Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hvar liggur ábyrgðin? í dag eöa á morgun veröur á alþingi tekin fyrir tillaga þingmanna Alþýöubandalagsins um aö þingiö skipi rannsóknarnefnd til aö kanna hver beri ábyrgö á því aö kostnaður viö flugstöðvar- bygginguna á Vellinum fór eins glæfralega úr böndum og raun ber vitni. Það er ekkert smotterí sem verið er að tala um í peningum. Ríkisendurskoöun segir aö hlutur ríkissjóðs hafi oröið 871 milljón frammyfir upp- haflega kostnaðaráætlun, sem í sjálfu sér var nógu há, - og var á sínum tíma réttlætt meö því aö ef ekki yröi ráöist í þessa dýru byggingu fengist bandaríski herinn ekki til aö vera meö í púkkinu. Þaö er raunar sérstakt athugunarefni hver kostnaöur varö af því sérstaklega að ís- lensk stjórnvöld ákváöu aö byggja flugstööina sem bandarískt hernaöarmannvirki því líkur benda til að tvöföld hönnunarvinna og tvöfalt staölaviömið eigi sinn þátt í þessu ævintýri. Sú 871 milljón sem eytt var af íslensku fé umfram háa áætlun er meira fé en borgarstjórn- armeirihlutinn í Reykjavík ætlar sér aö eyða í nýtt ráöhús viö Tjörnina og þykir þó mörgum nóg um. Umframkostnaðurinn viö flugstööina er meiri en kaupverð Útvegsbanka þegar SÍS og KR-ingar buðu í hann í sumar sællar minn- ingar. Fyrir 871 milljón mæti byggjasvo margar íbúðir aö næmi sæmilega myndarlegu sjávar- þorpi á landsbyggðinni. Og þessi upphæö ein er um fimmtungur þess fjár sem Jón Baldvin Hannibalsson ætlar aö draga í ríkissjóð meö blóöi, svita og tárum gegnum nýja matarskatt- inn. Byggingarnefnd flugstöðvarinnar hefur svar- aö skýrslu Ríkisendurskoðunar meö því aö vísa málinu frá sér til yfirmanna sinna, ráöherranna. Eðlileg viðbrögö þjóðþingsins í þessari stöðu er aö kanna á hvaöa stigi framkvæmdavaldsins ábyrgðin liggur, - og þaö er ekkert leyndarmál að augu manna beinast einkum aö síöasta utanríkisráöherra, Matthíasi Mathiesen, og fjármálaráðherranum fyrrverandi, Þorsteini Pálssyni. Hér skal ekkert um þaö fullyrt að ann- ar hvor þeirra eöa báöir beri í raun ábyrgö á því hneyksli sem skýrsla Ríkisendurskoðunar leiöir í Ijós, hvort sú ábyrgð hvílir á embættismönnum eöa á forverum þessara manna í ráöherrastóli. Þessir tveir og samþingmenn þeirra nú geta Laumuspil m Þær fréttir berast aö nú sé á alþingi veriö aö lauma inní fjárlög um þaö bil sex milljónum í viðbót til að halda áfram að hanna nýtt þinghús í miðbænum, hús sem vegna útlits síns og um- hverfisáhrifa milli Austurvallar og Tjarnarinnar hefur í munni almennings fengiö nafnið þing- kassinn. Svo viröist aö þingmenn hafi aldrei gert form- lega upp hug sinn til þessa máls, hvort yfirhöfuð eigi að byggja í miðbænum þinghús af þessari stærö eöa hvort halda skuli áfram á grunni þeirrar tillögu sem nú er helst gælt við. Hættan er auðvitað sú aö hinir kjörnu fulltrúar fái aldrei tækifæri til slíkrar umræöu vegna þess hinsvegar ekki skorist undan því aö efna til rannsóknar. Einkum vegna þess að allt kapp var lagt á aö Ijúka flugstöðinni, aö minnsta kosti á ytra borði, fyrir kosningarnar í vor, þarsem einmitt þeir Matthías Á. Mathiesen og Þorsteinn Pálsson reiknuðu sér flugstööina tekjumegin í uppgjöri sínu til kjósenda, meöal annars í flenniaug- lýsingum í helstu fjölmiölum. Nema enn einu sinni komi upp sú staða að enginn ber ábyrgö og hver vísar á annan og allir á engan. Og 871 milljón veröi einsog hver önnur SKiptimynt í samtryggingarmattador kerfisflokk- anna. íð þingkassa aö þegar aö hinni formlegu afgreiðslu kemur verði verkiö svo langt fram gengið aö erfitt verði að leggjast gegn því. Þessvegna hljóta þingmenn að taka til hend- inni nú um kassann nýja, ekki síst þeir átján sem Reykvíkingar hafa kosiö til þess meðal annars I aö gæta hagsmuna höfuöborgarinnar. Umhverfi á einum viðkvæmasta staö í Reykjavík hlýtur aö skipta þessa átján meira máli en metnaður gamals stjórnmálamanns vestan af fjörðum, jafnvel þótt sá hafi fengið aö vera forseti sameinaðs alþingis nokkur síöustu ár sín í pólitík. - m KLIPPT OG SKORID Flugstöövarbrella Það er gaman að fletta gömlum blöðum og leyfa sér að undrast þann hugsunarhátt og málefna- áherslur sem þar er að finna. Blöð þurfa ekki að vera mjög gömul til að vekja undrun og kát- ínu. Fyrir níu mánuðum, eða sex dögum fyrir síðustu alþingiskosn- ingar, gáfu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði út 3. tölublað Ham- ars. Þar er að finna þessa skrýtnu klausu um flugstöðina á Kefla- víkurflugvelli: „Vígsla hinnarnýju flugstöðvar hefur farið óskaplega fyrir brjóst- ið á kommum og krötum og öðr- um andstœðingum Sjálfstœðis- flokksins. Lengi var því haldið fram að byggingin væri hið mesta bruðl og óþarflega stór. Pegarsvo Ijóst varð að svo var ekki, var blaðinu snúið gjörsamlega við og ákaft skammast yfir því að hún vœri oflítil. Pegarsvo tilkynnt var að flugstöðin yrði vígð fyrir kosn- ingar var sem vinstri menn hefðu himin höndum tekið. Hér var vitaskuld um kosningabrellu Sjálfstæðisflokksins að ræða. Hvað annað? ... Hemar getur heilshugar tekið undir það að hin stórglæsilega flugstöðvarbygging sem kostað hefur einn og hálfan milljarð að koma upp, sé ekki annað en kosningabrella - ef menn vilja nota það orð yfir það frekar en eitthvað annað. “ Þettavar núí„dentíð“. Nokkr- um dögum síðar vissu jafnt Sjálf- stæðismenn f Hafnarfirði sem aðrir að byggingarkostnaðurinn var ekki 1,5 miljarður heldur nær 3 miljarðar. En það er önnur saga. Talnaglöggur fjármálaráðherra Alþýðublaðið eyðir í gær stór- um hluta af takmörkuðu plássi sínu til að útskýra að aukin skatt- heimta Jóns Baldvins verður ekki 10 miljarðar á næsta ári heldur aðeins 5 miljarðar. Birtir blaðið sérstaka greinargerð frá ráðherr- anum um málið. Þar er beitt nokkuð sérstakri reikningsaðferð sem rétt er að sem flestir kynni sér. Gengur hún út á það að telja auknar tekjur einskis virði ef þeim er eytt jafnóðum. Þetta er í sumum tilfellum ugglaust ágæt hagfræði. Samkvæmt henni getur maður með 150 þúsund króna mánaðarlaun talist tekjulaus ef hann eyðir öllu kaupinu sínu. Ráðherra rekur fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar á síðastliðnu sumri en þá var ,rsöluskattsstofn- inn víkkaður með fœkkun undan- þága, meðal annars á ýmsum ma- tvælum, tölvum og sérfræðiþjón- ustu. Pá var einnig lagt sérstakt gjald á bifreiðar og erlendar lán- tökur auk þess sem kjarnfóður- gjald og ríkisábyrgðargjald voru hœkkuð. Með þessum fyrstu að- gerðum var talið að brúttótekjur ríkissjóðs myndu aukast um 3.700 miljónir króna miðað við heilt ár og verðlag 1988.“ Þetta er skýrt og greinilegt: Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar þýddu aukna skattheimtu um 3,7 miljarða króna á ári. En bíð- um við, allt í einu fer ráðherrann út í aðra sálma og fer að tala um að ellilífeyrir hafi verið hækkaður sérstaklega um 320 miljónir króna og barnabótaaukinn um 240 miljónir króna. „Nettótekju- öflun af þessum fyrstu aðgerðum nam þannig 3.140 miljónum króna. “ Á augabragði hafa horfið 560 miljónir króna og 3.700 miljónir eru orðnar að 3.140 miljónum. Með ámóta reikningskúnstum tekst ráðherranum að reikna sig niður í að auknar skattaálögur ííkisstjórnarinnar nemi 5 milj- örðum króna en ekki 10 miljörð- um. Leiðinlegir vælukjóar Víkurblaðið á Húsavík birti fyrir skömmu leiðara sem kallað- ist „Kveðum landsbyggðarvælið í kútinn". Þar segir m.a: „Pað er alkunna að vœlukjóar og spangólarar koma oftast litlu til leiðar ogná sjaldnast markmið- um sínum, nema auðvitað þegar vœlið og spangólið er markmið í sjálfu sér, s.s. í poppbransanum. Við landsbyggðarmenn höfum verið einhverjir mögnuðustu vælukjóar á landi hér hin síðari ár, og næsta víst að Reykvíkingar eru fyrir löngu búnir að fá leið á þessu eymdarinnar gauli ... En misrétti hefur aldrei verið leiðrétt með því að kveinka sér og kvarta. Við gólum ekki fjármagn- ið til baka eða fjárveitingarnar frá alþingi og snúum ekki við fólks- flóttanum úrstrjálbýli með vælinu einu saman nema síður sé. Pað nenna fáir að hlusta á kjökur til lengdar og enn fœrri að taka nokkurt mark á því. Við verðum sem sagt að taka , upp nýjan stíl eins og Alþýðu- flokkurinn forðum. Við verðum að leggja af bölsýnisbarlóm, vœl og víl og upphefja bjartsýnissöngva. Láta þjálfaðar karla- og kirkjukóraraddir glað- beittra sveitamanna kyrja óðinn til uppbyggingar á landsbyggð- inni svo að glymji suður yfir heiðar og undir taki í Esjunni. “ Hinn nýi stíll Og þá getum við sett hefann í borðið og drunið dimmum karla- rómi: hingað og ekki lengra! Og við sendum óteljandi lúðrasveitir landsbyggðarinnar suður og látum þœr blása við borgarmúr- ana, líkt og aðrir lúðraþeytarar blésu við múra Jeríkó fyrir margt löngu. Og þá munu milliliðirnir og málaliðar Mammons í borg Davíðs skelfast og spyrja: Munu þetta þeir er áður gólu svo ámátt- lega? Og milliliðirnir og málalið- arnir munu senda möppudýr til að opna sjóði og hirslur og fjár- magnið mun renna í stríðum straumum út í dreifbýlið. Og borgarhliðin munu opnast fyrir ungum athafnamönnum og konum, og þau munu þeysa á tra- böntunum sínum og skódunum sínum út í dreifbýlið þar sem bjartsýnin ríkir ein.“ þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglyslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Simavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Utbreiðsla: G. Margrétóskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65kr. Askriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.