnudaginn 22. nóvember var annar skóli með tónleika. Það var Menntaskólinn við Hamra- hlíð. Kórinn fagnaði tuttugu ára afmæli sínu. Eg var þar. Ekki minnti það mig síður á forna frægð en konsertinn í kirkjunni. Ég gat ekki lært músík. En það var nú ekkert. Ég gat heldur ekk- ert lært í öðrum skólum. Ég hef frama. Svo liðu mörg ár og ekkert dreif á daga mína. Þá hugkvæmd- ist núverandi peningaráðherra í einu kastinu að láta mig skrifa um músik í minnst lesna blað í heimi. Og það gerði ég af sérstakri samviskusemi og réttsýni í þrjú músikölsk ár og vissi enginn af því nema ég og tilvonandi peningaráðherra. Síðan liðu enn nokkur ár og alls ekkert dreif á daga mína. En loks vélaði vald ögubrot segi ég einungis í því skyni að auka skilning og samúð milli dómarans og hinna dæmdu. Nú sat ég þarna í troðfullum salnum í M.H. og starði með að- dáun á þetta unga fólk og tregaði gamla daga þegar ég var svo ung- ur og afar efnilegur. Kórinn söng undir stjórn Þorgerðar lög eftir íslenska höfunda, t.d. Hafliða, Jón Nordal og Þorkel; gömul og ný lög erlendra tónskálda, negra- sálma og eitt íslenskt þjóðlag. Blástjarnan þó skarti skær. Lagið er um hana Svövu sem var enn bjartari en fegursta stjarna him- insins. Sá hefur nú verið skotinn í henni Svövu sem samdi þetta feg- ursta ástlag á íslandi. Þorgerður lét þess getið, áður en kórinn söng lagið, að nú ætlaði æskan að syngja um ástina og gaf í skyn að allir kórfélagar væru meira og minna vitlausir af ást. Var þetta fjarskalega hjartnæmt svo gamlar konur og tónlistargagnrýnandi Þjóðviljans fóru að skæla. Ég minntist nú minnar skíru Svövu er ljómaði svo sæl á mínum himni löngu fyrir daga ljósvakamiðla á íslandi, þar til hún hrapaði í hjónasæng með manni sem erfífl. En nú er hann skilinn við hana Svövu mína. Þegar á reyndi var hún óþolandi sóði og trassi og svo löt að hún nennti ekki að lifa og oft andfúl. En maðurinn sem gift- ist henni og er alltaf sama helv... fíflið, segir að Svava bjarta og skæra sé vonlaust nött. En hver vill horfast í augu við alvöru lífs- ins á tuttugu ára afmælisdaginn sinn? Hver kærir sig þá um þann hræðilega sannleika að ástin er böl heimsins? Ég þarf ekki að taka það fram að kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng frábærlega fal- lega. Ég óska Þorgerði og kórn- um til hamingju og þakka óg- leymanlegar ánægjustundir gegn- um árin. Og ég óska honum lang- rar æfi. En ekki höfðu fjölmiðlar hátt um þetta afmæli. Þetta var ekki nógu ómerkilegt. Hér var engin lágkúra á ferðinni. En lág- kúran er það sem koma skal ef hún er ekki þegar búin að taka völdin. Og það eigum við fylli- lega skilið úr því við látum það yfir okkur ganga. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON ,, ... lækkun á 500 g smjörstykkjunum. Við komum til móts við heimilin í jólaundirbúningnum... Venjulegt verð kr. Jólatilboð: Jólaafslátturinn m s lotaumauöunun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.