Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Gömul leikföng Er ekki einhver vaxinn upp úr gömlu leikföngunum sínum og vantar aur fyrir jólin? Óska eftir aö kaupa gömul leikföng fyrir 2ja-6 ára vegna dagmömmustarfa. Vilborg sími 10660. Dúkkurúm Litríkir leikfangabílar úr tré. Leik- föngin verða til sölu 15., 18.-22. des. á útimarkaðinum á Lækjartorgi og Lyngheiði 12 Hveragerði. Sendi um land allt. Auður Oddgeirsdóttir, húsgagnasmiður sími 99-4424. Kæliskápur Til sölu er notaður Westinghouse kæliskápur 270 lítra, stærð 142x60x60, í góöu lagi. Verð kr. 3.000.-. Uppl. í síma 40568 e. kl. 18.00. Ertu að taka til í geymslunni? Mig vantar svefnbekk fyrir lítið. Er ekki einhver sem þarf að losna við einn slíkan? Er svo er þá vinsam- lega hringið í síma 681333 á daginn (biðjið um prentsmiðju) eða í síma 75188 á kvöldin. Ódýrt Til sölu barnarúm úr furu með skúffum 75x195 cm og barnarimla- rúm. Einnig ný Emmaljunga barna- kerra. Sími 672768 á kvöldin. Tvíburaforeldrar Til sölu Emmaljunga tvíburavagn og Símo tvíburakerra. Uppl. í síma 53972 e. kl. 17.00. Sjónvarpstæki Óska eftir gömlu sjónvarpstæki gefins. Bragi, sími 33979 á kvöldin. Til sölu Til sölu massívar furuhillur án baks, hæð ca. 2,30, breidd ca. 2,40, dýpt ca. 40 cm. Seljast á 10.000 kr. Sími 25119. Til sölu Yamaha gítar FG 365 Sll, árs- gamall, ónotaður, ódýr. Uppl. í síma 51984 e. kl. 19. Til sölu ný, munstruð Bennetton peysa í stærð 50, BOJ fataskápur í barna- herbergi og CLUB 8 svefnbekkur m/sængurfataskúffu. Uppl. í síma 12261. Til sölu lítið, nett hjónarúm m/dýnum. Verð kr. 5.000.-. Uppl. í síma 74212. Til sölu Nýlegt hjólabretti til sölu (Ramprat II), 22 cm. breitt. Verð kr. 2.500.-. Uppl. í síma 34498. Herbergi óskast Herberg með aðgangi að snyrtingu og helst eldunaraðstöðu óskast á leigu í 1 ár frá áramótum fyrir unga konu frá Filipsseyjum. Engin vín-, tóbaks- eða hávaðamengun. Nán- ari upplýsingar í síma 13127 milli kl. 19 og 22. Frystikista Vantar frystikistu, má vera lítil. Uppl. í síma 77247 e. kl. 18. Til sölu ný yfirdekktur 4ra sæta sófi á 3.000 kr., ný og ónotuð ensk herraföt fyrir háan og grannan mann á 6.000 kr., fallegur, blár jólakjóll á 10 ára á 1.000 kr. og Masters-kastali á hál- fvirði. Uppl. í síma 27101. Húsnæði Ungur maður óskar eftir litilli íbúð strax. Má þarfnast viðgerðar. Góðri umgengni og reglusemi heitið. Skil- Vísar greiðslur. Uppl. í síma 612613 e. kl. 19. Tii sölu rauður baðsloppur, mjög vandaður nr. 44 og svart/hvítt sjónvarp, Nord- mende 22". Sími 40691. Góð saumavél Toyota saumavél til sölu á kr. 7.000.-. Sími 673024. ísskápur, sófi Þurfum að dveljast í Reykjavík tíma- bundið, á meðan vantar okkur ódýr- an ísskáp og lítinn sófa. Á sama stað óskast keypt karlmanns gíra- hjól. Sími 611354. Gefins Svefnbekkur og Nechi saumavél í skáp fást gefins. Sími 11433. Til sölu Sérsmíðaðar bókahillur til sölu á kr. 1500.-. Uppl. í síma 11890 e. kl. 19. Til sölu Vil selja brúna nappaskinnskápu, stærð 38-40. Sniðið er sígilt og káp- an sem ný. Verð ca. kr. 8500.-. Uppl. í síma 14223. Til sölu Notaður leirbrennsluofn til sölu. Gott verð. Símar 21981 og 29734. Til sölu Leirmunir til sölu v/flutnings. Lítið við í Ingólfsstræti 18, sími 21981. Yamaha hljómflutningstæki plötuspilari, útvarpsmagnari, kass- ettutæki og hátalarar til sölu. Önd- vegisgræjur. Verð 12-15 þús. Sími 621949 á kvöldin. IRI REYKJNJÍKURBORG IRI ÞN »«S JLtuuevi Stöidcvi Matráðskona Matráðskona óskast í fullt starf á lítið vistheimili í Breiðholti. Einnig aðstoðarstúlka í eldhús í hluta- vinnu. Laust frá 1. jan. 1988. Upplýsingar í síma 75940. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR HEIMILISÞJÓNUSTA Starfsfólk vantar til starfa í hús Öryrkjabandalags íslands í Hátúni. Vinnutími ca. 2-4 klukkustundir á dag, eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 18800. Orðsending til jólasveina og barna. Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí. Tannverndarráð __________MINNING__________ Vigfús Brynjólfsson Fœddur 17. desember 1896 - Dáinn 30. ágúst 1987 „Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt.“ Rúm 15 ár munu vera síðan við hittumst fyrst fyrir tilverknað sameiginlegs kunningja. Ekki var maðurinn mikill að vallarsýn. Mun þar hafa ráðið að nokkru að „kjörin settu á manninn mark“, því ekki mun hann ætíð hafa gengið saddur til hvílu á uppvaxt- arárunum. En oft meira en nógu þreyttur. Og sennilega ekki alltaf útsofinn að morgni. Að nokkru rættist úr með vöxt og þroska, þegar hann kom að sjónum, enda mörgum orðið gott af nýmetinu. Síðan stofnaði hann heimili og fór að búa á koti eins og gengur. En ekki mun frístundunum hafa fjölgað við það, enda leitað flestra bragða til að verða einskis manns bónbjargamaður. Eftir að hann kom að Glamma- stöðum mun hann fyrst hafa farið að rétta nokkuð úr kútnum efna- Iega. Og skepnurnar voru hans líf og yndi. Hann talaði um það fram undir það síðasta, hvað hann saknaði kinda sinna. Og hug hans til hestanna sýnir þessi vísa: Ef að sálin fer á flakk og fetar rétta veginn, bíður mín með beisli og hnakk Brúnn minn hinumegin. Og á Glammastöðum mun hann hafa átt góðar stundir við veiðiskap á vatni og í fjalli enda sagði hann byssuna hafa gefið sér margan góðan málsverðinn. En þetta var allt löngu liðin tíð, þegar ég kynntist honum. Fljót- lega þóttist ég finna að honum hefði auðnast að láta ekki baslið smækka sig. Ég hygg að minning- arnar frá æskuárunum hafi valdið því, hvað honum þótti mikils um vert, ef einhver leit inn til hans, að hann þægi góðgerðir og gerði þeim góð skil. BÆKUR Greinasafn Auðuns Braga Bókaútgáfan Skuggjá, Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Með mörgu fólki eftir Auðun Braga Sveinsson. Auðunn Bragi Sveinsson á til skálda að telja. Faðir hans, Sveinn Hannesson frá Eiivogum, var þekkt alþýðuskáld. Vísur hans kunna margir. Langamma Auðuns og Vatnsenda-Rósa voru systradætur. Aðalstarf Auðuns hefur verið kennsla og skólastjórn. Hann hefur nýlega lagt starf þetta á hill- una til að geta fremur en áður helgað sig ritstörfunum. Pessi bók fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mis- munandi umhverfi, - frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Með mörgu fólki er heitið, sem höfundur valdi þessu greinasafni sínu og mun það vera réttnefni. Er fram liðu stundir fór hann að lofa mér að heyra eina og eina vísu, en á því sviði var hann vand- látur. Ekki kann ég bragfræði, en ég held, að ég hafi aldrei heyrt hann fara með vísu, sem ekki var rétt gerð. Ekki var hann þó að flíka þeim, og ekki leyfði hann birtingar neinnar á prenti, er eftir var leitað. Hugsunin var skörp og minnið trútt. Með afbrigðum glöggur á fjármörk. Mun ekki ofmælt að hann hafi kunnað utanbókar flest mörk í nokkrum sýslum, bæði hér syðra og í Húnavatnssýslu, en hann var kaupamaður í Vatnsdal nokkur sumur á síðari árum og fór þar í göngur. Því var hann oft valinn til að sækja útréttir. Þá var hann sjór af fróðleik um menn og málefni og var unun að heyra hann segja kímnisögur, sem hann kunni urmul af. Er skaði hve mikið af slíku fór með honum í gröfina. Hann hirti ekki alltaf um að binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Eitt sinn sagði hann mér að hann hefði verið sá eini í sveitinni, sem keypti Þjóð- viljann. Á Dalbraut 27 leið honum vel, og þökk sé forstöðukonu og starfsfólki þar, og ekki síst fyrir að gera síðustu bón hans. En hún var að hann fengi að deyja þar í herberginu sínu, en þurfa ekki að fara á sjúkrahús. Nú er hann kominn þangað sem hvorki þjakar kuldi né sultur og hefur hitt Brún sinn og fleiri vini, sem farnir voru á undan honum. Gunnar Sigurðsson Umboðsmenn happdrættis Þjóðviljans Reykjavík: Afgreiösla Þjóðviljans Siöumúla 6. Opið 9-17 virka daga. Opiö 9-12 laugar- daga. Skrifstofa Alþýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, 4. hæö. Opiö 9-5 virka daga. Suðurland: Vestmannaeyjar: Jóhanna Njálsdóttir, Hásteinsvegi 28, simi 98-1177. Hveragerði: Ingibjörg Sigmundsdóttir, Heiðmörk 31, sími 99-4259. Selfoss: Siguröur R. Sigurðsson, Lambhaga 19, simi 99-1714. Þorlákshöfn: Elin Björg Jónsdóttir, Haukabergi 6, sími 99-3770. Eyrarbakki: Jóhann Þóröarson, Sunnutúni, simi 99-3229. Stokkseyri: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, simi 99-3229. Laugarvatn: Torfi Rúnar Kristjánsson, sími 99-6153. Hella: Guðrún Haraldsdóttir, Þrúövangi 9, sími 99-5821. Vík í Mýrdal: Magnús Þórðarson, Austurvegi 23, sími 99-7129. Norðurland eystra: Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Vesturgötu 3, sími 96-62267. Dalvík: Þóra Rósa Geirsdóttir, Hólavegi 3, simi 96-61411. Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sími 96-24079. Húsavík: Aðalsteinn Baldursson, Baughóli 31 b, sími 96-41937. Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Aðalbraut 33, sími 96-51125. Þórshöfn: Dagný Marinósdóttir, Sauðanesi, sími 96-81166. Austurland: Vopnafjörður: Gunnar Sigmarsson, Miðbraut 19, sími 97-31126. Egilsstaðir: Guðlaug Ólafsdóttir, Sólvöllum 10, sími 97-11286. Seyðisfjörður: Óttarr Magni Jóhannsson, Langatanga 3, sími 97-21525. Neskaupstaður: Kristinn Ivarsson, Blómsturvöllum 47, simi 97-71468. Eskifjörður: Hjalti Sigurðsson, Svínaskálahlíð 19, sími 97-61367. Reyðarfjörður: Þorvaldur Jónsson, Hæðargarði 18, sími 97-41159. Fáskrúðsfjörður: Anna Þóra Pétursdóttir, Hlíðargötu 37, sími 97-51283. Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson, Túngötu 3, sími 97-58894. Breiðdalsvík: Guðrún Þorleifsdóttir, Felli, sími 97-56679. Hornafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóð 6, sími 97-81243. Norðurland vestra: Hvammstangi: Flemming Jessen, Kirkjuvegi 8, sími 95-1368. Blönduós: Guðmundur Kr. Theódórsson, Húnabraut 9, simi 95-4196. Skagaströnd: Edvald Hallgrimsson, Hólabraut 28, sími 95-4685. Sauðárkrókur: Sigurður Karl Bjarnason, Víðigrund 4, sími 95-5989. Sigiufjörður: Hafþór Rósmundsson, Hlíðarvegi 23, sími 96-71624. Vesturland: Akranes: Jóna K. Ólafsdóttir, Jörundarholti 170, sími 93-11894. Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson, Borgarbraut 43, sími 93-71122. Stykkishólmur: Kristín Benediktsdóttir, Ásaklifi 10, sími 93-81327. Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, Fagurhólstúni 10, simi 93-86715. Ólafsvík: Margrét Jónasdóttir, Túnbrekku 13, sími 93-61197. Hellissandur og Rif: Arnheiður Matthíasdóttir, Bárðarási 6, sími 93-66697. Búðardalur: Gfsli Gunnlaugsson, Gupnarsbraut 7, sími 93-41142. Vestfirðir: Patreksfjörður: Einar Pálsson, Laugarholti, sími 94-2027. Bfldudalur: Halldór Jónsson, Lönguhlíð 22, sími 94-2212. Þingeyri: Davíð Kristjánsson, Aðalstræti 39, sími 94-8117. Flateyri: Hafdís Sigurðardóttir, Þórustöðum, sími 94-7658. Suðureyri: Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, sími 94-6167. ísafjörður: Bryndís Friðgeirsdóttir, Aðalstræti 22a, sími 94-4186. Bolungarvík: Kristinn Gunnarsson, Hjallastræti 24, sími 94-7437. Hólmavík: Jón Ólafsson, Brunnagötu 7, sími 95-3173. Reykjanes: Garður: Kristjón Guðmannsson, Melbraut 12, sími 92-27008. Keflavik: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-12275. Njarðvík: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-12275. Grindavik: Steinþór Þorvaldsson, Staðarvör 2, sími 92-68354. Hafnarfjörður: Hafsteinn Eggertsson, Norðurvangi 10, simi 651304. Garðabær: Þórir Steingrímsson, Markarflöt 8, simi 44425. Álftanes: Kári Kristjánsson, Túngötu 27, sími 54140. Kópavogur: Sigurður Flosason, Kársnesbraut 54, sími 40163. Seltjarnarnes: Sæunn Eiriksdóttir, Hofgörðum 7, sími 621859. Mosfellsbær: Kristbjörn Árnason, Borgartanga 2, sími 666698. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.