Þjóðviljinn - 29.11.1987, Blaðsíða 18
Punktar af plasti
Megas með Loftmyndina á lofti.
Gífurlegur fjöldi hljómplatna
hellist nú yfir landsmenn. Jóla-
plötuflóðið virðist engu minna en
hliðstætt bókaflóð. íslenskar
jafnt sem erlcndar plötur streyma
í búðir og hinn almenni jólagjaf-
akaupandi veit ekki sitt rjúkandi
ráð. Hvað á að gefa krakkanum?
Ekki skal ég segja neitt um það,
en þetta flóð setur mig í þá að-
stöðu að þurfa að einbeita mér að
plötudómum í dag og verður þess
konar krítík væntanlega megin-
uppistaða Heygarðshornsins al-
veg fram undir jól. Einhverju
reyni ég þó að smygla með svona
öðru hvoru, en í dag er krítík,
krítík og aftur krítík á dagsk-
ránni. Og þá er að hætta tuðinu
og hefja sund.
Robbie
Robertson
Þessi ágæta plata hefur fengið
býsna misjafnar viðtökur
gagnrýnenda í heimi hér. Um
daginn voru þau hjá Melody
Maker t.d. að rakka hana niður.
Aðrir hafa verið býsna jákvæðir.
Og ég er svoddan aumingi, svo
fjarskalega ósjálfstæður, að ég
get ekki gert upp hug minn.
Auðvitað hefði ég aldrei átt að
lesa svona annarra manna dóma
fyrr en ég hafði kveðið upp minn
eiginn. En þetta gerðist sem sagt
og nú sit ég uppi með hausverk.
Og fer því bil beggja. Að sjálf-
sögðu. Ekki það, að ég býst við
að það sama hefði orðið uppi á
teningnum, hefði ég látið alla
dóma framhjá mér fara. Því það
er margt gott á þessari plötu, en
jafnframt ýmislegt sem miður
fer. Byrjum á jákvæðu hliðunum.
Lögin eru yfirleitt kröftug og
grípandi, það á jafnt við um hæg-
ari lögin og hin hraðari, kraftur-
inn er alls staðar fyrir hendi.
Textarnir eru líka prýðilegir, og
magna upp stemmninguna. Að
ógleymdum hljóðfæraleik og
söng sem er eins og best verður á
kosið. En hvað er þá að? Er þetta
þá ekki bara fullkomin plata?
Ekki alveg ... Útsetningar eru til
mikilla trafala á annars góðum
grip. Lögin eru flest ofhlaðin
hljóðfærum og alls kyns óþarfa
útúrdúrum. Ég er einhvern veg-
inn á því að flest lögin hefði notið
sín betur í einfaldari útsetningu.
Og þeir félagar í U2 eru síst til að
bæta úr skák. Þeir spila með
Robbie í tveimur lögum og semja
annað þeirra; Sweet Fire of
Love, með honum. Er skemmst
frá því að segj a að áhrif þeirra eru
svo ríkjandi í þessum lögum að
halda mætti að dæmið væri akk-
úrat öfugt - að Robbie væri að
syngja með U2 en ekki öfugt. Og
á meðan Bono lætur sér nægja að
vera áberandi í lögunum er gítar-
leikur The Edge yfirþyrmandi.
Sama má reyndar segja um
trommuleik Mullens. En fyrir
uta'n þessi atriði er hér um ágætis-
grip að ræða. Má mæla með
henni ...
George Harrison:
Cloud Nine
Gamli Gorgur enn á ferð. Nú
eru iiðin fimm ár frá því hann
sendi síðast frá sér plötu. Kann-
ski ekki skrítið ef litið er til síð-
ustu plötu kappans og þeirra við-
taka sem hún fékk. Gone Troppo
hét hún og þótti einna helst
benda til þess að hún bæri nafn
með réttu. En nú kveður við ann-
an tón. Þessi gamli bítill og blóm-
álfur, sem alltaf féll í skuggann af
Jóni og Páli á sínum tíma, er
greinilega eitthvað að hressast.
Austrænu áhrifin eru nánast
horfin, þó enn megi greina sítar-
inn í svo sem einu lagi, en þar er
hann jú að fjalla um hina gömlu,
góðu daga (When we was fab). í
staðinn er rokkið mætt á svæðið,
all mildilegt rokk að vísu, en rokk
eigi að síður. Devils Radio og tit-
illagið eru góð dæmi um það.
Reyndar gerist hann
fullpoppaður á köflum, svosem í
listasmellnum Got my mind set
on you. Það sem mestan svip set-
ur á þessa plötu er þó þáttur „pró-
dúsentsins“. Til að aðstoða við
upptökur, útsetningar og spila-
mennsku fékk Gorgur til liðs við
sig gamlan bítlaaðdáanda. Jeff
Lynne forsprakka E.L.O. I upp-
hafi var það yfirlýst stefna
E.L.O: (þ.e.a.s. eftir að Roy
Wood yfirgaf bandið) að taka
upp þráðinn þar sem bítlarnir
skíldu hann eftir í lausu lofti eftir
Strawberry Fields. Lynne kunni
sumsé ekki alls kostar við þá
stefnubreytingu sem var eftir það
í tónsmíðum bítilmenna og ákvað
að þróa þessa tónlist áfram á sinn
hátt. Það er svo annað mál hvern-
ig honum fórst það hlutverk úr
hendi. En hér setur hann semsagt
sterkan svip á allt yfirbragð tónl-
istarinnar, stundum svo sterkan
að manni hættir að standa á
sama, eins og í lögunum That’s
what it takes, Fish on the sand og
This is love. Þetta á sérstaklega
við um hljóðfæraleik og útsetn-
ingar (trommurnar, maður ...)
en stundum er jafnvel eins og
Lynne hafi tekið hann í söngnám
líka. En á heildina litið er þetta
heint ekki svo illa af sér vikið af
gömlum poppara. Hann er síður
en svo útbrunninn hann Gorgur
og þessi plata er sjálfsagt velkom-
in í safn gamalla aðdáenda, þeir
verða varla fyrir vonbrigðum í
þetta skiptið. Og það er hreint
ekki óhugsandi að hann kræki sér
í einhverja nýja aðdáendur með-
al velklæddra barna fólks í við-
skiptaheiminum. Góð uppap-
lata ...? Kannski. Alltílæ ...
Pretenders -
The Singles
Það hefur alltaf verið lítill
veikur blettur einhvers staðar
inní hausnum á mér sem ekki
tekur við neinu nema tónlist
Chrissie Hynde og félaga hennar
í Pretenders. Og nú er komin á
markaðinn safnplata með þessari
dágóðu sveit. Þar eru saman
komin öll þau lög sem gefin hafa
verið út á smáskífu ígegnum árin.
Og það er svo undarlegt með
Pretenders, öfugt við margar aðr-
ar hljómsveitir, að bestu lögin
þeirra hafa jafnframt orðið þau
vinsælustu. Það er nefnilega
ósjaldan að tindasmellir hinna
ýmsu sveita hafa verið slökustu
lögin á breiðskífunum. En slíku
er ekki fyrir að fara á þessum bæ.
Þar með er ég ekki að halda því
fram að önnur lög Pretenders séu
eitthvert slor, síður en svo. En á
þessari safnplötu er gefin býsna
góð mynd af Pretenders og flest
þeirra bestu lög samankomin á
eitt plast. Þetta er svona safn-
plata, sem jafnvel áköfustu aðdá-
endur ættu að hafa ánægju af,
þrátt fyrir að þeir eigi jafnvel öll
þessi lög fyrir á hinum og þessum
plötum átrúnaðargoðanna. Og
fyrir hina er þessi plata hreinlega
ómissandi.
Megas: Loftmynd
Margt hefur verið sungið um
hana Reykjavík í gegnum árin.
Tjörnin og Hljómskálinn, með
Esjuna í baksýn, hafa verið
mörgu skáldinu hráefni í heilu
bækurnar af misheppnuðum
lummum. Og nú er svo komið að
Megas sjálfur hefur tekið sig til
og sungið borgina inn á plötu. En
þetta er kannski ekki alveg sama
Reykjavíkin og við eigum að
venjast frá dægurlagasöngvurum
fyrri tíma. Fjólubláu draumarnir
snúast upp í martraðir og endurn-
ar drukkna eins og ekkert sé sjálf-
sagðara. Því hér er mestmegnis
fjallað um menn og gjörðir, sem
oftar en ekki teljast til hins óæ-
skilega eða skuggalega í augum
betri borgaranna. Rónar,
plastpokamenn og vandræðaung-
lingar vaða uppi. Jafnvel morð-
ingjar. Og í snilldarlegum textum
þessa höfuðskálds íslenskra
poppara, fá einmitt þessi úrhrök
samfélagsins, þessir afskiptu og
útskúfuðu einstaklingar, eða
þjóðfélagshópar öllu heldur, á sig
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. nóvember 1987