Þjóðviljinn - 03.12.1987, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 3. desember 1987 271. tölublað 52. árgangur
Mitsubishi/Subaru
:
*
í
i
s
í
Flóðbílar seldir til Islands
Hátt í600 nýir japanskir bílar semlentu ísjó- og vatnsflóði íDrammen íNoregi í október seldir til íslands. Bannað
að selja þá annars staðar á Norðurlöndum. Hekla búin að selja starfsmönnum og bílaleigum 356 bíla. Ingvar Helgason
œtlar að reyna að stöðva sölu á Subaru bílum sem lentu íflóðinu. FÍB segir ísland ruslakistufyrir ónýtar vörur
Bifreiðaumboðið Hekla hefur
keypt af umboðsaðila Mitsu-
bitshi bifreiða í Noregi 362 bif-
reiðar af árgerð 1987 og 1988 sem
lentu í miklu vatns- og sjóflóði í
október sl. þar sem þeir voru til
geymslu á hafnarsvæðinu í Dram-
men í Noregi. Þá eru einnig vænt-
anlegir til landsins 200 Subaru
bflar sem lentu í sama flóði í
Drammen, en bæði Subaru
verksmiðjur og umboð þeirra
hérlendis, Ingvar Helgason hf.,
hafa lagst harðlega gegn innflutn-
ingi bifreiðanna hingað til lands
vegna hættu á að þær hafl
skemmst í flóðinu. 670 Toyota bíl-
ar sem lentu í flóðinu verða settir í
brotajárn.
Norska blaðið Drammens tid-
ende skýrir frá máli þessu í opnu-
grein í gær, en á öllum Norður-
löndum nema íslandi gilda
strangar reglur um að bannað sé
að selja bifreiðar sem lent hafa í
saltbaði.
100 fyrstu bílarnir af þeim 362
sem Hekla hf. flytur inn frá
Drammen fara um borð í skip í
dag að sögn Sigfúsar Sigfússonar
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
en Hekla seldi alla bflana 362 í
gær starfsmönnum fyrirtækisins
og ættingjum þeirra og nokkrum
stærstu bflaleigum landsins. f
Noregi mátu tryggingafélög verð-
mæti bifreiðanna á þriðjung upp-
runalegs verðs, en að sögn Sigfús-
ar verður bifreið sem kostar um
háifa miljón seld á um 340 þús.
kr.
- Við sendum tvo menn til
Noregs til að skoða bflana og þeir
lögðu til að við keyptum þá. Við
treystum þeirra dómi og við hefð-
um ekki verið að kaupa þá ef við
óttuðumst um öryggisbúnað bifr-
eiðanna, sagði Sigfús.
Store Brand tryggingafélagið
keypti Subaru bifreiðarnar sem
lentu í vatnsflóðinu og seldi þær
síðan aftur til bresks/bandarísks
fyrirtækis sem sérhæfir sig í end-
ursölu útflutningsvara. I sölu-
skilmálum var tekið fram að
óheimilt væri að selja bifreiðarn-
ar á Norðurlöndum en í upptáln-
ingu landanna láðist að nefna ís-
land á nafn. Forsvarsmenn Store
Brand segja að þar hafi átt sér
stað mistök.
Florida, seldi síðan til íslands 200
Subaru bifreiðar af þeim 234 sem
lentu í flóðinu og eru bflarnir
væntanlegir til landsins innan tíð-
ar. Ingvar Helgason hf. sem hef-
ur umboð fyrir Subaru hérlendis
hefur brugðist hart við þessum
fréttum og ætlar fyrirtækið að
reyna að koma í veg fyrir sölu
bifreiðanna hérlendis.
- Þetta er með ljótari neytend-
amálum sem ég hef upplifað.
Okkur hefur aldrei dottið í hug
að selja bifreiðar sem eru ekki
fullkomlega öruggar. Við vitum
vel hvaða áhrif salt hefur á
bremsukerfi og rafkerfi bifreiða.
Umboðið mun ekki ganga í
ábyrgð fyrir þessum bflum og við
munum láta stöðva sölu þeirra
hér ef við getum, enda eru verks-
miðjurnar í Japan alfarið á móti
því að þessir bflar verði seldir,
sagði Júlíus Vífill Ingvarsson
framkvæmdastjóri hjá Ingvari
Helgasyni í gær.
Jónas Bjarnason formaður
FÍB sagði í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær að félagið myndi mót-
mæla sölu á bflum sem hefðu orð-
ið fyrir skemmdum. Aðrar þjóðir
vildu ekki þessa bfla og Island
væri notað sem ruslakista. -Þetta
er hneisa fyrir okkur og okkar
viðskiptasiðferði, sagði Jónas.
-Ig./grh.
Ég hef séð mynd af blaðamanni í Næturbókinni. Hann var syfjaður rauður og
hrútinn, sagði einn gestanna, pjakkur með lofsverðan orðaforða en dálítið
reikull í framburði á bókstafnum þorn. En hann er nú ekki nema fjögurra ára
gamall. Börn og fóstrur barnaheimilisins Óss heimsóttu Þjóðviljann í gær og
skoðuðu hvernig dagblað verður til. Ósarar gera víðreist um bæinn þessa
dagana og heimsækja vinnustaði foreldranna, og var Þjóðviljainnlitið liður í því.
Eins gott að vita hvað þetta fullorðna fólk er að gera allan daginn! - Hér eru það
Jón Gunnar, Steinunn, Elín María, Bylgja og Kári sem hlusta andaktug á
myndvörð Ijósmyndasafnsins. Mynd: Atli.
Kúffiskur
Veiðamar ganga vel
Endursölufyrirtækið Twinnjay
sem hefur aðalbækistöðvar á
Tal rek-
inn heim!
Anatolí Karpov, sem nú etur
kappi við Garrí Kasparov um
heimsmeistaratitilinn í skák, hef-
ur sakað Mikael Tal, fyrrum að-
stoðarmann sinn, um að leka
upplýsingum í fjanda sinn.
Töframaðurinn frá Riga bíður
nú eftir flugi til síns heima að
kröfu sovéskra skákyfirvalda.
Sjá viðtal Helga Ólafssonar við
Talá síðu 10, og skýringar við 19.
skákinaáll. síðu.
Ísíðasta mánuði aflaði Villi
Magg ÍS um 500 tonna af kúf-
fiskskel og hefur hann komið með
að landi að jafnaði um 35-38 tonn
úr hverjum róðri. Nýtingin af
hverju tonni er um 16-18%. Bát-
urinn fer út snemma morguns og
kemur að landi um kvöldmatar-
leytið. Um borð eru 5 manns,“
sagði Arnór Stefánsson fram-
kvæmdastjóri Bylgjunnar hf. á
Suðureyri við Súgandafjörð í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Að sögn Arnórs hafa veiðarnar
gengið vonum framar eftir að lag-
færingar voru gerðar á kúffisks-
plógnum. Þær voru meðal annars
fólgnar í því að plógurinn var
þyngdur að framan og þá voru
dísurnar, sem dæla sjónum niður
í sjávarbotninn, einnig færðar
framar. Ennfremur var dráttará-
takinu á plógnum breytt. Bestu
kúffisksmiðin til þessa eru í Aðal-
vík og sagði Arnór það vera með
ólíkindum hvað skelin þaðan
væri matarmikil. Aðrir góðir
veiðistaðir eru sjálfur Súgandafj-
örðurinn, Önundarfjörður, Hæl-
avík og Jökulfirðirnir.
Það sem af er kúffisksvinns-
lunni er aðaláherslan lögð á að
vinna hann í beitu og sagði Arnór
það vera hráa vinnslu. Með því
að beita gufuþrýstingi á skelina
losnar fiskurinn úr henni á
auðveldan máta. Kúffiskurinn er
seldur út um allt land sem beita
Ingi Björn Albcrtsson þingmað-
ur Borgaraflokksins hefur beð-
ið læknastéttina á íslandi afsök-
unar á orðum sem hann lét falla á
opnum fundi Borgaraflokksins
24. sept. sl. þar sem hann sagði að
„konu, sem kæmi til læknis til að
láta skoða í sér hálskirtlana, væri
boðið upp á fóstureyðingu áður
en hún gæti sagt erindi sitt.“
f afsökunarbeiðni sinni, sem
birtist í Læknablaðsinu, segir Ingi
Björn að þó hann áiíti að í vissum
tilvikum fari læknar full frjálslega
með þessi málefni gefi það hon-
um ekki tilefni til slíks málflutn-
ings.
-ns.
Arnór Stefánssonframkvæmdastjóri: Eftir lagfœringar áplógnum
small allt í liðinn. Villi Magg ÍS veiðir að jafnaði 35-38 tonn hvern dag
og líkar flestum vel. Þó er mis- mönnum finnst um hann og hvað
jafnt eftir stöðum hvað sjó- hann festist vel á öngli. - grh
Læknar
Ingi Bjöm afsakar