Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 2
nSPURNINGIN Hver er þín reynsla af frjálsum vöxtum? Fanney Úlfljótsdóttir bókari: Ég hef eiginlega enga reynslu af þeim. Þó koma þeir sér illa vegna afborgana á eftirstöðvalánum hjá mér. Örn Jónsson iðnaðarmaður: Ég hef ekki mikla reynslu af þeim, það er frekar verðtrygging á lán- um sem er mjög slæm því ég stend í byggingum. Katrín Sól Högnadóttir starfsstúlka á sjúkrahúsi: Ég hef slæma reynslu af þeim. Ég er að káupa íbúð og það hefur verið mjög erfitt. Gunnar Þórisson húsasmiður: Ég hef enga reynslu af þeim. Guðmundur Arason nemi: Ég hef enga reynslu af þeim enn sem komið er. FRETTIR Rækja við Djúp Veiði hætt í bili Kristinn H. Gunnarsson starfsmaður rœkjusjómanna: Skammdegisjólastopp á rækjunni. Byrja aftur veiðar 8. janúar nk. Vikuaflinn allt að 20 tonn að meðaltali. Stofninn í uppsveiflu. Rækja veiðist út um allt Djúp. Stór og góð Frá því rækjuveiðar hófust í ísafjarðardjúpi í haust hefur meðalafli þeirra 32 báta sem hafa veiðileyfi verið um 20 tonn á dag. Heildaraflinn er nú orðinn 752 lestir af 1800 lesta kvóta sem heimilt er að veiða af rækju á þessari vertíð, sagði Kristinn H. Gunnarsson starfsmaður rækj- usjómanna við Djúp í samtali við Þjóðviljann. Árlegt skammdegis- og jóla- stopp rækjusjómanna við Djúp er nú hafið. Rækjusjómenn láta vel af stærð rækjunnar og veiðist hún svo til út um allt Djúpið, og meira að segja fyrir utan mynni Skutulsfjarðar sem ekki hefur gerst í áraraðir. Er vertíðin í ár miklu betri en til dæmis í fyrra en þá var hún með eindæmum léleg. Því bendir allt til þess að rækjust- ofninn í Djúpinu sé í mikilli upp- sveiflu um þessar mundir. Rækjuverksmiðjurnar við ísa- fjarðardjúp, sem eru sjö talsins, greiða allt að 20% minna verð fyrir inndjúpsrækjuna en þær greiddu fyrir úthafsrækjuna í sumar eða 50 kr. að meðaltali fyrir kílóið. f mörgum tilvikum jafnvel meir því þær gerðu mikið af því að taka þátt í útgerðar- kostnaði úthafsrækjuskipa sem þær gera ekki við útgerðir rækju- bátanna við Djúp. Byrjað verður aftur að veiða rækjuna 8. janúar og stendur veiðitíminn fram til 30. apríl. Þó bjóst Kristinn ekki við því að vertíðin stæði svo lengi ef sama veiðin heldur áfram. Verða sjó- menn þá væntanlega búnir með kvótann um miðjan marsmánuð. Þá er heldur ekki vitað hvort kvótinn heldur sér eða hvort hann verður eitthvað skorinn niður eftir áramótin, en þá fer Hafrannsóknastofnun í rann- sóknaleiðangur um Djúpið til að kanna stofninn og hvort mikið sé um seiði á veiðislóðunum. Ef mikið reynist af seiðum í Djúpinu er vel líklegt að einhverj um veiði- svæðum verði lokað. -grh Skammdegið Eflir sam- kenndina Sr. Karl Matthíasson á Suðureyri: Eindæma veðurblíða ásamt góðri fœrð dregur úrskamm- degisáhrifum „Skammdegið hefur þau áhrif á fólkið hér að það þjappar sig meira saman en ella og þátttaka þess í ýmiss konar félagslífi er aldrei meiri en einmitt nú þegar hvað dimmast er,“ sagði séra Karl Matthíasson prestur á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar vestra örlar nú rétt á dagskímunni sólarlausri frá 11 á morgnana til nóns, en þá fer birtu strax að bregða. Að sögn Karls hefur skamm- degið farið vel í íbúa Suðureyrar enda er veðrið búið að vera gott í allan vetur og einstök færð á fjall- vegum. „Þessi góða tíð hefurgert það að verkum að menn hafa ekki eins fundið fyrir innilokun- inni eins og endranær þegar allt hefur verið á kafi í snjó,” sagði Karl. - grh AB/Garðabœ Fjöragt á matarfundi Þetta tókst vel hjá okkur og við ætlum að halda áfram, sagði Þór- ir Steingrímsson í Alþýðubanda- laginu í Garðabæ eftir félagsfund í fyrrakvöld þarsem flokksfor- manninum var boðið í mat hjá A. Hansen í Húsinu í Hafnarfírði. Þetta er tilraun til að víkja frá hinu hefðbundna formi og króa forystumennina af á huggulegum matarfundi, sagði Þórir. -Þarna flugu margar spurningar og at- hugasemdir á skemmtilegum fundi, og einna mest talað um nýju fiskveiðistefnuna. Við höf- um fullan hug á að halda þessu áfram eftir hátíðirnar. Frá matarfundi Garðbæinga á Hansen í fyrrakvöld (Mynd: KGA). Kvennaþing Skemmtilegt, skipulagt kaos Undirbúningur samnorrœna kvennaþingsins í Osló kominn áfulltskrið. Reiknað með að yfir200 íslenskar konur sœki þingið Eg vonast til þess að þingið verði skemmtilegt, skipulagt kaos, sagði Guðrún Agústsdóttir í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna og annar fulltrúi Islend- inga í samnorrænni undirbún- ingsnefnd um norrænt kvenna- þing sem fyrirhugað er að halda í Osló dagana 30. júlí til 7. ágúst. Um 90 konur eru nú virkar í undirbúningsnefndinni hér á landi og „fleiri og fleiri konur bætast stöðugt í hópinn,“ sagði Guðrún. Guðrún sagði að hugmyndin um samnorrænt kvennaþing hafi fyrst komið upp hjá íslenskum konum, en héðan hafi hún farið inní Norrænu ráðherranefndina og Norðurlandaráð. „Markmiðið með þinginu er að færa konur nær jafnrétti og kvenfrelsi og ekki síður að gefa norrænum konum tækifæri til þess að gráta og hlæja saman og veita hver annarri gagnkvæman styrk til þess að ná markmiðinu". Guðrún lagði áherslu á að þingið væri hugsað sem grasrótarþing, en ekki ein- göngu fyrir þær konur sem oftast fjölmenna á kvennaráðstefnur. Það væri ekki nauðsynlegt að geta talað hin norðurlandamálin því styrkur hefði fengist til þess að ráða túlk og búið væri að setja fram kröfur um það að á tímarit- inu sem gefið verður út á þinginu starfi íslenskur blaðamaður. „Allir eiga að fá að njóta sín,“ sagði Guðrún, en á þinginu verð- ur mjög fjölbreytt dagskrá; fyrir- lestrar, panelumræður, hópum- ræður, vinnubásar og mikið um listrænar uppákomur. Guðrún sagði ótrúlegt hversu margar íslenskar konur væru búnar að taka við sér og sína áhuga á þinginu. „Við höfðum það markmið að íslenskir þátt- takendur yrðu 200 talsins, en nú sýninst okkur að þeir verði miklu fleiri. Enda er það fyrir flestar okkar ekki nema einu sinni á ævinni sem við fáum tækifæri til þess að vera í kvennabúðum heila viku þar sem allt er undir lagt af starfsemi kvenna“. í heildina er áætlað að fjöldi þeirra sem sækja þingið verði á bilinu 7-8 þúsund. Guðrún sagði að flestar konur ættu að sjá sér fært að fara á þing- ið, en kostnaður verður í algjöru lágmarki. Þá sé búist við því að ýmis félagasamtök og sveitarfé- lög styrki konur til fararinnar, en nokkur sveitarfélög hafa nú þeg- ar riðið á vaðið. -K.Ól. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 17. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.