Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 7
Á leið til Þýskalands í leit að vinnu og ævintýrum, en um 100 þúsund Danir lögðu leið sína til Þýskalands nasismans á
_ Kvikmynd
I vinnu hjá
nasistum
Therkel Strœde: Fólk hefurþakkað okkur mikiðfyrir
myndina. Segir að nú getiþað horfst íaugu við minningarnar
án sektarkenndar og sársauka
í kvöld verður sýnd athyglis-
verð mynd í Ríkissjónvarpinu
um atvinnuþátttöku Dana í
Þýskalandi nasismans, en talið er
að á þeim tíma sem Danmörk var
hersetin af Þjóðverjum hafi um
100 þúsund Danir starfað við
ýmiss konar störf í Þýskalandi. At
vinnuþátttaka Dana í Þýskalandi
nasismans hefur allt fram á þenn-
an dag verið afar viðkvæmt mál í
Danmörku. Faestir sem fóru þá til
Þýskalands vilja kannast við for-
tíðina, enda hefur sá orðrómur
viljað loða við þátttakendur að
einhvers staðar í hugarskotunum
hafi þeir gælt við nasismann. 1
myndinni sem sýnd verður í kvöld
er hins vegar leitt getum að því að
hlutfall þeirra sem voru nasism-
anum hliðhollir í þessum hópi var
engu hærra en hlutfallið almennt
meðal dönsku þjóðarinnar sem
talið er hafa verið á bilinu 2-4 %.
Einn þeirra sem áttu ríkan þátt
í gerð myndarinnar, Therkel
Stræde sagnfræðingur, var stadd-
ur á íslandi nýverið. Við fengum
hann í stutt spjall um efni mynd-
arinnar og gerð hennar.
Therkel sagði að hugmyndin
að umfjöllun um þetta efni hefði
fyrst komið upp þegar hann og
félagi hans Karsten Matthiasen
hefðu verið að vinna í verksmiðju
fyrir nokkrum árum, en þar
hefðu þeir kynnst nokkrum
mönnum sem höfðu starfað í
Þýskalandi á tímum nasismans.
„Þeir sögðu okkur ótrúlegar
sögur þessir menn, hreint ótrú-
legar sögur frá reynslu sinni í
Þýskalandi og í Danmörku eftir
að þeir komu til baka. Uppúr
þessu fórum við Karsten að velta
því fyrir okkur hvort ekki væri
kominn tími til að safna einhverj-
um upplýsingum saman um þetta
farandverkafólk. f Danmörku
hefur ekkert efni verið tekið sam-
an um það, enda þykir þetta afar
viðkvæmt mál og það er helst
ekkert á það minnst. Við Karsten
fórum í verkefnið og út úr því
kom bók og þessi kvikmynd sem
við gerum í samvinnu við aðra.
Það gekk í upphafi mjög erfið-
lega að komast í samband við fólk
sem hafði verið í Þýskalandi á
þessum tíma. Margir eru auðvit-
að látnir og þeir sem eftir lifa hafa
margir hverjir grafið þetta tíma-
bil ævi sinnar kyrfilega í skúm-
askot sálarlífsins. Fyrir þá er
tímabilið hreint „trauma" og það
er ekkert um það rætt. Smám
saman fjölgaði þeim sem treystu
sér til þess að leysa frá skjóðinni,
sumir að vísu nafnlaust í gegnum
síma, en myndina byggjum við að
mestu á viðtölum við þetta fólk.“
Therkel sagði að straumur
vinnuafls til Þýskalands hefði
fyrst komið til vegna gífurlegs
atvinnuleysis í Danmörku árið
1940, en þá var atvinnuleysið tæp
24 % meðal þeirra sem áttu aðild
að stéttarfélögum. Atvinnuleysið
hafi í raun verið meira því í þess-
um hópi teljast þeir ekki með sem
ekki voru enn komnir í stéttarfé-
lag. Flestir þessara áttu ekki í
önnur hús að venda en til Fé-
lagsmálastofnunar. Þar hafi fólk
ekki fengið nema fyrir allra brýn-
ustu lífnauðsynjum og ekki hafi
allir þolað þá niðurlægingu sem
því fylgdi að standa þar í löngum
biðröðum eftir nokkrum krón-
um. Þá hafi ýmsir aðrir þættir
spilað inní. Þýskalandsvinnan
hafi t.d. verið tækifæri til þess að
komast úr landi og kynnast ein-
hverju nýju og ungt fólk sem sá
enga leið úr foreldrahúsum í
atvinnuleysinu, sá fram á mögu-
leika til þess að öðlasta sjálfstæði.
Therkel sagði að helmingur
þeirra sem fóru til Þýskalands
hefði verið ófaglært verkafólk en
aðrir hafi komið úr ýmsum starfs-
stéttum, s.s. hjúkrun, skrifstof-
ustörfum og störfum sem
kröfðust háskólamenntunar.
Flestir voru karlmenn en konurn-
ar voru á bilinu 10-12 þúsund.
„Þetta fólk komst í nánari snert-
ingu við nasismann en aðrir Dan-
ir. Það lifði með honum daglega
og eftir að það kom til baka þurfti
það að lifa með nasistastimpilinn
á sér jafnvel þó svo að fæst þeirra
hefðu aðhyllst nasismann."
Myndin sem sýnd verður í
Sjónvarpinu í kvöld undir nafn-
inu í vinnu hjá nasistum fjallar
um líf þessa fólks, þær félagslegu
aðstæður sem það bjó við. Mynd-
in er heimildarmynd með
leiknum atriðum en í henni er
einum farandverkamanninum
fylgt eftir frá því hann fer til
Þýskalands. Therkel sagði að í
Danmörku hefði myndin fengið
árum hersetunnar í Danmörku.
„Margir þeirra Dana sem unnu í Þýskalandi á árum nasismans hafa verið
stimplaðir nasistar allt fram á þennan dag. Rannsóknir okkar hafa hins vegar
gefið til kynna að hlutfall þeirra sem aðhylltust nasismann í þessum hópi var
hverfandi," segir Therkel Stræde. Myndin er úr kvikmyndinni I vinnu hjá nasist-
Therkel Stræde: (Danmörku hefur myndin um vinnu Dana í Þýskalandi nasis-
mans fengið sterk viðbrögð, en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um þetta
fyrirbæri af dönskum sagnfræðingum. Fyrirbærið hefur verið tabú fram til
þessa. Mynd Sig.
mjög sterk viðbrögð. Vikuna
eftir að hún var sýnd hefði símt-
ölum til þeirra Karsten ekki linnt,
sérstaklega frá fólki sem hafði
verið í Þýskalandsvinnunni.
„Viðbrögðin voru á ýmsa vegu.
Sumir voru reiðir og sögðust ekki
kannast við ýmislegt í myndinni,
en flestir þökkuðu okkur mikið
fyrir og sögðu að myndin hefði
gert það að verkum að hægt væri
að horfast í augu við minningarn-
ar án sektarkenndar eða sárs-
auka.“ -K.ÓI.
Flmmtudagur 3. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7