Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.12.1987, Blaðsíða 5
Bragi Jónsson (t.v.) hefur fellt eitt tréö og Hallgrímur Þórarinsson (t.h.) dregur annað út. Myndir: sibl. - Texti mhg starfsemi mikinn kipp. Voru þá felld um 2000 tré. Líklega hefur um helmingur þeirra verið seldur á Austurlandi en hinn helmingur- inn sendur til Reykjavíkur, í sölu hjá Landgræðslusjóði. Frá þessum tíma hefur Skóg- ræktin á Hallormsstað séð Aust- firðingafjórðungi fyrir jólatrjám og oftast átt einhvern afgang til að senda til Reykjavíkur. Hins vegar hefur þrengst á markaðn- um þar því í skógunum í Borgar- firði og Árnessýslu fást nú miklu fleiri tré en út ganga í jólavertíð- inni á suðvesturhorni landsins. Jólatréð í Kringlunni, sem mynd er af hér á síðunni, kemur líka frá Hallormsstað. Það er fjallaþinur sem gróðursettur var 1936. Hann er ættaður úr einum þjóðskóginum í Klettafjöllum í Bandaríkjunum. Fjallaþinur er líklega eina þin- tegundin sem hægt er að rækta hérlendis. Nokkur hundruð þeirra hefur Skógrækt ríkisins getað boðið til sölu undanfarin ár. En erfitt er að fá fræ af fjalla- þin eins og öðrum háfjallateg- undum svo að enn um sinn verður stopult hvað hægt verður að höggva hérlendis af þessari teg- und fyrir jólin. En þinurinn í Kringlunni sýnir að vart getur fegurra jólatré en fjallaþin. Blágreni er líklega feg- ursta jólatré sem hægt er að fá og heldur barrinu betur en aðrar grenitegundir. - mhg Hjá Skógrækt ríkisins á Hall- ormsstað hófst jólatréshögg fyrir 31 ári eða 1956. Næstu 10-15 árin var aðeins um að ræða nokkra tugi trjáa en um 1970 tók þessi Trén komin heim á hlað, tekin af bílnum og flokkuö. Erla Viihjálms- dóttir '(t.v.) merkir flokkana. Hall- grímur og Bragi flokka og Eyjólfur Ingvason stendur á bílnum og handlangar trén til þeirra. Stærsta jólatré sem höggvið hef- ur verið á Islandi stendur við Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum. Það er 14 m hátt rauðgreni, 52 ára gamalt sam- kvæmt talningu á árhringjum við rót. Þorsteinn Sveinsson kaupfé- lagsstjóri á Egilsstöðum hefur um mörg undanfarin ár gert þá kröfu til Skógræktar ríkisins á Hall- ormsstað að hún hafi fyrir hver jól handa kaupfélaginu hæsta, ís- lenska jólatréð. Þetta hefur tekist til þessa og er þetta tré lang- stærst - slagar upp í Oslóartréð á Austurvelli. Fjallaþinurinn í Kringlunni. Fagurt tré og tignarlegt. Flmmtudagur 17. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.