Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 2
rSPURNINGIN-1 Áttu von á gengisfellingu á næstunni? Kjartan Sigurgeirsson forritari: Ég hef bara ekki hugmynd um þaö. Margrét Ósvaldsdóttir hjúkrunarfræöingur: Nei, það held ég ekki. Þeir þora það ekki. Jón Gunnarsson sjómaður: Alveg eins, en hversu mikil er ómögulegt að segja. Edith Nicolaidóttir húsmóðir: Ég býst alveg eins við því, en vonandi verður hún ekki mikil. Hörður Ragnarsson bílstjóri: Nei, það held ég ekki. Ég hef trú á því að þeir haldi þessu stöðugu. FRETTIR Patreksfjörður Uthaldslitlir kratar Úlfar B. Thoroddsen sveitarstjóri: Afstaða Alþýðuflokksins veldur okkur vonbrigðum. Ekki sjálfgefið að kvótifylgi skipi. Ekkert sveitarfélag orðið jafn illa fyrir barðinu á kvótaeign útgerðarmanna Það veldur okkur miklum von- brigðum að Alþýðuflokkur- inn með Sighvat Björgvinsson í fylkingarbrjósti, skuli ekki hafa meiri dug og þor til að halda þeirri skoðun til streitu að skilja á milli þess að kvóti fylgi bát í þeirri endurskoðun sem fram fer á nú- gildandi fiskveiðistjórnun. Ekk- ert sveitarfélag hefur orðið jafn ilia fyrir barðinu á kvótaeign út- gerðarmanna og Patreksfjörður, sagði Úlfar B. Thoroddsen sveitarstjóri í samtali við Þjóð- viljann í gær. Það vakti mikla athygli á dög- unum sú skoðun alþýðuflokks- manna að það væri ekki sjálfgefið að kvóti ætti að fylgja bátum og skipum. Seinna kom það á dag- inn að þessi skoðun kratanna rist- ir ekki djúpt og er aðeins leikur í refskák flokksins við samstarfs- flokka hans í ríkisstjórninni til þess að auðvelda öðrum málum hans að ná í gegn á þingi. Það eina sem eftir stendur er að endur- skoða eigi fiskveiðistefnuna öðru hvoru, þegar mönnum þykir það henta. Að sögn Úlfars er Patreks- fjörður ekki nema svipur hjá sjón sem útgerðarpláss í dag miðað við það sem það var fyrir fimm árum. Þá voru gerðir þaðan út um 10 vertíðarbátar. í dag er búið að selja þá flesta til annarra byggðarlaga og jafnframt hefur afli sem á land hefur borist minnkað að mun. í dag eru á Patreksfirði gerðir út tveir stórir bátar og einn togari auk smábáta. „Sú ráðstöfun að láta útgerðar- menn halda kvótanum er að mínu mati alvarlegasta aðförin sem gerð hefur verið að hagsmuna- máli allrar þjóðarinnar, sem er sameiginleg auðlind hennar á fiskimiðum í kringum landið. Ég átti von á því að Alþýðuflokkur- inn hefði sterkari bein heldur en raun ber vitni,“ sagði Úlfar B. Thoroddsen. grh Myndlist Listakona í gróandanum Kristín Jónsdóttir - Listakona í gróandanum, nefnist nýút- komin bók eftir Aðalstein Ingólfs- son, sem bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefið út. Bókin er hin vand- aðasta að allri gerð og er prýdd 65 litmyndum sem gefa gott yfirlit yfir ævistarf þessarar listakonu, sem var ekki bara brautryðjandi meðal kvenna í íslenskri mynd- list, heldur tilheyrði líka brautryðjendakynslóð islenskra myndlistarmanna, en Kristín hefði orðið 100 ára þann 25. janú- ar næstkomandi. Kristín Jónsdóttir stundaði nám við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1911-1916 og var búsett þar til ársins 1924 er hún fluttist heim með manni sín- um, Valtý Stefánssyni, sem síðan gerðist ritstjóri Morgunblaðsins. Kristín lést í Reykjavík árið 1959. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í gær í tilefni útkomu bók- arinnar, sagði Aðalsteinn Ing- ólfsson að við rannsókn á ævi- starfi Kristínar hefði honum komið á óvart hversu sjálfu sér samkvæmt en um leið fjölbreyti- legt framlag Kristínar hefði verið til íslenskrar myndlistar, sem og sá skilningur sem hún hefði haft á framlagi málara af yngri kynslóð- inni sem Ieiddu ab- straktmálverkið til vegs í íslenskri myndlist. Bókin um Kristínu Jónsdóttur er 197 bls. að stærð og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. -ólg. Kristín Jónsdóttir í vinnustofu sinni í Kaupmannahöfn árið 1917 Sambandið Vinnumiðlun komin í gagnið Fjölnir Sigurjónsson trúnaðarmaður: Erum að jafna okkur. Verst fyrir elstu starfsmennina Við bindum vonir við að hægt verði að útvega flestum aðra vinnu, sagði Fjölnir Sigurjónsson trúnarðarmaður loðbandsdeild- ar Ullariðnaðar Sambandsins um stöðu þeirra 80 starfsmanna sem var sagt upp þar þegar ullariðn- aðurinn var sameinaður Alafossi. í gær var sett á stofn vinnumiðlun hjá Sambandinu, en í gegnum hana verður leitast við að útvega þeim vinnu sem sagt var upp. Fjölnir sagði að fólk væri smám saman að jafna sig eftir uppsagnirnar sem bar mjög brátt að. Verst hefðu þær komið við starfsfólk sem væri búið að vera mjög lengi á vinnustaðnum, en margt þeirra óttaðist að fá ekki vinnu aftur. Útlitið væri hins veg- ar ekki eins slæmt og virtist í fyrstu. „En sálræni hlutinn er auðvitað erfiðastur. Allir þekkja skrekkinn sem fylgir því að byrja í nýju starfi og hann er auðvitað mestur hjá elsta starfsfólkinu," sagði Fjölnir. Alls var 140 manns sagt upp vegna sameiningarinnar. k.Ó1. Bjórfrumvarpið Læknaprófessorar á móti Sextán prófessorar í læknis- fræði við Háskóla íslands hafa sent alþingismönnum undirritað bréf þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum vegna bjórfrumvarpsins, sem nú liggur fyrir þinginu. í bréfinu segir að þetta sé eitt afdrifaríkasta frumvarpið sem Alþingi hafi haft til meðferðar um heilbrigðismál til þessa. Segir í bréfinu að með samþykkt frum- varpsins sé stefnt að aukinni heildarnotkun áfengis, en sannað sé að slík aukning muni auka á þau áfengisvandamál sem séu fyrir í þjóðfélaginu. Undir bréfið skrifa eftirtaldir prófessorar: Ás- mundur Brekkan, Gunnar Þór Jónsson, Helgi Valdimarsson, Jónas Hallgrímsson, Jóhann Ax- elsson, Margrét Guðnadóttir, Víkingur Arnórsson, Þórður Harðarson, Gunnar Guðmunds- son, Hjalti Þórarinsson, Hrafn Tulinius, Magnús Jóhannsson, Tómas Helgason, Þorkell Jó- hannesson og Hannes Blöndal. "■ -ólg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.