Þjóðviljinn - 17.12.1987, Page 15

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Page 15
Bandaríkin Hart kominn á skrið Garrí Hart neitar að rœða einkamál og óskar eftir málefnalegri kosn- ingabaráttu Gary Hart endurhóf baráttu sína fyrir útnefningu Demó- krataflokksins til forsetafram- boðs í New Hampshire í gær. Hann brást reiður við spurning- um um einkalíf sitt og sagðist gera sér vonir um að baráttan yrði málefnaleg. Hart kvaðst fordæma ósmekk- lega hnýsni manna um einkalíf áhrifafólks í bandarísku samfé- lagi. Námsmaður nokkur bar þá spurningu fyrir Hart í gær hvort það væri ekki siðlaust af hálfu framámanna að ljúga til um einkalíf sitt. „Nei, ég er ekki þeirrar skoð- unar að þeir hafi heimild til að blekkja almenning en á hitt ber einnig að líta að almenningur á ekkert tilkall til þess að fá að vita alla skapaða hluti um einkalíf manna.“ Hart sagði að kosningabarátta sín yrði rekin á málefnalegan hátt einsog fjölmargir Bandaríkja- manna óskuðu, án fjölmiðlaráð- gjafa, skoðanakannanna og skipulagðra kosningasamtaka. Pví kemur það sér vel fyrir hann að kosningabaráttan skuli hefjast í New Hampshire sem er fámenn- asta fylki Bandaríkjanna. Þar verða fyrstu forkosningarnar haldnar þann ló.febrúar næstkomandi. Margir af fyrrum ráðgjöfum og aðstoðarmönnum Harts starfa nú í þágu anriarra frambjóðenda Demókrataflokksins sem eru alls ekki hrifnir af þessu nýja tiltæki Kólóradóbúans. Ekki vekja við- brögð þeirra mikla furðu þar eð skyndikönnun tveggja fjölmiðla vestra í gær leiddi í ljós að Hart er til muna vinsælli en nokkur dem- ókratískra meðframbjóðenda hans. -ks. ERLENDAR FRÉTTIR Suður-Kórea Brögðí tafli? Roh Tae Woo svindlað til valda? Roh Tae Woo. Var honum svindlað í forsetaembættið? Þegar síðustu fréttir bárust af talningu atkvæða eftir for- setakjörið í Suður-Kóreu í gær var Ijóst að frambjóðandi vald- hafa, Roh Tae Woo, hafði umtals- Israel Attundi óeirðadagurinn Sex Palestínumenn og einn ísraelskur dáti sœrðust íátökum á Gazasvœðinu í gær. Israelsstjórn sœtir gagnrýni úr öllum áttum hinu U hernumda Gazasvæði milli Egyptalands og Israels í gær, átt- unda daginn í röð. Israelska herstjórnin sendi liðsauka til svæðisins en þrátt fyrir það virð- ast dátar hennar ekki ráða við palestínska mótmælendur nema með skotvopnum. I gær skutu þeir og særðu sex mótmælendur. Einn Israelsmaður var særður hnífssári. Talsmaður ísraelsku herstjórn- arinnar sagði dáta sína hafa skotið og sært tvo Palestínumenn er sært höfðu einn kollegajreirra holundarsári í gær. Hann mun vera fyrsti ísraelski hermaðurinn er særist á átökunum en að minnsta kosti 13 Palestínumenn hafa verið skotnir til bana og yfir hundrað særðir skotsárum eftir að óeirðirnar hófust á Gazasvæð- inu á þriðjudegi í fyrri viku. Stjórnir fjölmargar ríkja, jafnt vinveittra sem fjandsamlegra fs- rael hafa lagst á eitt um að gagnrýna harðlega hryðjuverk þarlendra ráðamanna á Gaza þar sem 650 þúsund Palestínumenn eiga heimkynni sín. ísraelskar öryggissveitir beittu í gær fyrsta sinni háþrýstivatns- dælum í átökum sínum við palest- ínsk ungmenni en fram að þessu hafa þeir lagt traust sitt nær ein- göngu á skotvopn. Vera má að gagnrýni erlendis frá hafi þrátt fyrir allt einhver áhrif á ísraelska ráðamenn. Hinsvegar finnst þeim illt að sitja undir henni og í gær reyndu liðsforingjar að koma í veg fyrir að erlendir fréttamenn yrðu sjón- arvottar að því þegar dátar drógu unga Palestínumenn afsíðis og misþyrmdu þeim. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á Gaza- svæðinu hafa greint frá því að ís- raelskir hermenn hafi barið mik- inn fjölda unglinga til óbóta og liggi margir þeirra þungt haldnir á Shifa sjúkrahúsinu. Einsog fyrr greinir hafa fjöldi erlendra ríkisstjórna ásamt Sam- einuðu þjóðunum lagst á eitt um að gagnrýna ísraelsstjórn fyrir aðgerðir dáta hennar á Gaza- svæðinu. Þar á meðal eru stjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, So- vétríkjanna, Frakklands, Kína, Tyrklands, Austur- og Vestur Þýskalands auk þorra leiðtoga ar- abaríkja. -ks. vert forskot á tvo frambjóðendur stjórnarandstæðinga, Kim Yo- ung Sam og Kim Dae Jung. Sam- kvæmt upplýsingum kjörstjórn- arinnar hafði Roh hreppt 39,1 af hundraði þegar helmingur at- kvæða hafði verið talinn, Kim Young Sam 26 af hundraði en Kim Dae Jung 24,5 hundraðs- hluta. En ekki er allt sem sýnist. Tals- maður óháðu samtakanna „Þjóð- areining um lýðræði," lútherski presturinn séra In, sagði í gærdag við fréttamann Reutersfrétta- stofunnar að valdhafar hefðu skipulagt kosningasvindl í stórum stíl Roh til framdráttar. „Við höfðum óttast að kosningarnar í dag færu ekki heiðarlega fram. Því miður reyndist sá ótti á rök- um reistur." í sama streng tók annar af frambjóðendum stjórnarand- stæðinga, Kim Dae Jung. Hann sagðist hinsvegar ekki vilja láta hafa neitt eftir sér um þetta fyrr en tilkynnt yrði opinberlega um úrslit. Séra In sagði mörg dænii þess að stuðningsmenn Rohs hefðu greitt atkvæði í tvígang. Enn- fremur hefðu eftirlitsmenn Ki- manna sætt ofsóknum á kjörstöð- um. -ks. Sikiley Mafíósar dæmdir „Páfinn" Greco dœmdur íœvilangtfangelsifyrir 78 morð Dómstóll í Palermo á Sikiley dæmdi í gær 19 háttsetta maf- íósa, þar á meðal „foringja for- ingjanna,“ Michele nokkurn Greco, í ævilangt fangelsi. Nokk- ur hundruð undirsáta og skó- sveina þeirra fengu einnig þung ströff. Þetta mun vera þyngsta höggið sem ítölsk réttvísi hefur greitt Mafíunni frá upphafi, þessum al- ræmdu glæpasamtökum sem hafa um áratugaskeið verið einsog ríki í ríkinu á Ítalíu. Réttarhöldin stóðu yfir í 22 mánuði og vermdu hvorki fleiri né færri en 460 glæpamenn saka- bekki dómshallarinnar í Pal- ermo. Sex kviðdæmendur drógu sig í hlé fyrir fimm vikum til þess að velta vöngum yfir málum allra sakborninga en í gær kom í ljós að þeir og báðir dómarar réttarins höfðu fallist á meginþorra krafna ákæruvaldsins. Allir sjö meðlimir „fram- kvæmdanefndar" sikileysku Maf- íunnar voru dæmdir í lífstíðar- fangelsi. Meðal þeirra er fyrr- nefndur Greco sem rannsóknar- lögreglumenn á eynni staðhæfa að hafi haft alla mafíuþræði í hendi sér áður en „reiðarslagið" dundi yfir og hann komst undir manna hendur. Greco þessi er 63 ára gamall og ósjaldan nefndur „páfinn“ í góðra vina hópi. Hann var í gær fundinn sekur um að hafa skipulagt eða gefið fyrirmæli um morð 78 manna! -ks. þlÓOVIUINN 0 68 13 33 Tíimnn 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sigl BLAÐBERAR ÓSKAST þlÓÐVILIINN Fimmtudagur 17. desember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15 Víðs vegar um borgina Hafðu samband við okkur þlÓÐVILIINN Síðumúla 6 0 6813 33

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.