Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 7
Stórbók með sögum íslenskra kvenna Mál og menning hefur gefið út bókina Sögur íslenskra kvenna 1879-1960. Þetta er ein svokall- aðra stórbóka, en með þeim gefst bókafólki kostur á að eignast margar bækur í einni og á verði einnar. Mál og menning gaf út í fyrra stórbók með verkum Þórbergs Þórðarsonar og aðra nú nýverið með verkum Astrid Lindgren. í Sögum íslenskra kvenna eru prentaðar sex heilar skáldsögu- r:Gestir eftir Kristínu Sigfúsdótt- ur, Huldir harmar eftir Henríettu frá Flatey Arfur eftir Ragnheiði Jónsdóttur Eitt er það landið eftir Halldóru B. Björnsson Systurnar frá Grænadal eftir Maríu Jó- hannsdóttur og Frostnótt í maí eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur og auk þess yfir 20 smásögur. Soffía Auður Birgisdóttir sá um útgáfuna og ritar eftirmála um sagnaskáldskap kvenna sem jafn- framt eru drög að kvennabók- menntasögu tímabilsins. Aftast er skrá yfir ritverk höfunda í bók- inni. Sögur íslenskra kvenna 1879- 1960 er 980 bls. Málverk á hlífð- arkápu er eftir Þóru Sigurðar- dóttur en Teikn sá um hönnun. Af refskák valdhafa Út er komin bókin Furstinn eftir Niccolo Machiavelli eitt frægasta stjórnmálarit allra tíma. Bókin er leiðarvísir handa furst- um um hvernig halda skuli völd- um og auka þau, hvaða brögðum beri að beita og hvaða lærdóm megi draga af sögunni. Um leið sýnir hún einkar vel hugsunar- hátt og aðferðir valdhafa gegnum aldirnar. Furstinn eftir Machiavelli varð til á endurreisnarskeiðinu á ítal- íu, miklum umbrotatíma þegar listir blómstra, verslunin tekur fjörkipp, heimsmyndin breytist. Machiavelli var áhrifamaður í Flórens í byrjun 16. aldar, en var sviptur embættum og áhrifum þegar Medici-ættin komst til valda á ný árið 1512. Þá skrifaði hann þessa bók en hún kom fyrst út árið 1532. Ásgrímur Albertsson þýddi bókina og samdi skýringar og eft- irmála. Bókin er 180 bls. að stærð og er prýdd fjölda mynda. Mál og menning gefur út. Inni í hringnum Vigdís Grímsdóttir Kaldaijós Svart á hvítu 1987 Kaldaljós eftir Vigdísi Gríms- dóttur er stór og mikil skáldsaga. Fyrri hluti hennar gerist í litlu sjávarþorpi og segir frá dreng- num Grími Hermundssyni. Allt er séð með augum Gríms sem er næmur, gáfaður, listrænn og strax frá upphafi mjög áhugaverð persóna. Höfundur lýsir mjög vel bæði því sem gerist í hugarheimi drengsins og því sem gerist í kringum hann, á heimilinu og í þorpinu. Grímur er oft í sínum eigin draumaheimi þar sem allt getur gerst, nornir ríða prikum um loftið og hann sjálfur breytist í fugl, en um leið tekur hann mjög vel eftir. Bólgnar og kaldar þvott- ahendur Álfrúnar gömlu, vin- konu hans og það hvað mamma hans er þreytt fer ekki fram hjá honum og þannig er lesanda oft sagt mikið með fáum orðum. Persónurnar sem koma við sögu verða flestar alveg ljóslifandi: Álfrún, foreldrar Gríms, Indriði og Anna kærastan hans sem Grímur elskar á barnslegan hátt. Gottína systir Gríms er mjög skemmtileg andstæða hans og sér oft um að gera söguna fyndna. Og Tumi sem seinna verður vinur Gríms sýnir á sér fleiri hliðar en eina. Um leið og höfundurinn leggur alúð við hvert smáatvik hefur hún líka lag.á að knýja söguna áfram með spennu sem eykst jafnt og þétt. Hún notar fyrirboða eins og margir góðir höfundar hafa gert. Draumar Gríms og teikningar fela í sér forspá og vekja ugg, en stundum er líka grunur vakinn á svona einfaldan hátt: „Mamma er einsog Tindur yfir firðinum. Óhagganleg mynd. Hvað yrði ef Tindur hyrfi? Óendanleg víð- átta? Ný fjöll? Auðn og tóm? En mamma! Hvað ef hún hyrfi! Þá hugsun getur hann ekki hugsað til enda. Hún verður að vera nærri. Hyrfi hún, hyrfi allt.“ (159). Spennan eykst og nær hámarki skömmu fyrir miðja bók með hörmulegum atburðum, en þá verða líka skil í sögunni. Þessir tveir hlutar eru tengdir saman með ljóði. Lokaorðin í fyrri hlut- anum eru: „allt er þeim horfið í þessu lífi sem reynir að snúa þá niður. Allt er þeim horfið nema það sem aldrei hverfur og það sem kemur aftur.“ (216). Og þetta er m.a. það sem gerist í seinni hlutanum; það kemur aft- ur. Seinni hlutinn hvílir á þeim fyrri því að bæði persónur og at- burðir endurspeglast þar og berg- mála, án þess þó að það sé einföld endurspeglun. Vigdís kann líka að vekja spennu og koma lesend- um sínum á óvart með því að vekja ótta sem reynist ástæðu- laus, eins og þegar Bergljót, sú sem Grímur elskar, kynnist Tuma vini hans. Þessi hluti sög- unnar á sitt eigið líf sem vex og í lokin nær sagan hápunkti í annað sinn sem tengir hana aftur við upphaf sitt. Allt er komið í hring og „miðjum þessum hring er ljós- ið“. (190) Seinni hluti Kaldaljóss segir frá Grími Hermundssyni þegar hann er fullorðinn eða rúmlega tví- tugur og heldur til borgarinnar að nema myndlist. Þetta gerist í Reykjavík samtímans, en tími er samt vandmeðfarið efni í umfjöll- un þessarar sögu, þar sem tíminn er eitt meginefni hennar og hald- ið er fram allt öðru en venju- legum skilningi á honum. Grímur er hér hinn sami, sannur, ein- lægur, í tengslum við náttúruna eða bara lífið sjálft. En hann sem var áður of viturt barn eða of stór lítill drengur er fullorðinn maður eins og hálfgerður kjáni. Eða réttara sagt, hann kemur mörg- um einkennilega fyrir sjónir af því að hann kann ekki að þykjast og er sannur og góður. Þessir tveir hlutar sögunnar af Grími eru tengdir saman með eins kon- ar millikafla þar sem Grímur ger- ir upp við tímabilið milli tíu ára aldurs og tvítugs. Það er sagt frá þessu eins og það gerðist í huga Gríms og í samtali við vin hans, Tuma. Hér er raunverulega um afturhvarf að ræða. Þessu er lýst eins og trúarlegri reynslu. Grím- ur sér líf sitt í „gömlu ljósi“, hann játar syndir sínar, iðrast og byrjar upp á nýtt. Og þegar Grímur lítur þarna til baka kemur fram gjör- samlega allt önnur mynd af hon- um sjálfum. Hann sem áður mátti ekkert aumt sjá, hefur eiginlega gefið sig hinu illa á vald. Það er svar hans við sorginni, missinum. En þessa hlið sjáum við ekki fyrr en hann er aftur orðinn gamli, góði Grímur. Þetta er dálítið ó- sannfærandi og þarna dregur úr áhrifum sögunnar. Að vísu hlaut að verða spennufall eftir það ris sem varð í miðri sögu. Og það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá þessa hlið á Grími og ekki ótrúlegt að örvænting brjótist út á þennan hátt. Það er bara hvernig sagt er frá þessu og það sem á eftir kem- ur sem gerir þennan hlekk í sög- unni veikan. Því að Grímur er eins og áður segir fullorðinn mað- ur aftur saklaus og hjartahreinn eins og barn. En fyrst það skaut upp kollinum svona mikill demón í honum í millitíðinni hefði verið miklu trúlegra að hann hefði orð- ið „venjulegri“ fullorðinn maður. En þetta er ekki stór hluti af sög- unni og burtséð frá þessu stenst seinni hlutinn mjög vel. Það koma fram nýjar persónur og Grími finnst hann sjá í þeim fólk- ið sitt, sem er horfið: hann sér Önnu í Bergljótu sem hann verð- ur ástfanginn af og þegar Bergljót fæðir son minnir hann allt á það þegar Anna fæddi sinn son. Hulda minnir á Álfrúnu og Sva- va, lítil stelpa í húsinu á Gottínu, systur hans. Svava er mjög fyndin og yndisleg persóna og hún endurspeglar í raun bæði Gottínu og Grím, því að hún er listamað- ur eins og hann og fæst við að yrkja ljóð. Þessar persónur hafa þó allar sín séreinkenni þannig að þær standast alveg út af fyrir sig. Þessi samsvörun fyrri og seinni hluta sögunnar styrkir hana sem heild. Eitt dæmi um það eru an- imónurnar sem Grímur heyrir um sem barn í ævintýri sem Álrún segir honum. Sjálfur kynnist hann animónum þegar hann kemur til Reykjavíkur og þær halda áfram að gegna sínu hlut- verki út söguna. Aftur og aftur koma fram hugmyndir í sögunni um einningu þess sem býr að baki öllu. Það er heildarsýn á lífið og trú í samræmi við tilgang bak við- sköpunarverkið. Þetta er það sem Grímur trúir á og fær stað- festingu á hjá Álfrúnu gömlu og heldur fast við allt til enda. Þetta viðhorf birtist einnig í frásagnar- hætti sögunnar, hún fer í hring eins og tíminn og bak við hana eða inni í henni er sannleikurinn, listin, guð - allt sem þessi saga kallar ljósið. En Kaldaljós er ekki bara saga um hið góða og fagra. Hér er líka glímt við and- stæðu þess, sorg, ofbeldi, þján- ingu, ekki síst þá þjáningu sem er óskiljanleg og virðist tilgangs- laus. Þessa baráttu þarf Grímur að heyja innra með sér en hann rekst lfka hvað eftir annað á fólk sem deilir ekki með honum þessu viðhorfi til lífsins. Það eru ekki bara aukapersónur eins og pabbi Svövu eða fólk í strætó sem svar- ar ekki þegar hann yrðir á það, heldur er Bergljót líka athyglis- verð andstæða hans. Þau elska hvort annað en hafa ekki sömu lífssýn. Og þótt höfundur haldi fast við að segja söguna frá sjón- arhóli Gríms, leyfir hún skoðun- um Bergljótar að koma skýrt fram og skapa mótvægi við skiln- ing Gríms á lífinu. Þessi fyrsta skáldsaga Vigdíar Grímsdóttur er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar njóta sín hér mjög vel. Kaldaljós er saga sem er skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík, sterk og snertir mann. Bygging hennar er óvenjuleg, hún er dálítið veik í miðjunni en er samt sem áður þegar allt kemur til alls heilsteypt skáldsaga. Flestir þættir hennar eru mjög vel gerðir, þjóna sínum tilgangi, spila saman og mynda að lokum mjög athyglisverða og fal- lega sögu. i' Hestar og menn 1987 Árbók hestamanna Hestamenn eru athafnasamir við bókagerð. Þeir gefa út tvö tímarit og á hverju ári, nú um alllangt skeið, hefur komið út bók, sem þeir hafa samið eða átt hlut að. Og nú er komin út hjá Skjald- borg ein bókin enn og er sú miklu mest. Nefnist hún Hestar og menn 1987 - Árbók hestamanna. Höfundar eru þeir Guðmundur Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson. Er þetta í einu orði sagt glæsileg bók. Bókaforlagið Skjaldborg hefur allmörg undanfarin ár gefið út bækurnar Með reistan makka. Með þessari bók er skipt um spor. Er Árbókin um margt ólík hinum fyrri bókum. Hún er mun ítarlegri og fjölbreyttari. Þar er sagt frá öllu því merkasta, sem gerst hefur á árinu hjá íslenskum hestamönnum heima og erlendis, svo sem fjórðungsmótinu á Mel- gerðismelum, íslandsmótinu á Flötunum, heimsmeistaramótinu í Austurrfki og skeiðmeistara- mótinu í Þýskalandi. Rætt er við fjölmarga þekktustu hestamenn landsins. Eru þau viðtöl í senn fróðleg og skemmtileg. Þannig mætti áfram rekja ef rúm leyfði. I bókinni eru 290 ljósmyndir og teikningar, margar í lit. Að því er stefnt að gefa út á ári hverju slíka bók sem þessa. Höfundar höfðu mjög skamman tíma til að vinna bók- ina. Hún ber þess þó síður en svo nokkur merki. Meira um hana síðar. - mhg Fimmtudagur 17. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.