Þjóðviljinn - 29.11.1987, Blaðsíða 16
GBHXJ
VB»
SAMANBURD
Valsa súkkulíkið er aldeilis tilvalið í
baksturinn.
Það fæst bæði Ijóst og dökkt í 400
gramma hagkvæmum
sparnaðarpakkningum.
Kynntu þérverðið!
Skúli Óskarsson sýndi gamalkunnug tilþrif.
Of margir leikir?
Ég minnist þess að fyrir
tveimurtil þremurárum kvart-
aði Bogdan Kowalczyck
landsliðsþjálfari í handknatt-
leik yfir því að lærisveinar sínir
fengju ekki nógu marga leiki.
Landsleikir væru alltof fáir,
þeim þyrfti að fjölga um helm-
ing til þess að liðið öðlaðist
nægjanlega leikreynslu. Eftir
alþjóðlega mótið norðan
heiða um síðustu helgi hafði
dæmið snúist við. Bogdan
sagði að liðið léki of marga
leiki og fengi ekki nægilegan
tíma til æfinga!
Petta dæmi sýnir vel hversu
mikil umskipti hafa átt sér stað í
íslenskum handknattleik síðustu
misseri. Bogdan kom oft inná
þetta mál á blaðamannafundum
hér á árum áður og var ávallt að
bera ísland saman við Austur-
Evrópuþjóðirnar - þær spiluðu
fjörtíu landsleiki á meðan Islend-
ingar væru að leika tuttugu. Á
þessu hamraði hann, og fékk
stundum illt auga frá stjórnar-
mönnum HSÍ á þessum fundum.
Þessum hugmyndum hans var
tekið mátulega alvarlega, menn
sáu ekki fyrir sér þann möguleika
að hægt væri að koma til móts við
kröfur Pólverjans nema að litlu
leyti. En einmitt þetta hefur
gerst. Landsliðið lék fimm lands-
leiki á jafnmörgum dögum í
kringum síðustu helgi og gengur í
gegnum það sama í næstu viku.
Árangur fslands í síðustu
heimsmeistarakeppni gerir það
að verkum að nú þarf HSÍ að
velja úr boðum um landsleiki og
hafnar mörgum. Álagið verður
mikið á landsliðsmönnunum
fram að heimsbikarkeppninni í
Svíþjóð í janúar - og í dag á ís-
land á að skipa leikreyndasta
landsliði heims. En jafnvel Bog-
dan er farinn að kvarta undan of
mörgum leikjum og það var að
heyra á sumum leikmannanna að
þá skorti leikgleði og áhuga - og
þá er ekki allt eins og það á að
vera.
Að sumu leyti stöndum við í
dag jafnfætis þeim bestu, en
mikið vantar.samt enn uppá að
okkar landsliðsmenn búi við
sömu aðstæður og kjör og kolleg-
ar þeirra víða annars staðar. Enn
er íslenska liðið að mestu skipað
áhugamönnum sem vinna fullan
vinnudag eða eru í erfiðu námi.
Að mestu segi ég, því áhuga-
mennsku er.orðið erfitt að skil-
greina, líka hér á fslandi. Þótt
lengra hafi verið gengið en áður
hefur þekkst hérlendis eigum við
enn langt í land miðað við margar
aðrar þjóðir, t.d. Frakka sem eru
þó „aðeins“ b-þjóð. Þeirra lands-
Iiðsmenn munu búa allir á sama
stað með fjölskyldum sínum
framað b-keppninni árið 1989!
Svo vikið sé að alþjóðlega mót-
inu á Akureyri og Húsavík var
auðvitað ánægjulegt að ísland
skyldi ná að sigra, ekki síst þegar
sigurmark Guðmundar Guð-
mundssonar í úrslitaleiknum
gegn Pólverjum var skorað á
svona dramatískan hátt á síðustu
sekúndunni. Guðmundur er
alltaf bestur þegar mest á reynir
og þetta mark er mikil upplyfting
fyrir hann eftir að hafa átt frekar
daufa leiki með Víkingum á fs-
landsmótinu til þessa í vetur.
ísland náði sem sagt að vinna
Pólland tvívegis í þremur
leikjum. Ekki eru allir sáttir við
þá útkomu - margir kröfðust þess
að sigrarnir yrðu þrír, en svona
tapleikir inná milli eru hreinlega
nauðsynlegir. Þeir gefa leik-
mönnunum visst aðhald og halda
peim og hinum óhóflega
bjartsýnu íslensku handboltaá-
tiugamönnum við jörðina. Manni
er farin að blöskra sú umræða og
„hystería" sem er komin í gang
fyrir ólympíuleikana sem fram
fara í Seoul eftir tæpt ár. Sumir
eru farnir að tala um bronsverð-
laun sem sjálfsagðan hlut og ekk-
ert annað en gull eða silfur kemur
til greina í hugum annarra. Hvað
er að gerast? Auðvitað er spenn-
andi að gera sér svona hugmyndir
og vissulega er íslenska landsliðið
sterkara og leikreyndara en
nokkru sinni fyrr. En það er svip-
að að styrkleika og 7-8 aðrar
þjóðir og það er ekki hægt að full-
yrða af neinni sanngirni að það
standi fyllilega jafnfætis Sovét-
mönnum, Austur-Þjóðverjum og
Júgóslövum þrátt fyrir vaxandi
gengi gegn þessum risum hand-
knattleiksins á síðustu misserum.
í Seoul getur allt gerst, það er
eins líklegt að ísland hafni í sjö-
unda sætinu og því þriðja og
hvernig yrði slíkum úrslitum
tekið af þeim sem hafa byggt sér
loftkastala löngu fyrirfram?
Akureyringar og Húsvíkingar
voru ánægðir með að fá lands-
leikina norður, en vonbrigði
þeirra voru líka talsverð. Aðeins
einn leikur af sex, úrslitaviður-
eign fslands og Póllands, gat tal-
ist hátt skrifaður á alþjóðlegum
mælikvarða. Lið Portúgals og ís-
raels sýna lakari handknattleik
en gengur og gerist í 1. deildinni
hér heima. Norðanmenn segja að
þessir leikir hefðu verið leiknir
fyrir hálftómum húsum sunnan-
lands- en vonandi er þetta aðeins
smjörþefurinn af því sem koma
skal í flutningi leikja útá lands-
byggðina.
Landsliðið undir 21 árs varð
fyrir miklu áfalli þegar Héðinn
Gilsson handarbrotnaði í síðustu
viku. Það er borin von að hann
geti leikið í heimsmeistarakeppn-
inni í þeim aldursflokki í næsta
mánuði og það hlýtur að skerða
möguleika íslenska liðsins veru-
lega. En þar eru samt margir efni-
legir leikmenn og óþarfi fyrir þá
að leggja árar í bát þótt stór-
skyttan sé úr leik.
Það var ánægjulegt að sjá
Skúla Óskarsson aftur í keppni í
kraftlyftingum eftir fimm ára
hvíld. Enn á hann erindi í þá
bestu í heiminum þótt tæplega
fertugur sé og vonandi stendur
hann við þau orð sín að taka þátt í
mótum af og til á næstunni þó til
of mikils sé mælst að hann hefji
keppni af fullri alvöru á ný.
Sú niðurstaða í könnun þeirri
sem birst hefur í fjölmiðlum síð-
ustu daga að unglingar sem
stunda íþróttir séu mun reglu-
samari en aðrir kemur ekki á
óvart. Það sem vekur hinsvegar
sífellt furðu er hve stjórnvöld eru
enn sinnulaus fyrir félagslegu
gildi íþrótta í þjóðfélaginu.
Iþróttafélögin vinna ómælt for-
varnarstarf, sem sést best á niður-
stöðum könnunarinnar, en það
framlag þeirra er ekki metið að
verðleikum - frekar er býsnast
yfir fjárútlátum til íþrótta-
hreyfingarinnar, og ef hún nær
loksins að afla sér verulegra
tekna eru þær umsvifalaust skatt-
lagðar eins og frekast er unnt.
Síðan er það staðreynd að íþrótt-
ahreyfingin gæti náð til enn fleiri
ungmenna með breyttum áhersl-
um. Of margir krakkar hrökklast
frá íþróttum á viðkvæmasta aldri
vegna þess ofurkapps sem félög
leggja á að ná árangri, vinna mót
og leiki, í stað þess að útvega sem
flestum viðfangsefni við sitt hæfi.
IÞRÓTTASPEGILL
VIÐIR
SIGURÐSSON
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. nóvember 1987