Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason Vinnuslys Dauðasiys eftir atvinimgreinum Árin 1981 til 1986 - Er ekki best að byrja bara á því að víkja að veðrinu, að gömlum og góðum sið, sagði Torfi Steinþórsson á Hala í Suð- ursveit, þegar blaðamaður hringdi í hann á dögunum og fal- aðist eftir fréttum úr Suður- sveitinni. Er þá skemmst af því að segja, að allt frá áramótum var síð- astliðinn vetur ágætur. Frost fór varla nokkurntíma yfir 7 gráður og raunar náði það ekki því nema eitthvað í þrjá daga. Snjór sást varla, aðeins stöku sinnum föl, sem sjaldan lá þó daglangt. Um sumarmál var farin að sjást græn slikja á túnum. Tíðarfar í maí var mjög hagstætt en júnímánuður 'alltof þurr og spretta því mjög hæg. Svipuðu máli gegndi um fyrri hluta júlí. Undir miðjan júlí brá til vætu og lifnaði þá spretta nokkuð, einkum á sandatúnun- um, en mikið er um þau hér í Suðursveit. Sláttur hófst almennt um 20. • júlí og var víðast lokið um miðjan ágúst. Nýting heyja var ágæt en heymagn nokkuð misjafnt. Sumsstaðar eru mikil hey en ann- arsstaðar tæplega í meðallagi. „Ríður senn í réttirnar...“ Göngur og réttir voru hér að venju um mánaðamótin ágúst- september. Sauðfjárslátrun hófst um 13. september og var lokið um 20. október. Vænleiki lamba reyndist svipaður og í fyrra. Með- alvigt hér í Suðursveit var 13,69 kg. en 1986 var hún 13,50 kg. og 1985 14,50 kg. Hæsta meðalvigt á einstökum bæjum var í Gerði, 14,67 kg. og á Hala, 14,61 kg. Nokkur undanfarin haust hef- ur allmikið borið á kirtlaveiki í sláturlömbum. Af þeim sökum hefur verulegur hluti skrokkanna fallið í fjórða verðflokk. í haust bar hinsvegar ekkert á þessari kirtlaveiki. Veðurfar hér í haust hefur ver- ið eitt hið besta, sem menn muna. Nú, þann 23. nóvember, er að- eins búið að taka á gjöf lömb og hrúta. Jafnvel kálfar og vetrung- ar ganga enn úti. Allar skepnur eru þó innan girðinga. Vetrarbeit á úthaga er nú aflögð fyrir löngu. Er það eflaust því að þakka að gróður hefur sýnilega aukist í úthaga og fjall- lendi á síðustu árum. Torfi Steinþórsson. Hrolllaugsstaðaskóla eða fleiri en verið hefur um margra ára skeið. Elstu nemendurnir eru 12 ára. Unglingafræðslan fer svo fram í Nesjaskóla. Þorbjörg Arn- órsdóttir er hér skólastjóri og er þetta þriðji veturinn hennar í því starfi. Áður hafði hún verið kennari við skólann í nokkra vet- ur. Ánægjuleg heimsókn Við bar sú nýlunda í gær, (22.nóv.), að Kirkjukór Bjarn- arnessóknar kom hingað í heim- sókn með sóknarprest sinn, sr. Baldur Kristjánsson. Eða var það kannski öfugt: að presturinn hafi komið með kórinn? Skiptir það raunar ekki öllu máli, en góð var heimsóknin. Messað var í Kálfafellsstaða- kirkju. Sr. Baldur prédikaði og þjónaði fyrir altari að nokkru, á móti sr. Fjalari Sigurjónssyni á Kálfafellsstað. Aðkomukórinn söng við guðsþjónustuna. Að messu lokinni bauð svo sóknarnefnd Kálfafellsstaða- kirkju þessum góðu gestum til kaffidrykkju í félagsheimilinu. Petta var í alla staði ánægjulegt mannamót og er framhald fyrir- hugað þar á, því nú eiga Suður- sveitungar heimboð hjá Nesja- kórnum eftir áramótin. -mhg Birt hefur verið hér í blaðinu tafla yflr þau vinnuslys í ýmsum atvinnugreinum, sem tilkynnt voru Vinnueftirlit ríkisins á árun- um 1981 til 1986. Hér kemur á sama hátt tafla yfir tilkynnt dauðaslys við vinnu, eftir atvinnugreinum, og tekur hún 1981 1982 1983 Fiskiðnaður....................... 1 1 0 Málmiðnaður....................... 0 0 0 Byggingariðnaður.................. 3 2 0 Flutninga-ogbirgðast.............. 2 1 1 Landbúnaður....................... 2 2 0 Samtals........................... 8 6 1 yfír sama tímabil. Dauðaslys af völdum bifreiðaaksturs eru hér ekki meðtalin. 1984 1985 1986 1 1 0 0 0 1 2 1 0 1 0 1 1 1 2 5 3 4 Svartifoss Skaftafelli. Búháttabreytingar Nokkuð er farið að bera hér á búháttabreytingum. Þrjú refabú voru komin upp áður en yfir- standandi ár gekk í garð. Hið fyrsta þeirra kom á Hala. Til að byrja með var notast við gömul fjárhús og hlöðu. Síðan var kom- ið upp refabúi á Kálfafelli. Á báðum þessum bæjum var húsa- Borgarhöfn er að byggja íbúðar- hús og er það nú orðið fokhelt. Og svo er Bjarni Þorgeirsson í Gerði að byrja á íbúðarhússbygg- ingu. Ferðamannaþjónusta við Jökulsarlon Annars má kannski segja að sumar unnu þarna 5 starfsmenn auk ígripafólks þegar mest var að gera. íbúafækkun yfirvofandi Við horfum nú fram á íbúa- fækkun hér í sveitinni. Við síð- asta manntal voru skráðir hér 135 íbúar á 29 heimilum. Þeim virðist ætla að fækka verulega á þessu og kannski næsta ári, eða um 8-9% eins og horfur eru nú. Hér verður þó sökin ekki felld á kvóta eða fullvirðisrétt heldur er um að kenna elli og heilsuleysi. Aftur á móti má gleðja sig við það, að 17 nemendur eru nú í Ferðamenn eru stórhrifnir af því að bruna milli jakanna á Jökulsárlóninu. kosturinn bættur á s.l. vetri. Á síðastliðnu ári kom svo þriðja ref- abúið, í Gerði, sem skilar fram- leiðslu fyrst nú í haust. Annars virðist refabúskapur nú vera fremur bágborin atvinnu- grein og stendur naumast undir tilkostnaði. Orsakirnar eru eink- um verðfall á skinnum, yrðlinga- dauði og hátt fóðurverð. Því ætla loðdýrabændur hér fremur að halla sér að minknum, og þrír bændur hafa byggt minkahús. Eru þau á Breiðabólsstað, 572 ferm., í Lækjarhúsum, 1295 ferm. og í Gerði, 572 ferm. Aðstöðu til skinnaverkunar var komið upp hér á Hala í haust. Þar vinna sex menn, dag og nótt að kalla, við verkun skinnanna. Aðrar byggingaframkvæmdir eru svo hér þær helstar, að Jón Þorsteinsson í Lækjarhúsum í mesta búháttabreytingin hér í sveitinni sé fólgin í því, að á s.l. vori var kúabúskap hætt hér á Hala. Hér voru 25-30 kýr og einna mesta mjólkurframleiðslan í sveitinni. Fjölnir Torfason og Þorbjörg Arnórsdóttir höfðu um- sjón með fjósinu. í júní í vor breyttu þau til og ■ hófu ferðamannaþjónustu við Jökulsárlónið á Breiðamerkur- sandi. Þau keyptu tvo þriggja tonna báta af „flugfiskagerð" og tvo aðra minni. Síðan bruna þau með ferðamenn þarna milli jak- anna á Jökulsárlóninu. Ferða- menn virðast stórhrifnir af þess- ari nýstárlegu siglingu og urðu farþegar um 6000. Við Lónið hef- ur svo verið reistur söluskáli þar sem seldar eru veitingar. En þessi rekstur gengur að vísu ekki nema þrjá mánuði: júní, júlí og ágúst. í A-Skaft. Tíðindi úr Suðursveit Torfi Steinþórsson segir fréttir af heimaslóðum Flmmtudagur 3. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.