Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Páll Ólafsson var markahæstur (slendinga í gær og skoraði fjögur mörk. Mynd:E.ÓI.
Handbolti
Slæmur kafli varð
íslendingum að falli
Töpudufyrir heimsmeisturunum Júgóslövum ífyrsta
leiknum í Lotto-mótinu í Noregi
Evrópukeppni
Naumt hjá
Ungverjum
Ungverjar máttu þakka fyrir
sigur yfir Kýpur í Evrópukeppni
landsliða í knattpsyrnu í gær.
Ungverjar sigurðu, 1-0, en sigur-
markið kom á síðustu mínútu
leiksins.
Kýpurbúar hafa ekki náð langt
í knattspyrnu og hafa ekki enn
fengið stig í riðlinum. Pað kom
því mjög á óvart að þeir skyldu
tapa með aðeins einu marki gegn
Ungverjum á útivelli.
Það var Kiprich sem skoraði
sigurmark Ungverja.
Kýpur var dæmdur sigur í leik
gegn Hollandi, en eftir að Hol-
lendingar áfrýjuðu var ákveðið
að þjóðirnar skyldu leika að
nýju. Sá leikur kemur til með að
ráða úrslitum í 5. riðli.
Staðan i 5. riðli:
Holland.......6 4 2 0 8-1 10
Grikkland.....7 4 1 2 12-10 9
Ungverjaland..8 4 0 4 13-11 8
Pólland.......8 3 2 3 9-11 8
Kýpur.........7 0 1 6 3-12 1
Jafnt hjá Skotum
Pað voru ekki aðeins Kýpurbú-
ar sem komu á óvart í gær. Lux-
emburg fékk sitt fyrsta stig með
því að gera markalaust jafntefli
gegn Skotum í 7. riðli.
Þrátt fyrir að úrslitin í 7. riðli
séu ráðin, áttu flestir von á því að
Skotar ynnu stóran sigur og björ-
guðu andiitinu. Með góðum sigri
hefðu þeir geta komist í 2. sæti,
en húka þess í stað í 4. sæti.
Lokastaðan í 7. riðli:
(rland.............8 4 3 1 10-5 11
Búlgaría...........8 4 2 2 12-6 10
Belgía.............8 3 3 2 12-6 10
Skotland...........8 3 3 2 7-5 8
Luxemburg..........8 0 1 7 2-23 1
Eitt laust sæti
Það er aðeins einu sæti óráð-
stafað í lokakeppninni. Það er í 5.
riðli. Hollendingar mæta Kýpur í
næstu viku og með sigri geta þeir
tryggt sér sæti í lokakeppninni í
Stuttgart.
Þjóðirnar sem þegar eru
komnar áfram eru gestgjafarnir,
V-Þýskaland, Spánn, Ítalía, So-
vétríkin, England. Danmörk og
írland. -Ibe/Reuter
Knattpspyrna
Larsson
til Ajax
Peter Larsson, einn sterkasti
varnarmaður Gautarborgarliðs-
ins sem sigraði í UEFA-bikarnum
í vor, er á leið til Ajax.
Hann er annar leikmaður
Gautaborgar sem yfirgefur fé-
lagið á skömmum tíma. Glenn
Hysen fór til Fiorentina á Ítalíu í
upphafi keppnistímabilsins.
Félögin vildu ekki gefa upp
verðið, en forráðamenn Gauta-
borgar sögðust vera ánægðir með
samninginn. -ibe/Reuter
Það var fyrst og fremst hræði-
leg byrjun í síðari hálfleik sem
kostaði ísienska landsliðið í hand-
knattleik sigur gegn Júgóslavíu í
fyrsta leik Lotto-mótsins í Noregi.
Leikurinn var jafn framan af og í
hálfleik var staðan 10-10. Það
gekk hinsvegar ekkert hjá íslend-
ingum í síðari hálfleik og fímm
mörk í röð frá Júgóslövum gerðu
út um leikinn.
„Þetta var ömurlegt í síðari
hálfleik. Við klúðruðum boltan-
um hvað eftir annað og þeir
skoruðu meirihlutann af sínum
mörkum úr hraðaupphlaupum
og það er slæmt að fá á sig svo-
leiðis mörk,“ sagði Guðmundur
Guðmundsson, sem lék sinn 150.
landsieik fyrir ísland í gær.
Slæmt í síðari hálfleik
Það byrjaði hræðilega hjá ís-
lendingum í síðari hálfleik og þeir
skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu
tíu mínútunum. Staðan þá 11-16,
Júgóslövum í vil. fslendingar
svöruðu fyrir sig og náðu að
minnka muninn í tvö mörk, 15-
17, en þá skoruðu Júgóslavar sex
mörk gegn einu. Staðan þá 16-23
og úrslitin ráðin.
„Við fengum eiginlega rothögg
strax í upphafí síðari hálfleiks. Þá
skoruðu þeir fímm mörk eftir að
við höfðum nánast gefíð þeim
boltann,“ sagði Atli Hilmarsson í
samtali við Þjóðviljann eftir
leikinn. „Þeir voru með nýjan
markvörð, Velic. Við höfðum
aldrei séð hann áður og skutum
vitlaust á hann. Hann varði yfír
20 skot og það er alltof mikið.
Það voru þó ágætir kaflar í
þessum leik, en það er erfítt að
eiga við Júgóslava þegar þeir eru
komnir svona yfír. Þá verðum við
að taka áhættur og ef það mis-
tekst þá eru þeir komnir í hraða-
upphlaup eins og skot.“
Islendingar léku án lykilmanna
á borð við Kristján Arason, Al-
freð Gíslason og Bjarna Guð-
mundsson. Júgóslavar voru einn-
ig án sterkra manna, s.s. Isakovic
og Vujovic.
Það leit þó ekki út fyrir tap í
fyrri hálfleik. íslendingar byrj-
uðu vel og skoruðu fyrsta mark-
ið. Eftir það var jafnt á öllum
tölum, en íslendingar ávallt fyrri
til að skora. Júgóslavar náðu þó
forystunni, 9-10, en Páll Ólafsson
jafnaði úr vítakasti á síðustu sek-
úndum fyrri hálfleiks.
Liðið lék vel í fyrri hálfleik.
Vörnin sterk og Einar Þorvarðar-
son varði vel. Sóknarnýtingin var
þokkaleg.
Það sama var hinsvegar ekki
uppá teningnum í síðari hálfleik.
Þá gekk ekkert hjá íslendingum.
Hver sóknin af annarri strandaði
á júgóslavnesku markvörðunum,
en á sama tíma gekk allt upp hjá
Júgóslövum. Það var nánast
sama hvað þeir reyndu, allt small
saman og þeir röðuðu niður
mörkunum.
íslendingar náðu að svara fyrir
sig og um miðjan síðari hálfleik
var munurinn aðeins tvö mörk,
en þá tóku Júgóslavar við sér og
gerðu út um leikinn á stuttum
tíma.
„Það sem ég held að hafí ráðið
úrsiitum voru mistök í sókninni.
Við hefðum átt að vera 4-5 mörk-
um yfír í hálfleik og klúðruðum
a.m.k sjö dauðafærum í fyrri
hálfleik og öðru eins í síðari hálf-
leik,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson. „Mér fannst við hefð-
um átt að geta unnið þennan leik.
Þeir eru ekki í neitt sérstaklega
góðu formi, en tókst að gera út
um leikinn í síðari hálfleik.
Það er þó enginn uppgjafartón
í okkur og við ætlurn að sigra í
hinum leikjunum og ná a.m.k. 2.
sæti.“
Mörk (slands: Páll Ólafsson 4(1 v),
Sigurður Sveinsson 2, Guðmundur
Guðmundsson 2, Geir Sveinsson 2,
Valdimar Grímsson 2, Atli Hilmarsson 2,
Sigurður Gunnarsson 2 og Jakob Sig-
urðsson 1.
I gær voru tveir leikir til við-
bótar. Hollendingar komu mjög
á óvart og sigruðu Norðmenn,
23-31 og Sviss sigraði ísrael, 26-
13.
-Ibe
Kvennahandbolti
Ítalía
Tap hjá
Juventus
Juventus var í gær dæmdur
leikur gegn Cesena tapaður. Ju-
ventus sigraði í leiknum, 2-1, en
einn áhorfenda kastaði hvellhettu
inná völlin og leikmaður Cesena
fékk taugaáfall. Stjórn ítalska
knattspyrnusambandsins ákvað
því í gær að Cesena skyldi dæmd-
ur sigur, 2-0.
Dario Sanguin, leikmaður
Cesena var að ganga af velli í
leikhléi þegar áhorfandi kastaði
hvelljettu og hún sprakk rétt við
andlit hans. Hann varð að fara á
spítala með vægt taugaáfall. Ju-
ventus var einnig dæmt til að
greiða kr.600.000 í sekt.
Með þessu tapi féll Juventus úr
3. sæti í 5., en Cesena fór úr 16. í
10. sæti.
-Ibc/Reuter
Frjálsar íþróttir
Allir á
meistaramot
A ársþingi frjálsíþróttasam-
bandsins, sem haldið var á Akur-
eyri um helgina, var samþykkt að
aðeins þeir sem tækju þátt í
meistaramóti íslands kæmu til
greina í landsliðið.
Meistaramótið, sem á að vera
stærsta mótið, hefur verið mjög
dauft undanfarin ár, en þetta
verður líklega til þess að hleypa
fjöri í mótið.
Þá var mótaskrá samþykkt.
Fyrirhugaðar eru tvær lands-
keppnir, gegn Skotum og írum 9.
júlí og gegn Luxemburg 3-.4.
september.
Stjórn FRÍ var endurkjörin og
Ágúst Ásgeirsson verður því
áfram formaður. -Jbe
I kvöld
I kvöld eru tveir leikir í úrvals-
deildinni í körfuknattleik, báðir á
Suðurnesjum.
Nágrannarnir Grindavík og
Njarðvík mætast í Grindavík kl.
20. Þrátt fyrir að Njarðvíkingar
séu með fullt hús geta þeir ekki
verið öruggir með sigur yfir
sprækum Grindvíkingum.
Keflvíkingar taka á móti botn-
liði Breiðbliks í Keflavík kl. 20.
íslensku A-landsliðið og U-21
árs liðið verða á fullri ferð. A-
liðið mætir ísrael í 2. leik liðsins í
Lottó-mótinu í Noregi og U-21
árs liðið mætir Norðmönnum í
fyrsta leik HM U-21 árs.
HM JJ-21 árs
Mæta Norðmönnum
U-21 árs liðið mœtir Norðurlanda
meisturunum í fyrsta leik HM
íslenska landsliðið U-21 árs
leikur í kvöld fyrsta leik sinn í
Heimsmeistarakeppni liða yngri
en 21 árs.
Það eru Norðmenn sem verða
andstæðingar íslands í fyrsta leik
og verður leikurinn án efa erfið-
ur. Norðmenn eru Norður-
landameistarar og hafa leikið vel
að undanförnu. Það hafa fslend-
ingar reyndar einnig gert og sigr-
uðu á sterku móti í V-Þýskalandi.
Þar sigruðu þeirm.a. Norðmenn.
Tvo sterka leikmenn vantar í
íslenska liðið, stórskytturnar
Héðin Gilsson og Jón Kristjáns-
son. Héðinn er handarbrotinn,
en Jón er í próflestri.
Þrátt fyrir það ættu möguleikar
íslands að teljast þokkalegir.
Liðið þarf að sigra í tveim
leikjum til að komast í milliriðil.
ísland mætir Sovétmönnumn í 2.
leik og Ungverjum í 3. leik.-lbe
Spenna í Hafnarfirði
Stjarnan sigraði Hauka í fjörugum leik. Öruggt hjá FH
Þrátt fyrir að hafa misst Erlu
Rafnsdóttir gefur Stjarnan ekkert
cftir og sigraði Hauka í gær í spenn-
andi leik, 20-18.
Þegar rúm mínúta var til leiks-
loka var staðan 19-18, Stjörnunni í
vil. Þá fengu Haukar vítakast og ein
Stjarnan var rekin af leikvelli.
Fjóla Þórisdóttir, markvörður
Stjömunnar gerði sér lítið fyrir og
varði frá Margréti Theodórsdóttur,
fyrmm þjálfara og leikmanni
Stjömunnar. Það var svo Herdís
Sigurbergsdóttir sem innsiglaði
sigur Stjörnunnar.
Það var nokkur spenna fyrir
þennan leik og það sást á leik lið-
anna. Mikið var um mistök hjá
báðum liðum.
Stjarnan leidi yfirleitt með 1-2
mörkum, og í hálfleik var staðan
10-11, Stjörnunni í vil.
Mörk Hauka: Margrét Theodórsdóttir 9,
Steinunn Þorsteinsdóttir 4, Elva Guð-
mundsdóttir 2, Halldóra Mathiesen 2 og
Hrafnhildur Pálsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Step-
hensen 8, Herdís Sigurbergsdóttir 4, Drífa
Gunnarsdóttir 4, Guðný Gunnsteinsdóttir
2, Hrund Grétarsdóttir 1 og Ingibjörg And-
résardóttir 1.
FH-ingar áttu ekki í miklum
vandræðum með slaka Víkinga og
sigruðu örugglega, 22-14.
Yfirburðlr FH
Það var aðeins í fyrri hálfleik að
jafnræði var með liðunum, en í
hálfleik var staðan 10-7.
FH-ingar j uku svo forskotið jafnt
og þétt og sigurinn aldrei í hættu.
Mörk Vfkings: Inga Lára Þórisdóttir
6(4v), Eiríka Ásgrímsdóttir 3(1v), Valdis
Birgisdóttir 3, Jóna Bjarnadóttir 1 og Svava
Baldvinsdóttir 1.
Mörk FH: Kristín Pétursdóttir 5, Hildur
Harðardóttir 4, Eva Baldursdóttir 4, Inga
Einarsdóttir 3, Heiða Einarsdóttir 2, Rut
Baldursdóttir2(1v), Berglind Hreinsdóttir 1
og Helga Sigurðardóttir 1. -MHM
Flmmtudagur 3. desember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15