Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 10
HEIMURINN
Útboð
Almenn umslög
og röntgenumslög
Tilboö óskast í almenn umslög og röntgenum-
slög fyrir Innkaupanefnd sjúkrastofnana og fleiri
ríkisstofnanir.
Tilboðin verða opnuð föstudaginn 8. jan. 1988 í
viðurvist viðstaddra bjóðenda.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgar-
túni 7, Reykjavík.
Innkaupastofnun ríkisins
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7, PÓSTHÓLF 1450, 125 REYKJAVÍK.
Dagheimilið Foldaborg
Okkur vantar 2 fóstrur eða þroskaþjálfa í 50%
stuðningsstarf eftir hádegi frá og með 1. janúar
1988. Einnig vantar okkur fóstru í 100% starf frá
og með 1. janúar.
Við á Foldaborg getum státað af góðu uppeldis-
starfi og góðum starfsanda. Lysthafendur vin-
samlegast hafið samband við forstöðumann í
síma 673138.
Vináttufélag VÍK
Mun 3b, I- ua. F Stjó íslands og Kúbu iö aðalfundinn í Hlaðvarpanum, Vesturgötu d. 20.30 í kvöld. Gylfi Páll segir frá Nicarag- -réttir af okkar manni í Havana. Mætum öll. rnin
J]|Íyi| Frá Menntamálaráðuneytinu:
Laus staða:
Við Fósturskóla íslands er laus til umsóknar staða stund-
akennara í næringafræði á vorönn 1988.
Umsóknir sendist skólastjóra Fósturskóla íslands, við
Laugalæk, 105 Reykjavík fyrir 10. desember 1987.
Menntamálaráðuneytið
P Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd
Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tiltDoðum í af-
hendingu og uppsetningu á raf- og fjarskiptabún-
aði í birgðaskemmu verkkaupa á Nesjavöllum.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirku-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
15. desember kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKÚRBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ALPÝÐUBANDALAGIÐ
Menningarnefnd AB
Fundur fimmtudag 3. desember kl. 17.00.
Alþýðubandalagið Akranesi
Fullveldishátíð
Hin árlega og vinsæla Fullveldishátíð Alþýðubandalagsins á Akranesi fer
fram föstudaginn 4. desember í Rein kl. 21.00.
Par mæta m.a. Guðrún og Jónas Árnason, Össur Skarphéðinsson, Árni
Bergmann, Kristján Elís, Jensína Waage, Tin Knapet, Guðmundur Norð-
dahl, Birgir Einarsson, Flosi Einarsson og fl. og fl. og við öll hin.
1. des.-nefndin.
Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis
Jólaglögg
Jólaglögg í risinu í Inghól, föstudaginn 4. desember kl. 20.30. Skemmtilega
deildin og við hin höldum uppi fjörinu. - Allir velkomnir. Stjórnin.
Tal, töframaðurinn frá Riga, í þungum þönkum.
Hershöfðingi á vígvelli
ræðir ekki um hinn
dapra dauða
Helgi Olafsson rœðir við Tal, fyrrverandi heimsmeistara, í
Sevilla, þar sem heimsmeistaraeinvígið stendur nú yfir
Af þeim fjölmörgu stórmeistur-
um sem komið hafa til Sevilla
til að fylgjast með einvíginu eru
fáir jafnvinsælir og galdramaður-
inn frá Riga, Mikael Tal, fyrrum
heimsmeistari í skák. Hann hefur
meðal annars haft þann starfa
með höndum að skýra skákirnar
hér, og svo einkennilega vildi til
að þegar 18. skákin fór fram fékk
hann sér til aðstoðar Viktor
Kortsnoj, fornan fjandvin.
Kortsnoj hefur löngum haft í
flimtingum það ógnartak sem
hann hefur haft á Tal, en í seinni
tíð hefur Tal heldur betur rétt
hlut sinn. Þannig minnast menn
viðureignar þeirra á IBM-mótinu
í Reykjavík, en þar bar Tal sigur
úr býtum eftir geysispennandi
viðureign.
Kannski er þessi „nýja hugs-
un“ eitthvað annað og meira en
orðin tóm. Leiðir hafa opnast
fyrir flóttamenn frá Sovét. Ball-
ettdansarinn Nuriev fær nú leyfi
til að heimsækja ættmenni sín í
Sovétríkjunum, tuttuguogfimm
árum eftir að hann yfirgaf fóstur-
jörðina. Kannski fer Kortsnoj
heim á ný, þrátt fyrir allt.
Tal gengur hér undir nafninu
hershöfðinginn. Það skýrist af því
að þegar Kasparov virtist í tap-
hættu í 17. einvígisskákinni vatt
spænskur blaðamaður sér að Tal
og spurði hann hvort það væri
hugsanlegt að Karpov næði for-
ystu í einvíginu. „Hershöfðingi á
vígvelli ræðir ekki um hinn dapra
dauða,“ svaraði Tal að bragði.
Ég hitti Tal einn daginn á
veitingastað þar sem hann sat yfir
fremur óvenjulegum hádegis-
verði ásamt júgóslavneska ljósm-
yndaranum Knesevits. Sá komst í
fréttimar í fyrra þegar sovésk
yfirvöld neituðu honum um vega-
bréfsáritun þegar seinni hluti ein-
vígis Kasparovs og Karpovs fór
fram í Leningrad. Tal var í ljóm-
andi skapi og kvaðst hlakka til að
tefla í Reykjavík að ári þegar
World Cup mótið fer fram. „Það
vita það fáir, en ég hef ekki tapað
einni einustu skák á íslandi. Þó
hef ég teflt þar á fjórum mótum;
Stúdentamótinu 1957, Reykja-
víkurmótinu 1964, Reykjavíkur-
mótinu 1986 og á IBM-mótinu í
ár.“
Faðir minn, sem er hér með
mér í Sevilla, minntist þess að
þeir hefðu hist í veislu hjá Kristni
Andréssyni árið 1964, þegar
Reykjavíkurmótið stóð yfir. Tal
er stálminnugur og kannaðist
strax við föður minn. Hann
kvaðst hafa lent í samræðum við
Nóbelsskáldið Halldór Laxness.
„Við ræddum um bókmenntir.
Maður sagði nú ýmislegt gáfu-
legt,“ sagði meistarinn og hló á
sinn sérkennilega hátt.
„Kasparov stendur sálfræði-
lega betur að vígi núna,“ sagði
hann skyndilega. „Hann tefldi
17. skákina ósköp heimskulega
og var kominn í bullandi tap-
hættu. Karpov virtist rannsaka
biðskákina fremur illa.“
Talið barst að bók Kasparovs,
Child of Change. Skákirnar hans
eru nú betri, sagði Tal og glotti.
Hann kvaðst kannast við Vladim-
irovits sem Kasparov ásakar um
njósnir fyrir Karpov. „Það er al-
gerlega útilokað að hann hafi gert
nokkuð slíkt,“ sagði hann.
Ferill Tals er einn hinn glæsil-
egasti sem skáksagan kann frá að
greina. Á árunum 1957 til 1960
sigraði hann tvisvar á Skákþingi
Sovétríkjanna, kornungur mað-
urinn, varð efstur á millisvæða-
mótinu í Portoroz 1958 og sigraði
svo í áskorendamótinu 1959.
Hann vann sér þar með rétt til að
skora á heimsmeistarann, Mikael
Botvinnik, og sigraði, 12,5 vinn-
ingar gegn 8,5. Þar með varð
hann yngsti heimsmeistari í skák
frá upphafi. En ári síðar endur-
heimti Botvinnik titilinn, og töfr-
ar Tal hafa aldrei verið hinir
sömu síðan.
Við ræddum um hraðskák, en
hann var á sínum tíma heimsins
magnaðasti hraðskákmaður. „í
dag er Kasparov sá besti,“ sagði
hann. „Hér á árum áður var Tig-
ran Petrosjan einn sá alharðasti í
þessari grein. Hann gat teflt
hverja skákina á fætur annarri án
þess að gera sig sekan um hin
minnstu mistök, og notaði sjaldn-
ast meira en 3 mínútur á skákina.
„Árið 1970 var haldið óopin-
bert heimsmeistaramót í hrað-
skák. Meðal keppenda var
Bobby Fischer. Ég hafði teflt við
hann með góðum árangri áður,
og bjóst við að keppnin um efsta
sætið mundi standa milli mín,
Kortsnojs og Petrosjan, en Fisc-
her stakk okkur alla af og hlaut 19
vinninga af 22 mögulegum og
varð langefstur. Þetta kom mjög
á óvart.
Þá minntist Tal á hraðskákmót
Búnaðarbankans sem haldið var í
fyrra, en þar sigraði hann með
13,5 vinninga af 15.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 3. desember 1987